Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 16. mars 1977 Sósíaldemó- kratar og CIA Margir brostu í kampinn er tveir starfsmenn finnska Sósíaldemókrataf lokksins voru teknir á Arlanda- flugvellinum i Svíþjóö meö úttroöna vasa af sænskum seölum, 250.000 krónur alls/ sem þeir höfðu ætlað að smygla heim með sér. Það var svo broslegt og um leið neyðarlegt tilfelli að varla var annað hægt en að f inna til samúðar með téðum finnum, þótt málið væri óneitanlega nokkuð alvar- legs eðlis. Skömmu áður, i ágúst 1975, hafði Anker Jörgensen, leiðtogi danskra sósíaldemókrata og forsætisráðherra Dan- merkur, heimsótt Mario Soares, leiðtoga Sósialista- flokksins í Portúgal, og stungið við það tækifæri að honum og flokki hans 250.000 krónum dönskum. Einn af framámönnum danskra sósialdemókrata, Einar Hougaard Christiansen, gaf eftir- farandi skýringu á þessum fjár- magnsflutningi þeirra til Sósial- istaflokks Portúgals: „Sósialistaflokkar um allan heim eru bróöur- og systursam- tök, og lita svo á aö málstaður þeirra allra sé hinn sami og hjálpa að sjálfsögðu hver öðrum, einnig um peninga, eing os við höfum til dæmis gert með þvi að senda Sósislistaflokknum i Portú- gal reiðufé.” Brandt á launalista CIA? Fleira kom upp á diskinn i þessu sambandi, meðal annars að meira að segja Alþýðuflokkurinn á Islandi, sem gjarnan telur sig sósialdemókratiskan þegar litlar horfur eru á að hann komist i stjórn með ihaldinu, hafði fengið smávægis fjárstuðnings frá nor- rænum „bræðraflokkum.” Og nú hefur „samstaða” sósialdemó- krata af þessu tagi enn á ný kom- ist i hámæli, eftir að bandariska blaöið Washington Post hélt þvi fram að W'illy Bandat, fyrrum leiðtogi vesturþýskra sósial- demókrata og rikiskanslari Vest- ur-Þýskalands, hefði ásamt mörgum öðrum háttsettum stjórnmálamönnum verið á launalista CIA, bandarisku utan- rikisleyniþjónustunnar. I umræð- um þeim, sem út af þessu hafa spunnist, hefur þaö rifjast upp og annað bandariskt blað, New York Times, hélt þvi fram i september 1975 að Sósialdemókrataflokkur Vestur-býskalands heföi i siðast- liðna tvo áratugi staðiö i nánu sambandi við CIA. Þessi skrif New York Times leiddu til bollaleggina um upp- runa fjársjóðsins, sem danski Anker færði Soaresi. Sósialista- flokkur Portúgals átti þá i harðri keppni við kommúnistaflokk sama lands, og hvaða álit sem bandariskir valdhafar kunna að hafa á flokki Soaresar, leikur enginn vafi á þvi að þeir hafa af einlægum huga óskaðhonum góðs gengis, ef það mætti verða til þess að Cunhal og hans flokkur færu lægra. Dularfullar skýringar é Arlandasjóðnum Umræddar grunsemdir fengu byr undir báða vængi er það sýndi sig að fjársjóðurinn, sem finnsku kratarnir voru teknir meö á Ar- landa, var upprunninn ekki frá sænskum, heldur vesturþýskum sósialdemókrötum. Um þær mundir stóð yfir hörö kosninga- barátta milli sósialdemókrata og kommúnista i málmiðnaðar- mannasambandi Finnlands, og átti að sögn að nota Arlanda- sjóöinn til hennar. Ekki bætti það irlendum vettvangi úr skák fyrir krötunum að finn- arnir reyndust hafa fengið sjðð inn hjá vesturþýska málmiðnað- armannasambandinu, sem þar lendir sósialdemókratar ráða lög- um og lofum i. En formaður þess, Eugen Loderer, átti undarlea erf- itt með að útskýra, hvar hann hefði tekið féð, þar eð það hafði ekki verið greitt úr sjóðum vest- ur-þýska málmiðnaðarmanna- sambandsins sjálfs. Að lokum kom Loderer fram meö þá held- ur lélegu skýringu, að hann hefði sjálfur unnið