Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 3 Erlendar fréttir í stuttumáli Spánn: ETA lýsir yfir strídi vegna lögregluofbeldis SAN SEBASTIAN, Spáni 15/3 Reuter — ETA, skæruliðahreyfing baskneskra þjóðernissinna, hefur gefiö Ut einskonar striðsyfir- lýsingu á hendur stjórnarvöldum Spánar og íykur þar með eins- konar vopnahléi stjórnarinnar og ETA, sem staðið hefur yfir í 5 mánuði. Astæðan er mikil ofbeldisalda, sem undanfarið hefur gengið yfir Baskaland og kostað f jögur mannslif á viku. t tilkynningu ETA segir, að liðsmenn hreyfingarinnar muni ekki sætta sig við ofbeldi lögreglunnar og þjóbvarnarliðsins gegn varnarlausu fólki og gjalda liku likt. E nn þjóðarvarðliði var skotinn til bana og tveir særðir i þorpi einu á sunnudaginn og hef- ur ETA lýst þeim verkum á hendur sér: sagt að þau hafi verið framin til hefnda fyrir tvo ETA-liða, sem lögreglan hafði drepið fimm dögum áður. Búist er við frekari óeirðum i sambandi við jarðarfarir tveggja ungra baska, sem lögreglan drap um helg- ina. Baskneskir sjálfstjórnarsinnar eru mjög reiðir út af rudda- skap þeim, er lögregla hefur undanfarið sýnt gagnvart fólki i kröfugöngum. — 1 tilkynningunni frá ETA segir, að samtökin beitiekkiofbeldi til þessaðspilla fyrir þróun i átt til lýðræðis, en þau setji það skilyrði að lýðræðið og frelsið verði meira en orðin tóm og öll kúgunaröfl fasismans séu leyst udd. Jafnframt segist ETA ekki beita ofbeldi ef allir pólitiskir fangar i landinu séu látnir lausir. Grafinn lifandi í tíu daga VIN 15/3 Reuter — Björgunarstarfsmenn I Búkarest grófu i dag upp úr rústum ungan mann, sem irúmlega tiu daga var búinn að vera grafinn lifandi undir ruðningi og hafði ekki bragðaö vott eða þurrt allan þann tima. Hann var engu að slöur ómeiddur og við góða heilsu. Maður þessi, 19ára rafvirki að nafni Sorin Crainic, hefur lifað lengur grafinn lifandi undir braki eftir jaröskjálftann mikla en nokkur annar, svo kunnugt sé. Um siðustu helgi var bjargað konu, sem var búin að vera skorðuð undir rústum i átta daga, og önnur kona, sem bjargað varð, hafði verið undir rústum I fimm daga. — Vitað er með vissu að yfir 1540 manns fórust I jarð- skjálftanum, sem er sá skæðasti er orðið hefúr I Evrópu I 14 ár. Rannsóknar krafist á ákærum um hrottaskap lögreglu VARSJA 15/3 Reuter — Um 730 stúdentar við Varsjárháskóla hafa sent þingi landsins áskorun þess efnis, að nefnd sé sett á laggirnar til þess að rannsaka hvað hæft sé i ásökunum á hendur lögreglunní um hrottaskap gagnvart verkamönnum, sem hand- teknir voru siðastliðið sumar I óeirðunum, sem þá uröu út af veröhækkunum á matvöru. Hefur lögreglan verið sökuð um að hafa barið menn og látið þá sæta ýmiskonar illri meðferð. Hundruð manna, þar á meöal bæði verkamenn og háskóla- borgarar, hafa áöur krafist þess að þingið skipaði nefnd til rann- sóknar I málum þessum, en engin viðbrögð hafa ennþá fengist við þeim kröfum frá opinberri hálfu. Sjtern látinn laus AMSTERDAM 15/3 Reuter — Úkrainski læknirinn og andófs- maðurinn Mikhail Sjtern hefur verið látinn laus úr sovéskum vinnu- og fangabúðum, þar sem hann hefur verið I haldi. A Vesturlöndum hafði verið settur á laggirnar alþjóðlegur dóm- stóll Imáli Sjterns, með þaöfyrir augum aðfá hann lausan, og er haft eftir talsmönnum dómstólsins að lausn Sjterns hafi komið þeim mjög á óvart. Þeir sem aö dómstólnum standa hugðust halda yfirheyrslur I máli Sjterns 24.