Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 16
Föstudagur 24. febrúar 1984 Kjartan Ólafsson: Gamla fólkið fær einungis 8% í stað 15.5% bæt- ur á lífeyri. Hverjir eru hinir „verst settu“? Gamla fólkið fær smánar- bætur - Aldraðir og aðrir lífeyrisþegar fá einungis helminginn af þeim 15.5% sem flest lægst launaða fólk- ið fær með kjarasamningnum sem búið er að undirrita, upplýsti Kjartan Ólafsson á alþingi í gær, en Kjartan hefur nú tekið sæti á þingi í fjarveru Guðrúnar Helgadóttur sem nú er á þingi Norðurlanda- ráðs. Kjartan sýndi fram á að kjara- bætur gamla fólksins væru einungis um 8% á heildargreiðsluna sem nú næmu um 8 þúsund krónum í mán- uði. Kjartan kvað hér urú algera hneisu að ræða og krafðist þess að ríkisstjórnin gefi yfirlýsingu um að hún myndi að minnsta kosti sjá um að 15.5% kæmu til viðbótar greiðslu til lífeyrisþega. Steingrím- ur Hermannsson sagði að ríkis- stjórnin vildi gera allt fyrir gamla fólkið og Albert Guðmundsson sagði að allsstaðar skorti vilja, líka á Alþingi til að bæta kjör gamla fólksins. En hvorugur ráðherranna gaf þá yfirlýsingu sem um var beð- ið. -óg Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiöslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Nýtt frumvarp í burðarliðnum: Gosdrykkjafram- leið endum hyglað Vörugjald af gosdrykkjum fœrt yfir á hollustudrykki! Tilbúið er í fjármálaráðuneytinu frumvarp, sem lagt verður fyrir ríkisstjórnina innan skamms, þar sem lagt verður til að 17% vöru- gjald, sem nú er á gosdrykkjum verði lækkað verulega og það flutt yfir á hina svo nefndu hollustu- drykki, svo sem kókómjólk og aðra skylda framleiðslu Mjólkursamsöl- unnar og ávaxtadrykkina frá Sól h.f. og fleirum. Að sögn Lárusar Ögmundssonar í fjármálaráðu- neytinu er þetta gert til þess að gera gosdrykkina samkeppnishæfa við hollustudrykkina. Málin standa þannig nú að gamla vörugjaldið, sem er 17% er á gos- drykkjum, en ekki hollustudrykkj- unum, en aftur á móti er 24% tíma- bundna vörugjaldið bæði á gos- drykkjum og hollustudrykkjum. í skólum landsins hefur mikið verið reynt og með góðum ára'ngri að fá skólabörn til að drekka frekar hollustudrykkina en gosdrykki. Hafa í þessu skyni verið í gangi hverskonar auglýsinga-og áróðurs- herferðir á undanförnum árum. Árangurinn hefur orðið sá að sala á gosdrykkjum hefur minnkað veru- lega og hafa framleiðendur þeirra kvartað sáran og legið í fjármála- ráðherra að lækka vörugjaldið á gosi en setja það yfir á hollustu- drykkina svo snúa megi dæminu við aftur. Og nú hefur fjármálaráð- herra orðið við þessari beiðni. Eftir er hinsvegar að sjá hvort frumvarp- ið verður samþykkt í ríkisstjórn- inni. -S.dór Ánægjan skein út úr hverju andliti er Ijósmyndari Þjóðviljans gekk um sali Þjóðleikhússins í fyrrakvöld. Þá var verið að frumsýna nýtt íslenskt barnaleikrit, Amma þó eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur. Það hefur verið sagt að börn séu kröfuhörðustu áhorfendurnir en hið nýja leikrit og leikararnir stóðust greinilega kröfurnar! Ljósm. Ari. Fjármálaráðherr- ann um ASÍ/VSÍ- samkomulagið Engir frjálsir samningar Á móti minni lífs- skoðun, segir Albert - Þetta eru ekki frjálsir samning- ar þar sem ríkisstjórnin hefur haft afskipti af þeiin. Þau afskipti eru á móti minni lífsskoðun, sagði Albert Guðmundsson ljármálaráðherra I umræðununi á alþingi í gær þegar hann loks fékkst til að svara fyrir- spurnum sem beint hafði verið til hans lengi