Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. júnl 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 „Páll Vilhjálmsson” Athugasemd Gísla Rúnars Jónssonar Af marggefnu tilefni vegna fjarveru „Páls Vilhjálmssonar” i „Stundinni okkar” og vegna blaðaviötals, fjölda lesendabréfa, afskræmdra ljósmynda svo og annarra skrifa sem birst hafa i blööum i sambandi viö hannán minnar hlutdeildar, vil ég gera athugasemd, sem ég flokka niöur i 9 stutt atriði. Mun ég i meginatriöum styöj- ast viö grein Jóns Þórarinssonar dagskrárstjóra, er hann sendi dagblöðunum þ. 14. júni sl., ai vikja til oröum svo og bæta inn i eftir þvi sem mér þykir komast nær raunveruleikanum. Rétt er þviað hafagrein J.Þ. viö hendina til samanburöar. 1) Skömmu fyrir siöustu áramót þegar Guörún Helgadóttir tók aö sér að semja þann texta sem Páll átti aö flytja, tók ég undirrit- aöur viö stjórn brúöunnar og flutningi textans. Var mér fengið þetta verkefnii hendur meö rúm- lega eins dags fyrirvara, vegna þess aö fráfarandi stjórnandi brúöunnar hæföi hætt störfum nokkuð skyndilega vegna ágrein- ings hans og J.Þ. um launa- greiðslur. 2) „Akvaö” J.Þ. tiltekna greiöslu til okkar G.H. fyrir hvern þátt, sömu upphæö til beggja. Gekk ég aö skilmálum sem okkur voru settir, þó ekki „um- tölulaust” eins og segir i grein J.Þ., vegna þess aö samkvæmt þeim var greiösla fyrir hverja „stund” með Páli, litlu sem engu hærri en greiðsla sem ég fékk hjá sjónvarpinu fyrir flutnir.g skemmtiefnis svipaös eölis (svip- uö tlmalengd og tilhögun) fyrir rúmum 3 árum og þótti mjög litið þá. J.Þ. sá hinsvegar ekki ástæöu til aö bjóöa öllu betri skilmála nú 3 árum seinna, þar sem aðild min að „stundinni” væri einungis stjórnun brúöunnar og flutningur textans en ég kæmi aö ööru leiti ekki fram sjálfur. 3) Eftir u.þ.b. mánuö þegar sýnt var aö þessi samvinna gafst vel og Páll haföi náö vinsældum, fór ég aö hugleiöa launahækkun. M.A. vegna þess sem áöur segir og ennfremur vegna þess aö ég var farinn aö verja töluveröum tima I aö semja kynningar fyrir Pál og haföi raunar gert frá upp- hafi, og var það J.Þ. svo og öðrum aöstandendum fyllilega ljóst. (Þaö gerði ég aö vlsu óumbeðiö, en af áhuga á verkefninu og með hagsmuni Páls I huga). Þó veigr- aði ég mér lengi vel viö því aö minnast á launahækkun viö J.Þ., minnugur fyrri viöskipta okkar á þeim grundvelli nokkrum misser- um áöur. Aöur en ég geröi nokkuð imálinuskallá verkfall oguppúr þvi voru gerðir nýir kjarasamn- ingar sem höföu i för meö sér al- mennar launahækkanir. Fékk ég svo hækkun nokkru seinna. Aö vlsuþurfti ég aöfalasteftir henni. Hún kom ekki sjálfkrafa eins og J.Þ. gefur berlega i skyn. Þess skalþó getið að hann brást vel viö umleitan minni. Fékk þaö svo á mig aö ég steingleymdi aö til- greina þá upphæö sem ég haföi I huga. Enda kom á daginn aö launin hækkuöu mjög litiö frá þvi sem verið hafði. -------4) „Af sjónvarpsins hálfu var svo litið á að um bindandi samkomulag væri aö ræöa á meö- an Stundin okkar var á dagskrá i vor”. Ég ltt hinsvegar ekkisvo á aö um bindandi samkomulag hafi veriö aö ræöa, þar sem aldrei voru geröir neinir bindandi samningar, hvorki skriflega né munnlega. 