féð á veöreiðum. Þetta þótti renna stoðum undir fullyrðingar New York Times, en blaðið hélt þvi fram að CIA fjár- magnaði Sósialistaflokkinn i Portúgal gegnum vesturþýska sósíaldemókrataflokkinn „og aðra sósialdemókratiska fiokka og verkalýðssamtök.” Ritskoðuð bók um CIA Nýjustu skrif Washington Post um þessi vafasömu fjármál eru eftir Bob Woodward, annan þeirra tveggja blaðamanna sem gat sér frægöarorð með þvi að koma upp um Watergate- hneykslin. Hann mun meðal ann- ars styðjast við höfunda frægrar bókar um CIA, sem fyrrverandi starfsmenn þeirrar stofnunar skrifuðu. Bókin, sem kom út 1974, var rækilega ritskoðuð af dóms- málaráðuneyti Bandarikjanna, svo að i henni eru um 200 eyður. Einn bókarhöfunda, Victor Marchetti, hefur nú staðfest, að nafn Willys Brandt hafi verið meðal hins útstrikaða efnis. Þetta þarf þó ekki endilega að þýða staðfestingu á sekt Brandts, þótt að visu sé vitað að mikill kunn- ingsskapur var með honum og Seymour nokkrum Bolten, sem stjórnaði athöfnum CIA i Vestur- Þýskalandi á þeim árum, sem Brandt var borgarstjóri i Vestur- Berlin. Sjálfur hefur Brandt harðneitað ásökunum Washing- ton Post, sem út af fyrir sig segir kannski ekki mikið, en á þaö hef- ur veriö bent að hugsanlegt sé, að vesturþýskir sósialdemókratar hafi fengiö fé úr sjóðum, sem þeim hafi verið ókunnugt um að voru á vegum CIA. Siöferöiskröfur Hreyfing sósialdemókrata verður að teljast tiltölulega gæfu- leg, miðað við það sem ggrist i þessum syndum spillta heimi, og þvi er það óneitanlega heldur dapurlegt þegar leiötogar hennar eru settir á bekk með mönnum eins og Hússein Jórdaniukonungi, Thieu fyrrum Bandarikjalepp i Vietnam og Sjang Kai-sék á Taivan sem launþegar CIA. Og jafnvel þótt það ætti eftir aö koma i ljós, aö kratarnir hefðu annað- hvort óviljandi tekiö viö fé af CIA eöa alls ekki, þá eru þeir ekki þar með friir af umræddum syndum. Almennt er litið á það mjög alvarlegum augum, ef einhver stjórnmálaflokkur fær fjárstuðn- ing erlendis frá, þar eð i slikri að- stoð felst óhjákvæmilega viss i- hlutun um innanlandsmál hlutað- eigandi rikis. Bandarikin og Sovétrikin hafa oft verið sökuð um aö veita stjórnmálaflokkum, sem risaveldum þessum eru þóknanlegir, þesskonar aöstoö, og sætt harðri gagnrýni fyrir. Og varla ætti að vera ástæða til aö gera vægari siðferðiskröfur til sósialdemókrata en valdhafa i Moskvu og Washington. dþ. Lið Hauka úr Hafnarfiri bar sigur úr býtum i Islandsmóti 3. flokks i körfubolta. I úrslita- keppninni unnu Haukarnir alla andstæðinga sina örugglega og eru þeir þvi Vel að sigrinum komnir: Fremri röð frá vinstri: Ingvi Guðmundsson, Sveinn Sig- urbergsson, Kristján Kristjáns- son, Leó Sveinsson, og Þorsteinn Aðalsteinsson. Aftari röö f.v. Ingvar Jónsson, þjálfari, Guðjón Guðmundsson, Sveinn Bragason, Kristján Sigurðsson, Ásmundur Sveinsson, og Kristján Arason. Tugir knattspyrnustráka úr Ármanni ,,á götunni” Enginn starfskraftur fæst til að sjá um knattspymudefldlna! og í gærkvöldi var rætt um að leggja starfsemina niður I gærkvöldi var rætt á fundi um að leggja niöur knattspyrnudeild Ár- manns. Engir menn hafa fengist til þess að halda um stjórnvölinn og fyrir vikið standa nú tugir knattspyrnudrengja nán- ast „á götunni". Þeir, sem halda áfram aö æfa tvistrast væntanlega í aII- ar áttir til hinna ýmsu fé- laga. Þaft hefur gengift á ýmsu hjá ármenningum siftustu mánuft- ina,og ennþá hafa engar æfingar hafist. 