Þjóðviljinn - 17.08.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.08.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. ágúst 1983 Reykjavíkurvika Dagskrá í Gerðu- bergi, tónleikar á Kjarvalsstöðum Á Reykjavíkurvikunni verður í kvöld kl. 20.30 boðið upp á dagskrá í Gerðubergi þar sem flutt verða Ijóð og lög um Reykjavík fyrr og nú og á Kjarvalsstöðum eru tónleikar kl. 21.00 þar sem fram kemur ungt fólk. í Gerðubergi eru það Anna Ein- arsdóttir, Emil Guðmundsson, Valgeir Skagfjörð og Þórunn Páls- dóttir sem koma fram undir stjórn Helgu Bachmann. Á tónleikunum á Kjarvalsstöðum leika og syngja Áshildur Haraldsdóttir, Haukur Tómasson, Elísabet F. Eiríkssdótt- ir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Nína Margrét Grímsdóttir, Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir og Laufey Sigurðardóttir. Auk þessa er ýmislegt fleira á seiði í dag: fiskur á Lækjartorgi, sýningar í Árbæjarsafni, Gerðu- bergi og á Karvalsstöðum og kynn- ing á Borgarbókasafni, Umferðar- deild og Vatnsveitunni verður áfram. Vatnsveitunni geta menn kynnst undir leiðsögn Þórodds Th. Sigurðssonar kl. 16.00, Borgar- bókasafnið verður með bókakynn- ingar í útibúum sínum og í Gerðu- bergi og Kjarvalsstöðum og um- ferðardeildin er alltaf opin fyrir áhugamenn. -gat Borgarbókasafnið er 60 ára um þessar mundir og í dag eru útibúin opin. Sýning og dagskrá um stærðfræðikennslu Dagana 20. - 24. júní s.l. var haldin að Flúðum ráðstefna stærðfræðikennara frá Norður- löndum og sóttu hana rúmlega 30 kennarar frá Danmörku, Finn- landi, Svíþjóð og Islandi. I tengsl- um við ráðstefnuna var haldin sýn- ing á náms- og hjálpargögnum í stærðfræðikennslu í kcnnslu- miðstöð Námsgagnastofnunar að Laugavegi 166 í Reykjavík. Sýningin vakti óskipta athygli og hefur því verið ákveðið að fram- lengja hana til 2. september. Verð- ur hún opin mánudaga til föstu- daga frá kl. 13.00 - 18.00 og á öðr- um tímum eftir samkomulagi. Á sýningunni eru sýnishorn af nýju námsefni í stærðfræði frá um 20 útgefendum í Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð en hinir erlendu þátttakendur á ráðstefnunni útveg- uðu það efni. Þá er á sýningunni gamalt og nýtt innlent námsefni, margvísleg hjálpargögn, einkunt fyrir nemendur á grunnskólastigi, t.d. námspil, rökleikir og þrautir, auk hvers konar verkefna, hand- bóka og kennslutækja. Þá má nefna sýnishorn af verkefnavinnu nemenda í dönskum og sænskum skólum sem vakið hafa sérstaka at- hygli sýningargesta. Hér er um að ræða kjörið tæki- færi fyrir kennara og aðra áhuga- menn til að fylgjast með nýjungum á sviði stærðfræðikennslu og ekki síður til að undirbúa vetrarstarfið. í tengslum við sýninguna verður nú í ágúst efnt til sérstakrar dag- skrár fyrir stærðfræðikennara í kennslumiðstöðinni. Haldin verða tvö vinnukvöld um efnið: Hvernig nýtum við umhverfi og áhuga nem- enda í stærðfræðikennslunni? Hvernig nýtist stærðfræðin í lífinu? Fyrri fundurinn verður miðviku- daginn 24. ágúst, kl. 20.00-22.30 og er hann einkum ætlaður kennur- um 1. - 4. bekkjar. Leiðbeinandi verður Guðný Helga Gunnars- dóttir kennari. Seinni fundurinn verður fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.00 - 22.30 og er hann einkum ætlaður kennurum 5. - 9. bekkjar. Aðalleiðbeinandi verður Anna Kristjánsdóttir lektor. Mánudagginn 29. ágúst frá kl. 13.00 - 18.30 og 20.00 - 22.00 gefst kennurum 5. - 9. bekkjar kostur á að koma í kennslumiðstöðina til að vinna að verkefnagerð í stærðfræði undir leiðsögn þeirra Önnu Krist- jánsdóttur lektors og Kristjáns Guðjónssonar námstjóra. Þriðju- daginn 30. ágúst á sama tíma munu Guðný Helga Gunnarsdóttir og Kristján Guðjónsson námstjóri leiðbeina kennurum 1.-4. bekkjar um verkefnagerð. