Þjóðviljinn - 06.03.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.03.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1980 Hinsta kveðja til Jóns Rafnssonar I dag hringdi gamall og góöur flokksfélagi og samherji okkar Jóns Rafnssonar, Guðmundíir Vigfússon, til min til Danmerkur og sagöi mér aö Jón okkar væri dáinn. Ekki heföi þetta átt aö koma mér á óvart. Jón hefur átt viö langvinnt heilsuleysi aö stríöa og maður gat átt von á þessum tiö- indum á hverri stundu. Menn á minum aldri ættu fyrir löngu að hafa sætt sig viö dauðann. En ég fékk sting í hjartaö. Ég var niöur- sokkinn i vinnu, sem haföi næst- um gripiö mig heljartökum, ég heyröi varla þótt hrópað væri á mig. En ég varö aöjlætta sam- stundis, ég varö miöur min. Ég átti erfitt meö að hugsa mér heiminn án Jóns Rafnssonar. Aratugum saman höföum viö staöiö hliö viö hlið. Mér haföi veist sú hamingja að eiga aö nán- asta vini og samherja manninn, sem mestu tiöindin i hamförum aldarinnar, i baráttu islenskrar alþýöu fyrir betra lifi, eru órjúfanlega tengd við. Stundum var lika erfitt i flokknum okkar og leiöin vandrötuö. Af þeirri þol- raun fara færri sögur, en ég hygg aö hún hafi reynt meira á Jón en allt annað, sem hann varö að tak- ast á við um ævina. í þeim storm- um stóöum viö Jón Rafnsson lika ævinlega hliö viö hliö og meðan ég naut stuönings hans, vissi ég að ég haföi ekki oröiö viöskila viö is- lenska alþýöu.Hann var mér tákn alls hins virtasta og besta I fari hennar. Ég get ekki hugsaö mér hvernig ég heföi staöist þá raun án Jóns Rafnssonar og þess sálar- styrks, sem hann veitti bæöi mér og öðrum, þegar mest lá viö og mótbyrinn var þyngstur. Ég veit að ótal margir hafa sömu sögu aö segja. Og nú er hann horfinn. Manni veröur algerlega orös vant. Ekkert er eftir nema þögn- in. Lif Jóns Rafnssonar var ekki rósum stráö. Auk baráttunnar viö auðvaldiö þurfti hann að heyja haröa daglega baráttu viö örbirgö og sjúkdóma mest sitt lif. Eigi aö siöur var hann mikill hamingju- maður. Og hann kunni vel aö meta þaö. Ég sagöi einhverntima eitthvaö á þá leið, að ef ‘drlaga- nornin hefði gefiö honum kost á aö velja sér hlutskipti i llfinu, þá hefði hann ekki valiö velsæld og allsnægtir, heldur fátæktina, erfiöleikana baráttuna — og gæf- una. Þessi lifsviska setti á mann- inn mark. Þar sem Jón Rafnsson fór, þar var lika lifsgleöi. Hin óviöjafnanlega gamansemi hans var hvorttveggja I senn, eins og smyrsl i sárin og heilsulind, sem veitti manni nýjan þrótt. Siöustu árin var starfsþrek Jóns Þrotiö sökum vanheilsu. En þessi mikli atorkumaöur, sem aldrei féll verk úr hendi, kunni lika aö taka þvi. Hann kunni alltaf aö taka ósigrum og lifsgleöin var förunautur hans til siöustu stund- ar. Alltaf sótti maöur styrk og bjartsýni til Jóns meðan hann mátti mæla. Þá kom mér oft I hug erindið úr baráttukvæöi þessa ágæta skálds, sem lengi var á hvers manns vörum: Þegar daprast oss gangan viö . ellinnarár, þegar oþnast hið siöasta skjól sígndu bióörauöi fáni vor héluöu hár undir hækkandi öreigasól. Lát á blóörauðum grunni þá bera við ský okkar blikandi hamar og sigö, fvlltu vetrarins heim þinum voraldargný til að vekja um gervalla byggö. Láttu allsstaöar gjalla þinn uppreisnarsöng frá unnum aö háfjallabrún. Og vér heitum aö fylkja okkur fast um þá stöng, þar sem fáni vor blaktir viö hún. Ég kann engin orö, er hæfa bet- ur sem hinsta kveöja. Ég votta aðstandendum hans og vinum og allri islenskri alþýðu dýpstu sam- úö. 28. febrúar