Þjóðviljinn - 17.08.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Tollfrjáls svæði taki við af Hong Kong Kínverjar veita erlendum kapítalistum miklar ívilnanir Kínverjar gera nú allt hvað þeir getatil að lokka fjársterk fyrir- tæki til að fjárfesta í Kína. Þeim þykir enn ekki nóg að gert í að opna landið fyrir erlendu fjár- magni og tæknikunnáttu sem stenst kínverskar kröfur og á árabilinu 1983-85 bjóða þeir útlendingum upþ á sérdeilis hagstæðaskilmála-niðurfell- ingu skatta og önnur skattfríð- indi, tekjur af útleigu á tækja- búnaði og tekjur af lánum. Einn liður í þessari viðleitni er að stofna tollfrjáls svæði víðs vegar um Kína. Þau eru fjögur alls og eiga einkum að höfða til iðnjöfra í Hong Kong og portúgölsku ný- lendunni Macao með nýjum og lítt hefðbundnum möguleikum til fjár- festingar. Kínverska stjórnin vill með þessum svæðum láta reyna á vilja og getu peningamanna í Hong Kong til að vinna með kínverska ríkinu og í kínversku samfélagi. Útkoman úr þessum tilraunum hlýtur að gefa vísbendingu um hvernig það reynist að krulla saman hinum frjálsa markaði í Hong Kong og áætlanakerfinu í Kína og með hverjum hætti Hong Kong verður eftir 1997, þegar það á að sameinast Kína. Samningaþóf Það var í fyrra að samningarnir um sameiningu Kína og Hong Kong hófust og var ítrasta leynd höfð á öllu þar - hins vegar bendir ýmislegt til að þeir gangi heldur stirðlega. Heimildir í Hong Kong staðhæfa að Kínverjar hafi hafnað tilmælum Breta um að framlengja samning þann sem í gildi er um Hong Kong og krefjist yfirráða á Hong Kong eftir 1997. Kínverskir ráðamenn tala reyndar um að Bret- ar dragi sig út úr Hong Kong smám saman og að greiddar verði skaða- bætur. Þeir óttast þannig sýnilega mikinn fjármagnsflótta og hann vilja þeir fyrir alla muni stöðva bæði með því að greiða peninga- furstum í Hong Kong skaðabætur og að stofna umrædd tollfrjáls svæði. Reynsla frá Shenzen Eitt af þessum svæðum er í Shenzen og þar hefur nú verið boðið upp á enn meiri vildarkjör en tíðkast annars staðar í Kína í kjöl- far þess að fjárhöldar hafa heldur dregið úr fjárfestingum þar vegna óvissunnar um afdrif Hong Kong. Kínverrsk yfirvöld hafa brugðist við þessari deyfð á svæðinu með því að rýmka enn frekar reglur um skatta og gjöld af jörðum og m.a.s. hafa þau talað um að fella þau að öllu leyti niður í einstökum til- fellum. Shenzen átti í fyrstu einungis að vera útflutningssvæði - þær vörur sem framleiddar yrðu þar átti að flytja út til Hong Kong eða lengra á heimsmarkaðinn. Ekki virðist það hafa gengið því vörur af svæðinu, sem ýmist er bara í eigu útlendinga eða Kínverja og útlendinga, má nú selja í Kína einnig, svo fremi þær séu ekki í samkeppni við sam- svarandi kínverskar vörur. Þannig hefur útlenskum fyrirtækjum tekist að koma sér inn á kínverskan markað. Feikilegt fjármagn hefur streymt til Shenzen, bæði frá Kína og Hong Kong þannig að efnahagsleg fram- tíð svæðisins virðist trygg. En það er kannski ekki mikið meira: svæðið hefur enn ekki fært Kína nein ósköp af gjaldeyri og hagn- aðurinn er enn sem komið er eng- inn - hvorki hjá Kínverjum né út- lensku fyrirtækjunum. Og því eru allar þessar ívilnanir. Þær hafa vitaskuld vakið deilur og umræður meðal kínverskra ráða- manna, því ekki samræmist svona hátterni fyllilega kórréttri efna- hagsstefnu og hugsun Maos. En nú virðist einhugur ríkja um viðreisn í Shenzen, andstaðan gegn svæðinu virðist hafa verið barin niður - um sinn alltént. Formaðurinn Hu Yao- bang var í yfirreið á svæðinu fyrir skemmstu og sagði þá m.a.: „Það er nausynlegt að meðhöndla ný og sérstök verkefni á sérstakan máta, við megum ekki hvika frá afstöðu okkar og við verðum að þróa fram ótal nýjar leiðir í vinnutilhögun.'" Eyjan Hainan Slík er hugsun formannsins og það sýnist alveg ljóst að kínverskir ráðamenn telja tollfrjálsu svæðin hafa hlutverki að gegna í því að færa efnahagskerfi Kína fram til nútímans. Þeir hafa á prjónunum að fjölga tollfrjálsu svæðunum - gera Shanghæ að þvílíku svæði og búa til úr