Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 16
Múmu/m Þriðjudagur 29. april 1980 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L'tan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum simum :.Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hegt aö ná í afgreiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsimi afgreiðslu 81663 Stjórn Flugleiða situr viö hábor&lö en Slguröur Helgason er f rsðustói. F.v. Sigurgeir Jónsson, Halldór H. Jónsson, Kristinn Qjsen, Bergur G. Gisiason, Kristján Guölaugsson fundarstjóri, ör'ii Johnsen, Alfreö Elfasson, óttar Möller, Grétar Br. KrisÖþinsson og Leifur Magnússon fundarritari. (Ljósm.: gel) Stjórn Flugleiða endurkjörin Fjórir menn áttu aö ganga dr stjórn Flugleiöa á aöal- fundinum f gær en þeir voru allir endurkjörnir. Tillaga kom um 2 aöra, þau Kristjönu Miilu Thorsteinsson viöskipta- fræöing (konu Alfreös Elfas- sonar) og Ólaf Agnar Jónas- son flugvélstjóra hjá Flugleiö- um (áöur hjá Loftleiðum) en þau voru felld meö miklu at- kvæðamagni, Eins og kunnugt er hafa hlutafjáreigendur atkvæöis- rétt i hlutfalli viö eign slna. Viö kjöriö fékk Kristinn Olsen atkvæöi eigenda 17.4 milj. kr. hlutafjár, Grétar Br. Kristjánsson (Guölaugssonar) 17.3 milj.kr., Halldór H. Jóns- son 14.5 milj. kr., Bergur G. Gislason 14.4 milj. kr., Kristjana Milla fékk atkvæöi eigenda 3.1 milj. kr og Ólafur Agnar 2.8 milj. kr., Aörirí aöalstjórn eru Alfreö Elíasson, óttar Möller, Siguröur Helgason, Sigurgeir Jónsson og Orn ó. Johnson. í varastjórn voru endurkjömir Dagfinnur Stefánsson, Einar Amason og ölafur ó. Johnson. A ðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Halldór hafði Tómas Um helgina var Halldór Asgrfmsson alþingismaöur kjör- inn varaformaöur Framsóknar- flokksins f staö Einars Agdsts- sonar sem nd er sendiherra tsiands f Kaupmannahöfn. Tómas Amason viöskiptaráöherra mun hafa haft hug á embætti varafor- manns pg aörir viljaö tefla fram Jóni Helgasyni forseta Samein- aös þings. Halldór Asgrimsson haföi fylgi yngri manna á aöal- fundi miöstjórnar og sótti máliö fast. Þótti ijóst aö hann myndi fara meö sigur af hólmi i kosningu og haföi Tómas Arnason sig þá ekki f frammi. t óbundinni kosningu haföi Halldór yfirgnæf- andi meirihluta atkvæöa yfir Jon Heigason. Ekki fjölgar þvf bændum I æöstu stjórn Fram- sóknarflokksins. Stjórn Framsóknarflokksins skipa aö öðru leyti Steingrimur Hermannsson formaöur, Tómas Amason ritari Guömundur G. Þórarinsson gjaldkeri, Ragn- og Jón heiöur Sveinbjörnsdóttir vara- ritari og Haukur Ingibergsson varagjaldkeri. I niu manna framkvæmda- stjórn sitja ólafur Jóhannes- son, Eysteinn Jónsson, Erlendur Einarsson, Hákon Sigurgrlms- son, Heigi Bergs, Jónas Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Ragn- heiöur Sveinbjörnsdóttir og Hákon Hakonarson. Varamenn eru Jón Helgason, Geröur Stein- þórsdóttir og Guömundur Bjamason. t blaöstjóm Timans voru kosnir Steingrimur Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Pétur Einarsson, Haukur Ingibergsson, Geir Magndsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigrdn Sturludóttir, Magnds Bjarnfreðsson og Halldór Asgrlmsson. Varamenn em Leó Löve og Hákon Sigurgrlmsson. Aöalfundur miöstjórnar Fram- sóknarflokksins samþykkti Itar- lega stjórnmálayfirlýsingu og ályktun um orkumál. —ekh Iðnverkafólk um hlutfallskosningafrum varpið: Óþolandi afskipti af innri málum 4. þing Landssambands iön- verkafólks sem haldið var um sl. helgi ályktaöi ma. um frumvarp um hlutfallskosningar sem lagt hefur veriö fram á alþingi og segir I ályktuninni, aö þaö sé „óþolandiafskipti af innri málum verkalýössamtakanna, auk þess sem þaö myndi auka pólitíska sundmngu