Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓOVILJINN Miövikudagur 16. mars 1977 ÁSKORENDAEINVÍGIN 197 Enn eití jafnteflið á Loftleiðahótelinu Spasskí á örugg svör við varfæmistafknennsku Horts sem ekki lét til skarar skríða í gær frekar en fyrri daginn og aukast nú vinningslíkur Spasskís enn frekar HORT SPASSKY Enn einu sinni lét tékk- neski stórmeistarinn Hort sér nægja jafntefli í ein- vígi sínu gegn Spasskí í gær. Hort hafði hvftt og náði öllu þægilegri stöðu, en Spasskf byggði upp örugga varnarstöðu og Hort komst ekkert áleiðis. Með sama áframhaldi, sem Spasski er áreiðan- lega fús til að velja, er Ijóst að úrslit einvigisins eru ráðin. Hort á ekki um ann- an kost að velja heldur en að ráðast til atlögu, var- færnisleg taflmennska hans er greinilega ekki til þess fallin að vinna upp forskot Spasskís, sem hef- ur ævinlega svör á reiðum höndum. En i gær lagði Hort ekki I aö flækja stöðuna. Það hlýtur þó aö vera eini möguleiki hans á meðan Spasski teflir til jafnteflis, en um leið er tekin áhætta, sem leitt get- ur til vinnings eða taps á báða bóga. Slika áhættu hafa áhorfend- ur á Loftleiðahóteli ekki enn feng- ið að sjá; báðir hafa stórmeistar- arnir teflt af varfærni, en annar þó i allt öðrum tilgangi en hinn. Spásski stefnir nefnilega með sama áframhaldi að vinningi i einviginu á meðan aðstaða Horts verður æ erfiðari. Og i næstu skák hefur tékkinn svart og er þvi jafn- vel i taphættu, a.m.k. ef hann heldur ekki að sér höndum og raðar mönnum sinum i vörnina. Vonbrigði áhorfenda i gær urðu mikil. Menn bjuggust við geysi- legum átökum; nú hlyti Hort að geysast i sókn með hvltliða. En það var öðru nær. Tékkinn hafn- aði að visu jafnteflisboði Spasskis einu sinni, en eftir aðeins 25 leiki stóðu kapparnir þó upp frá nánast ótefldri skák og skiptu bróðurlega með sér vinningnum. Þá höfðu þeir þráleikið um stund og er þvi ekki hægt að segja hvor hafi boðið samninginn i gær. Hvitt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky Spánskur leikur. 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-Bc5 (Hér tók Hort sér góða umhugs- un, samfleitt 30 minútur. Hvað var maðurinn að hugsa? spurði einhver. Sjálfsagt var hann að gera það upp við sig hvort hann ætti að leika 4. c3 sem myndi leiða til snarpra átaka eftir 4. - f5. Nei, Hort liggur greinilega ekkert á að jafna metin, og vel- ur þvi rólegra framhald.) 4. o-o (Þessi skák verður skjótt jafn- tefli sagði annar og yfirgaf sal- inn. Hann reyndist sannspár.) 4. -Rd4 5. Rxd4-Bxd4 7. d4-c6 6. C3-Bb6 8. Bc4 (Mun algengara framhald er 8. Ba4. Nefna mætti t.d. skákina Ljubojevic-Durao, en þar varö framhaldið 8.-d6 9. Ra3 Bc7 10. d5 Bd7 11. dxc6 bxc6 12. Rc4 De7 13. f4 og hvitur náði betri stöðu og vann sannfærandi.) 8. -d6 9. Db3-Dc7 11. a4-Rf6 10. dxe5-dxe5 12. a5 (Þegar hér var komið sögu tóku ýmsir áhorfendur andköf. Peös- fórn? Nei, peðið er baneitrað i öllum sinum einfaldleika: 12. - Bxa5 13. Bxf7+ og hvitur nær yfirburðum.) 12. -Bc5 13. Dc2-0-0 16. Rb3-c5 14. b4-Be7 17. b5-h6 15. Rd2-Bd7 18. Be3-Had8 (Hvitur hefur örlital yfirburði, en Hort skortir alla reisn til að gcra sér mat úr þeim yfir- burðum og skákin koðnar niður I jafntefli.) Dr. Euwe vill halda skrif- stofu FIDE i Amsterdam erfitt að lægja ófriðaröldurnar í alþjóðasambandinu, segir Friðrik Eins og skýrt er frá á forsiðu blaðsins i dag heimsótti hinn hol- lenski forseti alþjóða- skáksambandsins Friðrik ólafsson til Bad Lauterberg i gær Fór Euwe þess á leit við Friðrik að hann tæki við forsetastarfinu að ári liðnu, en sjálfur er Euwe farinn að full- orðnast mjög og treyst- ir sér ekki til þess að gegna þessu átaka- mikla starfi lengur. Vafalaust hefur Euwe ekki sist augastað á Friðriki vegna tiltölu- legs hlutleysis íslands í pólitiskum erjum sam- bandsins, og má e.t.v. segja að Friðriki sé ekki einasta stillt upp á milli stórvelda aust- urs og vesturs, heldur lika suðurs. Hinar fjöl- mörgu þjóðir i Asiu og Suður-Afriku seilast nefnilega til siaukinna valda, og ljóst er að sameinist Evrópulönd- in ekki um einn ákveð- inn frambjóðanda munu veldin i suðri koma sinum mótfram- bjóðanda að. — Ég get nú ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega