Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 44

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 44
44 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975 Orkulindir íslendinga Framhald af bls. 9. náttúrlega ekki svona samninga, en i reynd er enginn meginmunur á þvi hvernig kerfiö er raunveru- lega rekiö. Varöandi samskipti orkuvinnsluaöila innbyröis erum viö langt á eftir noröurlandaþjóö- um. Viö þurfum hiö fyrsta aö ráöa bug á þessari vanþróun okkar og reka orkukerfiö aö miklu leyti sem eina heild um allt landiö, rétt eins og gert er áNoröurlöndum Sé þetta gert gæti svo fariö aö ávinningurinn af þvi að steypa öllu saman I eitt fyrirtæki yröi litill annar en sá aö losna við samningagerð milli orkuvinnslu- fyrirtækjanna innbyröis. Þaö má hugsa sér að hér i framtiöinni veröi komiö á þessu skandinaviska fyrirkomulagi eöa þá samhæfingu sem byggist á einum rekstraraöila,en ljóst er aö við núverandi ástand veröur ekki unað öllu lengur. Hvor leiðin sem valin er, er óhjákvæmilegt aö vissir hlutar rekstrarins séu sett- ir undir heildarstjórn til aö ná heildarhagkvæmni svo sem lengi hefur tiökast á Noröurlöndum. Um dreifiveiturnar gildir al- menn regla stærðarhagkvæmn- innar. Æskilegt er aö veiturnar séu stórar og þá aö sama skapi fáar, en þetta er háö landfræöi- legum skilyröum hér sem annars staðar, auk þess sem fámenniö setur okkur skorður.Þaö er þvi engin furöa aö dreifiveiturnar eru miklu minni hér á Islandi en I nágrannalöndunum. En nauösyn ber til aö gera þær eins stórar og aðstæöur okkar frekast leyfa. Umhverfismál; hagsmunaárekstrar og náttúruvernd — Nú er mikiö tal aö um um- hverfisvernd. Hvernig lita þau mál út frá sjónarmiöi Orkustofn- unar? — Þaö er rétt aö miklar breytingar hafa oröiö á viöhorf- um manna úti i þjóðlifinu til náttúruverndar og almennt til umhverfismála. Allt fram til 1969 eöa 1970 þótti mjög eftirsóknar- vert að fá virkjun og engin dæmi þess að heimamenn i héraöi höfn- uöu virkjunarmöguleika á um- hverfisforsendum. Og hins gamla viöhorfs gætir aö sjálfsögðu enn þótt komið hafi þetta vissa mót- vægi: viöurkenning á áhrifum á umhverfiö sem virkjun veldur. Vandi okkar hér á Islandi er ekki mikill miðaö viö mörg önnur lönd þar sem raforka er aðallega unnin i varma-aflstöövum. Þær eru æöi mikiö meingandi fyrir umhverfi sitt. Kjarnorkuver meinga litið sem ekkert I venjulegum rekstri, en þar kemur til ótti manna viö mannskæð slys, misnotkun til hernaöar eöa hryðjuverka og áhyggjur af þeirri byröi sem lögö er á heröar komandi kynslóðum meö varðveislu geislavirkra úr- gangsefna frá slikum stöövum um þúsundir ára. Vatnsaflstöðv- arnar hafa þann stóra kost aö spilla ekki umhverfi sinu meö meingandi úrgangsefnum og þær leggja komandi kynslóöum ekki byröar á heröar, þvi leggja má rekstur þeirra niöur, tæma uppi- stööulónin og rækta lónbotninn ef menn svo kjósa einhverntima i framtiðinni, og gera sjálfar stöövarar aö söfnum. Hér er um allt annaö aö ræöa en td. viö vinnslu oliu. Olia sem eitt sinn hefur veriö brennt er um alla eilifö glötuö. En vatnsorkuver geta samt haft mikil áhrif á um- hverfið þar sem þær eru gerðar. Þess vegna eru væntanleg um- hverfisáhrif frá virkjun eöa ööru orkumannvirki oröin fastur liöur i rannsóknarstarfsemi okkar, og þaö heldur vafalaust áfram. Hér verður að greina á milli tveggja þátta. Sumt af um- hverfismálunum i sambandi viö virkjanir er i reynd ekki annaö en ■ árekstur á milli mismunandi hagsmunaaöila um efnahagslega hagnýtingu landgæða; á aö nota landiö og vatniö sem rennur um það til rafmagnsframleiöslu, til fiskiræktar, til beitar? Á hinn bóginn er svo hrein náttúruvernd Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupsstað óskar öllum félagsmönnum sinum og öör- um viðskiptavinum gleöilegra jóla og farsæls komandi árs HAPPDRÆTTI DAS Ómar Þóröarson stöövarstjóri viö Mjólkárvirkjun viö rennslismæling- ar I Hófsá uppi á Dynjandasvæöi aö vetrarlagi. Ljm. S. Rist. þar sem sjónarmiðiö er þaö aö koma I veg fyrir breytingu á náttúrulegu umhverfi. Hvort tveggja kemur inn i myndina sem umhverfisáhrif og stundum blandast þetta dálitið saman. Bjartsýnn á aö unnt sé aö samræma sjónarmiðin — Getur ekki oröiö erfitt aö sigla milli skers og báru I þessum efnum ? — Jú, en ég held þaö sé hægt, ef þessir fletir mála eru teknir til at- hugunar þegar i byrjun rannsókna og annars undirbún- ings. Stundum þarf þá að haga virkjun ööruvisi en ella heföi ver- iö. Aðalatriöiö er aö samræma sjónarmiöin og ég held þaö muni takast hér á landi. Svo má ræöa um umhverfisáhrif þess iðnaöar sem orkuna nýtir, en þaö er allt annaö mál. — Já, það tilheyrir ekki þess- uin kafia. En þetta var um vatns- aflstöðvar. Hvaö um nýtingu jarövarma. — er sú nýting jafn vinsamleg umhverfinu? — Viö jarögufustöövar getur oröiö meingun frá affallsvatni, þe. vatni sem kemur upp meö gufunni og inniheldur mikið magn Framhald á bls. 4 7. óskaröllum landsmönnum (ILEDILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI, HAPPDRÆTTI DAS UPPSÁTUR — VIÐGERÐIR NÝSMÍÐI — EFNISSALA 2 dráttarbrautir og 20 skipastæöi skapa hagkvæm skilyrði fyrir fljóta og góöa þjónustu Skipasmíðastöð Njarðvíkur Sjávargötu 6-10 Ytri Njarðvík. Símar 1250 og 1725.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.