Þjóðviljinn - 09.11.1979, Page 12

Þjóðviljinn - 09.11.1979, Page 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 9. nóvember 1979 Starfskraftur óskast Tryggingastofnun rikisins — Læknadeild — óskar eftir starfskrafti til almennra skrifstofustarfa. Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsókn er tilgreini aldur, mennt- un og fyrri störf stendist til Trygginga- stofnunar rikisins — Læknadeild — Lauga- vegi 114,105 Reykjavik. fyrir 20. nóv. n.k. BLAÐBERAR — A THUGIÐ! Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. Sækið þau strax svo innheimtu verði lokið fyrir 15. nóvember. SIÐUMÚLA 6 s:81333. | Húsnæði — I lögfræðiskrifstofa | Undirritaðir lögfræðingar óska eftir hús- | I næði til leigu fyrir lögfræðiskrifstofu. Upplýsingar i sima 16307 og 24635 eða á | lögfræðiskrifstofu Vilhjálms Ámasonar \ hrl. Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu. j ! j I Vilhjálmur Árnason hrl., j Ólafur Axelsson hdl., j Eiríkur Tómasson hdl. V erðbrey tingastuðull áranna 1938-1963 Samkvæmt ákvæðum 7. mgr. IV. tl.,, ákvæði til bráðabirgða i lögum nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt, getur skattaðili sótt um heimild tii rikis- skattstjóra til að nota annan stuðul en þann sem ákveðinn er fyrir árið 1964, sbr. 2. mgr. IV. tl. og V. tl., ákvæði til bráða- j birgða i greindum lögum, hafi hann j eignast eignina fyrir árið 1964. Rikisskatt- | stjóri hefur reiknað verðbreytingarstuðul j fyrir eignir.sem skattaðili hefur eignast á árunum 1938 til 1963, sem notaður verður sem margföldunarstuðull skv. ákvæðum IV. og V. tl.,ákvæði tii bráðabirgða i greindum lögum,verði umrædd heimild veitt. Margföldunarstuðull umræddra ára er sem hér segir: Ársins 1963: 32,3306 Arsins 1962: 34.2816 Ársins 1961: 38.5660 Ársins 1960: 42.5069 Ársins 1959: 44.9623 Ársins 1958: 48.9617 ÁrSins 1957: 53.0222 Arsins 1956: 59.6500 Ársins 1955: 62.8100 Ársins1954: 67.8219 Arsins 1953: 71.4032 Ársins 1952: 72.9120 Arsins 1951: 82.2203 Ársins 1950: 102.5293 Ársins 1949: 117.9008 Arsins 1948: 125.4500 Ársins 1947: 131.5900 Arsins 1946: 144.6829 Ársins 1945: 158.4670 Ársins 1944: 162.2480 Arsins 1943: 168.0258 Ársins 1942; 192.9909 Árslnsl941: 263.6301 Ársins 1940: 387.9246 Ársins 1939: 533.9576 Ársins 1938: 578.0095 Reykjavik 7. nóvember 1979 Ríkisskattstjóri MINNING: Þoigerður Glúmsdóttír Fædd 1. ágúst 1915 — Dáin 14. október 1979 HUn Geröa i Vallakoti, eins og hún var kölluö heima i Reykja- dalnum og hljómaöi svo kunnug- lega i eyrum sveitunganna.erdá- in. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þ. 14. október sl. eftir hetjulega og æörulausa baráttu viö dauöann. Þaö er nú einu sinni svo, aö þegar kunningjar og sveitungar frá æskuárum hverfa sjónum manns aö fullu og öllu, aö þaö er eins og gripi mann saknaöartil- finningyfir liöinni tiö, þó svo ætti kannski ekki aö vera. Þvi oft er þaö svo, aö maöur hefur átt bjart- ar stundir meö honum i leik og starfi. Og þá getur maöur glaöst yfir þvi, aö eiga bjartar minning- arum hinn