Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. desember 1978. Á kvöldi annars dags jóla var þjóðinni sýnd nýjasta stórmynd Sjónvarpsins, Silfur- túnglið eftir Halldór Laxness í sjónvarpsgerð Hrafns Gunnlaugssonar. Með þessu fyrirtæki er fram haldið þeirri stefnu sem LSD Sjónvarpsins markaði með frægri Cr sjónvarpsgerö Silfurtúnglsins SILFURTUN GLIÐ mynd um Lénharð fógeta: að gera myndir eftir vondum íslenskum leikritum og búa þær þannig úr garði að þær verði gjaldgengar á alþjóðamarkaði vestræns skemmtanaiðnaðar. Úr þjóðernisrómantík Einars H. Kvaran tókst sjónvarpsmönnum að gera norrænt kúreka- drama og nú hafa þeir snúið einu lélegasta leikriti Halldórs Laxness í einhvers konar rock- óperu, mjög í stíl við punk-tísku þá sem ungt fólk víða á Vesturlöndum temur sér nú. Sjónvarpið verður því vart sakað um að fylgjast ekki með ástandinu á þeim mark- aði sem það rennir hýru auga til og þó ekki sé nema vegna þeirra 40 miljóna, sem í þetta hef- ur verið eytt, er sjálfsagt að vona að útlendingar reynist nú fúsir til að kaupa vöruna. Auðvitað skiptir meginmáli að myndin renni út á erlend- um markaði, gagnvart vel heppnuðum viðskipt- um verður allt tal um raunhæfa landkynn- ingu eða alvarlega menn- ingarviðleitni að fávís- legu nöldri. Skylt er aö lofa þaö sem vel er gert og miöaö viö ýmsar fyrri uppfærslur Sjónvarpsins ber þessi sýning vitni um ótvlræöa framför. Þaö er ekki hlaupiö aö þvi aö búa leikrit skrifuö fyrir sviö til flutnings f öörum miöl- um, en þetta sýnist mér Hrafn Gunnlaugsson hafa leyst ágæt- lega af hendi. Hann hefur fariö mjög frjálslega meö texta Laxness, umbylt honum og jafnvel bætt viö hann, en lagaö svo vel aö frásagnartækni sjónvarpsins aö ekki var annaö aö sjá en textinn heföi veriö skrifaöur fyrir þann miöil. Ein helsta breyting er fólgin i þvi, aö áhorfendur eru leiddir inn I glæsta veröld Silfurtúnglsins þegar i upphafi og siöan inn á heimili Lóu, öfugt viö þaö sem eftir HALLDOR LAXNESS í leikgerd og sjónvarpsuppfærslu Hrafns Gunnlaugssonar gert er I leikriti Laxness. Atburöarásin þokast svo áfram meö tiöum skiptingum á milli heimilisins og Silfurtúnglsins. Þessar skiptingar kunna e.t.v. aö hafa gert sjónarspiliö marg- breytilegra, en þó viröist mér þær hægja fullmikiö á framvindu sögunnar. Sögu- þráöurinn krefst þess i raun- inni ekki aö veröld skemmtana- iönaöarins sé kynnt fyrr en Lóa hans lifa aö tjaldabaki og hafa þó margir leikstjórar lýst* þeirri hliö skemmtanaiönaöar- ins á áhrifameiri hátt en Hrafn —, en öörum þræöi er þó stööugt veriö aö finna ný og krassandi tilbrigöi viö ógeöslegheitin. Er ekki laust viö aö manni finnist leikstjórinn leggjast æöi lágt stundum og beita litt frumleg- um brellum; t.d. þegar hann gerir Feilan aö homma i ástar- 1 Jón ViðarJónsson / skrifar um / ÍGikiist birtist þar sjálf, eins og gert er i leikritinu. Hér gegnir Silfur- túngliö hins vegar frá upphafi jafn miklu hlutverki og heimili Lóu og fær á heildina -litiö mun rikari áherslu en þaö smá- borgaralega og friösæla fjölskyldulif, sem hún yfirgefur