Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. mars 1977 ikM , i , , Otgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans. IVlalgagn SOSiallSma, Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann verkalýðshreyfingar SiSr Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. og þjóðfrelsis. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Málgögn Sjálf stœðisflokksins og málstaður verkafólks Hver halda menn að yrði útkoman, ef krafa Alþýðusambands tslands um 100 þúsund króna verðtryggð lágmárkslaun á mánuði yrði borin undir þjóðaratkvæði á næstu dögum? Halda menn, að þeir yrðu margir, sem létu hafa sig í það, að greiða atkvæði gegn svo sjálfsagðri kröfu? Lætur einhver sér detta i hug að jafnvel meirihluti þjóðarinnar snerist öndverður gegn þviliku réttlætismáli, ef atkvæði væru greidd? — Varla. Vist er um það, að á þingi Alþýðusam- bands íslands fyrir fáum mánuðum og á kjaramálaráðstefnunni fyrir fáum vikum dirfðist enginn, — ekki einn, að mæla gegn þessari kröfu. Krafan var samþykkt ein- um rómi. Samt eru talsmenn Sjálfstæðis- flokksins stundum að gorta af þvi að flokkurinn eigi ákaflega mikið fylgi innan verkalýðshreyfingarinnar, sé þar jafnvel næst stærsti flokkurinn. En er þá enginn á móti kröfunni um verðtryggð 100 þúsund króna lágmarks- laun? Jú, — ekki fer það milli mála. Morgun- blaðið og Visir fara bókstaflega hamför- um, einmitt gegn þessari kröfu, dag eftir dag. Áróðursstjórar Sjálfstæðisflokksins og Vinnuveitendasambandsins gera ör- væntingarfullar tilraunir til að snúa tafl- inu við, fá almenning til að fallast á, að auðvitað sé ekkert vit i því að greiða þess- um lýð 100 þúsund á mánuði, fólkið hafi meira að segja sjálft miklu betra af þvi að hafa bara 70-80 þúsund fyrir dagvinnuna. það fúlsi þá a.m.k. ekki við yfirvinnunni á meðan. Það er talað um verðbólguna eins og eitthvert náttúrulögmál, sem ekki komi stjórnarfarinu i landinu svo sem neitt við, og það er reiknað út að þeim mun meira sem kaupið hækki, þeim mun verri verði kjörin. Það fer ekkert milli mála að krafan um verðtryggð 100 þús. króna lágmarkslaun veldur auðstéttinni i landinu og pólitiskum erindrekum hennar þungum áhyggjum og raskar ró valdhafanna. Morgunblaðinu og Visi er skipað að spara nú enga krafta, taka verði á öllu sem til er, svo að almenningur fáist til að trúa þvi, að betra sé að hafa kaupið sitt lágt en hátt. Og þá gerist það sem sjaldan skeður: Morgunblaðið og Visir komast ekki hjá þvi að sýna sitt rétta andlit, og það hafa þau svo sannarlega gert siðustu dagana. En er þá hægt að treysta þvi að kjörin versni ekki enn, ef kaupið hækkaði nú nán- ast ekkert? Spyrjum Visi. — Þar segir i stórri frétt á baksiðu á fimmtudaginn var orðrétt: „Verðbólgan mun verða hátt i30% á þessu ári þótt einungis verði samið um 8% grunnkaupshækkun”. Og fyrir þessari frétt i Visi ber blaðið „opinbera aðila.” Sem sagt, ef þið hækkið kaupið um litil 8% þá skal verðlagið samt hækka miklu meira og kjörin versna enn. En ef þið hækkið kaupið um 40% og farið i 100 þús- und með verðtryggingu, þá skal það nú fyrst koma ykkur alvarlega I koll, og þið fá að vita hver valdið hefur. Þannig eru hótanirnar i Morgunblaðinu og i Visi þessa