Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 5 Nú fer litla bleika húsinu að verða erfitt um andar- dráttinn. Ný hús þrengja að því, ferköntuð hús úr gleri og steinsteypu. Það er búið að malbika malarveg- inn fyrir framan það og á honum standa margir bíl- ar. Hús eru líka að rísa uppi á hæðinni og fleiri kranar hafa bæst í mynd ina. Enn leikur lítil hvít kisa sér þó í moldinni. 6 Ó! Hvað er verið að gera? Bang, bang, — og litla bleika húsið grætur undan barsmíðunum. Eplatréð er dautt og tjörnin er að þorna upp. Allsstaðar er verið að byggja úr kaldri stein- steypu, vélarnar drynja og skella og það er farið að skera fyrir vegi í græna landslagið. En kisa situr við fallið eplatréð. 7 Einu sinni var fallegt lítið þorp. Það er langt síðan. Nú lítur það svona út. Það er þægilegt að búa hér. Engin mold, sem krakk- arnir bera inn á teppin, enginn lækur sem þau bleyta sig í, ekkert bleik- málað timburhús. Litla hvíta kisan sem hleypur yfir veginn er óskö hrædd. (Texti eftir Eivor Jonasson lauslega þýddur úr sænsku — vh) Ævintýri vesturíslenskunnar TJIKKEN í SVÍTINU Lögberg-Heimskringla stendur nú eitt uppi vestur- íslenskra blaða eins og kunnugter, og íslenska les- málið í því hefur skroppið saman. Ritstjórinn, Caro- line Gunnarson, setur öðru hvoru saman dálk i blaðið sem er skop um vestur-ís- lenskt slang og tökum við okkur það bessaleyfi að birta einn slíkan hér á eft- ir: Tjikkenið er orðið svo dýrt I búðunum að ég var að hugsa um að fá lánaða hænu og láta hana liggja á i svitinu hjá mér. Það mætti láta sándprúffa einn skáp- inn og hola henni þar niður á með- an hún er að þessu, gera sér svo mat úr familiunni hennar þegar hún er uppkomin. „Ja, nú held ég að þú sért loks- ins orðin alveg kreisi”, sagði vin- kona min þegar ég nefndi þetta við hana, bauð henni meira að segja að fara i bisnesið með mér, af þvi ég veit að hún skemmti sér oft við að naga tjikken bein. — Einusinni urðum við seinar á mit- ingu niðri i bæ af þvi hún var svo lengi að tjúa merginn úr dromm- stikkunni. „Nú, nú”, sagðiég með minum besta búkonu svip. „Ég ólst nú upp með hænum og þær gerðu ekki annað en leita sér að felustað og liggja á i leyni. Svo komu þær með ungana rétt fyrir frisupp á haustin og ef þeir fengu ekki kvef, gátu þeir vaxið upp i pottinn og orðið að tjikken dinner með vorinu”. „Þetta var i gamla daga”, sagði vinkonan. — „Þú ert marga hænualdra á eftir timanum og ættir að reyna að þegja yfir þessu ef þú vilt ekki að ég fari að reikna út árin siðan þú varst krakki út á farmi, og leitaðir að móðursjúk- um hænum i steiblunni”. „Já, móðursjúkar voru þær, greyin, sigaggandi og svo æstar þegar ég kom inn til þeirra að þær þeyttu af sér fiðrinu i nasirnar á mér”. „Þær eru nú orðnar betri á taugunum núna”, sagði sú sem allt þykist vita, „og þær kunna ekki orðið að liggja á, þvi vélarn- ar tóku við af þeim fyrir löngu. Einusinni vildu þær ekkert annað gera sér til gamans en unga út eggjum, en nú eru þær happý að vera ekki lengur tæd dán við nest- in, mega bara spásséra úti i sól- skininu, krafsandi og gaggandi, eins frjálsar og haninn. Nú hafa þau bæði djobb. — Hænan verpir eggjunum, sem eru elduð ofan i fólkið á morgnana en haninn gal- ar og þarf að vera fyrstur á fætur til að vekja farmara konurnar, sem elda eggin ofan i farmarana. Þetta heitir „equal rights”.C.G. Krýningarhátíð í Nepal: Laugaður í smjöri, mjólk og hunangi Timarnir breytast, einnig i Nepal. Þegar Tribhuvan kóngur i Nepal var krýndur árið 1913 var aðeins einn útlendingur nálægur, sendiherra Bretlands, en 109 filar tóku þátt i skrúðgöngunni. Þegar sonarsonur hans, Birendra, var krýndur á dögunum, voru 23 filar i skrúðgöngunni, en fulltrúar 60 rikja horfðu á. A þriðja morgni hátiðahald- anna reis Birendra kóngur, sem erfði þetta sæluriki hassista i Himalajafjöllum fyrir þrem ár- um, mjög árla úr rekkju. Bir- endra er reyndar hinn eini full- valda kóngur sem eftir er i hindúasið. Þá voru átta tegundir af leir klesstar við ýmsa parta likama hans með serimónium. Eftir að hann hafði verið laugað- ur i helgu vatni var úðað yfir hann hreinsuðu smjöri, mjólk, skyri og hunangi og voru þar að verki full- trúar fjögurra stétta hindúasið- ar: bramini (prestastétt), her- maður, kaupmaður og parii (einn af þeim „ósnertanlegu”). Þá en ekki fyrr var Birendra, sem einn- ig ber titlana Konungur konung- anna, Fimmfaldur heilagleiki, Prúður herforingi, Guðdó mlegur keisari og Holdtekning Visnú — reiðubúinn til að krýnast. Kórón- Birendra kóngur og drottning hans Aisjvarja með kórónu og ennisdjásn. an var sett á höfuð hans nákvæm- lega kl. 8.37 en stjörnuspekingar hirðarinnar höfðu reiknað það út að þá væri rétti tíminn. Birendra er að sönnu menntað- ur i Eton i Englandi og i Harvard- háskóla i Bandarikjunum. En hann ætlar ekki að skerða völd sin hið minnsta. Hann ætlar áfram að vera einfaldur, þótt hann hafi að visu komið á fót nefnd sem á að kynna sér möguleika á umbótum. Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Verulegar verðhækkanir skamint undan Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.