Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júnl 1976 Landbúnaðarrá&stefnan á Blönduósi. A myndinni má m.a. sjá Jón Viðar Jónmundsson, Stefán Aöalsteinsson, Pálma á Akri, Stefán Valgeirsson, Brynjólf Sveinbergsson, Ketil Hannesson og Gunnar Guðbjartsson. Ljósm.: Unnar Agnarsson. Frá landbún- aðarráðstefn u Fjórðungs- sambands Norðlendinga stjóran voru þeir Kristófer Krist- jánsson, Köldukinn og Jóhannes Torfason, Torfalæk. Aðalfundar- ritari Grimur Gislason frá Saur- bæ og honum til aðstoðar Jón Tryggvason Artúnum og Stefán Jónsson, Kagaðarhóli. Hér mun nú aðeins stuttlega verða getiö framsöguerinda og þess, er fram kom i þeim, en væntanlega gefst tóm til þess að fjalla betur siöar um eitt og ann- að, sem þar kom fram. 1 upphafi fundarins flutti Hall- dór E. Sigurðsson, landbúnaðar- ráðh. ávarp. Kvað hann landbún- aöinn vera elsta atvinnuveg þjóð- „Bændur eru hluti af la Ekki verður annaö með sann- girni sagt um Fjórðungssam- bands Norðlendinga en að það sé athafnasamur félagsskapur, enda hefur þaö um alllangt skeið, notiö forystu ötuls og áhugasams framkvæmdastjóra, Askels Einarssonar. Landshlutasamtökin spanna nú ■orðið um land allt. Meðal þeirra hefur Fjórðungssamband Norð- lendinga nokkra sérstöðu. Megin- reglan er sú, aö hvert kjördæmi sé i sérsambandi. Norölendingar höfðu hins vegar i upphafi þann hátt á, að mynda sameiginlegt samband fyrir fjóröunginn allan og eru þvi innan vébanda þess norðurlandskjördæmin bæöi, hið eystra og vestra. Sumir telja, að þvi fyrirkomu- lagi fylgi nokkrir ókostir, Svæðið sé það stórt, aö menn eigi, fyrir þær sakir, erfiðara með að ná saman til skrafs og ráöageröa, hætta sé á togstreytu miili kjíir- dæmanna, sem verði tn pess ao veikja sambandið i heild og sá, sem veikari reynist, verði aðláta i minni pokann. Aðrir álita, að styrkur sambandsins felist ekki hvaö sist i stærð þess. Það hafi fleiri mönnum fyrir sig að beita á Alþingi, til varðstöðu um áhuga- og hagsmunamál norölendinga og baráttu fyrir þeim. Norðlending- ar allir, eigi i meginatriðum a.m.k., sameiginlegra hagsmuna að gæta og þvi eigi enginn jarð- vegur fyrir tortryggni og tog- streytu þeirra á milli að vera fyrir hendi. Um þennan ágrein- ing, sem raunar viröist fara þverrandi, á ekki að fjalla i þess- ari grein, heldur skal hér reynt, þótt i styttra máli verði en vert væri að skýra frá þvi, sem nýjast er aö frétta af starfsemi Fjórð- ungsamb. Norðlendinga. Fyrir stuttu stóð sambandiö fyrir ráðste&iu um sjávarútvegs- mál i fjórðungnum og var hún haldin á Sauðárkróki. Frá henni hefur þegar verið skýrt hér I blað- inu. Siöastliðinn mánudag og þriðjudag gekkst svo Sambandiö fyrir ráðstefnu á Blönduósi og fjallaöi hún um byggðaþróun og landbúnað i fjórðungnum. Ráð- stefna þessi var ágætlega sótt og mættu þar menn allt frá ystu jörðum sambandssvæðisins. Var hún haldin i samráði og samvinnu við búnaðarsamtök fjórðungsins og ýmsa forystumenn landbúnað- arins. Hafði fram farið viðtæk gagnasöfnun um búskaparhætti og búnaðaraðstöðu á Norðurlandi og voru niðurstöður þeirra athug- ana, sem sumar voru gagnmerk- ar, birtar fundarmönnum. Sjö framsöguerindi voru flutt á fund- inum, auk ávarps landbúnaðar- ráðherra. Siðan skiptist ráðstefn- an í þrjá starfshópa og fjallaði einnum framleiðslumál iandbún- aðarins, annar um atvinnumál og hinn þriðji um ýmsa þætti félags- mála. Ráðstefnunni var ekki ætl- að að samþ. sérstakar ályktanir en landbúnaðar- og landnýtingar- nefnd Fjóröungssambandsins mun, á grundvelli þeirra ábend- inga, sem þarna komu fram, undirbúa tillögur, sem siðan verða lagðar fyrir næsta fjórð- ungsþing. Ráðstefnustjórar voru þeir Guðbjartur Guömundsson, Gunn- ar Glslason og Valgarður Hilmarsson. Formaður landbún- aðarnefndar fjórðungssamb., AðalbjörnBenediktsson ráöunaut- ur, setti ráðste&iuna. Fundar- arinnar og væri hann enn og mundi væntanlega veröa um langa framtið, einn meginhorn- steinninn undir afkomu þjóðar- innarog menningar- og efnahags- legu sjálfstæði hennar. Gilti einu þótt þvi fólki færi fækkandi, sem atv&inu hefði beint af landbúnað- inum en það væri nú innan við 10% þjóöarinnar en hefði, fyr& fáum áratugum aðeins, verið um 30%. Þó færi framleiðslan vax- andi, svo væri tækninni og ræktun jarðar og búfjár að þakka. Ráð- herrann varaði við of miklum sveiflum i búvöruframleiöslunni sem þó yrði erfitt að ráða við meðan bændur væru enn svo háð- ir duttlungum isl. veðráttu. Skipuleggja þyrfti framleiðsluna betur. Þá benti hann á hinn þýð- ingarmikla þátt, sem landbúnaö- urinn ætti i útflutningsiðnaði landsmanna og sagði aö lokum: — Af þvi, sem hér hefúr veriö bentá, má vera ljóst hversu fjar- stæðukenndar þær kenningar eru, að leggja beri niður framleiöslu búvara á íslandi. Allar hyggnar þjóöh- nýta land sitt sem best. Jóhannes Sigvaldason, framkv.stj. Ræktunarfélags Noröurlands ræddi um ástand og þróun landbúnaöar i Norðlend- ingafjóröungi. í erindum hans komm.a. fram, að af 1450býlum i fjórðungnum væru 85% i sjálfs- ábúö, riki og sjóðir ættu 9% og i eigu einstaklinga, utan sveitarfé- Hér gefur að llta nythæstu kú Vestur-Þýskalands. Hún mjólkar um 11 þúsund litra á ári eða um það bil þrisvar sinnum meira en meðalkýrin á tslandi. t forgrunni má sjá verðlaunin sem kýr þessi hefur safn- aö um dagana. Kýrin heitir Primel. Blönduós

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.