Þjóðviljinn - 13.06.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.06.1976, Blaðsíða 2
Stóra leikhúsið á 200 ára afmæli Stóra Leikhúsið i Moskvu, sem þekktara er undir rússneska nafninu Bolsjoi, á tvöhundruð ára afmæli um þessar mundir. Fyrir afmælið fór fram gagnger við- gerð á leikhúsinu, og nú litur það út eins og splúnkunýtt væri. Voldugt svið Sviðiö i Stóra Leikhúsinu er miklu stærra en áhorfendasalur- inn bæöi að flatarmáli og rúm- máli. Salurinn er 25 metrar á lengd, 26 á breidd og 21 undir loft, en sviðið er 39 metrar frá fram- sviði aftur að vegg, og það er 15 metrum breiðara en salurinn. Hæðin frá sviðsgólfinu upp undir loft er 39 metrar. En þessi hlutföll eru eðlileg. þvi að sviðið er flókið verkfræðilegt fyrirbæri, t.d. eru notaðar 190 stórar rafknúöar vélar til að flytja til leiktjöldin og miðstýrt ljósakerfið samanstend- ur af 600 vélum i viðbót. A ljósa- borðinu eru 360sveifar, og stjórn- ar hver um sig sinu ljósi, bæði styrk þess og lit. Prógrammið er fyrst sett inni tölvu, sem gefur siðan á sjálfvirkan hátt það ljós sem við á hverju sinni. 325sérfræðingar á ýmsum svið- um taka þátt i undirbúningi nýrrar sýningar, og er þá ekki talið lið tæknimanna, ljósa- manna, sviðsmanna o.s. frv., en i þvi liöi eru nær 400 manns. Á verkstæðum leikhússins vinna 390 manns, fulltrúar 92 starfsgreina. Ég mun nú nefna nokkrar tölur sem gefa til kynna yfirgripsmikið starf þeirra. Á s.l. ári voru saumaðir búningar úr 430 þúsund metrum af efni. 261 tonn af ýmiss konar efni var not- að i leiktjöld, leikmuni o.s.frv. A árinu voru saumaöir 8766 leik- búningar og 23786 pör af skó- fatnaði. t búningageymslu leikhússins eru geymdir u.þ.b. 150.000 búningar og i hárkollugeymslunni eru 5000 hárkollur. Þúsund listamenn Fleiri iistamenn eru fastráðnir við Stóra Leikhúsiö en við nokk- urt annað leikhús i heiminum: uþ.b. þúsund manns. Þar af eru 74 einsöngvarar. t kórnum eru 166 félagar. Barnakór er einnig starf- ræktur, og i honum eru 40 ungir söngvarar. Ballettdansarar eru 246. 97 látbragösleikarar taka einnig þátt i mörgum óperum og ballettum. Hljómsveitin telur 251 mann. A tveimur öldum hefur Stóra Leikhúsið safnað að sér ómetan- legum auðæfum. t nótusafni þess eru geymd nokkur þúsund óperu- handrit og 1500 balletthandrit. A viöfangsefnaskrá leikhússins eru næstum þvi 60 verk, þaraf margir gimsteinar listarinnar, rússnesk- ir, sovéskir og erlendir. Svanavatnið 1335 sinnum Meöal viðfangsefna leikhússins eru nokkrir „methafar”, sem veriö hafa á skránni i hundraö ár eöa meira. Hin forna rússneska ópera „Ivan Súsanin” hefur ekki farið af fjöiunum siðan hún var frumsýnd árið 1842. Vitaskuld hefur óperan breyst, en hún hefur gengið i arf kynslóö til kynslóðar. „Giselle”, ballettinn frægi eftir Adan, hefur gengiö frá 1844, og „Faust” eftir Guno hefur verið fastur liður siðan 1866. „Svanavatnið” eftir Tjækovski hefur veriö sýnt oftast af öllum baliettum, eða 1335 sinnum siðan 1877. Nú eru sýndar tvær útgáfur af Svanavatninu, önnur frá alda- mótunum og hin frá 1969. En óperan „Évgeni Onegin” slær þó öll met, þvi hún hefur ver- iö sýnd 1926 sinnum. „La Travi- ata” eftir Verdi hefur verið sýnd oftast af erlendum óperum, 1449 sinnum á 105 árum. Frá byltingu hafa verið sýnd- ar samtals 80 óperur og ballettar eftir sovéska höfunda, u.