I von um fé og frama. Þessi aö- ferö hefur ýmsa kosti 1 för meö sér og spornar viö vafasömum tilhneigingum i textanum, þó aö ýmislegt megi finna aö þvi hvernig hún er notuö I sviösetn- ingu myndarinnar. Ein af breytingunum sem hafa veriö geröar á leikritinu varöa skemmtanaiönaö þann, sem Lóa veröur aö bráö. Silfurtúngl- iö er hér ekki lengur almennur skemmtistaöur, þar sem fram fara kabarettsýningar, heldur sjónvarpsþáttur i harösoönum punk-rock stil. Þvi miöur getur leikstjórinn ekki talist saklaus af þvi aö smjatta á úrkynjunar- brag punksins; a.m.k. gat ég ekki séö aö löng atriöi úr Silfur- túnglinu þjónuöu öörum tilgangi en aö skemmta mönnum meö þvi sem myndin læst vera aö fordæma. Þaö er svo sem ekki veriö aö feia ömurlegt innihaldsleysi þess lifs, sem Feilan skemmtistjóri og fólk sambandi viö Samson afl- raunamann og elur þannig á þeim útbreidda og lifseiga hleypidómi aö hómósexúalismi sé sérstakur úrkynjunarvottur. En vonandi gerir þetta allt sam- án myndina útgengilegri úti I heimi. Ekki skal ég segja hvort þessi tilhneiging til aö gera sér mat úr skringilegheitum úrkynjunar- innar ræöur þvi ein hversu mikil áhersla er lögö á dýrö Silfur- túnglsins. Hvaö sem ööru liöur varpar hin stööuga nálægö þess auknu ljósi á afdrif Lóu og gerir hana skiljanlegri en I leikritinu. Þar er heimili hennar og óla til- tölulega lokaöur heimur i litlum fjaröarkaupstaö „I skjóli á bakviö heiminn”; en hérna teygir fölsk draumaveröld Silfurtúnglsins anga sina inn á heimiliö. í leikritinu er smá- borgaralegt uppeldi og löngun til aö veröa fræg aöalskýringin á brotthlaupi Lóu, en i sjónvarpsmyndinni er hugsun hennar slævö ekki sist af völd- um þess rómantlska afþrey- ingariönaöar, sem er dembt yfir landsmenn gegnum sjónvarps- skjáinn. Lóa er fórnarlamb þessara blekkinga og þeirra vegna yfirgefur hún bónda og barn. I sjónvarpsmyndinni veröur saga Lóu þvi aö dæmi um vald þess meövitundariön- aöar, sem heilaþvær fólk undir yfirskini saklausrar skemmt- unar og breytir þvi i hugsunar- lausa neytendur, „sem eiga ekkert aktif nema gáfuna til aö dá og þakka” eins og Feilan oröar þaö I leiktexta Laxness. Einn af verstu göllum leikritsins er sá hversu væmiö þaö er. Laxness notar fjöl- skyldulif Lóu sem andstæöu viö brenglaö verömætaskyn kapitalistanna og sveipar þaö i rósrauöum bjarma sem veröur auövitaö æ fegurri, þvi dýpra sem Lóa sekkur. Alveldi Silfur- túnglsins i sjónvarpsmyndinni dregur talsvert úr þessari leiöu tilhneigingu auk þess sem bæöi leikarar og leikstjóri hafa auösæilega kostaö kapps um aö vinna gegn þeirri væmni sem hún hefur i för meö sér. Þetta hefur tekist furöu vel og er ekki slst aö þakka geöþekkum og dálitiö grallaralegum leik Sigrúnar Hjálmtýsdóttur i hlut- verki Lóu. Sigrún komst t.d. vel frá þvi aö lýsa niöurlægingu Lóu i lokin, þar sem ýmsar hættur leynast á ofleik og dramatiskri tilgerö. Leikur hennar var ævin- lega hreinn og beinn og hiö sama má raunar segja um leik Egils Ólafssonar I ööru aöal- hlutverki myndarinnar, Feilan stjórnanda Silfurtúnglsins. Ég