3. flokkur Armanns gekk allur beint yfir i Val og æfir þar nú undir stjórn þjálfara sins úr Armanni, Kristjáns Bernburg, sem var siftasti formaftur fé- lagsins. Þjóftviljinn náfti tali af Kristjáni f gær. — Ég sagfti af mér for- mennskunni fyrir jól, sagfti Kristján. — Þá haffti ég gegnt formennsku I tvö ár og verift i stjórninni i sjö til átta ár sam- fleytt. Og þaft vantafti ekki aft reksturinn gengi vel, knatt- spyrnudeildin var rekin meft hagnafti þrátt fyrir mikil og kostnaftarsöm ferftaiög, sem fé- lagift greiddi aft öllu leyti. Ég sá hins vegar fram á þaft aft i hönd færi enn eitt árift þar sem knattspyrnr.dcildin yrfti rekin af afteins tveimur mönn- um, þ.e. mér og Gunnari Andréssyni. Sl. haust tilkynnti ég aft vift svo búift skyldi ekki standa og ef ekki fengist aukinn mannskapur til þess aft sjá um reksturinn treysti ég mér ekki til aft gegna formennsku lengur. Þaft var ekkcrt tillit tekiö til þessarar yfirlýsingar, og ég sagfti því af mér fyrir jól. Kristján sagfti aft margir knattspy rnumenn Armanns hefftu komift til sin og spurt ráfta um hvort hyggilegt væri aft skipta um félag. Sagftist Kristján hafa ráftlagt öiium aft skipta umsvifalaust um félag ef þjálfarar hefftu ekki verift ráftn- ir fyrir 1. febrúar. Ennþá hafa engir þjálfarar tekift til starfa, né vitanlega verift ráftnir, en knattspyrnuvertiftin er nú aft fara i gang og öil lift iöngu byrj- uft aft æfa af kappi. Átta ára uppbygging að baki Knattspyrnudeild Armanns var stofnuð árift 1968. Kristján Bernburg sagfti aft allt heffti verift reynt til aft fá menn I stjórnina og aft meftal annars heffti verift leitaft til stofnfélaga. En hvorki þar né annars staftar hefftu fundist menn til þess aft leggja einhverja vinnu af mörk- um og þvi fyndist sér ekki ótrú- legt, þótt ármenningar hefftu af- ráftift aft ieggja deildina niftur. — Þaft heffti bara átt aft ger- ast miklu fyrr, sagfti Kristján. — Mikil vinna á bak vift niftur- röðun móta i sumar er nú aft verulegu leyti ónýt, en fyrir löngu var fyrirsjáanlegt aft eng- in leift væri aft reka þessa knatt- spyrnudeild áfram. Kristján átti raunar i miklum vandræftum meft aft fá þjálfara og stjórnarm. siöustu árin. 1 fyrra þurfti hann t.d. aft taka aft sér, auk formennskunnar, þjálf- un bæði 4. og 5. flokks, en auk þess var hann fastráftinn þjálf- ari 3. flokks. Sannarlega ekki lftift starf sem lagt var á herftar eins manns, en það heldur eng- inn slika keyrslu út til lengdar og ekki hafa fundist aftilar til þess aft taka vift þessum störf- um. En þaft er ekki svo litil á- kvörftun aft leggja niöur heila knattspyrnudeild örfáum vikum fyrir tslandsmót. Verst kemur þetta auðvitaft niftur á drengj- unum, sem beftift hafa þjálfara siftustu mánuftina meft óþreyju, en tvistrast nú og hætta trúlega flestir aft æfa. Kristján sagftist hafa ráftlagt piltunum aft halda hópinn og ganga allir sem einn yfir i einhver ákveftin félög, hver flokkur út af fyrir sig, en slikar ráftleggingar heföu verift teknar óstinnt upp af „ráfta- mönnum” Armanns, sem lofuftu ævinlega þjálfurum innan tiftar...meira aft segja enskum þjálfara fyrir meistaraflokk. Núverandi formaftur Ar- manns er Þorkeli Hjörleifsson. Hann vildi ekkert segja i gær um þetta mál, en lofafti aft tjá sig strax að loknum fundinum, sem stóft fram eftir kvöldi i gær. Hvaft þar fór fram skal ekki fullyrt hér, en þó má búast fast- lega við þvi, aft ákvörftun um aft leggja dcildina niftur hafi verift tekin. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.