Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 21
Leiðrétting Illa var fariö með sendilinn okkar hann Baldvin Loftsson, ritstjóra „Kommans‘?”sIðasta laugardag, þegar I staðinn fyrir mynd af glaöbeittri ásjónu ritstjórans, var birt mynd af forsiðu Sveitarstjórn- armála. Við biðjum Baldvin afsökunar á mistökunum og hér fyrir ofan er (vonandi) myndin af honum. Árnað heilla: 85 ára Berent Magnússon, bóndi Króksholti Sandgerði, verður 85 ára þann 26. desember n.k. Senn hefst Framhald af bls. 1. heföu húsin að Hruna og Skálholti eyöilagst, en þessi hús voru ofan við verksmiðjuna. Var annað not- að sem rannsóknarstofa, en hitt sem kaffistofa. Þá hefði salt- geymsla eyðilagst; i henni voru 400—500 tonn af salti. BLAÐ- BURÐUR bjóöviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Skúlagata Höfðahverfi Skjól Tómasarhagi Seltjarnarnes Stigahlið Hverfisgata Laugavegur Akurgerði Múlahverfi Vinsamlegast hafið ' samband við af - greiðsluna. ÞJÓÐVILJINN Sími 1 7500 — Verður verksmiðjan flutt við endurbyggingu? — Ég tel rétt að gera það. Inn- ar I firðinum I Vindheimalandi, sem bærinn festi kaup á fyrir nokkrum árum, er góð aðstaða fyrir höfn og önnur mannvirki tengd sjávarútveginum. S j ávarútvegsmál Framhald af 13. siðu. ráöuneytinu að setja almennar og svæðisbundnar reglur er stuðli að samræmingu milli veiðiheimilda samkvæmt sérstökum leyfum ráðuneytisins til rækju- og skel- fiskveiða og vinnslugetu þessara greina fiskiðnaðarins, meðal ann- ars með skiptingu afla milli vinnslustöðva og/ eða þeirra báta sem veiðileyfi hljóta. t þessum greinum veiða skal leita leyfis sjávarútvegsráðuneytisins til að koma á fót vinnslustöðvum eða til aukningar á afkastagetu þeirra sem fyrir eru. Ráðuneytið getur synjað um slik leyfi ef ekki er fyrirsjáanleg aflaaukning á við- komandi svæði né samdráttur I starfsemi annarra vinnslustöðva á svæðinu. Hér er um stjórnarfrumvarp að ræða og er ekki að efa að hið svo- kallaða Blönduósmálliggur þarna að baki. Verður það ljóst ef lesið er i greinargerð frumvarpsins: ..of margar eða afkastamiklar vinnslustöðvareru til þess fallnar að auka ásókn i veiðarnar og það þvi meir sem samkeppnin um hið takmarkaða hráefni verður meiri. Getur þetta komið illa nið- ur á rækju- og skelfiskstofninum. Þá má auðveldlega kippa rekstr- argrundvellinum undan atvinnu- rekstri á ákveðnum svæðum með of mörgum slikum fyrirtækjum á svæðinu þá gæti það haft hinar al- varlegustu afleiðingar. Þegar aflamagn á viðkömandi svæði er nokkuðstöðugtfrá ári til árs virð- ist óeðlilegt að nýjum vinnslu- stöðvum sé komið á fót...” Sjávarútvegsnefnd neðri deild- ar klofnaði um málið. 