Þjóðviljinn - 09.11.1979, Page 20

Þjóðviljinn - 09.11.1979, Page 20
MÚÐVIUINN Föstudagur 9. nóvember 1979 Aftalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til löstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. l'tar. þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra síai'fs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Kvöldsími er 81348 Ráðherra vill setja sjúkrahús borgarinnar inn á jjárlög Veldur mér skelfmgu segir Adda Bára Sigfúsdóttir for- maður stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkur „Hún veldur mérhreinni skelf- ingu”, sagði Adda Bára Sigfds- dóttir, formaður stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavikurborgar i gær, þegar undir hana var borin yfirlýsing fjármáiaráðherra um að taka sjúkrahús borgarinnar inn á bein fjárlög og afnema dag- gjaldakerfið. „Þaö hefur ekki verið rætt við stjórn Borgarspítalans um þetta mál, né önnur borgaryfirvöld, það ég veit”, sagði Adda. „Slik breyting og að skella henni á án samráös og fyrirvaralaust ber ekki vott um eölilegt samstarf milli rikis og sveitarfélaga”. „Þó daggjaldakerfið hafi oft verið okkur erfitt og ekki tryggt nægilegt rekstrarfé til s júkrahús- anna þá hafa daggjaldaupphæö- irnar ævinlega verið endurskoð- aðar eftir á með tilliti til hækkaðs rekstrarkostnaðar. Þannig hefur borgarsjóður ávallt fengið endur- greiddan þann halla sem hann hefurorðiö aö bera fyrir einstaka timabil. Adda Bára: Miðaö við niöur- skurðarstefnu stjórnvalda þá eru þetta skeifileg áform. Af reynslu rikisspitalanna af þvi að hafa reksturinn inni á f jár- lögum veit maður að þar er knappt áætlað og engar hækkanir aðrar en launahækkanir teknar inn i dæmið, enda skortir rikis- spitalana hundruð miljóna til að endar nái saman. Það er þvi við- búiö að rekstur spitalanna komist i hreint þrot upp úr miðju næsta ári”, sagði Adda ennfremur. „Kerfisbreyting eins og þessi þarf I sjálfu sér ekki að boða þetta, en miðað við þá niður- skurðarstefnu sem stjórnvöld nú boða þá valda þessi áform mér hreinni skelfingu”, sagði Adda að lokum. — AI Stefán Jónsson fyrrv. alþingismaður: Fráleitt að láta útlendinga hirða arðinn af fískeldinu ,,Ef það á að standa að laxeid- inu á þennan hátt, þá er eriendu kapitali helypt inn og þessir möguleikar teknir frá okkur,” sagði Stefán Jónsson fyrrv. al- þingismaður f samtaii við Þjóð- viljann um laxeldisdrauma Ey- kons og Fjárfestingafélagsins i faðmi útiendinga. „Það heföi verið annaö mál út af fyrir sig, ef menn hefðu þarna veriö að hugsa um aö taka erlent lánsfé til framkvæmda,” sagöi Stefán. „En eins og mál horfa nú með alþjóölegt auðmagn inni i dæminu, þá er stefnt i hreinan voða.” Stefán flutti frumvarp á Alþingi um að myndaður yrði sérstakur fiskiræktarsjóður við Fram- kvæmdastofnun til þess að kosta tilraunir og frumframkvæmdir við fiskeldi i sjó. Frumvarpið var ekki samþykkt i þeirri mynd, heldur áttu 900 miljónir aö koma i fiskiræktarsjóö þann sem fyrir er. Afgreiðsla málsins stöðvaöist siðan á slöustu dögum þingsins i vor. „Eins og þeir Tungulax-menn virðast standa að þessu máli, þá er þetta hluti af stóriðjuáform- um,” sagði Stefán Jónsson. „Fjárfestingarfélagið á hinsveg- ar engar eignir eða aðstöðu til aö bjóða uppá, þeireru ekki komnir af stað meö neitt fyrirtæki. Ég veit ekki hvað löggjöfin heimilar, en það má vel vera að þessi starf- semi Tungulax falli innan ramma laganna. En það er alveg hafiö yfir allan efa, aö við verðum að reyna að halda fiskeldinu. Við eigum að hafa nóga peninga til þess og geta útvegað nægilegt fjármagn til þess að geta gert þetta af eigin rammleik. Og að sleppa þessu á grunnslóðina hjá okkur aö mestu leyti i eigu útlendinga, sem hiröa af þvi arðinn, — það nær ekki nokkurri átt,” sagði Stefán Jóns- son að lokum. — eös Hjördis Björk Hákonardóttir, sýslumaður f Strandasýslu. Fyrsta konan í embætti sýslumanns í gær skipaði Forseti tslands Hjördisi Björk Hákonardóttur, sýslumann I Strandasýslu frá 1. janúar 1980. I sjálfu sér væri þetta ekki svo fréttnæmt nema fyrir þá stað- reynd að kona hefur aldrei fyrr veriö skipuð i embætti sýslu- manns á tslandi. Umsækjendur um embættiö voru: Asdis Kvaran Þorvalds- dóttir, kand. júr., Hafþór Ingi Jónsson, héraðsdómslögmaður, Hjördis Björk Hákonardóttir, dómarafulltrúi, Páll Þorsteins- son, deildarstjóri, Pétur Jónsson Kjerúlf héraðsdómslögmaður, og Rikharður Másson, dómarafull- trúi. Jón Kristjánsson fiskifræðingur um laxeldið: Ekki stóriðju, heldur fremur smáar einingar sem skapi atvinnu í sínum byggðarlögum Jón Kristjánsson: „Þetta er m.a. byggðapólitiskt mál.” „Þetta er stóriðja og ég er ekki hrifinn af slikum