Þjóðviljinn - 13.06.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1976, Blaðsíða 6
(i SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júni 1976 RAGNAR ARNALDS: Vaxandi glundroði eða nýtt skipulag Ef akureyringar, sigl- firöingar eða ísfirðingar svo að dæmi séu nefnd bora eftir heitu vatni með aöstoð Orkustof nunar verða þeir að borga 20% söluskatt í rikissjóð ofan á allan borkostnaðinn. En ef Reykjavikurborg borar eftir heitu vatni þarf hún engan söluskatt að greiða! Víðast hvar á Vestur-, Noröur- og Austurlandi, ut- an kaupstaða, er verð á raforku til heimilisnotkun- ar um 50% hærra en á höfuðborgarsvæðinu! Hér á landi eru margar opinberar stofnanir, sem stunda sjálfstæðar virkjanarannsóknir óháðar hver annarri og vinna að hönnun stórvirkjana. Dæmi eru um, að þessar stofnanirnar séu jafnvel að fást við sömu viðfangs- efnin! Þetta eru þrjú sýnishorn um hið fáránlega ástand, sem nú er rikjandi i is- lenskum orkumálum. Samt sem áður virðist f lest benda til þess, að glund- roðinn i skipulagi orku- mála eigi enn eftir að auk- ast. Fjögur opinber fyrirtæki afla raforku og selja hana til dreifi- aðila i heildsölu, Landsvirkjun, Andakilsárvirkjun, Laxárvirkjun og Kafmagnsveitur rikisins. Meðalverðiö i heildsölu, miðað viö 5 þús. stunda nýtingartima, er 2,28—2,80 kr. á kwst. Dreifiaðilar eru hins vegar 22 staðbundnar rafveitur i flestum kaupstööum og fáeinum kauptúnum, sem selja raforku til heimilisnotkunar á meðalverði frá 7,82 kr. — 11,07 kr. á kwst og er algengasti taxtinn rúmar 10 kr. Rafmagnsveitur rikisins (Rarik) selja hins vegar öðrum landsmönnum, þ.e. ibúurn smábæja og sveitahéraða raforku i smásölu, og á þessum afgangs- markaði, sem eftir verður', þegar samfelldustu partar raforku- kerfisins hafa verið týndir út, er orkan seld á 50% hærra verði eða á kr. 15,71 hver kwst til heimilis- notkunar. betta marbrotna skipulag raf- orkumála og ranglátar afleiöing- ar þesr á sér aö sjálfsögðu sögu- legar skýringar. Upphaflega voru orkuveitusvæðin mjög afmörkuð og einangruð og aðeins á helstu þéttbýlissvæöum. Nú er hins vegar svo komið, að Suður-, Vestur- og Noröurland er aö verða eitt samtengt orkuveitu- svæði og tenging við Vestfirði og Austfiröi er vafalaust á næsta leiti. Hvað getur þá réttlætt, að orkan sé ekki seld á sama verði um land allt heldur sé um glfur- lega mismunun að ræða, eftir þvi hvar menn búa, eins og fyrrnefnd dæmi sanna? Skipu lagsleysiö er dýrkeypt Augljóst er, að flókiö raforku- kerfi i höndum margra sjálf- stæðra aöila eykur hættuna á þvi, aö ekki sé valin hagkvæmasti virkjunarvalkosturinn hverju sinni. Þegar orkuveitusvæðin eru samtengd, er það fyrst og fremst griðarmikið feikningsdæmi fyrir tölvur aö finna út, miðaö við áætlað álag og aðrar gefnar for- sendur, hvar hagkvæmast sé i þágu heildarinnar aö byggja stór ar eöa smáar virkjanir. Hvar vetna vilja menn fá virkjanir heim i hérað, enda felst i þvi mikið öryggi fyrir hvert byggða- lag, ef stutt þarf aö sækja orkuna, og bygging orkuvera skapar að sjálfsögðu mikla vinnu og fjár- Þetta er Krafla magnsveltu. En þaö er allra hag- ur að fá orkuna sem ódýrasta og ef það sjónarmiö veröur ekki látið ráða er augljóst, að gifurlegum fjármunum verður kastaö á glæ á næstu árum. Eins er það ljóst, að orkan verður dýrari en þörf er á, ef rannsóknir og undirbúningur aö virkjunarframkvæmdum er i margra höndum. Að sjálfsögðu hafa þessar stofnanir nokkurt samband sin i milli til að komast hjá tviverknaði, en jiess eru þó ýmis dæmi, að fleiri en ein stofn- un hafi gert sjálfstæðar frum- hannanir á sömu virkjuninni og jafnvel gefiö út opinberar yfir- lýsingar, sem ekki leiddu til sömu niðurstöðu, eins og átti sér staö við fyrstu rannsóknir á virkjunaraðstöðu i Héraðsvötn- um i Skagafirði. Það er löngu orðið brýnt, að endurskipuleggja raforkumál með það fyrir augum að ein samstarfsstofnun ríkis og sveitarfélaga hafi yfirstjórn virkjunarmála i sinum höndum. En þvi miður stefnir