horfna.Ogég veit þaö, aö Geröa hefur skiliö eftir sig margar slikar hjá sveitungum og samtiöarfólki. Foreldrar Þorgeröar voru þau Glúmur Hólmgeirsson bóndi i Vailakoti, er lifir dóttur sina nær niræöur aö aldri.og Sigrún Friö- riksdóttir frá Helgastööum i Reykjadal. Sigrún lést fyrir fáum árum á niræöis aldri og biessuö sé minning hennar. Æskuár Geröu voru óneitanlega litrlk á margan veg. Framfara- mál ýmisleg voru á döfinni, m.a. skólamáliö fræga er lauk meö byggingu Alþyöuskólans aö Litlu- laugum áriö 1924. Einnig lá i landi þar áhugi til listsköpunar, sem og sagnagerö, ljóöagerö og söng- mennt. 1 ætt Geröu var mikiö af góöu söngfólki, m.a. Hólmgeir afi hennar Þorsteinsson I Vallakoti, sem var bóndi þar og simstöövar- stjóri sveitarinnar um árabil. Hann varhúmoristiog þvi vinsæll mjög af simastúlkum, aö sagt var um allt land. Enhvaöum þaö, var Hólmgeir afburöa raddmaöur á sinni tiö. Hann var lengi söngvari og meöhjálpari i Einarsstaöa- kirkju. Kona hans, amma Geröu, hét Aöalbjörg Jónsdóttir, systir Snorra hreppsstjóra á Þverá og Benedikts menningarfrömuöar frá Auönum, fööur Huidu skáld- konu. Þaö var lika listrænt fólk I móöurætt Þorgeröar. Amman og afinn á Helgastööum, Guörún og Friörik, voru söngelsk mjög. Enda uröu öll börn þeirra þekkt fyrir hljómvisi og góöa raddbeit- ingu, einkum þó Halldór og sér I lagi Emelia, sem söng oft á tiöum einsöng viö ýmis tækifæri. An efa hefur allt þetta listræna ættfólk Geröu mótaö hana og þroskaö á uppvaxtarárum hennar og sjálf haföi hún góöa söngrödd, sem og efni stóöu til.En þó aö hinandlega menning væri komin vel á veg i Reykjadal og nærsveitum á þriöja áratugnum var dcki hægt aö segja sllkt hiö sama um efna- hag fólks yfirleitt. Þaö fóru ekki margir bændasynir né bændadæt- ur I langskólanám, hvaö þá eftir aö kreppan mikla skall yfir hinn vestræna heim i upphafi fjóröa áratugsins. En þrátt fyrir þaö, reyndi unga fólkiö I Reykjadal aö komast I Laugaskóla þó ekki væri þaö nema einn vetur. Skólinn virtist meira sóttur aö, og þaö langt aö, nema úr Eyjafjaröar- sýslu. Þaöan var ávallt margt fólk, enda ein best stæöa sýsla efnahagslega á landinu. En þó fór þaö svo, á fyrstu árum krepp- unnar, aö viö vorum sex i Lauga- skóla einn vetur. Og var sá vetur um margt eftirminnilegur, þó þaö veröi ekki rakiö hér. En ein af þessum Reykdælingum var Þor- geröur Glúmsdóttir, eöa Geröa eins og þaö hljómaöi ávallt best heima I sveitinni. 1 skólanum þennan vetur uröum viö skólasystkini hennar vissu- lega fljótt vör viö hina ljúfu dag- farslegu og fáguöu snyrti- mennsku hennar andlegu búskap- arhátta. Hún var næm til náms og skiiningsgóö á samtiö sfna og fólk. Enda ratvis á milliveg, ef einhver leiöindi komu upp i skóla- félaginu. Og hún gat lika veriö þétt fyrir, ef ráöist var á félaga hennar. Og kannski ekki sist, ef þaö var af pólitlskum toga spunn- iö, sem raunar vildi nú stundum viö brenna i þann tiö. Annars kynntumst viö Geröa á- samt ööru ungu fólki m.a. i ung- mennafélagi sveitarinnar og unn- um þaraöýmsum