Þjóðviljinn - 06.03.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.03.1980, Síða 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 6. mars 1980 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og, Blaðaprent 81348. U| 81333 Kvöldsími er 81348 0007 NAMSMENN HERVÆÐAST: ÚTIFUNDUR Kosningaskjálfti á blaöamannafundi DAG Þrjú námsmanna- samtök boða til úti- fundar á Amarhóli i dag kl. 13.15 til að leggja áherslu á kröfur náms- manna i lánamálum. Á, fundinum verða flutt stutt ávörp og bomar upp ályktanir, sem afhentar verða forseta Norðurlandaráðs sem og mennta- og fjármála- ráðherra. Samtökin sem til fundarins boða eru Stúdentaráð Háskóla íslands, Samband islenskra námsmanna erlendis og Bandalag islenskra sérskólanema. Á blaðamannafundi sem samtökin efndu til i gær greindu þeir Þorgeir Pálsson (SHl), Pétur Reimarsson (SÍNE) og Einar Birgir Steinþórs- son (BISN) frá þvi að eftirfarandi kröfur yrðu settar fram á fundinum: 1. að við Uthlutun aöallána nil i mars verði veitt 90% af lánsfjár- þörf námsmanna, 2. aö allar tekjur námsmanna dragist ekki frá reiknaðri fjár- þörf, 3. aö fleiri bekkjardeildir fram- haldsskóla fái aðild að Lána- sjóðnum en nil er. Fram kom á fundinum, aö fjár- málaráðuneytiö gerir ráð fyrir að 85% af fjárþörf námsmanna verði briluð nvlna viö vlthlutun f vor, en að 90% brilun fjárþarfar komi til framkvæmda við ilthlutun i haust. Lánasjóöurinn mun þurfa 6.4 miljaröa til að geta staöið við 85% lána á þessu ári, en ef gengið yröi aö öllum kröfum náms- manna yröi talan um 7.4 miljaröar. Það fór ekki fram hjá blaða- mönnum á fundinum, aö kosn- ingar til stUdentaráös eru i Háskólanum i næstu viku, þvi að fulltrUar ihaldsmanna i skólanum ruddust inn á fundinn og kröföust þess að fá aö taka til máls, og var tilgangur þeirra að reyna aö yfir- bjóða kröfur heildarsamtaka námsmanna. -þm. I Friðfinnur ólafsson: Mogg- * inn er ekki 1000 manna viröi. • Bióin i auglýsingastridi viö Morgunblaðid: ! Fær tífalt ! meira en önnur dagblöð I,,Þetta auglýsingastrið við Moggann er bUið að standa i 30 ár að ég held. NU er svo, . komið að hvert bló fyrir sig Iþarf að fá yfir 1000 manns á mánuði til þess að borga Mogganum einum saman og . við höldum að hann sé ekki 1 1000 manna viröi, Mogginn. Við borgum þeim tlfalt á við önnur dagblöð og vei það og . okkur finnst engin skynsemi II þessu.” Þetta sagöi Friöfinnur Ólafsson formaður Félags . kvikmyndahUsa er Þjóðvilj- Iinn ræddi stuttlega við hann i gær. Engar bióauglýsingar voru i Morgunblaöinu I gær ■ nema frá Gamla blói, sem Isagði sig Ur Félagi kvik- myndahUsa fyrir nokkrum árum. ■ „Ætlið þiö að halda þessu til streitu?” I„AÖ sjálfsögðu. Við erum bUnir að gera þeim mjög gott tilboö, aö þvi er viö teljum, , um aö borga þeim tvöfalt á Ivið hin blöðin, — og við verð- leggjum þá ekki hærra en það.” , Friöfinnur sagðist ekki Ihafa trU á þvi að Morgun- blaöið kæmist upp meö þetta, þar sem auglýsingar , kvikmyndahUsanna væru fyrst og fremst þjónusta við lesendur. „Morgunblaðið J glennir til dæmis siðu eftir I siðu fyrir sjónvarpið með I dagskrá, myndum og um- ' sögnum. Svo kemur bara J reikningur á hvert bió fyrir I 5-600 þUsund á mánuði,” I sagði Friöfinnur. „Og það þýöir ekkert að Ivera aö tala um Utbreiðslu Moggans Uti á lándi við okk- ur — við höfum ekkert meö . þaö aö gera hér,” sagöi hann , I að lokum. -eös | að i mörg ár hafa smábáta- eigendur i Reykjavik kvartað sáran yfir aðstöðuleysinu I vesturhiuta