Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 24
24 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975. Einar Már Jónsson heldur áfram frásögn sinni af vestur- íslendingum í Kanada Þannig var lifiö á sléttunum miklu áöur fyrr — áður cn hvitir menn út- rýmdu visundahjörðunum. Þessi útstiiling er á þjóöminjasafninu í Winni- peg og mun hún aö visu ekki eiga aö sýna indiána á visundaveiöum heldur métis, þ.e.a.s. kynblendinga frakka og indiána, en þeir voru fjölmennir i Manitoba og mynduöu sérstaka þjóð. Þetta skilti mætir feröamönnum sem koma til Baffins lands. A þvi stendur „Velkominn” á þremur málum: ensku, frönsku og tungu núita (eða eski- móa) og sýnir þaö ferðamanninum þegar aö Kanada er ekki tvityngt land heldur fjöltyngt. „Métis” á visundaveiöum. INDÍÁNAR Ariö 1910 dreymdi ungan mann, Trausta Vigfússon i Geys- is-byggð, að maður nokkur kom inn i herbergi hans. Hann kynnti sig sem John Ramsay og sagði svo við Trausta: „Ég vil að þú reisir garð umhverfis gröf ást- kærrar konu minnar Betsýjar á Sandy Bar”. Trausti baðst undan þessu, hann sagðist vera fátækur og hafa litið bolmagn til slikra framkvæmda, og þvi ráölagöi hann manninum að snúa sér eitt- hvað annað. En John Ramsay sagði þá að allir aðrir hefðu dauf- heyrst við bæn hans. Trausti gleymdi þessum draum fljótlega, en nokkrum mánuðum siðar dreymdi hann sama mann- inn aftur. bá lét hann reisa garð umhverfis leiði Betsýjar, sem merkt var með legsteini með nafni hennar, og standa bæði garðurinn og legsteinninn enn á Sandy Bar. Einum þrjátiu og fimm árum áður en þessi atburður varð hafði John Ramsay hitt islendinga i fyrsta sinn. Fyrsta vetur islensku landnemanna á þvi svæði sem Kanadastjórn hafði úthlutað þeim fóru þrjár fjölskyldur norður til íslendingafljóts og hugðust setj- ast að fyrir norðan fljótið nálægt þeim stað þar sem nú er þorpið Riverton. En meðan þeir voru að ir inn á land indiána. Þess vegna skyldu þeir yfirgefa staðinn. ís- lendingarnir voru ekki of vissir i sinni sök, og varð niðurstaöan þvi sú að báðir aðilar komu sér sam- an um að skjóta málinu til um- boðsmanna stjórnarinnar. Nokkru siðar kom sá úrskurður aö landsvæði islendinganna næði norður fyrir fljótið, og mættu þeir þvi byggja á þessum stað. Eftir þetta varð John Ramsay hinn mesti vinur isléndinga og aðstoðaði þá á ýmsan hátt. 1 hungursneyðinni fyrsta vorið hjálpuöu indiánarnir islendingum með matgjöfum og hefði ástandið orðið enn alvarlegra ef þeirrar hjálparhefði ekki notið við. Siðar leiðbeindu indiánarnir þeim með ýmsa veiðitækni, einkum fisk- veiðar undir is, sem annars stað- ar er skýrt frá, og fór það svo að islendingar urðu hinir mestu kunnáttumenn á þessu sviði. John Ramsay var einnig leiðsögumað- ur islendinga i byrjun meðan þeir voru enn litt kunnugir landinu. Kynntist hann sérstaklega vel þeim islendingum sem settust að við islendingafljót. Þegar bólusóttin gekk um á Nýja Islandi herjaði hún jafn grimmdarlega á indiánana og is- lendingana. Þann vetur fór John m ------>■ Frá Manotoba-háskóla : þar er bæöi kcnnd Islenska — og cree. byggja fyrsta kofann, komu indi- ánar aö og fóru að ýfast við þá. Forystumaður þeirra gerði sig liklegan til að ýta báti islending- anna út i fljótið þar til einn þeirra kom hlaupandi með reidda öxi. Þá reri hann burt sem skjótast i barkarbát sinum: Þessi indiáni var John Ramsay. Allan þennan dag reru indiánarnir upp og niður ána ogskjfiuýmistá fugla eða upp i loftið, greinilega i þeim tilgangi aðhræða landnemana. Siðla dags gengu indiánarnir svo inn i kofa landnemanna með byssur i hendi og settust þegjandi niður i hálf- hring við dyrnar, en islending- arnir sátu innstinni. Þannig leið nokkur timi, en um sólsetur kom John Ramsay með indiánskan túlk. Hann tilkynnti islendingun- um að nýlenda þeirra næði aðeins norður að Islendingafljóti en ekki lengra, og væru þeir þvi nú komn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.