innan verkalýösfélag- anna ef aö lögum yröi og gera þau óhæfari til aö gegna hlutverki sinu I þágu vinnandi fólks.” Mót- mælti þingiö frumvarpinu mjög eindregiö og skoraöi á alþingi aö fella þaö. Froskmaður drukknaði Gunnar K.W. Mosty, 36 ára gamall Reykvikingur* drukknaöi sl. laugardag er hann var aö æfa sig I köfun f Straumsvfk I frosk- mannabdningi. Gunnar var þarna ásamt öör- um manni, sem var aö kenna hon- um forskmannsköfun. Höföu þeir veriö aö kafá I fjömnni en færöu sig Ut á 20 feta dýpi. Þá tók kenn- arinn eftir þvl aö eitthvaö var aö hjá Gunnari sem flaut upp á yfir- boröiö. Þegar kennarinn náöi honum kom I ljós aö Gunnar haföi misst froskmannsgrimuna og var meö andlitiö á kafi I sjó. Llfgunartilraunir báru engan árangur og var hann talinn látinn þegar sjdkrabifreiö kom á staö- inn. Gunnar K.W. Mosty var eins og áöur segir 36 ára gamall til heimilis aö Vesturbergi 128 I Reykjavlk. -S.dór Glundroði og geð- þóttaákyarðamr einkenna rekstur Flugleiða, sagði Kristjana Thorsteinsson Geysihörö gagnrýni á stjórn Flugleiöa kom fram I ræöu Kristjönu Millu Thorsteinsson á aöalfundi Flugleiöa i gær en hdn er eiginkona Alfreös Elfassonar fyrrum forstjóra félagsins og nd- verandi stjórnarmanns. Varpaöi hún fram 10 spurningum til stjórnarinnar en þeim var ekki svaraö efnislega á fundinum og hún þess I staö beöin um aö senda þær skriflegar og þá fengi hún skrifleg svör seinna. Kristjana Milla sagöi aö féiagiö heföi oröiö æ stefnulausara eftir aö Siguröur Helgason varö for- stjóri þess. Sagðist hún ekki draga 1 efa allan þann utanaö- komandi vanda sem steöjaöi aö félaginu en viðbrögöin viö honum heföu komiö alltof seint. Hún nefndi sem dæmi um stjórnleysiö aö starfsmönnum heföi veriö sagt upp eftir happa og glappa aöferöinni en ekkert tekiö tillit til hagkvæmni. Göml- um og reyndum starfsmönnum heföi I mörgum tilfellum annaö- hvort veriö ýtt til hliðar eöa sagt upp en nýir menn settir I þeirra störf sem nú heita eitthvaö allt annaö I nafni endurskipulagning- ar. Hún sagöi aö ákvöröun um kaup á Boeing 727-200 heföu veriö látin standa þrátt fyrir hag- kvæmari vélar á markaönum. Spurningar sem Kristjana Milla setti fram á fundinum en ekki var svaraö eru þessar: 1. Hver er orsök þess aö beinn flugrekstur hefur hækkaö um 134% þó aö olluhækkun hafi ekki á sama tfma farið fram úr 75% og hvernig sundurliöast hann? 2. Hversu mikill hluti af beinum flugrekstrarkostnaöi veröur elds- neytiskostnaöur á nýju 727-200 vélinni og hver er hann á DC-8 á sömu leiö? 3. Hver er tiltölulegur kostnaö- ur á farþega nú þegar sameining félaganna á aö vera farin aö sýna hagkvæmni sina samanboriö viö þaö sem áöur var? 4. Hvaöa aörar fjárfestingar stóöu til boöa þegar tlan var keypt og voru þær reiknaöar út? Var ekki gert ráö fyrir eldsney tis- kostnaöi og ööru I útreikningum um tluna? Þó aö leigukaupin á tiunni hafi ekki veriö gerö á s.l. ári er samt tlmabært aö spyrja þessara spurninga nú þar sem hún kom ekki inn I reksturinn fyrr en á s.l. ári. 5. Mikiö er talaö um þaö I sam- bandi viö nýju 727-200 vélina að hún geti ekki tekið vöruflutninga I farþegarými. Telur stjórnin þetta löst eöa kost I vélinni miöaö viö þaö aö mjög þykir hagkvæmt aö nýta ónotaö farþegarými til vöru- flutninga? 6. Hafa veriö geröar nokkrar áætlanir um þaö aö setja á fót sterka deild til aö afla félaginu aukinna tekna af leiguflugi eins og t.d pilagrlmaflugi? 7. Hvenær var önnur flugvél Arnarflugs leigö til Flugleiöa fyrir næsta sumar og til hvers meöan félagiö getur ekki selt vél- ar sem þaö þarf ekki á aö halda? 8. Hafa veriö geröar nokkrar athuganir eöa áætlanir um hvern- ig mætti best sameina og sam- ræma flugflota félagsins? Þaö virðist allt heldur stefná I meiri fjölbreytni en sameiningu. 