dags. Albert sagðist vera á móti af- skiptum ríkisvaldsins af samninga- gerð aðila vinnumarkaðárins og með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þ.e. með loforðum ríkisstjórnar- innar um ýmsar tilhliðranir fyrir lágt launað fólk, hefði verið gengið þvert á vilja hans. Hann sagðist telja hér vera um niðurgreiðslur á launum að ræða sem gæti þýtt í hringrásinni að kæmi fram í hækk- uðu verðlagi. Það segir sig sjálft að ef 1/3 af niðurgreiðslum til land- búnaðarvara eru teknar þýðir það tekjutap fyrir landbúnaðinn og því hlýtur að verða mætt með hærra vöruverði. -óg Gífurlegt tjón undir Ólafsvíkurenni í snjóflóði: Ólafsvík á hættusvæði segir í ályktun almannavarnanefndar kaupstaðarins Almannavarnarnefnd og björgunarsveitir voru í við- bragðsstöðu í Ólafsvík í nótt, en mikill snjór er ennþá í Enninu og spáð var suðaustan roki og rign- ingu. Mörg og stór snjóflóð féllu úr Ólafsvíkurenni um miðnættið í fyrrinótt. Var mesta mildi að tveir starfsmenn Hagvirkis björg- uðust en eitt flóðanna braut hús Steypustöðvarinnar Bjargs sem þeir voru í, en Hagvirki hefur haft viðgerðarverkstæði í húsinu. Mennirnir sluppu lítt meiddir en gífurlegt tjón varð á farar- og vinnutækjum sem voru í húsinu og á planinu við það. í ulafsvík stöðvaðist snjóflóð- ið í aðeins eins metra fjarlægð frá nýju heilsugæslustöðinni sem enn hefur ekki verið tekin í notkun. Almannavarnanefnd kaupstað- arins skoraði í gær á stjórnvöld að senda sérfróðan mann vestur strax til leiðbeininga um snjó- flóðavamir og rannsóknar á snjó- flóðahættu, og lýsti því áliti sínu að kaupstaðurinn væri á hættu- svæði. Árni Baldursson, staðarstjóri Hagvirkis á Hellissandi sagði í gær að framkvæmdum við nýja veginn myndi óhjákvæmilega seinka vegna þess tjóns sem varð í flóðinu í fyrrinótt. Veghefill, sem hefur verið í stöðugri notkun vegna snjókomunnar undanfarið var inni í húsinu ásamt steypubíl sem steypustöðin átti og eyði- lögðust bæði tækin. Þá skemmd- ust tveir steypubílar sem voru á planinu, 40 manna rúta er gjöró- nýt og þrír jeppar eru mikið skemmdir. í gær unnu starfs- menn Hagvirkis við að reyna að bjarga því sem heillegt var af verkstæðinú og varahlutalager og gekk það illa að sögn Árna. Tvö flóðanna úr Enninu hlupu yfir nýja veginn og fram í sjó, og komu grjótvarnargarðurinn sjáv- armegin og kvosin bjargmegin að litlu gagni, en kvosin var á báðum stöðum full af snjó eftir flóð fyrr í vetur. „Elstu menn muna ekki svona mikla og samfellda snjókomu síð- an 1920 á þessum slóðum", sagði Hjörleifur Sigurðsson, vegavinn- uverkstjóri í Ólafsvík í gær. „Það hefur snjóað látlaust í tvo mánuði og þrátt fyrir flóðin er ennþá mik- ill snjór þarna uppfrá og yfirvof- andi hætta ef veðurspáin stend- ur.“ Hjörleifur sagði að menn minntust þess ekki að snjóflóð hefði áður fallið á þeim stað sem hús Steypustöðvarinnar er, en flóð hefðu hins vegar áður fallið þar sem heilsugæslustöðin'hefur verið reist. „Þau hafa ekki verið stór“, sagði Hjörleifur, „en byggðin er komin ansi nálægt hlíðinni að mínu áliti.“ Annað snjóflóðanna sem fór yfir nýja veginn- var 4ra metra þykkt og 90 metra breitt, hitt minna. Hjörleifur sagði að kvos- in hefði fyrr í vetur tekið við miklu snjómagni sem flætt hefði úr Enninu, en þegar svona viðr- aði gæti komið að því að tæma þyrfti kvosina. Engar skemmdir urðu á nýja veginum og var búið að opna hann um hádegisbil í 8ær- -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.