Brynjólfur Bjarnason „Nú er enginn skemmtilegur maður eftir á Islandi”, sagöi Þór- bergur vist, þegar séra Arni Þór- arinsson dó árið 1948. Þar skjöplaöist meistaranum andar- tak, þó ekki væri nema vegna þess aö málvinur hans Jón Rafns- son varö nær aldarþriöjungi leng- ur ofar moldu. Þaö var kannski ekki nema von, aö Þórbergur gleymdi stund- um þessum ótrúa þjóni sinum, sem þá haföi svo skemmilega margsvikiö hann um sjálfsögö skylduverk og átti þó eftir aö for- heröast I ósómanum. Jóni haföi nefnilega veriö faliö aö gefa meistara sinum skýrslur um skrimsli I Baulárvallavatni og fleiri stööum á Snæfellsnesi, en siöar um draugagang I Tjarnar- götu 20, þar sem hann • geröist húsvöröur, eftir aö Sjgfúsarsjóö- ur keypti þá eign fyrir eitt af hin- um margfrægu rússagullum. Allt sveikst Jón um, af þvi hann var slfellt aö vafstra I þessu auma hérvistarlifi verkafólksins og fljúgast á viö skrimsli og drauga auövaldsins. Undirritaöur kynntist Jóni ekki, fyrr en hann var langt geng- inn I sextugt. Þá vildi svo til fyrir flækju hlutanna, aö viö uröum samstarfsmenn á skrifstofu Sóslalistafélags Reykjavlkur I nokkra mánuöi veturinn 1957—58. Þá komu mér einmitt i hug þau ummæli séra Arna Þórarins- sonar, aö alþýöan búi yfir meiri speki en allir háskólar veraldar- innar. A flækingi um jöröina I aldar- fjóröung hef ég sjaldan fyrirhitt eins skemmtilega greindan mann og Jdn og mun seint blöa þess tjón. M.a. kenndihann mér aö llta aldrei ipp til verkamanna af þvl þeir væru verkamenn aö atvinnu, heldur aöeins ef þeir væru baráttumenn fyrir reisn verka- lýösstéttarinnar. Hann vildi aldrei láta miöa stefnu verka- lýösins viö sjónarmiö „dreggjanna”. Þess vegna varð hann heldur aldrei einn þeirra Minning Jón Fœddur 5. mars 1899 — Dáinn 28. febrúar 1980 spilltu verkalýösforingja, sem heimssagan á of mörg dæmi um. Sumir uröu fyrir smáskrltnum vonbrigöum, þegar þeir kynntust Jóni, bæöi andstæöingar og volaö- ir samherjar. Þeir væntu þess aö sjá I honum hina kúguöu stétt samanherpta. En þaö var nú eitt- hvaö annaö. Jón var meö indælli húmoristum og frásagnargáfan á háustigi. Ég minnist t.d. draums hans um tóbakiö. Sem gömlum berklasjúklingi áskotnaöist hon- um eitt sinn heilsubótardvöl á Krimskaga. Um leiö átti hann aö venja sig af neftóbaki, sem hann haföi brúkaö um áratugi. Nú lá hann I sólinni á margra kilómetra langri sandströndinni og sofnaöi. Og dreymdi aö allur sandurinn var oröinn aö neftóbaki, sem hann lét sáldrast millum fingra sér. Hann kunni lika aö efla hina vammi firröu Iþrótt Óöins. En skáldskapur hans var brúks- kúnst, sem hann greip til eftir viövikum eöa andans yfirhell- ingu. Eitt notagildi ljóölistar- innarvar t.d. aö halda Bimi I Iöju I Flokknum. Bimi varö stundum skapfátt aö þvi marki, aö hann hótaöi aö segja sig úr þessum svikula flokki. Þá þótti Jóni jafn- an litiö leggjast fyrir góöan dreng og stefjaöi á hann beinkerlinga- visum til aö hafa úr honum ólund- ina, en slikar visur þóttu Bimi öörum hlægilegri. Jón fór stöku sinnnum meö vlsnadæmi af þessu taginu og vonandi geymir Björn frumritin enn I fórum slnum Jón var reyndar einn þeirra, sem okkur meöalámum þykja stundum allt aö þvl óhugnanlega hagmæltir svo aö minnir á ófreskigáfu. Frægt er dæmiö og má þó flakka, þegar hann flengdi viö einn stein Jón prófessor Helgason og Kristin E. Andrésson. Jón Helgason haföi flutt erindi I Kaupinhafn um vanda þess aö yrkja á Islensku nú á dögum. Nefndi hann sem dæmi, aö illmögulegt væri aö