Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fjölmennasti fundur í sögu Dagsbrúnar „Til hvers að gera svona samninga. Því ekki að þurrka þessa lægstu launataxta út. Þeir eru verkalýðsfélögunum til hreinnar skammar. Út með þá alla“, sagði Guðmundur J. Guðmundson formaður Dagsbrúnar þegar hann kynnti félagsmönnum sínum hina nýgerðu kjarasamninga ASÍ og VSÍ fyrir troðfullu húsi í Austurbæjarbíói í gær. Guðmundur fann samningunum ýmislegt til foráttu og sakaði samn- inganefnd Alþýðusambandsins og forystumenn verkalýðshreyfingar- innar um margvísleg mistök á und- anfömum mánuðum sem sýndu sig í þessum alls óviðunandi kjara- samningi. Nánast engin umræða hafði verið í verkalýðsfélögunum og félagsmenn ekki hafðir með í kjarabaráttunni. Félögin hefðu ekki rætt málin nóg sín í milli, mis- tök hefðu verið að láta einungis þriggja manna samninganefnd um alla samningagerðina og sérmál félaganna hefðu alls ekki fengið að koma fram. Þetta væru þau vinnu- brögð sem meirihluti fulltrúa á sambandsstjórnarfundi ASÍ hefði viljað og það væri ekki við samn- inganefndarmennina þrjá að sak- ast persónulega þótt uppskeran væri nánast engin. „Það er sagt að þessir samningar eigi að tryggja kaupmátt síðasta ársfjórðungs ársins 1983 út þetta ár. Það er full ástæða til að draga þetta í efa. Ég óttast að sú kjara- skerðing sem hófst 1983 haldi áfram á þessu ári. Ég hef sýnt fram á að eftirvinnu og næturvinnuálag hefur verið skorið niður um helm- ing. Það hefur enginn hrakið eina einustu tölu sem ég hef verið með. f Morgunblöðum landsins er ráðist gegn okkur Dagsbrúnarmönnum og við erum ýmsu vanir í þeim efn- um, en má ég biðjast undan því að verða fyrir árásum frá hendi for- ystumanna ASÍ“, sagði Guðmund- ur m.a. á fundinum. Hann sagði í samningunum væru unglingar á milli 16-18 ára aldurs nánast seldir á fæti. „Hvers lags sölumennska er hér á ferðinni? Þetta er tóm sölumennska. Ríkis- stjórnin vildi láta niðurgreiðslur uppí félagslegar úrbætur. Slíkt verður að kosta með sparnaði, ekki álögum á almenning. Við skulum freista þess að ná einhverju í land. Ég er ekki að leggja til verkföll; einungis að við ætlum að ganga til samninga við okkar viðsemjendur. Dagsbrún hefur aldrei afsalað sér sínum samningsrétti til ASÍ“, sagði Guð- mundur. Þurrka ætti lægstu flokka út og ýmsar tilfærslur þyrfti að gera til að leiðrétta kjör Dagsbrúnar- manna. „Þetta er eingöngu samningur fyrir atvinnurekendur en ekki fyrir okkur. Bætur eru fluttar úr einum vasa í annan og allt tekið af okkur sjálfum“, sagði Pétur Tyrfingsson verkamaður er hann kvaddi sér hljóðs. „Ef við látum ríkisstjórnina og atvinnurekendur komast upp með þessa kjaraskerðingu þá stöndum við uppi varnarlaus. Þetta er ekki bara spurning um krónur og aura heldur framtíðarstöðu verka- lýðshreyfingarinnar. Við erum hingað komin til að fella þessa samninga. Reisn verkalýðshreyf- ingarinnar er í veði“, sagði Pétur m.a. Lagði hann til að samningarn- ir yrðu bornir undir atkvæði. Ósk- að var leynilegrar atkvæðagreiðslu en fundarmenn lögðust nær ein- róma gegn því og felldu síðan samninginn á eftirminnilegan hátt. Þá var á fundinum samþykkt stuðningsyfirlýsing til starfsmanna í Álverinu í Straumsvík, en tillaga um að endurskoða stöðu Dags- brúnar innan ASÍ var felld. -lg- Guðmundur J. Guðmundsson: „Hvílíkur voða harmagrátur er þetta í forystumönnum sumra verkalýðsleið- toga í Morgunblöðum landsins. Geta menn nú ekki bara grátið í hljóði?" (Ljósmyndir -atli) Kemur ekkí á óvart segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður „Þessi niðurstaða fundarins kemur mér alls ekki á óvart. Það er afgerandi eindregin afstaða gegn þessum samningum", sagði Guð- mundur J. Guðmundsson formað- ur Dagsbrúnar í samtali við Þjóð- viljann er hann hafði slitið hinum sögulega fundi Dagsbrúnarmanna í Austurbæjarbíói í gær. „Ályktun stjórnarinnar um að vísa samningunum frá og samþykkt fundarins um að fella samninginn er aðeins orðavalsmunur. Þarna er ekki nema smávægilegur ágrein- ingur. Það sem skiptir öllu er að niðurstaða fundarins er afdráttar- þykkir", sagði Guðmundur J. laus þar sem nærri 800 manns fella Guðmundsson. samnínginn en aðeins 17 eru sam- -Ig. Sýnir glöggt vilja Dagsbrúnarmanna Pétur Tyrfingsson: „Við heyjum baráttuna með því að fella þennan samn- ing einróma! Það er ekki hægt að troða á verkafólki þessa lands enda- Iaust.