—25. mars. Meöal þeirra, sem hlut eiga að dómstólnum, eru frægir menntamenn og rithöfundar eins og Jean-Paul Sartre og Arthur Koestler, útlægir sovéskir rithöf- undar og andófsmenn, þeirra á meöal Leónid Pljúsj og Vladimir Maximof og ýmsir þekktir vestrænir lögmenn og kirkjunnar menn. Þjóöarráö palestínumanna: Andstæöingar samninga ofaná KAIRO 15/3Reuter —Svoeraðheyraáfréttum frá þingi þjóöar- ráðs palestlnumanna.sem starfar sem þjóðþing I útlegb, að tals- mennþessviðhorfs,aðallar samningaumleitanir viðlsraelséu þýðingarlausar, séu heldur ofan á. Einn þingfulltrúa lét svo um mælt við fréttamenn að nýleg ummæli Carters Bandarikja- forseta hefðu gefið harðlinumönnunum gagnvart Israel byr undir báða vængi. Carter sagði nýlega aðfriðarsamningur araba og ísraels myndi að llkindum grundvallast á þvl, að ísrael léti aöeinsafhöndum litinn hluta þeirra landssvæða, sem þaðhertók I sexdagastriðinu 1967. Þessi ummæli Carters hafa verið gagnrýnd harðlega { egypskum blööum og fulltrúi nokkur I palestfnska þjóðarráðinu sagði I dag að þau hefðu verið sögö á slæmum tlma og væru frek- ar heimskuleg. Myndu ummælin vissulega ekki greiða fyrir friðarumleitunum fyrir Miðjarhafsbotnum. Harðlinumenn eru einnig mótfallnir þátttöku palestinumanna i nýrri ráðstefnu i Genf um Palestinumál, og palestlnumenn almennt eru tregir til þátttöku i ráðstefnunni meðan Sameinuöu þjóðirnar vilja ganga út frá máli palestinumanna sem flóttamannavandamáli einung- is. Af hálfu ýmissa Arabarikja, Egyptalands, Saudi-Arablu, Sýrlands og fleiri, er lagt fast að PLO, aðalsamtökum palestinu- manna, að samþykkja þátttöku i ráðstefnunni, en sá armur PLO, sem tilleiðanlegur er i þvi sambandi, á erfitt um vik sökum þess að Bandarikin og Israel harðneita enn að palestinumönnum sé leyfð þátttaka i ráöstefnunni. Umrædd arabariki vilja einnig, að PLO sætti sig við stofnun palestlnsks smárikis er nái yfir vesturbakkahéruöin og Gasa, og hefur svonefndur hægfara armur innan PLO látiö á sér heyra að á það væri hægt að fallast. Kosningar í Indl. á morgun NYJU-DELHI 15/3 Reuter — Kosið verður á morgun i 300 af 540 sætum á indverska þinginu, en kosningar i öðrum kjördæmum fara fram næstu fjóra dagana. Mikill hiti hefur verið i kosninga- baráttunni og telja vestrænir fréttaskýrendur að þetta séu fyrstu kosningarnar frá þvi að Indland fékk sjálfstæði, þar sem veldi Þjóðþingsflokksins sé I verulegri hættu. Sagt er að and- úðar á stjórninni og flokki hennar gæti mjög i borgum, en minna fréttist um hugarfar manna úti I sveitaþorpunum, þar sem 80% landsmanna búa. Sveitirnar hafa jafnan verið sterkasta vigi Þjóð- þingsflokksins. Tilkynnt hefur verið að Sanjay Gandhi, syni Indiru Gandhi for- sætisráðherra, hafi verið sýnt banatilræði seint I nótt. Er sagt að Indira Gandhi —sögðstanda tæpar en nokkru sinni fyrr. skotið hafi verið á jeppa Sanjays, en að hann hafi sloppið ósærður. Sumir forustumanna stjórnar- andstæðinga hafa fordæmt til- ræðiðharðlega, en aðrir halda þvi fram að hér sé aðeins um uppspuna að ræða af hálfu stjórnarvalda til þess að snúa samúð fólks sér i hag og sverta stjórnarandstöðuna. Allmargir flokkar og samtök stjórnarand- stæðinga ganga sameinuð til kosninganna og nefnist það bandalag Janata. Sanjay Gandhi, sem eins og móðir hans býður sig fram i kjör- dæmi i Uttar Pradesh, er leiðtogi æskulýðssamtaka Þjóðþings- flokksins. Hann er mjög umdeild- ur og hafa sumir fyrir satt, að Indira ætli honum völdin eftir sinn dag. Frönsku kosningarnar: Vinstrimenn unnu 32 stórar borgir af hægrimönnum PARIS 15/3 Reuter — Þeir Jacques Chirac, frambjóðandi gaulleista i borgarstjórnar- ’kosningunum i Paris, og Michel d’Ornano iðnaðarráðherra, sem bauð sig fram fyrir hönd stuðningsmanna Giscards d’Estaing forseta, hafa komist að samkomulagi, sem búist er við að tryggi