5) Þegar eftir var aö senda út 2 „stundir” meö Páli á þessu vori og taka upp aðrar 2 sem voru jafnframt þær siöustu, kom ég aö máli viö J.Þ. og „óskaöi” eftir hækkun á þóknun minni. Rök- studdi ég þann málflutning aöal- lega meö þvi aö hækkun sú er ég fékk á sinum tima, væri langt fyr- ir neðan þaö sem mér bæri. Auk þess itrekaöi ég hlutdeild mina i textanum sem J.Þ. var vel kunn- ugt um og haföi i rauninni viöur- kennt sem gilda ástæöu fyrir launahækkun siöast þegar viö átt- um tal saman. Ennfremur vissi hann þaö sem meira var, aö mér var ekki einungis heimilt aö „víkja til oröum i handriti eftir þvi sem mér þætti fara betur i munni”einsog segir i grein hans, heldur aö strika út og bæta inn I að vild. Þrátt fyrir ágæt handrit G.H. sá ég ástæöu til að bæta við þau og breyta þeim eftir þvi sem mér þótti betur hæfa persónu- leika Páls, auk þess sem viö Sigri'öur M. Guömundsd. „improviseruöum” eða spunnum af munni fram, þó nokkurn hluta þess efnis er viö létum frá okkur fara I upptöku. J.Þ. kvaöst alls ekki geta upp- fyllt neinar „óskir” um launa- hækkun. Bætti hann þvi viö aö ef ég ekki sætti mig viö þau laun er ég nú hefði, þá væri ég ekki ómissandi frekar en aörir og gæti þess vegna hætt! Þannig lyktaði þvi. 6) Viöeigandi er aö minna á aö Páll er ekki fyrsti og eini vinsæli sjónvarpsleikarinn sem ekki er talinn ómissandi um leiö og gripa þarf til pyngjunnar. Hver man ekki Glám og Skrám, Halla og Ladda og fl. og fl. 7) Upptökum á samtölum Páls og S.M.G. hefur verið hagaö þannig aö tekið hefur veriö upp á 1 degi„ efni i 3 barnatima. Til undirbúnings taldi ég mig þurfa aö fara yfir textann tvisvar til þrisvar sinnum einum til tveimur dögum fyrir upptöku, fyrir utan allan tlma sem fer, eins og áöur segir, I aö semja og lag- færa handritin. Þaö er þvi aug- ljóslega rangt metiö, aö i þetta „fari 2 dagar sem ég fái greidda fyrirþóknun,er nemur tfmakaupi dagskrármanna i Sjónvarpinu fyrirrúmlega 44 vinnustundir eöa meira en fjóröungi mánaöar- launa”, eins og segir orörétt i grein J.Þ. Þetta dæmi gefur alranga mynd þar sem dagskrármönnum sjónvarpsins og öörum sttkum annarsvegar og svo leikurum og skemmtikröftum hinsvegar eru greidd laun sem byggjast á gjör- óllkum lögmálum. Ég lýsi þvi undrun minni á þvi aö nokkur sá maöur sem kunnug- ur er þeirri starfsemi, er fram fer i stofnunum eins og sjónvarpi, út- varpi, leikhúsi og þ.h., skuli gera svo óraunhæfan samanburö sem þennan. 8) „Þaö skal og tekiö fram aö G.H. hefur engar kröfur gert i þessu sambandi”, segir J.Þ. Gisli Rúnar Jónsson Sjálf sagöi hún i viötali viö Dag- blaöiö á dögunum, þaö koma til vegna þess aö hún skipi svo háan launaflokk hjá rikinu, aö þaö skipti hana ekki máli hvort hún fær þessum krónum meira eöa minna fyrir að semja um strák- inn, „enda hefur samvinnan viö hana verið hin ánægjulegasta aö öllu leiti”, segir J.Þ. ennfremur. 9) „Vonir standa til, að Páli komi hress og kátur úr sveitinni meö haustinu”. Svona hljóöar niöur- lag greinar J.