finna not- hæf rlmorö á móti oröum einsog stúdent og Parls. Þetta birti svo Kristinn I Timariti Máls og menn- ingar. Jón brást hinn versti viö þess- ari vantrú á Islenskri hagmælsku, hringdi I Kristin og baö þá aldrei þrifast hann eöa Jón Keingon. Rimiö væri t.a.m. auöleyst sisona: Hún stóö þarna allsber og útglennt I afspyrnuroki á skaris og staröi á brjálaöan stúdent I strifuöum buxum frá Parls. Betur væri aö verkalýöskemp- ur nútildags kynnu að stinga eins vel upp i gáfumenn. Einsog ljóst mun vera haföi Jón skelfing lltinn áhuga á höfundar- rétti eöa söfnun eigin verka. Vis- um var þvl bæöi stoliö af honum og logiö upp á hann. Steinn Steinarr laug vist oft vlsum upp á Jón, sem hann vildi ekki gangast viö sjálfur. Og Jón lét þaö stund- um gott heita, ef hann hélt aö Steini væri þægö i. Þó mun eftir- farandi hringhenda um Kóreu- strlöiö vera eftir Jón: Sólin hlý um borg og bý brosir skýin gegnum. Viö sina piu Syngman Rhee söng á kvlaveggnum. Jón fór oft á kostum I frásögn- um af mönnum og málefnum á 3. og 4. áratugnum, og er athyglis- vert aö bera þær saman viö bók Þórs Whitehead um kommúnista- hreyfinguna á lslandi á sama tlma. Þdr er I sjálfu sér heiöar- legur, en bók hans er nokkuö ein- sýn aö þvl leyti, aö hann blinir einkum á tengsl kommúnista á Islandi viö Komintern. 1 frásögn- um Jóns ög félaga var þetta lltil- fjörlegt og nánast spaugilegt atr- iöi. Barátta verkalýösins heima- fyrir var aöalmáliö. Þd var Jón ekki einn þeirra, sem afhrópuöu Josep gamla Stalín. Oöru nær. Hann haföi eins- og fleiri alltaf hálfgerða skömm á Krústjoff fyrir fleipur hans um gamla manninn. Samt var Jón órafjarri þvi aö vera „stallnisti” eftirminum hugmyndum, ég tala nú ekki um aöra kjána, sem láta helst svo sem mannlegt ráöriki sé sama og stalinismi. Aö gefnum tilefnum geröi Jón svofellt grln aö öllu þessu i einni sinni siöustu fleygu vlsu: Vandræöaástand er. Alþýðan barmar sér. Stjórnin stefnir á sker. Stalfn er ekki hér. Jón mun fyrst og fremst lifa I minningu kunningja sinna, en viö erum þvi miður lélegar og for- gengilegar heimildir. Hann gaf út fáeinar bækur, og auk Rósarimna er Vor I verum eftirminnilegust og frumlegust. Handritiö aö framhaldi hennar hljóp I hellu- stein I stórstraumsflóði, sem eillföarverumar i Tjarnargötu 20 hafa visast hleypt i kjallarann. Og er þeirra heimilda þar aö leita. Fyrrihlutinn var hinsvegar lesinn upp I útvarpi fyrir fáum árum. Þá reiddust kratagrey. Þaö varö Jóni mikil gleöi I elli sinni. Arni Björnsson Meö Jóni Rafnssyni er fallinn I valinn einn af mikilhæfustu bar- áttumönnum Islenskrar verka- lýöshreyfingar á þeim árum er hvaö haröast var sótt aö llfskjör- um verkafólks I landinu. Ferill hans og forystuhlutverk I þeirri varnar- og sóknarbaráttu veröur aö mlnu viti aldrei ofmetinn og er og veröur lýsandi dæmi um þaö hverju einstaklingur meö óbil- andi baráttuvilja og dæmafáa fórnfýsi getur áorkaö viö hinar erfiöustu aöstæöur. Ég ætla mér ekki þá dul aö reyna i stuttu máli aö lýsa þeim áhrifum er starf slfkra manna sem Jóns Rafnssonar, hefir haft fyrir verkalýöshreyfinguna I þessu landi, en fyrir mig persónu- lega tel ég þaö mikla hamingju aö hafa fengiö, um áratugi, aö starfa viö hlið hans og hafa átt þess kost aö fylgjast með starfi hans og hagsmunamálum verkalýös- hreyfingarinnar. Þá var þaö ekki minna um vert aö hafa átt hann aö vini, um lang- an aldur, þvl ákjósanlegri félaga var ekki unnt aö eiga. Aldrei var maöur svo fúll aö gamansemi Jóns