svonefndri „Fjársjóðsey" efnahagslega aflstöð fyrir Suðaustur-Asíu. Þessi eyja sem þjóðtrúin telur fulla af fjársjóðum heitir Hainan og er feikilega rík af auðlindum og liggur skammt frá Hanoi. Vegna þessarar hernaðar- legu stöðu hefur hún verið lokuð útlendingum fram á síðustu ár. Á eynni hefur gætt efnahagslegrar kyrrstöðu allt frá frelsuninni 1949. En nú á að fara að grafa eftir fjár- sjóðunum og menn þykjast sjá fram á að útlendingum verði boðin þar aðstaða á hálfu meiri vildar- kjörum en í Shenzen: til stendur að iðnvæða þar allt af djöfulmóði og nýta auðlindirnar og hún á einnig að verða alþjóðleg túristaparadís eins og t.d. Hawai. Þannig reyna kínverskir ráða- menn að iðnvæðast með ýmsum hætti. Þessi tollfrjálsu svæði eiga að taka við af Hong Kong og gera Kín- verja minna háða henni um öflun gjaldeyris. Hong Kong verður þannig e.t.v. ekki eins mikilvæg efnahagslega í framtíðinni og nú er. (-gat endursagði úr lnformation) »*♦*♦<» <y,Á.Á xx.jcj'*.*. ******** * *■* fe jt x « * **«<***« «»«***** W*W9«>ý#X<4r- ******** *««•»*«*« i »«*••*< : iíííiííí sagúfpi ■iiitf........' „Lýðræði Chile til handa“, „Refsum morðingjunum“ stendur m.a. á mótmælaborðum sem bornir hafa verið um verkamannahverfi Santiago undanfarna daga. Atburðirnir í Chile: Tugir manna voru skotnir Mikil alda mótmæla gegn herforingjastjórninni Um þaö bil þrjátíu manns hafa verið myrtir af lögreglu og her- mönnumímiklum mótmælaaögeröum sem kvöld eftir kvöld hafa gengiö yfir Santiago, höfuöborg Chile. Mestur er baráttuhugurinn og reiöin í ýmsum fátækrahverfum borgarinnar og kemurfyrirekki þótt átján þúsund hermönnum og lögreglumönnum hafi verið boöiö út og þeir skjóti óspart úr vatnsfallbyssum, sáldri táragashandsprengjum í öll húsasund og beiti byssum Sínum hvenær sem til meiriháttar átaka kemur. „Svona er þetta um öll úthverfi Santiago nú, - fólk hefur fengið nóg og meira en það“ - þetta eru ummæli sem erlendir blaðamenn fá að heyra um þessar mundir. Eða heróp á borð við: „Gleymum ótt- anum! Við viljum lýðræði strax“. Margar ástæður liggja til þessara öflugu mótmælaaðgerða gegn her- foringjaklíku Pinochets forseta, sem rændi völdum fyrir tíu árum. Efnahagsskipan sú, sem hann kom á að bandarískri fyrirmynd, er í rústum, atvinnuleysi gífurlegt og það djúp vaxandi sem staðfest er milli ríkra og fátækra. Fyrr á árinu hefur komið til mótmælafunda og verkfalla sem stjórnin hefur svaráð með fjöldahandtökum og útlegðar- dómum og öðru verra. Um leið og andóf er kveðið niður með hörku hefur stjórnin þóst vilja opna samninga við pólitíska flokka, ekki síst Kristilega demókrata, en for- ingjar hans hafa að undanförnu mátt sæta handtökum og öðrum kárínum, þótt ekki sitji þeir í sama báti og hinir bönnuðu flokkar verkalýðshreyfingarinnar. Misheppnuð „snyrting“ Pinochet hefur í þessum tilgangi gert ýmsar breytingar á stjórn sinni, látið óbreytta borgara korna í stað herforingja og þar fram eftir götum. Þetta á að „lyfta andlitinu“ svo notað sé mál fegrunarfræðinga, og freista stjórnmálamanna, að minnsta kosti miðjumanna, til viðræðna við ríkisstjórnina. En stjórnarandstaðan telur, að þessar tilraunir Pinochets komi of seint fyrir hann. Bæði er, að fáir munu nú kæra sig.um að eiga aðild að því að reyna að bjarga þrotabúi her- foringjastjórnarinnar og fram- lengja þar með ævidaga hennar. Og svo hefur Pinochet reynt að gera tvennt í senn: hefja viðræður við suma stjórnarandstæðinga - um leið og her og lögreglu er beitt án miskunnar til að kveða niður verkföll og hverskyns mótmæla - fundi. Einn af foringjum Kristilegra demókrata telur það lágmarks- kröfu að gefið verði fyrirheit um frjálsar kosningar innan átján mán- aða. En sem fyrr segir: atburðir síðustu daga hafa beint þróun inn á farveg sent þeir, sem fara með byssur, kylfur og táragas í Chile, ráða ekki hvert stefnir. - ÁB Pinochet reynir tvennt í senn: að skelfa menn með bryndrekuin og táragasi og brosa framan í borgaralega stjórnarandstöðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.