ekki i þessa átt nú um stundir, heldur er nú unnið að þvi að koma upp nýjum, sjálfstæðum orkufyrirtækjum á Vestfjörðum og Austfjörðum, jafnframt þvi sem Laxárvirkjun verður breytt i svonefnda Norðurlandsvirkjun. Það er þvi allt útlit fyrir, að glundroðinn i orkumálum muni enn fara vax- andi. Orkubú Vestfjarða Þegar frv. til laga um Orkubú Vestfjarða var til meðferðar á Al- þingi fluttum við Alþýðubanda- lagsmenn tillögu um, að loka- grein laganna yrði svofellt ákvæöi til bráðabirgða: „Stefnt skal aö þvl að endur- skipuleggja skipan raforkumála á landinu öllu með það fyrir aug- um, að allir landshlutar tengist saman I eitt orkuveitusvæöi, en ein samstarfsstofnun rikis og sveitarfélaga annist virkjunar- rannsóknir og taki ákvaröanir um nauðsynlegar virkjanir og selji jafnframt rafmagn i heildsölu til dreifingaraöila á sama verði um land allt. Meðan þessi skipan raf- orkumála er ekki orðin að veru- leika annast Orkubú Vestfjaröa virkjunarrannsóknir og byggingu og rekstur raforkuvera á Vest- fjörðum, en meö nýrri skipan raf- orkumála skal ráðherra beita sér fyrir endurskoöun þessara laga.” Það skal tekiö fram, að viö Al- þýðubandalagsmenn vorum ekki andvígir lagasetningu um Orkubú Vestfjarða. Stofnun Orkubúsins hefur marga ótviræða kosti. Með þessu nýja fyrirtæki er verið aö sameina smærri rafveitur i eina orkuveitu, sem fær það megin- hlutverk að glima við aö skipu- leggja húsahitun i fjórðungnum öllum ýmist meö rafmagni, jarö- varma eða fjarhitun frá kyndi- stöðvum. Það er stórkostleg hug- mynd, sem nú er að veröa að veruleika, að Vestfirðingar skipuleggi nýtingu innlendra orkugjafa til húsahitunar i stað oliu með sameiginlegu átaki og i samvinnu viö rikisvaldið fremur en aö sveitarfélögin séu að pukr- ast hvert i sinu horni með þessi miklu viöfangsefni. I staö þess að allir þéttbýlisstaöirnir ryðjist fram á sama tima með byggingu hitaveitna og fjarhitunarstööva af misjafnlega miklum vanefn- um, þá er hægt að glima við þetta gifurlega viðfangsefni á skipuleg- an hátt eftir fyrirfram geröri áætlun og vinna verkiö ódýrara og meö mun meiri hagkvæmni en ella hefði verið. Forsendan fyrir þessum skynsamlegu vinnu- brögðum er að sjálfsögðu sú, að þeir veröi ekki látnir gjalda þess i hærri hitunarkostnaöi, sem seinastir losna við oliuhitun húsa. En þar að auki er það stórkost- lega mikilvægt fyrir Vest- firðingafjórðung að stofna til fyrirtækis sem er nægilega vold- ugt til að geta haft marga tækni- menntaöa menn i þjónustu sinni að staðaldri. Hins vegar er það stórkostlegur misskilningur að vestfiröingum sé nokkur greiði geröur með þvi aö gera Orkubúiö aö sjálfstæðum raforkuöflunaraðila. Ef svo fer, er hættan sú, að raforkuverö á Vestfjörðum verði um alla fram- tið langtum hærra en annars staðar á landinu, þvi að hvorki þær virkjanir sem fyrir eru á Vestfjörðum né þær sem síðar koma verða samkeppnisfærar um orkuverð við hagkvæmustu stór- virkjanir landsins,, t.d. Búrfell, Sigöldu, Kröflu og Blöndu. Það er þetta þrennt sem hlýtur að fara saman: eitt orkuveitu- svæði einn virkjunaraðili og eitt orkuverð um land allt. Ég er sannfærðurumaðhvortsem menn búa á Vestfjörðum, Norðurlandi, eða Austfjöröum þá kýs hinn al- menni maður lágt orkuverð á jafnréttisgrundvelli við höfuö- borgarsvæðiö fremur en sjálfstæð orkuöflunarfyrirtæki i hverjum landshluta, — einkum þegar mönnum veröur það ljóst að þetta tvennt fer ekki saman. A.m.k. veit ég fyrir vissu, að fólkið á Norðurlandi biður ekki um Noröurlandsvirkjun, þaö er fyrst og fremst óskadraumur nokkurra embættismanna og pólitiskusa. Fólkið biður um öryggi i raforku- málum og lágt Verö og gefur litið fyrir stórveldisdrauma Laxár- virkjunarmanna. Kapphlaup um erlenda stóriöju Stærsta hættan er sú, að þegar komið verða orkuöflunarfyrir- tæki i öllum landsfjórðungum, þá upphefjist hörkuleg samkeppni um stórvirkjanir og forystumenn landshluta og orkuveitna hefji kapphlaup á fund erlendra auö- hringa i leit að