hygg aö þaö hafi veriö vel til fundiö aö fela jafn óreyndum .leikurum og Sigrúnu og Agli aöalhlutverkin; leiktækni islenskra leikara miöast yfir- leitt viö viddir leikhússins og verkar þvi gjarnan óeölileg og yfirdrifin I návigi viö sjónvarps- vélarnar. Fyrir þessum „leikhúsbrag” fannst mér votta hjá sumum reyndari leikurum, en leikur Sigrúnar og Egils var blessunarlega laus viö allan slikan „manér”. Annars er ekki hægt aö segja aö leikur hafi neins staöar risiö sérlega hátt I þessari mynd, flestir leikaranna unnu sitt verk af vandvirkni án þess aö vinna nein stórafrek. í viötali viö eitthvert blaöanna nú fyrir jólin sagöi Hrafn Gunnlaugsson aö mynd sin væri sjálfstætt verk og bæri aö dæma sem slikt. Og hann hefur vissulega sýnt sjálfstæöi gagnvart texta Laxness og sviössetning hans er á heildina litiö snyrtilega unniö verk. En gallar Silfurtúnglsins eru meiri en svo aö þeim veröi rutt úr vegi meö klókindalegri leikstjórn. Þó aö tekist hafi aö vinna bug á væmninni, veröur þvi ekki breytt aö harmleikur Lóu er fólginn i þvi, aö hún bregst skyldu sinni sem móöir, selur vögguvisuna i staö þess aö raula hana yfir barni sinu. í skauti kjarnafjölskyldunnar lifir hún hamingjusömu og öruggu lifi, þar er hún óhult fyrir andlegum og likamlegum misþyrmingum vondra manna. Þessi fegrun á stööu konunnar sem húsfreyju og móöur kann aö hafa þótt góö og gild fyrir tuttugu árum, nú verkar hún sem eftirlegukind aftan úr öldum. I sjónvarps- myndinni er aö visu ekki reynt aö fá menn til aö tárfella yfir dapurlegum örlögum Lóu, likt og reynt er i leikritinu, en kvenmynd myndarinnar er i meginatriöum jafn fölsk og sú sem haldiö er aö mönnum i leikritinu. Sýning Sjónvarpsins á Silfur- túnglinu sýnir svo ekki verður um villst aö þaö ræður nú yfir þeirri tæknikunnáttu sem gerir þaö búiö til stórátaka. Þvi hryggilegra er aö vita til þess, aö forráöa- og listamenn þess skuli ekki hafa smekkvlsi og metnaö til aö ráöast I merkari hluti en myndina um Silfur- túnglið. Og þegar ég segi merk- ari hluti á ég ekki viö aö Sjón- varpiö ætti aö leggja út i kostn- aöarsamari og viöameiri uppfærslur en þá sem okkur hefur veriö boöiö upp á nú. Ég er þvert á móti þeirrar skoöunar aö sú stefna Sjónvarpsins aö framleiöa fáar en dýrar uppfærslur sé alröng, fjárhagslega óábyrg og nýti mjög illa þá listrænu krafta sem hér er aö finna. Þaö væri ólikt skynsamlegra aö leggja áherslu á styttri og ódýrari sjónvarps- myndir; þá fengju listamenn bæöi fleiri og fjölbreyttari tæki- færi til aö ná tökum á miölinum og við áhorfendur — þvi væntanlega er veriö aö gera þetta allt fyrir okkur? — þyrftum ekki aö biöa árum saman eftir næstu sjónvarps- mynd. Þetta er sú stefna sem sjónvarpstöövar flestra frænd- þjóöa okkar fylgja meö ólikt betri árangri en þeim sem is- lenska sjónvarpiö hefur nokkru sinni náö. En liklega er þaö úr annarri átt sem sjónvarps- mönnum koma fyrirmyndir þeirrar listrænu yfirborös- mennsku sem myndin um Silfurtúngliö ber þrátt fyrir allt vitni um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.