þ.b. 60 eftir rússneska höfunda og h.u.b. 90 eftir erlenda höfunda. Á s.l. fimm árum hefur leik- húsið frumsýnt 16 ný verk, þar af 8 eftir sovéska nútimahöfunda og 5 eftir sigilda rússneska höfunda. I tilefni 200 ára afmælisins eru frumsýnd fjögur ný verk. 8000 á kvöldi Á hverju kvöldi koma 8 þúsund áhorfendur á sýningar Stóra Leikhússins og i leikhúsinu sjálfu Kreml, en þar er annað sviö leik- hússins.Á leikárinu 1975 var tek- ið á móti tveimur miljónum og 689 þúsund manns á þessum tveimur stööum. En þar með er ekki öll sagan sögö, þvi að á þessu sama leikári stóö leikhúsið fyrir hundruðum sýninga i félögs- heimilum útum allt land, á vinnu- stööum i Siberiu, á samyrkju- búum og i herbúðum. Siðan 1954 hafa stórir hópar frá leikhúsinu verið i 40 löndum, og i sumum þessara landa oftar en einu sinni. Sólodansarar og ein- söngvarar Stóra leikhússins hafa komið fram i miklu fleiri löndum. Viö áhorfendaskara Stóra Leikhússins má bæta miljónum og aftur miljónum manna sem notið hafa kvikmynda, sjónvarps- upptakna og hljómplatna með listamönnum þess. List þeirra er brunnur, sem seint veröur þurr- ausinn. t tilefni afmælisins var átt viö- tal við aðalóperuleikstjóra Stóra leikhússins, Boris Pokrovski. Fara hér á eftir nokkur af svörum hans, en hann var fyrst að þvi spurður, hvað hann héldi um það allútbreidda álit, að óperan hafi þegar sungið sitt fegursta, eigi ekki framtiö. — Maður fer náttúrulega ekki aö móðgast þótt einhver skilji ekki eða finnist litið til óperunnar koma. Óperan er lýðræðisleg list- grein, en hún er ekki eins og kvik- myndin: maður skýst ekki inn i óperuleikhús i frakkanum, eins og i bió. Óperan krefst fagur- fræðilegs, andlegs, menningar- legs undirbúnings. Óperan er list- grein sem býr yfir mikilli and- legri dýpt. Ég er sannfærður um að mannkynið hefur enn ekki notað nema óverulegan hluta af þeim möguleikum, sem óperulist- in býður upp á. Meðal sigildra óperuverka eru mörg sem ein- kennast af erkisnilld. Ég trúi á glæsilega framtið óperunnar. — Hvað getið þér sagt okkur um Stóra leikhúsið á þeim timum þegar sovésk list var að fæðast, á árunum um og eftir 1920? Á fyrstu árunum eftir bylting- una voru uppi meðal gagnrýn- enda deilur um það, hvort Stóra leikhúsið ætti sér tilverurétt. Hvort slikt leikhús væri nauðsyn- legt. En á meðan þessar deilur stóðu sem hæst þyrptist alþýðan i leikhúsið, sem áður nefndist leik- hús keisarans. Þangað komu her- menn beint af vigvöllunum, verkamenn, sem aldrei höfðu áð- ur séð óperu eöa ballett — og þetta fólk hreifst af leikhúsinu. Sú stefna varð vitaskuld ofaná, að alþýðan ætti rétt á að njóta si- gildrar listar. Á grundvelli þeirrar stefnu hefur leikhúsið starfað allar götur siðan. Stóra leikhúsið hefur ákveðnu hlutverki að gegna i þjóðfélaginu: það á að vera miðstöð og vettvangur alls hins besta, sem skapað hefur veriö á sviði tónlistar, bæði af rússneskum og erlendum snill- ingum. En sigild list verður að fylgjast með timanum, hreyfast i takt viö lif þjóöarinnar. Hversu stoltir sem viö erum af arfleifð okkar megum við adrei gleyma þvi, að listin getur ekki þróast án þess að fást við nútimann. Þetta á einnig við um óperuna. Ég er algjörlega sannfærður um að óperan á að taka til meðferðar hugmyndir og vandamál nútimans. — APN — Úr óperunni Kanan frá Pkokof eftir Rímski-Korsakof. Stóra leikhúsið er öflugast vigi hinnar sigildu rússnesku óperu. Maja Pllsetskaja I Svanayatninu, sem hefur veriö sýnt oftat en nokkur ballett annar á sviöi leikhússins. ( ‘ i ; ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.