Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 1
Þriðiudagur 18. mars 1975 —40. árg. —64. tbl. Hafréttarráðstefna SÞ i Genf: Nefndir strax i gang Genfarfundur Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna var settur i gær með allsherjarfundi tvö þúsund fulltrúa 137 þjóða á ráðstefnunni. Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði i setningarávarpi sinu að þótt störfum ráðstefnunnar hefði miðað talsvert áfram væri mikið starf óunnið, áður en hægt væri að leggja ákveðnar tillögur fyrir allsherjarþing SÞ. Amerasinghe, forseti ráðstefnunnar, sagði eftir klukkustundar setningarathöfn, að hann byggist ekki við að hald- Framhald á 14. siðu. Járnblendiverksmiðjan samþykkt frá efri deild Borgum a.m.k. 160 miljónir á ári með orkmmi — sagði Ragnar Amalds Frumvarp ríkisstjórnar- innar um byggingu málm- blendiverksm iðj u, að Grundartanga í Hvalfirði var samþykkt frá efri deild alþingis í gær með 13 atkvæðum gegn 5, að við- höfðu nafnakatli. Auk fjögurra þingmanna Al- þýðubandalagsins i deild- inni greiddi Jón Sólnes, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins/ atkvæði gegn frumvarpinu/ en allir aðrir Ragnar Arnalds. þingmenn stjórnarf lokk- anna svo og Alþýðuf lokks- menn studdu frumvarpið. Málið fer nú til afgreiðslu i neðri deild. Jón Sólnes gerði grein fyrir at- kvæði sinu og kvaðst mótfallinn þeim rikiskapftalisma (Islenska rikið á að eiga 51%), sem i frum- varpinu fælist og einokun ríkisins á samstarfi við erlenda aðila og varðandi öflun erlends lánsfjár. Hér ættu einkaaðilar að koma til i samstarfi við erlenda fjármagns- eigendur. Ragnar Arnalds flutti itarlega ræðu við 3. umræðu málsins i efri deild i gær, og munum við siðar gera grein fyrir henni. Hann rakti afstöðu Alþýðubandalagsins til málsins og hrakti fullyrðingar um það, að flokkurinn hefði skipt um skoðun i þessu máli. Minnti Ragnar á, að enda þótt Alþýðu- bandalagsmenn hafi að sjálf- sögðu tekið þátt i athugun ráðsins á undirbúningsstigi, þá hafi af- staða flokksins aldrei verið ákveðin fyrr en á Landsfundi Al- þýðubandalagsins nú I vetur, þeg- ar niðurstöður athugana lágu fyrir, og þá hafi verið einróma samþykkt, að flokkurinn hafnaði verksmiðjunni. Meðal annars ræddi Ragnar i ræðu sinni um orkuverðið, og var niðurstaða hans sú, að við töpuð- um a.m.k. 160 miljónum króna á ári á orkusölu til málmblendi- verksmiðjunnar. Ragnar setti dæmið upp með þessum hætti: Af forgangsorku á að selja 244 Gwh á ári fyrir kr. 1.49 kflówattstundina, og af afgangsorku, sem skylt er að afhenda 153 Gwh á ári fyrir 22,8 aura kilówattstundina. Þann- ig fást alls kr. 363 miljónir fyrir forgangsorku og kr. 34 miljónir fyrir afgangsorkuna eða samtals 397 miljónir króna. Þetta þýðir, að við seljum hverja kilówatt- stund á nákvæmlega eina krónu, Framhald á bls. I-1. Yerða sett lög á verkalýðssamtökin ? Einhver pappírsvinna í Gutenberg. — Baknefndar— fundur í gœr. Nefndarmenn bíða i borginni. Allt fast í samningamálunum um helgina. Baknefnd samninganefndar ASt kom saman til fundar i Reykjavik i gærdag. Fundur nefndarinnar hófst kl. 2 og gaf forseti ASÉ, Björn Jónsson, þá skýrslu um stöðu samningamál- anna. Hafði ekkert gerst á samningafundunum um si. helgi, „allt klossfast” eins og samninga mennirnir orðuðu það. Þar með hefur hnúturinn herst og likurnar á bráða- birgðasamkomulagi virtust þar með hafa