“ (Ljósmynd - atli) segir Pétur Tyrf- ingsson sem flutti tillöguna um að fella samninginn „Menn eru einfaldlega á móti þessum samningi. Það er helber misskilningur frá upphafi að menn séu ekki á móti þessu. Fundurinn talar sínu máli“ sagði Pétur Tyrf- ingsson verkamaður í Dagsbrún að loknum fundi Dagsbrúnar í Aust- urbæjarbíói í gærkvöldi, en Pétur bar upp þá tillögu á fundinum að samningar AÍ og VSÍ yrðu bornir undir atkvæði og lagði til að þeir yrðu felldir. Nærri 800 Dagsbrún- armenn greiddu atkvæði gegn samningnum, en aðeins 17 voru hlynntir honum. „Þessi fundur sýnir glöggt hver vilji Dagsbrúnarmanna er. Nú þarf að skipuleggja baráttuna sem er framundan og þá baráttu þarf að skipuleggja í samráði við félags- menn“, sagði Pétur Tyrfingsson. -»g- Alyktun Dagsbrúnarfundarins um VSÍ/ASI samkomulagið ÓfuUnægjandi sanrningur „Almennur fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún haldinn í Aust- urbæjarbíói 23. febrúar 1984, telur að í nýgerðum kjarasamningi milli ASÍ og VSf séu atriði sem um margt séu varhugaverð fyrir íslenska verkalýðshreyfingu, auk þess sem samningurinn sé algjörlega óf- ullnægjandi fyrir Dagsbrún. Áhyggjuefni er það þróttleysi og sú deyfð, sem einkenndi öll vinnu- brögð. Þriggja manna samninganefnd var afhent öll samningsgerð um leið og félög kepptust við að lýsa stöðuleysi sínu og vanmætti til átaka. Með þessum vinnubrögðum er fólkið í félögunum gert ómyndugt og félögin látin standa afsíðis sem aðgerðarlausir áhorfendur. Þetta gerist á sama tíma og almennur kaupmáttur hefur verið skertur um 25 - 30%^. Þótt aðstandendur samninganna telji hann tryggja kaupmátt síðasFa ársfjórðungs 1983 út samningtímann, verður að draga mjög éefa að svo verði, þannig að enn mun verkafólk eitt greiða herkostnað verðbólgu- baráttunnar. Hækkun dagvinnutekjutryggingar er góðra gjalda verð, en hefur þá skelfilegu ókosti í för með sér, að yfirvinnuálög m.v. dagvinnu skerðast víða uin helming og jafnvel meira. Einnig er óskiljanlegt að yfir fjörutíu ára ákvæði um fullt kaup fyrir þá sem eru 16 ára skuli nú vera fært til 18 ára aldurs. Nú er svo komið að atvinnuleysisbætur geta orðið hærri en dagvinnukaup iy'rir þessa aldurshópa. Dagsbrún ber mjög brýn nauðsyn til að fá breytingar"á töxtum og ýmsum fleiri ákvæðum samninga sinna, bæði til samræmis við önnur félög og vegna margvíslegra breyttra aðstæðna á vinnustöðum. Ekki var tekið neitt tillit til þessara aðstæðna og samningur gerður þrátt fyrir aðvaranir félagsins. Um árabil hefur afstaða og barátta Dagsbrúnar ráðið úrslitum í samningum og flest þýðingarmestu ákvæði kjarasamninga náðst fyrri harðfylgi Dagsbrúnar. Þessarar baráttu hefur allt launafólk í landinu notið. Þegar félagið nú þarf nauðsynlegar leiðréttingar á eigin samn- ingum vonast það til þess að heildarsamtökin eða önnur verkalýðsfé- lög leggi ekki stein í götu þess. Fundurinn ályktar að fela stjórn Dagsbrúnar í samráði við samning- anefndir vinnustaða að óska nú þegar eftir viðræðum við samningsað- ila Dagsbrúnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir skal boðað til nýs félags- fundar, þar sem þær verða kynntar og endanleg ákvörðun tekin um afstöðu félagsins til samninganna. Fundurinn hvetur alla Dagsbrúnarmenn til að fylkja sér fast um félagið og minnir á að samstaða Dagsbrúnarmanna hefur úrslitabvð- ingu á þeim dögum er í hönd fara.“ Reisn hreyfingariimar er í veði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.