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Keflavíkur: Fundur fimmtudag 18/8 kl. 20,30 í húsi Stangveiðifélagsins við Suðurgötu. - Félgar fjölmennið. Varhugaverður gaslyftibúnaður Vinnueftirlitið bannar stóla með ákveðnum búnaði Vaktmaður á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í byrjun þessa mánaðar, að skrifstofustóll brotnaði og datt maðurinn aftur fyrir sig í gólfið. Um leið skaust stimpill úr hólk gaslyftibúnaðar, sem í stólnum var, með verulegu afli í loft herbergisins. Vinnueftirlit ríkisins rannsakaði óhapp þetta og hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu um málið. Vinnueftirlitið telur, að ástæða óhappsins eigi sér rætur í því, að fyrirtækið, sem flytur inn stóla þessa, hafi notað gaslyftibúnað, sem henti ekki þessum stólum. Þessi gaslyftibúnaður sé gerður fyrir stóla með fastri setu, sem ekki sé hægt að velta þegar setið er í stólnum. Stóllinn, sem vaktmaður- inn hvíldi botninn á, var hins vegar þannig, að hægt var að halla hon- um aftur. Vinnueftirlitið hefur nú lagt bann við notkun þessara gashólka í stóla með veltanlegri setu. Jafn- framt gerir Vinnueftirlitið þá kröfu til viðkomandi framleiðanda, að hann innkalli og geri breytingar á þeint stólum, sem seldir hafa verið með þessum búnaði, þannig að ekki stafi lengur af þeim slysa- hætta. í fréttatilkynningu Vinnu- eftirlitsins er þess' jafnframt getið, að ekki sé kunnugt um, að hætta Stóllinn sem brotnaði undan vakt- manninum á Litla Hrauni. Mesta mildi var að ekki hlaust stórskaði af. (Ljósm. Vinnueftirlit ríkisins.) stafi af gaslyftibúnaði stóla, sem ekki er hægt að velta. { fréttaktilkynningu Vinnueftir- litsins kemur ekki fram, hvaða framleiðandi hefur látið frá sér stóla af ofangreindu tagi. Við höf- um hins vegar áreiðanlegar heim- ildir fyrir því, að Stáliðjan og Gamla kompaníið hafi breytt gas- lyftibúnaði stóla sem hægt er að velta, en væntanlega afturkalla fyrirtækin stóla af þessu tagi eftir þetta bann Vinnueftirlitsins. ast Rokkferð með Eddunni á nœststœrstu rokkhátíð Breta Á miðnætti í kvöld, miðvikudag fer Eddan einn ganginn enn fr; Reykjavík til Bretlands og Þýska lands. Með þessari ferð verðui hópur sem ætlar á Donintonrokk hátíðina í Englandi, þann 20. ágúsi næstkomandi. Hér er um að ræð; næststærstu rokkhátíð Breta ái hvert, 8-9 klukkustunda langa, þai sem fram koma sex þekktar rokk- hljómsveitir og listamenn: Whit- esnake, Meatloaf, ZZ Top, Twist- ed Sister, Dio og Diamond Head. Stórhljómsveitin Whitesnake ei aðalnúmer dagsins. í Whitesnake eru heimskunnir og rótgrónii þungarokkarar.m.a. tveir fyrrum meðlimir Deep Purple. Meatloaf - kjöttröllið sjálft - ei enn í fullu fjöri. Hann hefur á undanförnum árum átt miklum vinsældum að fagna - jafnt héi heima sem erlendis - og þótt hann hafi ekki verið ýkja áberandi undanfarna mánuði er hann enn i fullu fjöri. Hróður bandaríska suðurríkja- tríósins ZZ Top hefur ekki borist mjög víða hérlendis, en það á sér tryggan fylgismannahóp. Síðasta plata ZZ Top, Eliminator, var aí gagnrýnendum talin þeirra besta frá upphafi. Twisted Sister er enn ein hljóm- sveitin, sem treður upp í Doninton. Þessi fimm manna sveit Banda- ríkjamanna hefur þotið með ör- skotshraða upp á stjörnhiminn þungarokkaranna, sér í lagi í Bret- landi, á undanförnum mánuðum. Flenni hefur m.a. verið lýst sem arftáka Kiss, en tónlistin er hrátt og óheflað keyrslurokk. Dio nefnist ný hljómsveit hins kunna rokksöngvara Ronnies Jam- es Dio. Hann var síðast í Black Sabbath, en var m.a. í uppruna- legri útgáfu Rainbow, hljómsveitar Ritchies Blackmore. Dio hefur í mörg ár verið talinn einn þriggja bestu þungarokksöngvara Breta og er nýútkomin plata með honum, Holy Diver. Enska hljómsveitin Diamond Head er ein þeirra sveita, sem enn hefur ekki náð að brjótast í gegn- um skurnina og inn í stjörnuheim- inn, en því er spáð að stutt sé í það. Diamond Head Ieikur keyrslurokk af bestu gerð og það er einmitt sú tegund tónlistar, sem verður aðals- merki Doninton-hátíðarinnar. Hér er því kjörið tækifæri fyrir unnen- dur þungarokksins að skella sér með Eddunni í kvöld og á hljóm- leikana á laugardag. Fararstjórar verða Pétur Krist- jánsson, framkv.stj. Steinars h.f., og Sigurður Sverrisson, blaðamað- ur. Guðmundur Ingólfsson píanó- leikari mun skemmta gestum um borð, en auk hans munu koma fram rokkararnir Eiríkur Hauks- son og Pétur Kristjánsson. Þakkarávarp Pakka fjölskyldu minni og frœndum, venslafólki, sam- starfsmönnum og Félögum fyrir kveðjur, gjafir og virð- ingarvott á sextugsafmœli mínu 3. ágúst, s.l. Lifið heil. Sigurður B. Guðbrandsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.