5 þingmenn i meirihluta hennar mælti meft samþykkt þess, þau Garðar Sig- urðsson, Ragnheiður Svein- björnsdóttir, Tómas Arnason, Sverrir Hermannsson og Pétur Sigurðsson. Guðlaugur Gislason var fjarstaddur afgreiðslu, en reyndist vera þvi andvigur. Sig- hvatur Björgvinsson skilafti minnihlutaáliti úr sjávarútvegs- nefnd og taldi ófært að sam- þykkja frumvarpið óbreytt, en flutti tillögur til breytinga. Sig- hvatur taldi að tilgangur frumvarpsins væri ekki verndum á rækju og skelfiski heldur skipu- lagning á vinnslu þannig að fjár- festing verði sem hagkvæmust og hvað arðsemi varðar og út frá sjónarmiði þeirra byggðarlaga þar sem vinnsla fer fram. Taldi Sighvatur bað óeðlilegt og óæski- legt að sjávarútvegsráðuneytið getiupp á eindæmi sitt synjað eða heimilað byggingu vinnslustöðva án þess að byggja á umsögnum aðila eins og fjárfestingarsjóða, hafrannsóknarstofnunar, fiskifé- lagsins og LIÚ. Alþýðuflokksmenn hafa áður tjáð sig á þingi um Blönduósmálið og barist mjog fyrir þvi að al- þýðuflokksmaður, Cttar Yngva- son, mætti koma upp rækju- vinnslustöð á Blönduósi ásamt sjálfstæðismanninum Herði Einarssyni, svo og gera þaðan út rækjubát. Við umræður lýstu þeir Lúðvik Jósepsson og Guðmundur H. Garðarsson sig andviga þessu frumvarpi. Lúðvik kvaðst vilja taka skýrt fram að hann hefði alls enga afstöðu tekið til Blönduós- málsins, en að sinu viti hefði ráð- herra allar heimildir til að stööva rækjuútgerð frá Blönduósi. Hins vegar teldi hann að með frum- varpinu væri farið inn á ranga og hættulega stefnu almennt. Vegna timaskorts var ekki unnt að ljúka umræðunni og voru nokkrir þing- menn á mælendaskrá. Frestaðist málið fram yfir jólaleyfi. Móftir okkar SIGRIÐUR STEFÁNSDÓTTIR lést i Landspitalanum að morgni 23. desember. Adda Bára Sigfúsdóttir Hulda Sigfúsdóttir Stefán Sigfússon Þriðjudagur 24. desember 1974. ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 21 Þessi mynd var tekin á „Litlu jólunum” I Austurbæjarbarnaskólanum á dögunum. Vafalaust hafa mörg börn hlakkaft til jólanna mestanpart þessa mánaðar og margt verift gert til þess aft auka spenning þeirra fyrir jólahaldinu. Og Idag rennur upp sú stund aft kveikt verfti á jólatrénu og gjöfum útbýtt. En ef að iikum lætur verftur mörgu barninu löng biftin fram aft þvl aftsest verftur aft jólasteikinni I kvöld. H' HÓTEL LOFTLBÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐARNAR: Blómasalur Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur 2. Jóladagur 12:00—14:30 19:00—22:30 12:00—14:30 18:00—20:00 12:00—14:30 19:00—21:00 12:00—14:30 19:00—22:30 Gamlársdagur 12:00—14:30 19:00—22.00 Nýársdagur 12:00—14:30 19:00—22:00 GISTIDEILD HÓTEL ESJU DESEMBER TIL 08:00 27. Veitingabúö Hótel Loftleiöa 05:00—20:00 05:00—14:00 09:00—16:00 05:00—20:00 05:00—16:00 09:00—16:00 Sundlaug 08:00—11:00 16:00—19:30 08:00—11:00 15:00—17:00 08:00—11:00 16:00—19:30 08:00—14:00 10:00—14:00 VERÐUR LOKUÐ FRÁ DESEMBER, OG FRÁ Veitingabúö Hótel Esju 08:00—22:00 08:00—14:00 LOKAÐ LOKAÐ 08:00—14:00 LOKAÐ HÁDEGI 24. HÁDEGt 31. DESEMBER TIL 08:00 2. JANUAR. HOTEL LOFTLEIÐIR OG HOTEL ESJA OSKA OLLUM VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝARS OG ÞAKKA ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI VINSAMLEGAST GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA HHDTEL^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.