Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 39
Jólablað 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA :ig ÞORVARÐUR MAGNÚSSON þýddi Þorvarður Magnússon hefur þýtt nokkur ævintýri Maóría og eru tvö þeirra birt hér. í kynningu á ævin- týrunum segist þýðanda svo frá: ,,Það þarf ekki annað en að kynnast hinum háþró- aða tjáníngarmáta Maó- ría, í söngvum og sögum, til að sjá, hve gamalgróin menning þeirra var. Þess- ar sagnir og söngvar hafa borist til okkar yfir haf margra kynslóða. Goðsagnir og þjóðsögur Maóría eru gæddar sterkri persónusköpun, enda löng saga að baki. Það er frá þessum söngv- um og sögum, sem Ný-Sjá- lendingar hafa þekkingu sina af venjum og siðum frumbyggja Nýja-Sjá- lands, frá því er fyrsti ein- trjáningur þeirra kom þangað og þar til hvíti maðurinn tók sér þar ból- festu... Með sögum sínum, söngvum og Ijóðum hafa Maóriar lagt óviðjafnan- legan skerf til menningar Ný-Sjálendinga, bæði bók- mennta- og hljómlistar." TVÖ ÆVINTÝRI FRÁ ryflAÓRÍUM FRUM- BYGGJUM NÝJA- SJÁLANDS Ævintýriö um Máa, sem lyfti Nýja-Sjálandi úr sæ Mái var sonur Taranga og Makú-Ta-Tara og kominn i beinan karllegg frá Rangi (himn- inum ) og hann var einnig kominn aí Pö-Pú (móður jörð). Þegar hann fæddist, kastaði faðir hans Taranga honum i haf- ið. af þvi að hann hélt, að sonur- inn hefði fæðst andvana. En öld- urnar báru hann að landi, og þar fannst hann og var fóstraður upp af frændum sinum Tama-Kí-Te- Rangi-fólkinu. Þegar hann komst á legg, fór hann til móður sinnar og bræðra og sagði þeim, hver hann var. Hann gat haft samband við alla lifandi hluti og hann gat heimsótt andaheiminn. Hann fór til sólar- innar og fékk hana til að lengja daginn, og hann kom með eldinn upp á jörðina frá undirheimum guðanna. Svo liðu timar, þar til Mái vaknar morgun einn og er þá lat- ur mjög og kom engu i verk, en bræður hans settu fram báta sina og fóru til fiskjar. Þegar kona Máa og börn verða þessa vör. fóru þau að mögla og nöldra yfirleti hans. Mái reiddist og hrópaði: ,,Ég skal veiða svo stóran fisk handa ykkur, aö þið getið ekki étið hann upp”. Hann tók fram gamlan öngul, er smið- aður var úr kjálka einnar formóð- ur hans, er Múri-Ranga-Venúa hét, og hann beitti öngulinn með perluskeljum og hundsrófu. Þennan öngul hnýtti hann svo á langan og sterkan vað. Siðan veiddi hann dúfu og kom sál sinni fyrir i fuglinum og batt svo dúf- una við hinn endann á færinu. Þegar allt þetta var búið, faldi Mái sig niðri i bát bræðra sinna. Næsta morgun vöknuðu bræður hans, tóku bátinn og reru burt án þess að sjá Máa. Þegar þeir voru komnir langt frá landi, skreið Mái úr felustað sinum. Bræðurnir hrópuðu hvor á annan, að þeir skyldu snúa við til lands, þvi að þeir voru hræddir við, hve Mái kunni mikið fyrir sér. Mái teygði þá úr hafinu, svo að ströndin var alltaf jafnlangt burtu, hve ákaft sem þeir reru til lands. Þeir gáf- ust nú upp og reru út á venjuleg fiskimiö, en Mái stýrði bátnum. Þegar bræðurnir vildu varpa akkerum og fara að fiska. þá mótmælti Mái þvi og bað þá fara lengra frá landi. Að siðustu komu þeir út á opið haf og byrj- uðu að renna færum og fiska. Þeir renndu aðeins tvisvar og báturinn var fullhlaðinn. ,,Við skulum nú fara til lands,” sögðu bræðurnir við Máa bróður sinn. Mái svaraði: ,,Við skulum dvelja enn um sinn, ég vil renna minu færi”. Hann dró undan skikkju sinni sinn fagurskreytta öngul og renndi færinu. Færið sókk dýpra og dýpra, þar til öng- ullinn kom niður á