Chirac kosningu I annarri umferð kosninganna á sunnu- daginn. Samkomulagið er á þá leið, að hvor hinna tveggja fram- bjóðenda hægrimanna um sig dragi sig i hlé á þeim kjörsvæð- um, þar sem hinn fékk fleiri at- kvæði i fyrstu umferð. Astæðan til þessa sam- komulags hægrimanna er ótti við vinstrisamfylkinguna, sem jók fylgi sitt i kosningunum og hægri- menn óttast að kunni að vinna borgarstjóraembætti i Paris, ef hægrimenn séu áfram algerlega klofnir i annarri umferðinni. I fyrstu umferðinni fengu hægri- frambjóðendurnir tveir saman- lagt rúman helming atkvæða i Paris, og var Chirac atkvæða- fleiri I 11 af 18 kjörsvæðum. Þrátt fyrir þetta samkomulag fer þvi fjarri að sættir hafi tekist með gaulleistum og öörum stjórnarflokkum. Raymond Barre forsætisráðherra kenndi i dag klofningi hægrimanna um kléna framistöðu þeirra i borga- og sveitastjórnakosningunum yfirleitt. Vinstrimenn, en i sam- fylkingu þeirra eru Sósialista- flokkurinn og Kommúnistaflokk- urinn langsterkastir, unnu i fyrstu umferð kosninganna 32 stórar borgir af hægrimönnum og búist er við að i annarri aðferð- inni muni þeir steypa meirihluta hægrimanna i 10 borgarstjórnum I viðbót. Giscard d’Estaing forseti hefur ekki sagt orð um kosninga- úrslitin, enda sagður mjög sleg- inn yfir sigrum vinstrimanna og árangri Chiracs i Paris. Afvopnunarráðstefnan 15 ára: Mexíkó lýsir ábyrgð á hendur risaveldunum GENF 15/3 Reuter — Fimmtán ár eru nú siðan afvopnunarmálaráð- stefnan i Genf hófst, og flutti full- trúi Mexikó ræðu af þvi tilefni og kvartaði yfir þvi að viðræðurnar hefðu ekki enn borið þann árang- ur, að gerðar hverðu veriö við- hlitandi ráðstafanir til afvopnun- ar. Sagði mexikanski fulltrúinn, Alfonso Garcia Robles, að ábyrgðin i þessum málum, sem hvildi á Bandarikjunum og Sovét- rikjunum, hefði þyngst við yfir- lýsingar Jimmys Carter, Banda- rikjaforseta, um að stöðva skyldi vigbúnaðarkapphlaupið, og góðar undirtektir sovéskra ráðamanna við þeim yfirlýsingum. Garcia Robles sagði, að ef risa- veldin fylgdu ekki þessum yfir- lýsingum sinum eftir, myndu þau glata tiltrú og að það hlyti að hafa djúptæk og neikvæð áhrif á baráttuna fyrir afvopnun. Hann sagði ennfremur, að engin gild ástæða væri til þess að draga lengur að gera samning, sem bannaði tilraunir með kjarnorku- vopn neðanjarðar, en það mál hefur til þessa strandað á þvi, að Bandarikin og Svoétrikin hafa ekki orðið sammála um eftirlit til þess að tryggja framfylgd banns- ins. Mexikanski fulltrúinn hvatti risaveldin til þess aö stöðva allar slikar tilraunir þegar i stað. Sovéski aöalfulltrúinn, Viktor Likhatséf, hvatti ráöstefnuna til aö hefja þegar undirbúning að samningi þess efnis, aö ný stór- felld tortimingarvopn séu bönnuö áður en framleiðsla hefjist á þeim. Carter Bandarikjaforseti hefur sent ráðstefnunni skeyti, þar sem hann segir að hún geti verið stolt af samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna, sem geröur var 1968, samningi frá 1972 um bann viö gerður var siðastliðið ár um bann sýklavopnum og sáttmála sem við notkun veðurs I hernaði. Italskir stúdentar í uppreisnarhug Gcysimikil ólga er nú meðai Itaiskra háskóianema og veldur þvi ekki hvað sist mikið atvinnuleysi I landinu, sem kemur mjög niður á nýútskrifuðum háskólanemum. Reiði stúdenta beinist gegn kerf- inu eins og það leggur sig, stjórnarvöldum, atvinnurekendum og stjórnmálaflokkum — þar á meðal Kommúnistaflokknum, sem stúdentar ásaka harðlega fyrir óbeinan stuðning hans við stjórn kristilegra demókrata. Myndin er frá einni kröfugöngu háskóla- nema.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.