Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 12
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Föstudagur 24. febrúár l984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Viðtalstímar Framvegis verður Garðar Sigurðsson alþingis- maður með viðtalstíma að Bárugötu 9, síðasta laugardag i' mánuði kl. 16-19. Næsti viðtalstími verður laugardaginn 25. febrúar. Kaffi á könnunni. - AB Vestmannaeyjum. Húsvíkingar -Þingeyingar Alþýðubandalagiö á Húsavík auglýsir árshátíð sína sem haldin verður laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimili Húsavíkur. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Steingrímur og Stefán koma og verða með ef færð og veður leyfa. Skemmtiatriði við allra hæfi. Látiö skrá ykkur sem allra fyrst í símum 41813 og 41397. Athugið: Hátíðin er ætluð öllum Allaböllum í Þingeyjarþingi. Hafið samband. - Nefndin. Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýöubandalagsins er boðuð til fundar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars n.k. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13.30 á laugardag. Á dagskrá fundarins verða m.a. kjaramál, utanríkismál, fjármál Alþýðu- bandalagsins, undirbúningur stefnuskrárumræðu flokksins, nefndakjör og önnur mál. Starf kvenna í AB Þriðjudaginn 28. febrúar verður haldinn fundur í flokksmiðstöðinni um störf kvenna í flokknum. Framsögukonur verða Vilborg Harðardóttir varaformaður AB og Mar- grét S. Björnsdóttir. Nánar auglýst um helgina. Allt áhugafólk velkomið. Miðstöð kvenna Stjórnmálafundir á Skagaströnd og Blönduósi Alþýðubandalagið efnir til almennra stjórnmálafunda á Norðurlandi vestra um næstu helgi á eftirtöldum stöðum: Skagaströnd í félagsheimilinu, kl. 13 n.k. laugardag 25. febrúar. Blönduós í félagsheimilinu, sama dag kl. 16.30. Ragnar Arnalds alþingismaður hefur framsögu á fundunum. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðubandalagið á Sauðárkróki Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 27. febrúar í Villa Nova. Dagskrá: Fjárhagsáætlun. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri Stofnun kvennahóps - breyttur fundartími Konur í Alþýðubandalaginu og aðrar sem áhuga hafa eru hvattar til að mæta á rabbfund í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Kaffiveitingar. Athugið breyttan fundardag, þ.e. mánudagskvöld í stað sunnudagskvölds eins og áður hafði verið auglýst. - Áhugasamar konur. Alþýðubandalagið í Reykjavík Söfnum fyrir leikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að Hverlisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr- ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokksmiðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel- unnara Alþýöubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskað er. Æsku lýðsfy I king Al þýðubandalagsins Framhaldsstofnfundur Æskulýðsfylkingarinnar á Húsavík Fundurinn verður haldinn laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimilinu. Allir ungir vinstrimenn á Húsavík og nágrenni mæti hressir og kátir. A fundinn koma Steingrímur Sigfússon, alþingismaður, og Olafur Olafs- son, stjórnarmaður ÆFAB. Nefndin Verkalýðsmálanefnd ÆAFB Rabbfundur verður í verkalýðsnmálanefnd ÆFAB laugardaginn 25. febrúar kl. 13 í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu. Vinsamlega sendiö eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Valþór eða Álfheiði. Ritstj. Garðar Erlend lán 60% af þjóðartekjum 1338 miljóna skuldaaukning! Samkvæmt frumvarpi því til lánsfjárlaga, sem nú liggur fyrir Al- þingi, verður heildarlántaka á yfír- standandi ári 4548 milj. kr. Endur- greiðslur af löngum lánum eru áætlaðar 3160 milj. kr. Hrein skuldaaukning verður þannig 1388 milj. kr. Nemur hún 2% af áætl- aðri þjóðarframleiðslu. í spá Seðl- abankans er gert ráð fyrir því að löng, erlend lán verði í lok þessa árs tæp 60% af þjóðartekjum. Þetta kemur fram í nefndaráliti minni hluta fjárhags- og viðskipt- anefndar Efri deildar um frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1984. Nefndarálitið fer hér á eftir: Nefndin hefur haft frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1984 til at- hugunar og umræðu í allmörgum fundum. Embættismenn, m.a. frá