þak á húsi á hafsbotni. öngullinn rann niður á dyra- helluna og loks inn i húsið. Brátt fann Mái að eitthvað beit á, og hann byrjaði að draga færið. Dúfan.flaug himinhátt með hinn endann á færinu, en Mái dró af öllum kröftum, þvi þungt var að draga. Það fór að ólga i sjónum kringum bátinn, en þá fór Mái að syngja söng, sem gerir þunga hluti létta. Bræður hans æptu dauðhræddir, en hann hélt áfram að syngja Hiki, töfrasönginn. og andi hans var himinhátt yfir öllu með dúfunni. færa guðunum fórn af fiski þeim, er þið hafið dregið. Þegar við komum heim, mun ég finna prest okkar, og hann mun hafa yfir hin- ar réttu bænir og við verðum allir hreinsaðir. Og þar á eftir getum við skipt upp Te-íka-Mái (fiski Máa), og þið getið farið glaðir og ánægðir heim til ykkar”, og hann byrjaði aö vaða i land. En Mái var varla kominn úr augsýn, þegar bræður hans fóru að hallmæla honum. Þeir dróu bátinn á þurrt og fóru að éta og byrjuðu að skipta Te-fka-Mái, þótt Mái hefði ekki lokið við að færa fórnina til guðanna. Guðun- um likaði ekki framferði bræðr- anna, og þeir sneru reiði sinni að þeim. Fiskurinn Te-lka-Mái fór að hreyfa hausinn og berja með sporðinum og reisa bakuggana og gapa. Fiskurinn varð að landi og vegna óhlýðni bræðranna varð þetta land hrjóstrugt og fjöilótt og slétturnar eru með dölum og gilj- um. Ef bræður Máa hefðu hagað sér betur, þá hefði þessi stóri fiskur legið kyrr og rólegur, og þetta hefði orðið fegursta land á jörð- inni. Þannig dró Mái Nýja-Sjáland upp af botni hafsins, þar sem guð- inn Rangi, það er himinninn sjálf- ur, hafði falið það. Þetta gerði Mái með gömlum öngli og oddur öngulsins var gerður úr kjálka formóður hans Múri-Ranga- Venúa. Og i Here-Taúnga-héraði geta menn enn sýnt þennan öngul. sem varð að höfða, sem gengur langt út i hafið og afmarkar Havkes-fjörð að sunnanverðu. Hann dró heilt land upp at sjávarbotni, landið Papa-Túa- Núka. Nú kenndi báturinn grunns, og Mái segir við bræður sina. sem voru skjálfandi hræddir: ..Verið óhræddir og róiegir, ég ælla að Brúöar- ránið Rétt áður en hviti maðurinn settist að i Aukland, þá var stór viggirtur kastali á fjalllinu El- Den. Veggir þessa kastaia voru þykkir og sterkir og mikill fjöldi Maoria bjó þar. Þetta pa eða hús var kallað Mán-Gavá. Hermenn þessa ættflokks Mán- Gavúa, sem bjó i kastalanum höfðu lengi átt i striði við Avitúa og Vækatúa. Það var barizt á báðar hliðar með jöfnum ákafa, en hvorugur hópurinn gat unnið á hinum. Aftur og aftur var gert áhlaup á hið volduga pa (kastalann) Mán-Gavá, en alltaf voru óvinirnir hraktir til baka. Að lokum fóru Avitúar og Vækatúar að leita fyrir sér um frið fyrst þeir gátu ekki tekið kastalann Mán-Gavá. Foringi Mangavúa samþykkti þetta friðarboð, þar eð hann gat ekki heldur unnið fullnaðarsigur. Þá var Te-Ponga, hraustur og stórlátur foringi frá Avitúum sendur með flokk manna með sér til kastalans Man-Gavá. Þeir voru boðnir velkomnir(og fólkið saínaðist saman i kastala- garðinum fyrir framan fundar- staðinn. Þarna blandaðist fólkið saman, sem fyrr hafði verið óvinir. Foringjar beggja héldu friðar- ræður og mæltust til vináttu. Konurnar elduðu mat fyrir gestina og mikil veizla var haldin. til að gera friðarsamningana minnistæða. Svo. þegar borðhaldi var lokið og rökkur læddist yfir var farið að dansa. Röð eftir röð Framhald á næstu siðu Demantar, perlur, silfur og gull #ull & ^íUur b/f LAUGAVEGl 35 - REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.