Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. aprll 1980 'WÓÐVILJINN — SIÐA 5 45 höfundar gegn stjórn Launasjóðs rithöfunda: „Menn verða að vera áAlþýðubandalaginu’ r segir Baldur Oskarsson, talsmaður hópsins 45 rithöfundar hafa krafist þess að stjórn Launasjóðs rithöfunda segi af sér vegna þess að hún úthluti hæstu starfs- launum eftir flokkspóli- tískusjónarmiði. Hérerátt við þá höfunda sem fá níu mánaða eða sex mánaða starfslaun hjá sjóðnum. Isamtali við Þjóðviljann skýrði einn talsmaður þessa hóps, Bald- ur óskársson, svo frá, að hann liti svo á, að stjórn Rithöfundasjóðs hefði i reynd skipt Rithöfunda- sambandinu i tvo hópa. I báðum hópum væru ágætir höfundar, en i reynd væru menn valdir i tvo efstu hópa starfslauna aðeins úr öðrum hópnum, eða svo gott sem. Til að komast i þessa flokka, sagði Baldur, þurfa menn að upp- fylla tvö skilyrði: Að styðja núverandi formann Rithöfunda- sambandsins (Njörð P. Njarðvik) Og að vera i eða á Alþýðubanda- laginu. Annar talsmaður hópsins, Ingi- mar Erlendur Sigurðsson, kemst með svipuðum hætti að orðið i Visi — hann talar um menn sem séu „annaðhvort innani eða utaná Alþýðubandalaginu”. I bréfinu segir: Njörður P. Njarðvik, formaður Rithöfundasambandsins: JÞetta eru persónu- legar ofsóknir 5? Ég lit á þetta sem persónulegar ofsóknir, sagði Njörður P. Njarð- vik, formaður Rithöfundasam- bandsins, i samtali við Þjóövilj- ann i gær um bréf höfundanna 45. Það er verið að gefa I skyn að ákveðnir höfundar séu ómaklegir starfslauna vegna stjórnmála- skoðana sinna — en hvergi dregið i efa um hæfni þeirra sem rit- höfunda. Þessi krafa 45 höfunda um að stjórn Launasjóðs islenskra rit- höfunda segi af sér kemur mér nokkuð á óvart, sagði Njörður. A laugardag var haldinn aðal- fundur Rithöfundasambandsins, sem fer með æðsta vald þess. Þar hefði verið vettvangur til að leita eftir samþykki sambandsins við slika kröfugerð, þvi stjórn þess er vitaskuld bundin af aðalfundar- samþykktum. Engin slik tillaga kom fram þótt málið væri rætt. Tveim dögum siðar tekur hópur höfunda sig til, blæs málið út i fjölmiðlum — vonandi ekki til þess eins að eyðileggja þennan sjóð eða kljúfa Rithöfundasam- bandið. I lögum Rithöfunda- sambandsins er tekið fram, að það taki ekki þátt í baráttu stjórnmálaflokka, hlutist ekki til um stjórnmálaskoðanir, lista- stefnur eða trúarbrögð. Nú hefur það hinsvegar gerst, að gefið er i skyn að ákveðnir höfundar séu Framhald á bls. 13 Njörður: þeir sem hafa helgað sig ritstörfum. Sveinn Skorri Höskuldsson: „Fullkomlega út í hött” Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor sagði um bréf höfundanna 45: Þetta er fullkomlega út i hött og tilhæfulaust. Við höfum aldrei rætt um stjórnmálaskoðanir höfunda eða haft hliösjón af þeim. Sveinn Skorri á sæti i stjórn Launasjóðs rithöfunda ásamt Birni Teitssyni og Friðu Sigurðardóttur. Ég hefi í rauninni ekki mikið meira um þetta að segja, sagði Sveinn Skorri. Við höfum reglu- gerð að starfa eftir, okkur berast umsóknir, við reynum að meta það eftir fyrri verkum höfundar, hvort hann sé liklegur til að semja gott verk. Um 80 höfundar fengu núna starfslaun, en 62ekki af þeim sem um sóttu, og það er kannski von að þeir séu ekki ánægðir. Én þarna eru ýmis dæmi: einn þeirra sem mótmæla sótti t.d. um þriggja mánaða laun og fékk. En mjög margar umsóknir eru um niu mánuði og aðeins fjórir sem fá þau starfslaun. Þá er yfirleitt litið svo á að þeir sæki einnig um neðri flokkana, nema annað sé sérstakjega tekið fram. 1 slúðurdálki i Vísi i gær segir Sveinn Skorri: aldrei höfð hliö- sjón af stjórnmáiaskoðunum. að Friða Sigurðardóttir hafi „haft það i gegn” að Jakobinu, systur hennar, væri úthlutað starfs- launum. Þetta eru rakalaus ósannindi, Friða tók ekki þátt I afgreiðslu umsóknar Jakóblnu, sagði Sveinn Skorri að lokum. —áb Hverjir hafa fengið flest mánaðarlaun? í samtali við Þjóðviljann sagði formaður