Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Talnaband hagfræöinga Það má með sanni segja að hagfræðingarnir séu einskonar sjálfskipaðir sálnahirðar i veraldlegum efnum: — Þeir einir vita hvað almúginn fær litla sneið af þjóðarkökunni. Hagfræðingar beita þó ekki helvitiskenningunni i viðleitni sinni til þess að fá alþýðuna til að sætta sig við það hlutskipti, sem talnavisindi þeirra úrskurða hverju sinni. Ekki dettur nokkrum manni i hug að saka hagfræðingana um að þeir beri ekki hag launþega fyrir brjósti, þegar þeir reikna út, að ekki sé hægt að hækka kaup- gjald: þeir eru aðeins að birta alþýðunni niðurstöður þeirra talnavisinda sem þeir hafa numið. — Hitt er hinsvegar ein- kennilegt, að það er sama hvernig árferðið er hverju sinni, aldrei dettur þeim i hug að yfir- stéttin, afæturnar, geti neitað sér um óhóflegan afrakstur eða látið neitt á móti sér. Þetta vandamál virðist vera lögmál, þ.e. að mikill meirihluti hagfræðinga skipa sér ávallt i sveit með yfirstéttinni gegn alþýðunni. Einn orðhagur spekingur hefur þó skilgreint þessa afstöðu þeirra mennta- manna sem ávallt þjóna auðvaldinu: Strindberg samdi á sinum tima smáritling, sem hann kallaði barnalærdóm fyrir almúgafólk: Ein spurningin i ritlingi þessum hljóðar á þessa leið: Hversvegna og til hvers höfum við visindamenn: Svar Strindbergs var: Til þess að uppgötva hagkvæm sannindi fyrir borgarastéttina. Og hann heldur áfram og spyr: En ef visindamenn bera fram kenn- ingar, sem eru i andstöðu við hagsmuni borgarastéttarinnar? Svarið var einfalt: Slikir visindamenn fá þá ekki neitt sér til viðurværis af allsnægtum yfirstéttarinnar. Það láta flestir visindamenn sér að kenningu verða. Þegar atvinnurekendur eiga i höggi við launþegasamtökin mála visindamennirnir fjand- ann á vegginn og mikla og margfalda fjárhagsörðugleika atvinnurekenda: Dæmi: loðnu- verðið hefur lækkað um 25% segir helsti framámaður loðnuútflytjenda i Noregi, en hér á landi segja visindamenn- irnir, að brýna nauðsyn hafi borið til þess að lækka loðnu- verðið til sjómanna um 50%. En þegar syrtir i álinn hjá laun- þegum, þá reyna visindamenn- irnir, sérilagi hagfræðingarnir, að gera eins litið úr örðugleik- um launþega sem unnt er og nota þá óspart talnaband reikningslistar sinnar: Dæmi: Þegar metið er umfang atvinnuleysis, þá er viðhöfð sú regla, að telja atvinnuleysið i prósentum og er þá miðað við alla vinnufæra menn, þótt þriðjungur þeirra komi aldrei til vinnu á almennum vinnu- markaði. Dæmi: Nýjustu fréttir frá Þýskalandi segja okkur, að þar séu nú ein og hálf miljón atvinnulausir, eða 5% — segja hagfræðingarnir, Vestur-Þjóð- verjar eru rúmlega 60 miljónir, samkvæmt þvi eru taldar vera 30miljónir manna á vinnu- markaði i landinu. Annað dæmi: Samkvæmt þessu væru talin um 100 þúsund manna á islenskum vinnumarkaði: þetta myndi þýða, að þótt allir félags- menn i aðildarfélögum Alþýðu- sambands, um 40 þúsund laun- þegar, yrðu atvinnulausir, þá myndu opinberar skýrslur segja að atvinnuleysið væri aðeins 40%. — Þetta er aðeins sýnis- horn af tilhneigingu hins opin- bera, að gera sem allra minnst úr vandamálum launafólks. St.P. Sýning á verkum Guðmundar frá Miödal Eins og Þjóðviljinn skýrði frá á laugardag var þá um daginn opnuð yfir- litssýning á verkum Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal að Kjarvalsstöðum. Sýningin verður opin fram á sunnudag/ en þá er siðasti sýningardagur. Á föstudaginn var tók Ari Kára- son þessar myndir á sýningunni. Á þridálkamyndinni sjást synir Guðmundar fjórir, þeir Ari Trausti, Einar, Egill og Yngvi taldir frá vinstri. Eindálkamyndin er af styttu, sem Guðmundur gerði af föður sinum, Einari frá Miðdal. —úþ FYRSIA ÍSLENSKA FARÞEGAFLUGIÐ TIL RÁÐSTJÓRNARRtKJANNA Dagana 5—12 júni. Flogið með Boeing þotu Air Viking beint frá Keflavikurflugvelli til Sheremtvo flugvallar i Moskvu. Þaðan er aðeins 1 klukkustundar akstur til hótelsins, sem farþegar dvelja á, og er fyrsta flokks hótel. Margt er að sjá og skoða. Komudag verður farið i skoðunarferð um borgina. Næsta dag til Kreml, og neðanjarðarjárnbrautin i Moskvu skoðuð (en hún er sérstætt listaverk). Farið verður á sýningu Sovétþjóðanna sem er geysistór sýning, hún sýnir þróun þjóðanna og er sýningin alltaf endurnýjuð. Skoðaður verður hæsti sjónvarpsturn i heimi, en á toppnum er veitingarhús. Farið verður i leikhús i Moskvu Bolshoi/Congress höllina. Flogið verður til Leningrad og farið i skoðunarferð um borgina. Skoðað verður m.a. Vetrarhöllin eitt stærsta listasafn heims. ísakskirkjaeitt skemmtilegasta listaverk i húsbyggingarlist, forngripasafn, byltingarsafnið i Leningrad, farið verður til sumarhallarinnar Petrovorets, sem liggur utan við Leningrad Minnisgrafreitur frá umsátrinu um Leningrad verður einnig skoðaður og svo verður farið i Kirov-leikhús á einn frægasta ballet i heimi. Innifalið i þessari ferð er: Flugferðir, fullt fæði, dvöl á 1. flokks hóteli, allar skoðunarferðir og leikhúsferðir. Verð aðeins 57.500 með baði, en 52.000 án baðs. Pantið strax, þvi hver viil missa af svona sérstæðri og skemmtilegri ferð? SUNNAV* FERÐASKRIFSTOFA Lækjargötu 2 símar 16400 12070 LAIMDSÝIM hf. ^ ALPÝOJORLQF Laugaveg 54 símar 22890 28899

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.