góöum málum. Vitanlega væri margs aö minnast frá þeim árum, þó þaö veröi ekki gert mikiö hér. En þó veröur mér efst i huga leikstarfsemi sú, er fór fram á fjóröa áratugnum innan ungmennafélagsins i samkomu- húsi sveitarinnar. Leikæfingar fóru yfirleitt fram i téöu sam- komuhúsi og stóöu stundum fram á nótt, aö minnsta kosti fy rir leik- sýningar. Og allt var þetta gert af áhuga og til tilbreytingar I hinni hversdagslegu önn. — Og til aö skemmta fólki i sveitunum. 1 þessum leikfélaga hópi var Geröa sú sem mæddi mjög mikiö á, enda ávallt meö hlutverk sem þóttu vand meö farin. Henni var treyst af félögum sinum til þessa, sem og I öörum félagsmálum, vegna hæfileika sinna, sem hún sjálf miklaöist aldreiaf. Og gaman er aö heyra þaö aö yngsta dóttir hennar hefur einmitt staöiö i leik listinni undanfarin ár og getiö sér gott orö. Og þá vil ég segja: „Þar hefur epliö ekki falliö langt frá eikinni”. En svo var þaö i lok f jóröa ára- tugsins, aö Geröa tók sér stórt og mikiö hlutverk, sem henni varö gæfurikt. Hún giftist Garöari Ja- kobssyni, sveitunga sinum á Hól- um, þann 3. mai 1940, einum sannasta og besta bóndasyni i dalnum. Þau hófu búskapinn heima á Hólum hjá foreldrum Garöars, en byggöu siöan nýbýliö Lautir i landi Hóla, þar sem þau hafa búiö i farsælu hjónabandi um fjörutiu ár. Þau eignuöust fjögur mannvænleg börn, er ég tel hérupp: SigrúngiftErniSigurös- syni aö Landamóti, S.-Þing.. Hólmfriöur, gift Sigurgeiri Hólm- greissyni, Völlum IReykjadal. Geir giftur Sólveigu Marteins- dóttur, byggöu sér hús I landi Lauta, ernefnistLangholt. Unnur ógift heima 1 Lautum. Og nú eru barnabörn Garöars og Geröu orö- in tólf. Þaö má þvi segja meö sanni, aö húsfreyjan i Lautum, Þorgeröur Glúmsdóttir, hefur skiliö eftir sig óbrotgjarnan minnisvaröa i dalnum þar sem hún fæddist, liföi og starfaöi. Þorgeröur Glúmsdóttir var jarö- sett aö Einarsstööum I Reykjadal 20. október sl. aö viöstöddum sveitungum sinum og nánasta fólki. Eiginmanni hennar og börnum, öldnum fööur og öllu skyldfólki óska ég velfarnaöar á komandi timum. Og nú, er ég kveö Geröu fyrrum skólasystur og ungmennafélaga meö þessum fáu oröum,detturmérihug hvort viö hinir gömlu ungmennafélag- ar, sem búum fjarri hinni gömlu heimaslóö, ættum ekki aö heim- sækja gömlu ungmennafélagana i Reykjadalnum, sem enn eru ofar mokiu. Viö hljótum aö geta átt góöa rabbstund saman. En tlm- inn til þess er llklega bestur aö vetrinum i skini noröurljósa. — Gisii T. Guömundsson. Tökum aó okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 Fundir með Lúðvík Lúðvik Jósepsson verður á almennum stjórnmálafundum á næstu dögum á eftir- töldum stöðum: Rein á Akranesi sunnudaginn 11. nóvember kl. 14. Flóðvangi í Vatns- dal, þriöjudaginn 13. nóvember kl. 21. Aratungu i Biskups- tungum, fimmtudaginn 15. ndvember kl. 20.30. A Húsavik, laugardaginn 17. nóvember kl. 14. Á fundunum verða einnig efstu menn á framboðslistum Alþýðubandalagsins i viðkomandi kjördæmum. Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.