Rithöfunda- sambandsins, Njörður P. Njarðvik, að þeir menn hefðu fengið flest mánaðarlaun úr Launasjóði rithöfunda sem hefðu reynt að helga sig rit- störfum eingöngu. Til fróðleiks skal hér birtur listi yfir þá fimmtán höfunda sem flest mánaðarlaun hafa fengið úr sjóðnum þau fimm ár sem hann hefur starfað. Mánaðafjöldi á starfslaunum er þá innan sviga: Thór Vilhjálmsson (31), Vé- steinn Lúðviksson og Þorsteinn frá Hamri (27), Nina Björk Arnadóttir og Ölafur Haukur Simonarson (26), Pétur Gunn- arsson og Þorgeir Þorgeirsson (25), Einar Bragi (24), Guðbergur Bergsson og Ingi- mar Erlendur Sigurðsson (23), Guðmundur Danielsson og Jóhannes Helgi (22) Guðmundur Hagalin og Hannes Pétursson (21), Jón Óskar (20). Ingimar Erlendur var einn þeirra sem stóð að skjali höfundanna 45, en hefur ekki sett nafn sitt undir það. Jón Óskar skrifar undir það einnig, sem og Indriði G. Þorsteinsson. Indriði hefur fengið laun i 16 mánuði, þar af 12 mánaða laun hjá þeirri stjórn Launasjóðs sem nú starfar. —áb i eða „Við undirritaðir félagar I Rit- höfundasambandi Islands mót- mælum þvi gerræði stjórnar Launasjóðs rithöfunda að úthluta hæstu starfslaunum eftir flokks- pólitisku sjónarmiði. Þetta hefur stjórn launasjóðs nú gert annab árið i röð. Sama gildir að mestu um næsthæstu starfslaun. Fyrir- mynd slíkrar ráðsmennsku um listræn málefni verður ekki fundin nema hjá þjóðum, sem búa við íllræmt stjórnarfar, og þjónar þeim tilgangi einum að visa þeim frá ritstörfum, sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir. Fyrir þvi krefjumst við þess, að núverandi stjórn Launasjóðs rit- höfunda viki nú þegar, og að ráðgast verði innan rithöfunda- sambandsins um nýja stjórn launasjóös.” 1 ár fengu fjórir höfundar niu mánaða starfslaun. Þau eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ólafur Haukur Simonarson, Jakobina Sigurðardóttir og Svava Jakobs- dóttir. Sex mánaða laun fengu: Asa Sólveig, Böövar Guðmunds- son, Guðbergur Bergsson, Guðmundur Steinsson, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteins- son, Nina Björk Arnadóttir, Njörður P. Njarðvik, Pétur Gunnarsson, Thor Vilhjálmsson, Þorgeir Þorgeirsson og Þorsteinn frá Hamri. Alls eru þetta 16 höfundar og tiu þeirra voru i efstu flokkum i fyrra einnig. Undirskriftamenn kenna um Baldur óskarsson: stjórnin skiptir rithöfundum i tvo hópa. pólitiskri einsýni en abrir segja, að I efstu flokkum hafi verið fyrst og fremst menn sem reyni að helga sig ritstörfum alfariö og hafi sýnt fram á getu sina til þessa. Óánægja með úthlutun rit- höfundafjár hefur brotist út með ýmsum hætti áður. Fyrir utan hefðbundnar pólitiskar ákúrur hafa ýmsir höfundar viðrað það sjónarmið, að best sé aö rit- höfundapeningum sé skipt sem jafnast milli meðlima rithöfunda- sambandsins, eða þeir eins og látnir ganga hringinn. Þeir sem undir ofangreint mót- mælaskjal skrifa eru næsta sundurleitur hópur. Þar eru Dagur Sigurðarson og Davið Oddsson, Hilmar Jónsson og Ind- riði G. Þorsteinsson, Jón óskar og Kristmann Guðmundsson, - Ólafur Ormsson og Pjetur Haf- stein, Snjólaug Bragadóttir og Þorsteinn Thorarensen, Elias Mar og Erlendur Jónsson. —áb 1. maí-kaffi Alþýðubandalagið i Kópavogi efnir til fagnaðar 1. mai h.k. i Þinghól. Húsið verður opnað kl. 15 Ávarp: Benedikt Daviðsson Baráttusöngvar: Bergþóra Arnadóttir. Gott kaffi verður á boðstólum. Allir velkomnir Stjórn ABK Lyfjatæknaskóli Islands auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir næsta skólaár. Umsækjandi skal ekki vera yngri en 17 ára og hafa lokið gagnfræða- prófi eða hliðstæðu prófi. Með umsókn skal fylgja eftirfarandi: 1) Staðfest afrit af prófskirteini. 2) Læknisvottorð. 3) Berklavottorð. 4) Sakavottorð. 5) Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda. Umsóknarfrestur er til 27. júni. Umsóknir sendist til: Lyfjatæknaskóla islands Suðurlandsbraut 6. 105 Reykjavik. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.