stórum orkukaup- endum, sem geti gert stór- virkjanir i fjóröungnum mögu- legar, likt og það hefur fallið i hlut stjórnarformanns Landsvirkjun- ar að hafa forgöngu um samningaviðræöur við erlenda auðhringa um byggingu stóriöju- fyrirtækja á tslandi og orkukaup frá Landsvirkjun. Viða um land er almenn og mjög útbreidd andstaða gegn byggingu stóriðjuvera i eigu er- lendra auðhringa. Kannski hafa forystumenn Sjálfstæöisflokksins ekkert á móti þvi, að þær að- stæður skapist, að forystumenn sveitarfélaga i dreifðum byggð- um landsins telji sig tilneydda aö sækjast eftir orkusölu til erlendra auðhringa til að gera sér kleift að standa undir byggingu stórvirkj- ana heima i héraði. A.m.k. er víst, að núverandi glundroöa stefna i raforkumálum á sér eink- um fylgismenn innan Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar verður að taka það fram, að margir þing- menn Sjálfstæðisflokksins eru al- gerlega öndverðir þessari stefnu. Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins gerði nýlega samþykkt i raforkumálum, sem gekk mjög i þá átt, sem verið hefur stefna Alþýðubandalagsins um langt skeið. 1 ályktun mið- stjórnarinnnar var beinlinis talað um eitt orkuöflunarfyrirtæki, sem gætiheitiðíslandsvirkjun. Þó fór það svo, að þingmenn Fram- sóknarflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu okkar Alþýðubanda- lagsmanna, sem fyrr var nefnd, við afgreiðslu frv. um Orkubú Vestfjarða, og þótt atkvæða- greiðslan færi fram fáum dögum eftir miðstjórnarfundinn. Ætla má, að Alþýöuflokkurinn hafi svipaða stefnu i orkumálum og Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn, þótt það hafi ekki komið berlega fram, svo að mér sé kunnugt. Flest bendir þvi til þess, að mikill meirihluti sé á Alþingi fyrir endurskipulagningu raf- orkumála i þá átt, sem við Al- þýðubandalagsmenn höfum bar- ist fyrir. Hins vegar er ljóst að meðan herleiöing Framsóknar- flokksins i þágu ihalds og hægri stefnu er viðvarandi, heldur glundroðinn i orkumálum is- lendinga áfram að vaxa enn um skeið. Nýtt skipulag í grófum dráttum Þegar stefnt veröur að heildar- stjórn orkumála i stað núverandi glundroða er ekki þar með sagt, að æskilegt sé að öll orkumál landsmanna verði sett undir einn hatt. Eðlilegt er, að ein stofnun, væntanlega Orkustofnun, annist allar grundvallarrannsóknir og samanburð á þeim valkostum, sem fyrir hendi eru. önnur stofn- un, þ.e. landsvirkjun i þess orðs fyllstu merkingu (Islands- virkjun?) annist öflun raforku: byggi raforkuver fyrir landið allt, flytji orkuna eftir aðalflutnings- linum, svonefndum stofnlinum hringinn i kringum landið og selji raforku i heildsölu frá aðal- spennistöðvum. Þessi stofnun þarf að vera raunveruleg sam- starfsstofnun allra sveitarfélaga i landinu og rikisins. Til greina kemur, að hún annist einnig jarö- boranir eftir gufu og heitu vatni, bæöi til orkuöflunar i eigin þágu og fyrir sveitarfélögin og verður þá að sjálfsögðu að afnema þá fráleitu forréttindaaðstöðu, sem Reykjavikurborg hefur nú, að geta ein allra sveitarfélaga sloppið við greiðslu söluskatts (vegna þess að hún á hálfan hlut I gamla gufubornum). Dreifing orkunnar og smásala getur hins vegar orðið með tvenn- um hætti: annaö hvort verður miöað við, að smásöluverðiö sé það sama um land allt og verður þá einn aðili, sem gæti verið landsvirkjun eöa önnur sam- starfsstofnun rikis og landshluta- fyrirtækja (RARIK?) að annast alla smásölu orkunnar, — eða landshlutafyrirtæki og sveitar: félög kaupa orkuna frá aðal- spennistöðvum á sama verði um land allt og taka að sér dreif- inguna. Meginatriðið er, að nýtt skipu- lag sé sem hagkvæmast og svari til breyttra aðstæðna: að sveitar- félögin eigi eðlilega aðild að stjórnun orkumála og loks, að verðmismunur á raforku sé ekki báöur búsetu. Keynist það hins vcgar óframkvæmanlcgt vegna margra dreifiaðila veröur a.m.k. að tryggja að verömismunurinn sé mjög óvcrulegur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.