Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. mar* 1975. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3 - RÆTT VIÐ ÁGÚST PÁLSSON UM Agúst Pálsson heima hjá sér — þar sér ekki I veggina fyrir bókum Óspjallaðar meyjar á kr. 20.000 — Ég er ekki vélsmiður, þótt ég vinni í Héðni, heldur tjlheyri ég annarri þeirra tveggja starfsstétta hér á landi sem hafa fyrir vana að setja orðið „bara" fyrir framan starfsheiti sitt, þegar þær nefna það. Þessar tvær stéttir eru húsmæður og verkamenn. Ég er sem sagt „bara" verkamaður. Sá sem svo mælir er Ágúst Pálsson frá Snotru i Landeyjum, nú starfsmaður i Héðni, en hefur áður unnið flest störf til lands og sjávar hérlendis, og i hjáverkum hefur hann komið sér upp einu af merkari bókasöfnum, sem til munu i einstaklingseigu hér á landi. Kjallarinn i gömlu húsi við Brekkustiginn, þar sem Agúst býr, er beinlinis svo troðfullur af bókum að það er rétt að hann sjálfur komist þar fyrir. Alls segist hann eiga um sex þúsund bindi, og öllum þeim bókum hefur hann raðað snyrtilega upp i hillur og hólfað þær niður eftir efni. — Þótt maður sé einn, leiðist manni ekki ef maður hefur bækur, segir Agúst. Á þessum siðustu og mestu túrismatimum eru það miklu minni fréttir að reykvikingur skreppi til Kanrarieyja eða Maljorka en til Akureyrar eða Isafjarðar, en til ýmissa landa fjær og nær hafa samt sem áöur ennþá heldur fáir islendingar komið. Eitt þessara landa er Gambia, smáriki i Vestur-Afriku, til skamms tima bresk nýlenda. Ágúst er nýkominn heim úr ferðalagi þangað á vegum þess kvensama danska ferðaskrif- stofustjóra Spies, og af þvi tilefni hafði bjóðviljinn tal af Ágústi og spurði hann frétta af högum manna i þessu fjarlæga og litt kunna landi. — Hvernig stóð á þvi að þér datt i hug að ferðast til Gambiu, Ágúst? Konur við þvott — Ég sá Gambiuferð auglýsta hjá Ferðaskrifstofunni úrval og datt i hug að bregða mér þetta. Ég fór svo til Kaupmannahafnar og þaðan með ferðaskrifstofu Spies til Gambiu. Við vorum barna þrir islendingar með fe'rða- mannahópi, sem annars voru i aðallega sviar og danir. t Gambiu bjuggum við i stóru og nýtisku- legu baðstrandarhóteli, sem Spies á þar. Þarna eru komnar upp miklar byggingar til ibúða og þjónustu fyrir ferðamenn. — Er þetta skammt frá höfuð- borginni, Bathurst? — Já, eða Banjól, eins og landsmenn kalla hana alltaf. Þetta er ekki stór borg, enda er landið sjálft ekki stórt, aðeins ellefu þúsund ferkilómetrar, mjó spilda uppmeð Gambiufljótinu. Og landið er inni i miðju Senegal. — Hvað gerði ferðafólkið þarna sér til gamans? — Sumir voru nú mest heima á hótelinu og á ströndinni, en aðrir fóru viðar. Fyrir ofan fjöruna tekur við þéttur og mikill skógur, sem var gaman að labba um. Við fórum einu sinni i langa göngu- ferð þangað, tveir islendingarnir, og það var reglulega skemmtilegt og fróðlegt, að kynnast lifi fólksins þar. Við vorum búnir að ganga þarna i skóginum i þrjá klukktima, þegar við komum að brunni, þar sem konur voru að þvo þvott. Þá vorum við nokkuð þyrstir orðnir af göngunni, enda er hitinn þarna að sjálfsögðu miklu meiri en við áttum að venjast, og auk þess meiri þarna inni i skóginum, þegar fjær dregur sjónum. Brunnarnir eru einhver mestu mannvirkin þarna i Gambiu: margir þeirra þetta tuttugu metra djúpir. Þrátt fyrir það er vatnið úr þeim glóðvolgt. — Gáfuð þið ykkur þá á tal við konurnar við brunninn? — Það var þarna ein kona, sem kallaði á okkur og sagði okkur að koma, sem við gerðum, og hún gaf okkur vatn. begar við erum búnir að drekka, kemur hún með fat, hellir i það kókosmjólk og hrærir svo baunum út i, fær okkur svo skeiðar og býður okkur i mat. — Hvernig bragðaðist súpan? — Ekki sérlega vel, en á þvi furðaði ég mig mest hve góð kókosmjólkin er við þorsta. Drekki maður eitt glas af henni að morgni, finnur maður ekki til þorsta þann daginn. Eins kom mér á óvart hve hreinlegt og snyrtilegt var i kofunum hjá þessum skógarbúum. Þarna voru konurnar að straua, en þær voru nú ekki með rafmagnsstraujárn, heldur þessi gömlu sem maður þekkti fyrir eina tið, hituð yfir eldi. — Hvernig er klæðabúnaður þeirra gambiumanna? — Þeir eru mest i ýmiskonar léreftsflikum, kvenfólkið i skó- siðum pilsum en þeir oft i sloppum ekki ósvipað og arabarnir. t höfuðborginni er fatatiskan farin að breytast i áttina til þess sem er i Evrópu, en annarsstaðar sér maður þess hvergi merki. Þar klæðist fólk eftir fornum vana landsins. Enska opinbera máliö — Landsmenn þarna eru að sjálfsögðu allflestir blökkumenn? — Þeir eru svartir þarna flestir, en þó sjást smávegis merki blöndunar, bretinn var þarna skamms tima og hefur skilið eitthvað eftir. Opinbert tungumál er enska, en hún skilst takmarkað þegar komið er út i þorpin. Auk enskunnar ganga ein þrjú mál afrisk i landinu. — Og hvernig likaði þér við fólkið? — Þetta er ósköp vingjarnlegt og gott fólk. Þegar ég bauð þvi sælgæti, sem ég hafði með mér, kom það með hnetur til að gefa mér i staðinn. — Er Gambia orðin mikið ferðamannaland? — Nokkuð svo, og aðallega sækja þangað sviar og danir. Við vorum oft spurðir að þvi islend- ingarnir, hvort við værum frá Sviþjóð eða Danmörku. Mér virtist lika sem sviarnir væru vin- sælli en danirnir. En það sem mér þótti skrýtnast var að þeir skyldu aldrei minnast á bretann. Við vorum aldrei spurðir hvort við værum frá Bretlandi. A tsland hafði auðvitað enginn maður þarna heyrt minnst. Útvarp mesti lúxusin n — Hvernig eru húsakynnin þarna hjá almenningi? F'ramhald á 22. siðu. Til vinstri er sonur vegamálastjórans i þvf landi Gambiu og til hægri gambisk vinkona Agústs. Þeir bregða utan um sig reipi og þjóta svo upp stofnana eins og elding. Dæmigert hús I gambisku þorpi. Stráþakið er látiö slúta langt útfyrir veggina, sem eru úr leirteningum, svo aðúr verði sólskýli. Gata i Banjól, höfuöborg Gambiu. Til vinstri er rakari við vinnu sina út undir beru lofti, eins og þarna tfðkast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.