dagana, þegar umbúðirnar hafa verið teknar utan af. Þeir eru stund- um að minnast á vinstri stjórnina. í þvi sambandi þarf ekki mörg orð. Menn geta bara flett upp i skýrslum kjararann- sóknarnefndar um þróun kaupmáttar launa á þeim árum. Þar stendur og verður aldrei hrakið að frá ársmeðaltali 1971 hækkaði kaupmáttur dagvinnutimakaups verkamanna yfir 20% til ársloka 1973 og um 27,3% frá 1971 til 3ja ársfjórðungs 1974, þegar stjórnarskipti urðu. Siðan þá hafa lifskjör almenns launa- fólks hins vegar hrunið saman og eru nú samkvæmt sömu skýrlum lakari en fyrir fimm árum. Hótunum talsmanna Sjálfstæðisflokks- ins þarf verkalýðshreyfingin að svara nú með einbeittari samstöðu og markvissari sókn en nokkru sinni fyrr. Það er hægt að tryggja öllum vinnandi mönnum 100 þús- und krónur fyrir dagvinnuna eina. Þurfi pólitiskar breytingar til, þá er að framkvæma þær breytingar. —-k. Dagur Norðurlanda í dag, 23. mars, er þess minnst að á þessu ári eru liðin 25 ár frá stofnun Norðurlandaráðs. Af þessu tilefni er efnt til margvislegs samkomuhalds viðs vegar á Norðurlöndum, m.a. hér I Reykjavik. Þjóðviljinn vill nota þetta tækifæri til að fagna þvi sem áunnist hefur á vettvangi norrænnar samvinnu þessi ár. Enda þótt krafa okkar sé nú sem áður sú, að við islendingar stöndum á eigin fót- um i öllum samskiptum við erlendar þjóð- ir og leggjum allt kapp á að efla þjóðlegt sjálfstæði, þá skal þvi aldrei gleymt að með frændum okkar á öðrum Norðurlönd- um eigum við fleira sameiginlegt en með öðrum. Tengsl Norðurlanda sem sjálfstæðra þjóðrikja ber að treysta enn. Þar er Norðurlandaráð mikilvægur vettvangur. —k Svava flutti frumvarp... Mikil taugaveiklun rikir i þing- liði Sjálfstæðisflokksins um þess- ar mundir. Kemur hún fram i ólikustu málum sem rædd eru á alþingi. Má núorðið heita við- buröur ef þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru sammála um nokk- urn hlut sem ber fyrir I umræðum á þinginu. Nýjasta dæmið um þessa sér- kennilegu taugaveiklun Sjálf- stæðisflokksins kom fram I um- ræöunum um breytingar á lögun- um um atvinnuleysisstrygginga- sjóð á alþingi i fyrradag. Svava Jakobsdóttir flutti eftir umræður i þingflokki Alþýðubandalagsins vikuna áður frumvarp um að fella niður þau ákvæði laganna að tekj- ur maka skerði rétt til atvinnu- leysisbóta. Reglan er nú þannig aö menn missa rétt til atvinnu- leysisbóta fari tekjur maka fram yfirsem svarar tvöföldun 4. taxta Dagsbrúnar i árslaun eða i 1495 þúsund kr. á ári. Tilgangur Svövu Svava Ragnhildur meö frumvarpi þessu er : 1 fyrsta lagi að undirstrika meö breyting- unni að hver launamaöur sé sjálf- stæður einstaklingur og aö honum beri bætur úr sjóönum sem slik- um en ekki með tilliti til tekna maka. 1 annan stað eru skeröing- arákvæðin ranglát vegna þess aö þau bitna nú einvörðungu eða nær eingöngu á konum og þá kannski alveg sérstaklega sjómannskon- um. 1 þriðja lagi minnti Svava á I framsöguræöu sinni að þessi lög hefðu tam.bitnaö á sumum þeim konum sem sagt var upp störfum hjá Mjólkursamsölunni. Þær hefðu nokkrar ekki fengiö at- vinnuleysisbætur vegna þess að makinn var með tekjur yfir framangreindum tekjumörkum. Loks gerir frumvarp Svövu ráð fyrir að tekjutakmörkunin