9. Hvernig stendur á þvi aö maöur sem er hvorki stjórnarmaöur né starfsmaöur félagsins situr alla stjórnarfundi félagsins sem ritari stjórnarinnar og hvaöan hefur hann fengiö um- boö til þess? Ætla mætti aö stjórnarmenn gætu sjálfir annast ritarastörf eöa aö öörum kosti fengiö til þess hæfan mann hjá félaginu sjálfu. 10. A hvaöa forsendum voru öll umboö hluthafa frá s.l. ári gerö ógild og hvar er heimild I lögum eöa samþykkt til slíks? Þess skal aö lokum getiö aö umræddur ritari stjórnar mun vera Axel Einarsson. Kristjana Milla Thorsteinsson fór fram á þaö er ljóst var aö hún fengi ekki svör viö þessum spurningum á fundinum aö afrit af skriflegum svörum yröi sent öllum hluthöf- um. -GFr Aöaifundurinn fór fram I kristalsal Hótels Loftleiöa en hluti fundar- manna fylgdist meö ræöumönnum á sjónvarpsskermi fram á gangi (Ljósm.:gel) Hlutafé Fiskeldis hf. 104,5 miljónir Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri var á fyrsta stjórnarfundi Fisk- eldis hf., kjörinn formaöur hluta- félagsstjórnarinnar, en á stofn- fundi reyndust hlutafjflrloforö 622ja hluthafa nema 104 Cniijón- um og 500 þdsundum króna. A stofnfundinum sem haldinn var 17. aprfl 8.1. var kjörin stjórn og varastjórn félagsins. 1 aöal- stjórn voru kjörnir auk Jóns Gauta þeir Jón Friöjónsson, rekstrarhagfræöingur, varafor- maöur stjórnarinnar, Arni ólafur Lárusson, framkvæmdastjóri, ritari stjórnarinnar, Bjarni Aöal- geirsson, bæjarstjóri, Eyjólfur Friögeirsson, fiskifræöingur, Hilmar Helgason stórkaupmaöur og Jakob V. Hafstein framkvæmdastjóri. 1 varastjórn voru kjörnir Skdli Johnsen, borgarlæknir, Ingi- mundur Konráösson, fram- kvæmdastjóri, Pétur Rafnsson, forstjóri, og Snorri Pétursson, tæknifræöingur. Endurskoöendur félagsins voru kjörnir Þorsteinn Haraldsson lögg. endurskoöandi og Sighvatur Eiriksson, tækni- fræðingur. Jón G. Gunnlaugsson viöskipta- fræöingur hefur veriö ráöinn framkvæmdastjóri félagsins og mun hann hefja störf 1. mai. Er nú veriö aö leita aö skrifstofuhús- næöi. Samþykkt var á fyrsta stjórnarfundi aö varamenn sætu stjórnarfundi alla og tækju virkan þátt f stjórnun félagsins. -AI 1. maí í Reykjavík iHefðbundin dagskráj I ■ i ■ I ■ I i i ■ I ■ L Dagskrá 1. mai hátiðahald- anna I Reykjavik verður meö heföbundnum hætti en aö göngu og dtifundi verkalýðsins f Reykjavik standa Fulltrdaráö verkalýösfélaganna, BSRB og Iðnnemasamband tslands. i 1. mai ávarpi Fulltrúaráösins, sem samstaða náöist um, kemur fram aö þolinmæöi verkafóiks er á þrotum og knýja veröur atvinnufekendur til samninga um hógværar kröfur samtakanna um aukinn kaup- mátt og aukin félagsleg réttindi. Safnast verður saman á Hlemmtorgi kl. 13.30 og gengiö Samstaöa náöist um 1. maí ávarp þaöan kl. 14 undir kröfum dags- ins niöurá Lækjartorg, þar sem útifundurveröur haldinn. Avörp flýtja Asmundur Stefánsson, framkv æmdastjóri ASl, Guömundur Arni Sigurösson, varaformaöur INSt, Kristfn Try ggvadóttir, fræöslufulltrui BSRB, Kristján Ottósson.blikk- smiöurog Þorlákur Kristinsson, frá baráttuhópi farandverka- fólks. Fundarstjdri verður Thorvaid Imsiand. í kröfugöngunni leika LUÖra- ■ sveit verkalýösins og Lúöra- | sveitin Svanur en milli stuttra ■ ávarpa flytur Bubbi Morthens I baráttulög og söngsveit syngur. " Þá opnar Listaskáli alþýöu yfir- ■ litssýningu á verkum Glsla ■ Jónssonar á 1. mal. 8 manna 1. mal nefnd Full- | trúardös verkalýösfélaganna ■ hefur aö venju undirbúiö hátlöa- | höldin og er Kári Kristjánsson m húsgagnasmiöur formaöur g hennar. Farmanna- og fiskimanna- Z sambandiö hafnaöi þátttöku I I hátlöahöldunum. —A^j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.