gæti ekki ráöiö bót á þvi. Ég vil enda þessi fáu orö meö þakklæti fyrir fjölda ógleyman- legra stunda er viö áttum saman I starfi og leik, þvi alltaf varst þú veitandinn. Björn Bjarnason. Viö fráfall Jóns Rafnssonar er lokiö stormasamri ævi mikils baráttmanns sem helgaöi Is- lenskri verkalýösstétt starfs- krafta slna og hæfileika á löngum og gifturikum ferli. Jón Rafnsson fæddist 6. mars 1899 aö Vindheimum i Noröfiröi, sonur hjónanna Guörúnar Glsla- dóttur og Rafns Júllusar Simonarsonar útgeröarmanns. Ekkier mér kunnugt hvort hug- ur Jóns hefur beinst aö skóla- göngu i æsku, en ekki þykir mér þaö ósennilegt meö slikan hæfi- leikamann, fluggreindan og næman. Er ekki aö efa aö skóla- nám heföi veriö honum af þeim . sökum auösótt. En á æskudögum Jóns á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldrar áttu fátækir unglingar úr alþýöustétt ekki auðvelda leiö til menntunar. Lifs- baráttan sjálf tók strax v'iö meö miskunnarlausum kröfum um að duga eöa drepast. Og margir dug- mestu unglingarnir horföu til sjávarins sem heillandi starfs- sviös og einnig I von um siemileg- an hlut þegar „sá grái” gæfist á færiö eöa llnuna. Jón Rafnsson geröist ungur sjó- maöur og kynntist þá af eigin raun kjörum sjómanna og verka- manna og þvi réttleysi sem al- þýöanbjó við. Meöfædd réttlætis- kennd og óvenjulegur baráttu- dugur skipaöi Jóni snemma I for- ustusveit vaknandi stéttahreyf- ingar verkafólks I Noröfiröi. Var hann þar kornungur kjörinn til forustu I verkalýðsfélaginu og þótti strax sýna þann eldmóð og forustuhæfni sem siöar átti eftir aö gera hann aö landskunnum verkalýösleiötoga. Siöar settist Jón aö I Vest- mannaeyjum og geröist ásamt mági slnum tsleifi Högnasyni brautryöjandi verkalýöshreyf- ingarinnar og aöalskipuleggjandi verkalýösbaráttunnar I Eyjum. Atök um kaup og kjör verkafólks og sjómanna voru á þessum árum óvenjulega hörö I Vestmannaeyj- um enda Eyjarnar þá langstærsta verstöö landsins og þangaö þyrpt- ust hundruö aökomumanna á vertiö vlösvegar aö af landinu. Reyndust þessi stéttaátök I Eyj- um mörgum heimamanni og aö- komumanni þarfur og dýrmætur skóli sem lengi var búiö aö, og margur mikilvægur árangur náö- ist fram meö dirfsku og sam- heldni sem varö verkafólki vlöa um land til hvatningar og eftir- breytni. Jón og Isleifur létu ekki viö þaö sitja aö leiöa hina faglegu baráttu verkalýösins I Vestmannaeyjum. Jafnhliöa byggöu þeir, ásamt mörgum ágætum félögum öörum, upp öflpga róttæka stjórnmála- hreyfingu, eina þá þróttmestu og athafnasömustu á landinu. Báöir höföu þeir tileinkaö sér hugsjónir og markmiö sóslalismans um réttlátara þjóöfélag og drógu svo sannarlega ekki af sér I boöun og kynningu stefnunnar og skipu- lagninu ■ liösmanna hennar til átaka og forustu i málefnum hins vinnandi fólks. Starf Jóns I verkalýöshreyfing- unni I Vestmannaeyjum vakti á honum þá athygli aö hann hlaut aö veröa kvaddur til starfa á vlö- tækari vettvangi fyrir verkalýös- samtökin og þau stjórnmálasam- tök sem þeim voru tengd.Enda fór þaö svo aö feröalög, fundahöld og skipulagsstörf viösvegar um land á vegum hinnar róttæku verkalýösheyfingar voru um ára- bil höfuöverkefni hans. AB þessu brautryöjandastarfi gekk Jón af þeim eldmóöi og dugnaöi sem honum var jafnan laginn. Hann feröaöist vitt um landiö, hvatti verkalýö og samherja til baráttu og skipulagöi samtök alþýöunnar bæöi á faglegu og pólitlsku sviöi. Þaö varö m.a. hlutverk Jóns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.