Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. desember 1983 ' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Frumrannsókn í Skaftamálinu er lokið Tuttugu manns yfirheyrðir Ríkissaksóknari fœr nú málið frá Rannsóknarlögreglu ríkisins Frumrannsókn er nú lokið af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkis- ins á meintri misþyrmingu lög- reglunnar á Skafta Jónssyni blaðamanni Tímans. Tuttugu manns voru yfirheyrðir. Ríkis- saksóknari hefur fengið málið til meðferðar en Rannsóknarlög- reglan hefur sent frá sér frétt um málið. Framburður starfsfólks Starfsfólk Leikhúskjallara hef- ir lýst ástæðum þess að lögreglan var kvödd þangað aðfaranótt 27. f.m. á þann veg að viðbrögð og hegðan Skafta er yfirhöfn hans fannst ekki þegar í stað við fata- hengið hafi verið illyrði og hótan- ir í garð þess. Hafi hann ráðist að einum dyravarðanna, rifið föt hans og veitt honum áverka. Óhjákvæmilegt hafi því verið að kalla á lögreglu, segir RLR. Framburður lögreglumanna Lögreglumenn þeir er fóru á vettvang bera samkvæmt frétt RLR að framkoma Skafta hafi verið þannig að ekki hafi verið hægt að fá skýringar hjá honum á málavöxtum. Hann sýnt tilburði til þess að ráðast á dyravörðinn aftur, og hafi þeir orðið að hand- járna hann og færa í lögreglubíl. Mótþrói mannsins við það hafi ieitt til að hann féll á gólf bílsins og sé ekki útilokað að hann hafi þá hlotið áverka. Lögreglumenn- irnir segja að Skafti hafi legið á maganum á gólfinu handjárnáð- ur fyrir aftan bak, og vegna stöðugs mótþróa hafi einn lög- reglumaður orðið að halda hon- um. Lögreglumennirnir neita því alfarið allir að þeir hafi viljandi meitt manninn og í bílnum hafi aldrei verið tekið um eða þrifið í höfuð hans og það keyrt í gólf bflsins. „Vinkona eiginkonu mannsins sem sat við hlið eiginkonunnar í bílnum hefur borið að hún hafi ekki séð neitt slíkt gerast,“ segir í frétt RLR. Ennfremur segir að ekki sé ástæða til þess að rekja það sem gerðist á lögreglustöð- inni en þar hafi Skafti verið um klukkustund í haldi. Áverkar samkvæmt vottorði í læknisvottorði kemur fram að Skafti hafi komið á slysadeild í hádeginu sunnudag 27. nóvem- ber. Fvottorðinu segir um áverka á andliti: „nef er mikið bólgið og glóðarauga á vinstra auga. Ekki greindist skekkja á nefi, nasir virðast báðar opnar. Á enni er - miðju enninu - 3 cm löng grönn rispa, einnig er önnur rispa lítil vinstra megin á enni.“ Síðar í vottorðinu segir: „roði og smá- mar eru í hárssverði á hnakka- svæði. Röntgenmynd var tekin af nefbeinum, þessi röntgenmynd sýndi brot á nefbeininu án telj- andi tilfærslu á brotflöskum." Framburður Skafta Af hálfu Skafta er því haldið fram, segir RLR, að upphafið megi rekja til samskipta hans við starfsfólk Leikhúskjallarans, sem hafi verið byggt á misskilningi fyrst og fremst. Ágreiningur og átök hafi síðan fylgt, og enda þótt upphaf þess mætti að hans sögn rekja til framkomu starfsfólksins, hafi komið að því að hann var færður burt af staðnum af lög- reglu, handjárnaður og með valdi. Hann heldur því fram að í lögreglubílnum hafi honum verið misþyrmt af einum lögreglu- manni með því, að sáhafiítrekað þrifið í hár hans og keyrt höfuð hans niður í gólf bflsins. Vegna þessa hafi hann meðal annars nefbrotnað og hlotið aðra áverka á höfði. Því er og haldið fram af honum og eiginkonu hans, sem jafnframt var í bflnum, að þetta hafi maðurinn margsinnis gert, enda þótt þau hafi beðið hann um að láta af því. - ekh. Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar: Bókhaldsblekkingar Verði frumvarpið samþykkt mun það stórauka skattbyrðina sögðu talsmenn stjórnarandstöðu Skattafrumvarp ríkisstjórn- arinnar var til umræðu í Neðri deild Alþingis í gær. Fjármála- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu, en síðan tóku þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Kjartan Jóhanns- son til máls um frumvarpið. Þeir bentu allir á að hér væri um blekkingu að ræða, þegar sagt væri að frumvarpið, ef samþykkt yrði, myndi leiða til lækkunar skatta. Þvert á móti myndi það leiða til hækkunar og það verulegrar hækkunar skatta á öllum þorra fólks. Ólafur Ragnar kom með hvert dæmið á fætur öðru, þar sem út- koman var