Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 32
32SÍÐA ÞJÓÐVILJINN— Jólablað 1975. Þessi stytta stendur i Gimli og mun eiga að tákna á sinn hátt uppruna staðarmanna. Nokkrir islendingar hafa flust til Winnipeg á siðustu árum, og eru meö- al þeirra Þráinn Kristjánsson veitingahússtjóri og Edda kona hans. Þetta glæsiiega veitingahús er i Winnipeg og heitir „The Round Table”. Þvi stjúrnar Þráinn Kristjánsson. Báturinn „íslendingur” verður hafður til siglinga milli eyja Winnipeg-vatns. A strönd Hecla Isiand. f spurt er að þvi hversu vel is- lenska sé við lýði á Nýja íslandi og i öðrum islendingabyggðum Kanada, væri einfaldasta svarið vafalaust það, að flestir vestur-is- lendingar sem komnir eru um og yfir fertugt tali ágæta islensku, en þeir sem eru yngri tali litið sem ekkert. I fljótu bragði virðist þetta lika vera i fullu samræmi við þá meginreglu, sem lærdóms- mennirnir boðuðu á ráðstefnunni i Winnineg: að fyrsta kynslóð innflytjenda reyni af öllum mætti að viðhalda menningu sinni og varðveita tengslin við upprunann, önnur kynslóðin taki við þessum menningararfi — en reyni af öll- um mætti að gleyma honum, en þriðja kynslóðin reyni að rifja hann upp á ný og viðhalda þvi sem þá er ekki þegar gleymt og fyrnt. En maður rekur sig fljótt á það að málið er allmiklu flóknara en það virðist vera á yfirborðinu, og þessi ágæta regla stenst ekki nema að litlu leyti. bannig er t.d. mjög hæpið að'segja að fyrsta kynslóðin hafi „reynt aö halda menningu sinni”. Þeir sem bjuggu i islenskustu byggðarlög- um Nýja íslands (Fljótsbyggð og Mikley og sveitunum þar i kring) voru islenskir bændur og þurftu ekki að leggja mikið á sig til að vera það áfram. Nýja ísland var alislenskt smáriki i tiu ár og reyndar vafalaust miklu lengur, og þegar „gallarir” (úkrainu- menn, pólverjar og ungverjar) fóru að flytjast þangað upp úr aldamótunum, kunnu þeir ekki ensku og urðu þvi ekki til þess að ýta undir enskukunnáttu meðal vestur-islendinga. Sagt er að margir gallar hafi lært islensku, en hins vegar fara engar sögu af þvi að vestur-islendingar hafi lært mál þeirra. Þessu olli munur á þjóðfélagsstöðu: innflytjendur frá Austur-Evrópu voru fátækir og ómenntaðir flóttamenn, sem höfðu neyðst til að yfirgefa lönd sin af pólitiskum ástæðum. Orðið „galli” var hálfgert skammar- yrði i munni vestur-islendinga: „Þú skalt ekki tala við mig, ég er ekkert annað en helvitis galli”, sagði úkrainumaður i Arborg, sem talaði ágæta islensku, við Harald Bessason. Ýmsir þeir islendingar, er bjuggu meðal enskumælandi kanada- manna, reyndu hins vegar þegar að verða kanadiskir. Þá vildi það oft brenna við að mönnum gekk illa að halda islenskunni og held- ur ekki vel að læra enskuna, og varð árangurinn oft á tiðum hið furðulegasta hrognamál. Gutt- ormur J. Guttormsson gerði fræga skopstælingu á málfari þessara manna i kvæði sinu „Winnipeg lcelander”, sem flest- ir vestur-islendingar kannast við: Vestur- íslensk menning í Manitoba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.