spenntur fyrir þessu tilboði, sagði Friðrik. — Það eru i vændum áframhald- andi pólitiskar erjur i FIDE og margs konar erfiöleikar siðustu árin munu væntanlega ekki lag- ast til muna á næstunni. En hitt er svo annað að maður fengi þarna tækifæri til þess að koma til leiðar ýmsum málum og lag- færingum, sem hingað til hafa setið á hakanum hjá FIDE. En maður hefur ekki mikla löngun til að glima við pólitisku vandamálin, a.m.k. eru þau lftt freistandi svona á að lita úr fjarska. Ég hef harmað þaö opinberlega að FIDE skuli hafa verið notað sem pólitiskt meðal i gegnum árin og ef þess er nokkur kostur mundi ég hamla gegn þeirr þróun eftir mætti. En það er ekki létt verk, maður segir ekki já við alla svo að allir séu ánægöir, og vandinn fyrir forseta FIDE hverju sinni hlýt- ur að vera að þræða hinn gullna meðalveg. — En hvað um atvinnu- mennsku þina i skákinni? — Mér sýnist nú augljóst að ef ég tæki að mér þetta starf yrði ég um leið að leggja tafl- mennskuna á hilluna, og e.t.v. ermaðuralls ekki reiðubúinn til þess eins og sakir standa. Euwe var að visu á annarri skoðun og sagði það ekki verulegum vand- kvæðum bundið að tefla áfram, en ég fæ ekki séð nokkurn möguleika á þvi i fljótu bragði. — Flytjast skrifstofur FIDE þá til Islands? — Ekki ef farið verður að óskum núverandiforseta. Euwe iýsti þeim áhuga sinum að skrif- stofurnar yrðu áfram i Amster- dam, sem vissulega liggur mið- svæöis I Evrópu og er miðdepill skáklifsins f heiminum oft á tið- um. En hitt er lika mögulegt að skrifstofurnar yrðu fluttar til Reykjavikur. Fleiri um hituna Fyrir tiu dögum siðan lýsti Max Euwe þvi yfir að júgóslav- neski stórmeistarinn Gligoric væri mjög vel til þess fallinn að gegna forsetastarfinu. Júgóslavia hefur i skákheimin- um ekki verið talin frekar með austurblokk heldur en vestur- blokk og varðveitt hlutleysi sitt eins og mögulegt hefur verið. Gligoric þykir ekki ósvipaður persónuleiki og Friðrik og hann teflir einnig á mótinu f Bad Lauterberg. Aðspurður sagðist Friðrik ekki hafa hugmynd um hvort Euwe hefði rætt við júgóslavann um sama mál. — Mér þykir það hins vegar afar ótrúlegt, sagði hann. — Euwe segist geta tryggt mér nægilegan stuðning til að fá starfiðeféggefkostámérog þá hlýtur hann að ráða yfir at- kvæðum Evrópuþjóðanna og Bandaríkja Noröur-Ameriku. Klofningur þessara þjóða um tvo menn myndi leiða til þess, aö Asfa og Afrfka gætu samein- ast um eitt framboð og komið þar að slnum manni. Svo ég trúi þvi varla að Euwe hafi tvo menn I takinu i einu. —gsp 19. Hfdi-Bc8 20. f3-b6 23. Bd5-Rf6 21. Da2-Hxdl 24. Bc4-Re8 22. Hxdl-Re8 25. Bd5-Rf6 Ul Á 111 3. M k ■ yty ■ m ■ B A ■ í ■ Wm mm iil ip A ÆL ,, m © pg m | wm ■ Wm mm Wt á B « S ■ Hér lét Hort á sér skilja að hann , hefði gefist upp á öllum vinn- ingstilraunum og bauð jafntefli, sem Spassky að sjálfsögðu þáði. mmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Smyslov í kröpp- um dansi Aðstoðarmaður Spasskis á Islandi, stórmeistarinn og fyrrverandi heimsmcistarinn Vasiii Smyslov, lenti i kröpp- um dansi er hann tefidi við bankamenn i fyrrakvöld. Þar mætti hann harðsnúnu liði, samtals 34 mönnum, og stór- meistarinn varð að sætta sig við tvö töp, fjórtán jafntefli og aðeins átján vinninga. — Þetta var geysilega sterkt fjöltefli, sagði Smyslov við Þjv.-mann I gær,— rnargir meistarar voru i hópi andstæðinga minna þetta kvöld. Aðstoðarmaður Horts, Alster, tefldi hins vegar i fyrrakvöld við leigubifreiða- stjóra hjá BSR. Fjölteflið fór fram f Skákstofunni við Haga- mel,og vann Alster niu skákir en gerði tvö jafntefli. Smyslov sagðist reikna með að tefla a.m.k. tvö fjöltefli til viðbótar hér á landi. Annað yrði væntanlega á Akureyri,en hitt i kaupstað nær Ryekja- vik. Þeir, sem sigruðu heims- meistaránn fyrrverandi voru Guðjón Sigurðsson, Leifur Jósteinsson. Þeir, sem gerðu jafntefli voru Bragi Björnsson, Bragi Kristjánsson, Guðjón Jó- hannsson, Gunnar Björnsson, Gunnar Gunnarsson, Her- mann Stefánsson, Hilmar Karlsson, Hilmar Viggósson, Jóhann örn Sigur jónsson, Kristján A. Jóhannesson, Ólöf Þráinsdóttir, Sólmundur Kristjánsson, Stefán Þormar Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.