risaeldisstöðv- um,” sagði Jón Kristjánsson fiskifræðingur hjá Veiðimáia- stofnuninni i gær, er hann var spurður álits á þeim áformum sem nú virðast uppi um að hleypa erlendum auðhringum i fiskeldi hér á landi. „Það hefur verið stefna Veiði- málastofnunar að reyna að byggja þessa starfsemi upp Stefna Sjálfstæðisflokksins kynnt: X-D þýðir afiiám t erð- bóta á laun Kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins er hafin undir kjörorð- inu „Leiftursókn gegn verð- bólgu” sagði Geir Hallgrimsson i upphafi blaðamannafundar i gær þar sem stefna flokksins i atvinnu- og efnahagsmálum var kynnt. Þar gefur að lita for- smekkinn af þvi sem koma skal ef Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt i komandi kosningum. Auk afnáms visitölubindingar launa er þar að finna lækkun niðurgreiðslna, eflingu stóriðju i samvinnu við útlendinga, minnkað framlag til fjárfest- ingarsjóða atvinnuveganna og fleira I þeim dúr. Geir sagði að við næstu rikis- stjórn blasti þriþætt verkefni, — að hreinsa til eftir viðskilnaö fráfarandi rikisstjórnar, — aö hafa forgöngu um leiftursókn gegn verðbólgunni — og að hefja samhliöa undirbúning aö sókn til bættra Hfskjara með aukn- ingu þjóöarframleiðslu og þjóöartekna. Fyrsta verkefni nýrrar meiri- hlutastjórnar Sjálfstæðisflokks- ins er skv. stefnuplagginu aö minnka rikisútgöldin um 35 mil- jaröa og jafngildir það þeim skattahækkunum sem fráfar- andi rikisstjórn beitti sér fyrir og fyrirhuguöum erlendum lán- tökum á næsta ári. Þegar formaöurinn var itrek- aö spuröur um hvað myndi lenda undir hnifnum gaf hann engin ákveðin svör. Hann benti á aö stefna flokksins væri að lækka niðurgreiðslur, sem á næsta ári eru áætlaöar milli 20 og 30 miljaröar króna, en sagð- ist ekki tilbúinn til þess að segja hversu mikiö ætti að lækka þær. Hækkandi landbúnaöarvöru- verði sem af þessu myndi leiða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að mæta meö tekjutryggingu til láglaunafólks. 1 ööru lagi hyggst flokkurinn skera niður framlög til Iönlánasjóös, I þriðja lagi af- nema „sjálfvirkni rlkisút- gjalda” og I fjórða lagi bjóða út verk eins og hafnargerð, vega- gerð og strandferðaþjónustu. Þá hyggst Sjálfstæðisflokkurinn reka Póst og sima og Raf- magnsveitur rikisins án halla, sem þýðir að neytendur borgi fullt verö fyrir þessa þjónustu. Geir Hallgrimsson sagöi aö þessar ráðstafanir myndu draga úr veröbólgunni með snöggum hættúen ljóst væri að landsmenn yröu aö færa fórnir til þess að það mætti takast. Aukin tekjutrygging til lág- launafólks er hins vegar eina verðbótakerfiö sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni, þvi eins og að framan er getið er stefnt aö þvi að afnema öll lög um visitölubindingu kaupgjalds. Geir sagöist álita að þessi stefna yrði gott veganesti nýrri rikisstjórn I komandi kjara- Geir Hallgrimsson: Nú Ihaldsstefnan ómenguð. samningum. Landsmenn allir og launþegar hlytu að sjá að snöggt og fljótvirkt átak I bar- áttunni gegn verðbólgunni yröi til þess aö þeir geti fljótlega aft- ur sótt fram til bættra lifskjara. Um verðbætur á laun sagöi for- maðurinn að launþegar hefðu lengi þurft aö ganga út frá þvi að veröbætur til þeirra væru skertar á þriggja mánaða fresti, en stefnu Sjálfstæðisflokksins um að afnema þær væri hægt að gera aölaöandi fyrir launþega sem hlytu að sjá að betra væri að fórna einhverju I skamman tima ef árangur væri fyrir- sjáanlegur I baráttunni gegn veröbólgu. — ai smám saman 1 samræmi við byggðastefnu og markmiö henn- ar,” sagði Jón. Hann nefndi sem dæmi, að áætlað væri að byggja laxeldisstöð á Hólum i Hjaltadal. Veiðifélögin hafa sameinast um að reisa stöðina og veröur þar eingöngu ræktaður lax i þær ár sem I hlut eiga, en engin fram- leiðsla á laxi i stórum stil fyrir- huguð. „Við veiðum nú u.þ.b. 200 tonn af laxi hér á landi. En hvað gerist ef 1000 tonn koma á markaðinn? Það veldur að öllum likindum verðfalli á Islenskum laxi og Framhald á 17. siðu Krafla: Vaxandi skjálftar Landris heldur áfram á Kröflu- svæðinu og þar eru heldur vaxandi skjálftar, sagði Hjörtur Tryggvason i samtaii við Þjóð- viljann i gær, en hann annast hallamælingar þar og hefur eftir- lit með svæðinu. Landris er nú meira en nokkru sinni fyrr og búist er við kvikuhlaupi eða eldgosi næstu vikur. Ekki er hægt að sjá fyrir hvort verður, en hraunmassinn sem þarf að brjóta sér leið neðan jarðar eða upp á yfirborðið er orðinn gifurlegur. Litlar sjáanlegar breytingar eru á svasðinu, en um mánaða - mótin september/október urðu breytingar á hverum i suöurhlið- um Kröflu og um sama leyti jókst hitinn I borholunum. — GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.