fjárlaga- og hagsýslustofnun, hafa mætt á fundum nefndarinnar og veitt margvíslegar upplýsingar. Við fyrstu athugun frumvarpsins kom í Ijós að þar vantaði eitt og annað og ýmsir liðir voru ýmist vanáætlaðir eða hreinlega utan frumvarpsins, eins og t.d. fjár- magnskostnaður Sjóefnavinnsl- unnar hf. á Reykjanesi sem ríkið á 80% í. í meðförum nefndarinnar hafa ýmsir augljósir gallar á frumvarp- inu verið lagfærðir og meiri hl. nefndarinnar flytur við það breytingartillögur. Það gildir um þetta frumvarp til lánsfjárlaga eins og það hefur verið áður að það gefur alls ekki rétta mynd af því hvernig lántökum ríkisins verður hagað á yfirstand- andi ári. Minni hl. nefndarinnar minnir sérstaklega á að fyrirhugað er, til viðbótar þeim lántökum sem greint er frá í frumvarpinu, að taka sérstök lán til að efla innlenda skipasmíði og enn fremur er fyrir- huguð lántaka til að styrkja stöðu útgerðarinnar. Þessa sér hvergi stað í frumvarpi til lánsfjárlaga fvrir árið 1984. Þá er það skoðun minni hl. að lántökur vegna at- vinnuveganna, sem gert er ráð fyrir að séu 1000 millj. kr., séu verulega vanáætlaðar. Samkvæmt frumvarpinu verður heildarlántaka á árinu 1984 4548 millj. kr. Endurgreiðslur af löngum lánum eru áætlaðar 3160 millj. Samkvæmt spá Seðlabank- ans er nú áætlað að löng erlend lán verði í lok ársins 1984 tæp 60% af þjóðartekjum. íLtnsja Þá er enn fremur augljóst að nú stefnir í mikinn halla á ríkisbú- skapnum. Samkvæmt fjárlögum verður hallinn 388 millj. kr. við þetta bætast svo skattalækkanir í þágu atvinnurekstrarins sem ekki er ljóst hve háum upphæðum muni nema og enn fremur eru á döfinni ýmiss konar sparnaðaráform í ríkisrekstrinum sem vel flest hanga í lausu lofti og verðá sennilega aldrei annað en óraunhæfar tölur á blaði. Sú skuldasöfnun ríkissjóðs, sem nú á sér stað í Seðlabankan- um, er í rauninni sama eðlis og er- lend lántaka. Stjórnarandstaðan gerir ekki ágreining um einstök atriði í frum- varpi til lánsfjarlaga fyrir árið 1984 né flytur minni hl. breytingartil- lögur við frumvarpið. Með hlið- sjón af því, sem áður segir, munu þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna sitja hjá við afgreiðslu máls- ins, en greiða atkvæði gegn hinni miklu skerðingu á framlögum til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og Erfðafjársjóðs, sbr. 16. og 18. gr. frv. Minni hluta nefndarinnar skipa: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Eiður Guðnason og Ragnar Arn- alds. Stefán Benediktsson frá Bandalagi jafnaðarmanna sat fundi nefndarinnar sem áheyrnar- fulltrúi er fjallað var um málið. Styður hann álit minni hluta nefnd- arinnar. mhg Fyrirspurnir á þingi í gær voru lagðar fram á Alþingi fyrirspurnir frá Guðmundi Ein- arssyni, svohljóðandi: I. Til heilbrigðisráðherra um sjúklingaskrár: 1. Hvaða reglur gilda um varð- veislu upplýsinga um sjúklinga á opinberum heilbrigðisstofnun- um? 2. Hverjir hafa aðgang að þeim upplýsingum í daglegu starfi stofnananna? 3. Hvernig er háttað eftirliti með því að reglur séu haldnar? 4. Eru uppi áform um tölvuskrán- ingu á upplýsingum um sjúkl- inga? 5. Ef svo er, hvaða reglur munu gilda um meðferð upplýsing- anna? II. Til félagsmálaráðherra um fjármögnun húsnæðislána: Telur ráðherra að fjármögnun húsnæðislánakerfisins sé tryggð á viðunandi hátt á fjárlögum og með frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir 1984? III. Til fjármálaráðherra um endurgreiðslu söluskatts af kostn- aði við snjómokstur, frá Páli Pét- urssyni: Hvenær hyggst fjármálaráðherra neyta heimildar í lögum nr. 24. frá 16. mars 1983, um breytingu á lögum um söluskatt, og endur- greiða söluskatt af kostnaði sveitarfélaga við sujómokstur? - mhg fy' Allar m vörur J|i l á markaðsverði Opið í kvöld til kl. 20, ■w og kl. 9 4 á laugardögum lótlSiöl GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNA Á TVEIMUR HÆÐUM RAFTÆKI - RAFLJÓS og rafbúnaður. Raftækjadeild ||. hæð FLATEY, II. HÆÐ, bækur, búsáhöld, gjafavörur JL-PORTID a NÝ VERSLUN g TAU OG TÖLUR VISA alltígarni Næg bílastæði Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála jl-grillio Grillréttir allan daginr Jli ^ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.