Þ. sem ég hef að mestu stuöst viö og gert minar at- hugasemdir viö,samkvæmt bestu vitund. Ég lit svo á aö fáir hafi nægilega sterkan persónuleika til aö standa af sér fárviöri eins og þaö sem geisaö hefur i kring um dúkkustrákinn Pál og er þó greinilega ætlast til þess af hon- um. Ég er hræddur um aö hann axli ekki þær byrðar sem hann yröi aö taka sér á heröar i haust ef til kæmi. Ég vil Páli uppá- haldsvini minum vel og held aö þaö sé honum fýrir bestu, aö hann flengist i sveitinni, hvernig sem máliö er skoöaö. 20. júni 1976 GIs li Rúna r Jónsson. Frá höfninni á Suöureyri. Gisli Guðmundsson Suðureyri: Dauður sjór hjá linubátum Otlit er nú fyrir að hinni hátt- virtu rikisstjórn — sem sagt ráðamönnum þjóöarinnar — hafi nú tekistmeö aðstoö bredca heimsveldisins, sbr. Oslóar- samninginn, o.fl. aö þurrausa vestfirsk linubátamiö, a.m.k. fyrir utan 30 sjómilur. Auðvitað meö timanum verkar sú þurrk- un smátt og smátt á hin grynnri miðlika þar sem fiskur fær ekki að ganga þar upp óhindraður. Skv. þeim fréttum sem ég hef aflað mér i dag mun nú vera sem næst dauður sjór hjá linu- bátum hér á Vestfjarðamiðum a.m.k. hér að noröanveröu á Vestfjörðum og á Ströndum, út af Straumnesi, Kögri og Hom- bjargi. 1 nótt kom m.s. Kristján Guð- mundsson meö 60 kassa af fiski eftirtveggja daga veiðiferð, ca. 3,5-4 tonn á 400 lóðir en meö Sigurvon komu i dag lika eftir svipaöan tima um 40 kassar, þ.e. 2,5-2,8tonn á 4001óöir. Þetta má teija algera þurrkun. Nú á hin háttvirta mislukkaöa islenska rikisstjórn aöeins eftir að senda bretum og raunar v-þjóðverjum flka þakkarávarp fyrir hin velunnu eyðileggingar- störf á islenskum fiskimiðum. Tæplega munu vestfirskir sjó- mennog lika allir islenskir sjó- menn skrifa undir það ávarp. Suðureyri viö Súgandafjörö 23. júni. „Shieldliead” — Skjaldhamrar Enska uppfœrslan sýnd þrisvar i Iðnó Leikflokkur sá, sem sýndi leikrit Jónasar Arnasonar Skjaldhamra. („Shieldhead*’) á leiklistarhátið i Dundalk á lr- landi I siöasta mánuöi, mun sýna leikritiö þrisvar (i enskri þýöingu Alans Boucher) i Iðnó i næstu viku, þriöjudag 29. júni, miövikudag 30. júni og fimmtu- dag 1. júli. Sýningarnar hefjast samkvæmt venju i Iðnó kl. 8.30. Aögöngumiðasala hefst á morg- un, föstudag, i miöasölunni i Iönó kl. 2, — pantanir i sima 16620. Svo sem kunnugt er vakti sýn- ing þessi geysilega hrifningu i Dundalk og siöan hafa margir falast eftir verkinu, — m.a. hef- ur borist boö um aö leikflokkur þessi sýni verkið á hinni miklu leiklistarhátiö i Dublin i haust. Þessi enska uppfærsla á verk- inu er i nokkrum atriöum frá- brugðin þeirri islensku, en breytingarnar — yfirleitt smá- vægilegar — miða að þvi aö gera verkiö aðgengilegra fyrir útlenda áhorfendur. F J ORÐUN GSMOT hestamanna á Rangárbökkum við Hellu dagana 25.-27. júní 1976: Ódýr fjölskylduskemmtun Fjölbreytt sýning á kynbótahrossum Gæðingakeppni fyrir börn og fuliorðna Æsispennandi kappreiðar Dansleikir: PARADÍS i Hvoli, föstudags- og laugardagskvöld ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON i Hellubiói, laugardagskvöld. Framkvæmdanefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.