Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Frumvarp frá fulltrúum félagshyggjuflokkanna um breytingu á lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins undir- ritar bankavaxtabréf þessi. Banka- vaxtabréfin skulu notuð til þess að breyta í föst lán lausaskuldum launafólks vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði, svo sem íbúða- bygginga, íbúðakaupa, endurbóta og breytinga á árunum 1979-1983, að báðum árum meðtöldum, svo og lausaskuldum vegna heimilis- stofnunar, innbúskaupa og kaupa á búnaði, verkfærum og tækjum sem launafólk. hefur þarfnast vegna vinnu sinnar á sama tíma. Til tryggingar bankavaxta- bréfum þessum eru: 1. Véðskuldabréf þau sem veð- deildin fær frá lántakendum. 2. Ábyrgð Húsnæðisstofnunar rík- Lausaskuldir launafólks í löng lán Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga „um breytingu á lausaskuldum launafólks í löng lán“, flutn- ingsmenn Sighvatur Björgvins- son og Olafur Ragnar Gríms- son. Frumvarp þetta kemur í kjölfar frumvarps um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán og segja flutn- ingsmenn það kveikjuna að þessu frumvarpi, sem hljóðar svo: 1. gr. Veðdeild Landsbanka Islands skal gefa út nýjan flokk banka- vaxtabréfa samkvæmt ákvörðun Húsnæðisstofnunar ríkisins. Stjórn Sighvatur Björgvinsson og Ólafur Ragnar Grímsson: Allt launafólk fái notið sömu réttinda og aðrar stéttir. Peter Kowald, hinn þekkti bassaleikari. Tónleikar í Norræna húsinu í kvöld: Peter Kowald spilar í kvöld kl. 21.00 mun einn fremsti bassaleikari Evrópu Peter Kowald halda tónleika í Norræna húsinu og er það hljómplötuútgáfan Gramm sem stendur að þessum listviðburði. Peter Kowald var hér á ferð fyrir fjórum árum og hélt þá tvenna tón- leika hér á landi. Þeir sem voru svo lánsamir að heyra í Kowald síðast geta botið vitni um það að hér er á ferðinni feikilega fjölhæfur og kraftmikill hljóðfæraleikari. Hann er Vestur-Þjóðverji og hefur leikið með fjölda heimsþekktra tónlistar- manna í gegnum árin. Má þar nefna Evan Parker, Albert Mang- elsdorff, Carla Bley, John McLaughlin, Leo Smith og John Cage. Síðustu 2 árin hefur Kowald mikið leikið með hljómsveitinni Jazz Doctors en hana skipa auk hans Frank Lowe, Billy Bang og Rashied Ali. Þá eru orðnar margar hljómplöturnar sem hann hefur leikið inn á, bæði undir eigin nafni og með öðrum. Alþýðubandalagið Akureyri: Kvennahópur stofnaður Áhugasamar konur í Alþýðu- bandalaginu á Akureyri hafa boðað til rabbfundar kvenna nk. mánudagskvöld kl. 20.30 og er ætlunin að stofna sérstak- an kvennahóp Alþýðubanda- lagskvenna og annarra sem áhuga hafa. Ingibjörg Jónasdóttir, ein ur hópnum sem boðar til fundarins á mánudag, sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að ekki væri ætlunin að stofna kvenfélag AB á Akur- áD9id)t)h blaðið semvitnaðerí eyri. „Við teljum hins vegar nauðsynlegt að ræða saman inn- byrðis og hittast reglulega til þess að geta betur komið okkar málum á framfæri,“ sagði hún. „Þetta verður vonandi e.k. félagsmála- skóli hjá okkur, þannig að við verðum betur í stakk búnar til að opna munninn á öðrum vígstöðv- um. Konur vilja vera virkari þátt- takendur í starfi félagsins og til þess þurfum við að byggja okkur upp á svipaðan hátt og gert hefur verið í kvennamiðstöðinni á höfuðborgar- svæðinu." Fundurinn var áður auglýstur á sunnudagskvöld en Ingibjörg sagði að fundartíma hefði verið breytt þar sem Jafnréttishreyfingin á Ak- ureyri hefur boðað fund á sama tíma. -Á1 ísins. 3. Ábyrgð ríkissjóðs. 2. gr. e Lán þessi skulu aðeins veitt gegn veðum í fasteignum. Ákvörðun um lánakjör skal tekin af Veðdeild Landsbanka ís- lands ásamt fulltrúum Alþýðusam- bands íslands í stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins og einum fulltrúa frá hverjum eftirtalinna samtaka sem eiga skal sæti í stjórn lífeyris- sjóðs á vegum samtakanna og þau tilnefna: Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskóla- manna, Sambands bankamanna. Leitað skal samþykkis félagsmála- ráðherra áður en ákvörðunin öðl- ast gildi. 3. gr. Heimilt er hlutaðeigandi ráð- herra að leyfa launafólki í leiguhús- næði á vegum ríkisins og stofnana þess að veðsetja leiguhúsnæði sitt til tryggingar á lánum skv. lögum þessum enda sýni leigutakar fram á að þeir eigi í lausafjármunum, s.s. innbúi, bifreið o.þ.h. eignirersvari a.m.k. lánsfjárhæðinni og fallist á að veita ríkinu eða hlutaðeigandi ríkisstofnun veð í þeim eignum eða aðra tryggingu fyrir skilvísri greiðslu lánsins. 4. gr. Lán skv. lögum þessum, að við- bættum þeim sem hvfla á fyrri veð- réttum, skal ekki nema hærri fjár- hæð en 75% af matsverði veðsins. Heimilt er þó að víkja frá því og skal þá matsverðið ákveðið af dómkvöddum mönnum með sama hætti og tíðkast hefur við veitingu lána gegn fasteignaveði hjá Veð- deild Búnaðarbanka íslands. 5. gr. Ráðherra setur í reglugerð nán- ari ákvæði um framkvæmd laganna svo og urn frekari skilyrði ef þurfa þykir. Skal hann leita umsagnar stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkis- ins svo og Alþýðusambands ís- lands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna og Sambands bankamanna. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. -mhg SELFOSS OG NAGRENNI Almennur stjórnmálafundur í sal Barnaskólans á Selfossi laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Formaöur Alþýöubandalagsins Svavar Gestsson kemur á fundinn og ræöir stjórnmálaviðhorfið og verka- lýösbaráttuna. Fyrirspurnir og umræöur. Allir velkomnir. Svavar Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis /Áttu við GÚLF eða ÞAKVANDAMAL að stríða? Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tima. SUM gólfílögn hefur verið i þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi si. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafí og siðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. Engin samskeyti FILLC0AT í gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Údýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: A » i í ■ áVÁ Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ilagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. T - I IIK’ fllll1 KIII lii A EP0XY - GÓLF HAFNARFIRÐI SIMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.