minnkað. Á fundi baknefndarinnar i gær kom fram megn óánægja með afstöðu rikisstjórnarinnar og atvinnurekenda. Var skoðun fundarmanna á þeirri afstöðu mjög samhljóða. Varð niður- staðan sú að baknefndarmenn voru beðnir að hinkra i borginni þar til i dag eða á morgun, en þá yrði haldinn fundur þar sem ákvörðun yrði tekin um stefnu varðandi beitingu verkfallsheimildanna, sem tugir félaga um allt land hafa nú aflað sér. Segir það sitt um einug innan verkalýðssamtak- anna, að yfirleitt voru verk- fallsheimildirnar samþykktar samhljóða á fundum verkalýðs- félaganna. Meðal fundarmanna bak- ncfndarinnari gær kom fram að rikisstjórnin hefði um helgina verið að hugleiða það i fyllstu alvöru að skella lögum á verka- lýðshreyfinguna nú þessa dag- ana. Um þessar hugleiðlngar vissu atvinnurekendur og hreyfðu sig þess vegna ekki einn einasta þumlung á fundunum um helgina. 1 gær töluðu menn um það i Tjarnarbúð, þar sem baknefndarfundurinn var hald- inn, að aú væri „einhver papp- irsvinna I gangi I Gutenberg”. Sáttasemjari hefur boðað deiluaðila til fundarkl. 14 i dag, þriðjudag, en eftir þann fund verður tekin ákvörðun um ann- an fund baknefndarinnar: hvort hann yrði i dag eða á morgun. Stefán Jónsson um málmblendiverksmiðjuna á Alþingi: þegar hafnar Framkvœmdir — þótt þingið hafi ekki enn afgreitt málið. Við 3. umræðu um járnblendi- verksmiðjuna I efri deild alþingis I gær skýrði Stefán Jónsson frá þvi, að hann hefði hætt við að flytja áður boðaðar breytingartil- lögur við frumvarpið. Astæða þessa væri sú, að framkvæmdir varðandi undirbúning verk- smiðjubyggingar væru nú þegar hafnar á Grundartanga I Hval- firði meðan alþingi hefði enn enga ákvörðun tekið um það, hvort það féllist á aðbyggja verksmiðju eða ekki. Sagði Stefán að búið væri að grafa tugi af 4—5 metra djúpum gryfjum I túni Klafastaða og hefði hesturinn Grani drukknað i einni slikri gryfju. Beindi þingmaðurinn þeirri fyrirspurn til Gunnars Thorodd- sen iðnaðarráðherra hverjir stæðu fyrir þessum framkvæmd- um og þá samkvæmt hvaða is- lenskum lögum. Benti Stefán á, að meðferð málsins á alþingi væri greinilega hreinn skripaleikur, þvi, að framkvæmdir væru þegar i gangi. Þá vakti Stefán athygli á þvi, að rikið hefði samið við bónd- ann á Klafastöðum um að kaupa land hans fyrir kr. 90 þús. hektar- ann, og væri þetta ræktað land, en samkvæmt upplýsingum Bún- aðarfélags tslands kostað nú kr. 120 þús að rækta hvern hektara. Gunnar Thoroddsen kvaðst ekkert vita um framkvæmdir á Grundartanga i landi Klafastaða til undirbúnings verksmiðjunni og sagði ,,að ekki verði annað fundið en eigendur séu ánægðir með þetta verð”, þ.e. verðið sem greiða á fyrir land undir verk- smiðjuna. Af þesu tilefni hafði Þjóðvilj- inn samband við Kristmund Þorsteinsson, bónda á Klafastöð- um. Staðfesti hann, að fyrir viku hefði skurðgrafa grafið tugi hola, 50 til 60 i landi Klafastaða, þar sem fyrirhugað er að málm- blendiverksmiðjan rikis. Sagði Kristmundur að þessar framkvæmdir hefðu verið á veg- um Verkfræðiþjónustu Gunnars Sigurðssonar. Jafnframt hefðu menn verið að mæla fyrir vegum á svæðinu að undanförnu. Krist- mundur sagði að sér skildist að hér væri um að ræða rannsóknar- verkefni vegna málmblendiverk- smiðjunnar og ætlunin hefði verið að kanna hve djúpt væri ofan á fast i Klafastaðalandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.