veruleg skattahækkun á venjulegum tekjum bæði hjóna og einstaklinga. Hann benti hinsvegar á að með því að búa til sérstaka fjölskyldumynd og tekjur hennar væri hægt að búa til dæmi um lækk- un, en þar sem sneri að venjulegum launum fólks væri um hækkun að ræða. Svavar Gestsson sagði frum- varpið vera bókhaldsblekkingu, þegar talað væri um skattalækkun. . Hann benti á að í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyrir því að laun hækkuðu á þessu og næsta ári um 14% en í skattalagafrumvarpinu um 20%. Eftir hvoru á að fara? spurði Svav- ar, og krafðist þess að fjármálaráð- herra gerði grein fyrir því. í fram- haldi af þessu benti Svavar á að svo væri nú búið að rýra kjör almenn- ings í landinu að hann gæti ekki tekið á sig hærri skattbyrðar svo sem þetta skattafrumvarp boðar. Nefndi hann sem dæmi að launa- maður sem hafði 20 þúsund kr. í laun í mars sl. hefði nú 22.500 kr. en þær nauðsynjavörur sem hann hefði greitt 15 þúsund kr. fyrir í mars sl. kostuðu nú 23.200 kr. Munur á launum væii2.500 krónur en munur á nauðsynjavörum 8.200 kr. Bæði Ólafur Ragnar og Svavar bentu á að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sem og aðrir Ólafur Ragnar Grímsson kom með hvert dæmið á fætur öðru á Alþingi í gær, þar sem útkoman var veruleg skattahækkun á venjulegum tekjum bæði hjóna og einstaklinga. Ljósm. -eik. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu hvað eftir annað boðað skattalækkanir í tíð síðustu ríkis- stjórnar og í kosningabaráttunni í vor er leið hefðu þeir gefið hvert loforðið á fætur öðru í þeim efnum. Hér lægju svo efndirnar, skatta- frumvarp sem myndi hækka svo skattbyrði almennings að flestir myndu sligast undir henni. - S.dór Markaðs- átak á Norður- löndum Viðskiptaráðherrar Norður- landa þinguðu í Stokkhólmi í byrj- un mánaðarins og var þar m.a. rædd sú hugmynd að íslendingar fengju fjárveitingu frá Norður- landaráði til þess að vinna gegn þeim mikla halla sem er á við- skiptum þeirra við aðrar Norður- landaþjóðir. Gert er ráð fyrir að ísland verði styrkt til þess að auka markaðs- hlutdeild sína. Vegna þessa máls efndi Matthías Á. Mathiesen til fundar með sendi- herrum íslands í Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi til þess að ræða undirbúning markaðsátaksins. - ekh. Frá fundi viðskiptaráðherra, Jón Júlíusson deildarstjóri, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Benedikt Gröndal, sendiherra í Svíþjóð. Matthías Á. Mathiesen, Einar Ágústsson sendiherra í Danmörku, Páll Asgeir Tryggvason sendiherra í Noregi og Hjálmar W. Hannesson sendiráðunautur í Stokkhólmi. Kjararann- sóknarnefnd framkvœmir launakönnun: Nær til 3500 ein- Kjararannsóknarnefnd, sem er sameiginleg stofnun að- ila vinnumarkaðarins, þ.e. ASÍ, VSÍ og VMSS, er nú að framkvæma könnun á tekjum og ýmsum félagslegum þáttum meðal félagsmanna nokkurra verkalýðsfélaga. Nær könnunin til 3500 félaga og þar af til 10. hvcrs félaga í VR, Dagsbrún, Framsókn, FSV, Sókn og Iðju, auk nokkurra verkalýðsfélaga út á landi. Nöfn manna voru dregin af handahófi úr félagaskrám viðkomandi verkalýðsfélaga. Hafa spurningalistar þegar verið sendir út. Á fundi með fréttamönnum í gær sögðu forsvarsmenn könnunarinnar að mjög mikii- vægt væri að ALLIR sem fengið hafa spurningalista svöruðu, vegna þess að þeim mun fleiri sem svara, þeim mun marktækari verður könnunin. Þá lögðu þeir líka áherslu á að fólk sendi svörin sem allra fyrst en stefnt er að því að allir listar verði komnir inn aftur fyrir miðjan þennan mánuð. Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ sagði að vissulega væri þessi skoðanakönnun lið- ur í kjarabaráttunni, þar sem hún myndi sýna óyggjandi hvar skórinn kreppir mest, þar sem hér er bæði um launa- og félagslega könnun að ræða. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði að menn væru sammála um að í þjóðfélaginu væri láglauna- hópur og líka að menn vildu finna leiðir til að bæta kjör þessa hóps. Könnun þessi ætti að geta sýnt svart á hvítu hverjir það væru sem lægst hefðu launin. Enginn ágrein- ingur væri um að bæta stöðu þessa fólks, aðeins ágrein- ingur um leiðir að markinu. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.