falli úr gildi einnig við greiöslu fæðingar- orlofs. Þaö var það siöastnefnda sem hratt af skriðu tauga- veiklunarinnar i herbúöum ihaldsins. ...en Ragnhildur móðgaðist Ragnhildur Helgadóttir hefur til þessa talið sig hafa einkarétt á fæöingarorlofsmálum á alþingi, og flutti hún með fleirum nýtt frumvarp um fæðingarorlof. Taldi hún Svövu hafa stoliö hug- myndinni um breytingu á lögun- um um fæðingarorlof og Morgun- blaðið sló upp frétt um málið með þeirri fyrirsögn sem hér birtist I þættinum. Var átakanlegt að hlýöa á málflutning Ragnhildar i þessum efnum á alþingi i fyrra- dag. Eövarö Sigurösson sem á sæti i stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs styöur frumvarp Svövu, en þingmenn annarra flokka en Alþýðubandalagsins flytja svo sem fyrr segir frumvarp um að niðurfelling skeröingarákvæð- anna gildi aðeins um fæöingaror- lofiö en ekki aðrar þær bætur sem greiddar eru úr atvinnuleysis- tryggingasjóöi. Kom fram i ræð- um nokkurra ihaldsmanna I neðrideild alþingis andstaða við það að skerðingarákvæöin yrðu felld niður vegna þeirra sem þyrftu atvinnuleysisbætur. Var Karvel Pálmason tam. andvigur frumvarpi Svövu. Eðvarö Sigurðsson taldi ekki koma til mála að frumvarp Ragnhildar og fleiri, en þaö fluttu þau eftir að frumvarp Svövu kom fram, yröi samþykkt óbreytt frá alþingi, það fæli I sér herfilegasta misrétti gagnvart hinum atvinnulausu. Þegiðu, Ketill Einn þeirra manna sem tók upp þykkjuna fyrir Ragnhildi Helga- dóttur i umræöum þessum var Guömundur H. Garöarsson. Hann réðist harkalega á stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs meö alls- konar ásökunum. Þegar sam- flokksmaöur hans Matthias Bjarnason tryggingaráðherra tók til máls kvaö viö annan tón: Ráð- herrann sagöist ekki vilja ásaka stjórn sjóösins, hún heföi unnið gott starf. Kvað þá við fuss mikiö og svei úr þingsalnum frá Guðmundi H. Garöarssyni. Ráö- herra heyröi gjörla til þing- mannsins og sagöi þá ekki eiga aö fussa og sveia sem ekki kynnu Guðmundur fussaöi... ... Matthias sagði honum aö þegja. einu sinni skil á tölum. Þing- maðurinn henti skeytið á lofti og sagöi ráöherranum nær aö svara fyrirspurnum. Ráðherrann svaraði aö bragöi: „Ég ætla bara aö biðja þingmannin um að þegja og sýna örlitla mannasiði. Þing- maðurinn þarf ekki að fussa vegna þeirrar skoðunar sem ég hef á stjórn Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs.” Þannig kveöjur gengu á milli flokks „bræöranna” I umræðun- um um atvinnuleysistrygginga- sjóð', svo mjög haföi málflutn- ingur Svövu Jakobsdóttur og Eð- varös Sigurössonar reynt á taugakerfi ihaldsþingmanna. Verður stefnt fyrir móðgun? Þaö er sjaldgæft að þingmenn litiá lög sem sina einkaeign. Und- antekningin sem sannar regluna er Ragnhildur Helgadóttir. Hún telur sig eiga lögin um að at- vinnuleysistryggingasjóður greiöi fæöingarorlof. Þess vegna sakaði hún Svövu Jakobsdóttur um trúnaöarbrot, brot á einka- eignarrétti Ragnhildar Helga- dóttur. Nú er að biða og sjá hvaö gerist i framhaldinu: Hvort Ragnhildur stefnir þingmanni Alþýöubanda- lagsins fyrir móðgun. Þaö hafa áður borist stefnur úr hlíöunum vegna meintra móðgana i garð húsráðenda. —s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.