Reykjavlkurhafn- ar, þar sem þeir hafa sitt at- hafnasvæði. Vesturhöfnin er fyrir iöngu orðin of litil, og nú er búið að þrengja enn meira að þeim með uppfyllingu þeirri, sem Slippfélagið hefur látið gera og fyrirhugað er aö viö komi bryggja, sem veitir aö- stöðu til viögeröar á skipum. — Við munum reyna að leysa þetta með þvi aö koma upp flot- bryggjum, bæði i vesturhöfninni og eins við Ægisgarð. Við von- umst til að þaö dugi eitthvað, en okkur er fullkomlega ljóst hve þröngt er um smábátana i höfn- inni, sagði Gunnar B. Guð- mundsson hafnarstjóri i Reykjavik I samtali við Þjóð- viljann. Við inntum hann eftir þvi, hvað liði sameiginlegri aðstöðu til skipaviðgerða hjá Slippfélag- inu og Stálsmiðjunni, en þessi fyrirtæki standa hlið við hlið i vesturhöfninni og kvarta bæöi yfir aöstöðuleysinu. Gunnar sagði, aö fullkomið ósamkomu- lag rikti milli þessara fyrir- tækja um hvað þau vildu að þarna yröi gert. Nefndi hann sem dæmi, að á siðasta fundi hafnarstjórnar lágu fyrir bréf frá báöum þessum aöilum, þar sem nánast er fariö fram á af báðum aðilum að taka svæöi hins yfir. Frá vesturhöfninni. Enn þrengist um triliurnar, en reynt verður að bjarga málunum með flotbryggjum. Enn þrengist um smábátana í vesturhöfninni: Reynt að leysa máliði 'með flotbryggjum Ósamkomulag Slippfélagsins og Stálsmiðjunnar um athafnasvœði til viðgerða veldur vandrœðum Þar sem ljóst er, að til fram- búðar er viögerðarsvæðið þarna óviðunandi, inntum viö Gunnar eftir hvað til stæði i þessum efn- um. Sagði hann, að i áætluninni um Sundahöfn væri gert ráð fyrir fullkominni viðgerðaraö- stöðu og væri ákveðið aö Lands- smiðjan fengi þar aðstöðu til viðgerða. Þar er gert ráð fyrir skipalyftu á viðgerðarsvæðinu. Sundahafnarmáliö hefur legið niðri nú um hrið m.a. vegna stjórnarkreppunnar, en nú er ákveðið að taka upp viðræður hafnarstjórnar og iönaðarráðu- neytisins um fjármögnun fram- kvæmda i Sundahöfn. -S.dór 1 Sinfóniuhljómsveitin i kvöld: Flautukonsert fyrir Manúelu Manúela Wiesler er einleikari með Sinfónluhijómsveit islands I kvöld og leikur flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson: Evridls — konsert fyrir Manuelu og hljómsveit. Stjórnandi á tónleikunum er Páll P. Pálsson og önnur verk á dagskránni eru Sinfónia nr. 1 eftir Lutoslavsky og LeynibrUðkaupiö eftir Cimarosa. Óþarfi er aö kynna þau Pál Manuelu og Þorkel, svo mjög sem þau hafa komiö viö sögu i Islensku tónlistarlifi á undanförnum ár- um. En um verk sitt segir Þor- kell: „Þessi konsert varð til fyrir áeggjan Manuelu Wiesler og upp- örvun Páls P. Pálssonar. Heitiö bendir til þess, aö hér sé a^ ferð- inni enn ein „Musica rappresent- ativa” um alþekktu goösögnina og að þessu sinni frá sjónarhóli Evridisar. Ekki þarf aö rekja hér kunnan soguþráðinn. Reynt er að fylgja honum. Þar sem heimild- um sleppir, er Manuela eiginlega ein til frásagnar — og það gerir hún oröalaust”. Manuela Wiesler hefur undan- farið haldiö tónleika i Vin, London, Kaupmannahöfn, Stock- hólmi og Osló og m .a. lagt áherslu á aö kynna Islensk tónverk er- lendis. HUn hefur gert upptökur Manuela Wiesler — einleikarinn I kvöld. fyrir Utvarpsstöðvar I Sviþjóð, Noregi og Austurriki auk þess sem hún hefur haldiö fjölmarga tónleika hér heima, tekið upp fyrir sjónvarp og Utvarp og leikið inn á tvær plötur. A næstunni veröur Manuela einleikari með Filharmóniuhljómsveitunum i Osló og Stokkhólmi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.