Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4: apríl 19^4 ÞJOÐVÍLJÍNN ^ SÍÐA 3 Miklar skipulagsbreytingar hjá Sambandinu: Valur ráðinn í fullt starf Breytingar á skipulagi Sam- bandsins voru tilkynntar í gær. Starf stjórnarformanns mun tam. verða gert að fuliu starfi, til að „auka þátttöku og áhrif lýðræðis- legra kjörinna fulltrúa í stjórnun Sambandsins". Núverandi stjórn- arformaður er Valur Arnþórsson. Jafnframt er búið til embætti að- stoðarforstjóra til a sjá um dag- legan rekstur Sambandsins ásamt forstjóra. Þá eru tvær deildir lagðar niður með öllu, en fjórar nýjar deildir settar á laggir. Nýtt sjálfstætt fyrirtæki, Bílvangur sf. mun fara með bifreiðaumboð Sam- bandsins. Þær deildir sem lagðar eru niður eru Innflutningsdeild og Véla- deild, en til verða Verslunardeild. Landbúnaðarþjónustudeild, Fjár- hagsdeild og Fræðslu- og kaupfé- lagadeild sem mun í framtíðinni sjá um fræðslumál og útgáfustarfsemi Sambandsins, og verða auk þess til styrktar kaupfélögunum útum landið. Hinn nýi aðstoðarforstjóri verð- ur Axel Gíslason sem starfað hefur um tólf ára skeið hjá Sambandinu og var síðast framkvæmdastjóri Skipadeildar. A fundi með fréttamönnum greindi Valur Arnþórsson frá því að nauðsynlegt hefði verið að gera þessar skipulagsbreytingar til sam- ræmis við breytingar á rekstri Sam- bandsins sem orðið hafa á seinni árum. Aðspurður kvaðst hann þó ekki telja að slæmt skipulag hefði háð rekstrinum á undanförnum árum. Skipulagsbreytingar voru gerðar skv. tillögum norsks ráðgjafafyrir- tækis en ekki höfðu Valur eða Er- lendur Einarsson forstjóri tölur um kostnað af starfi hins norska fyrir- tækis á reiðum höndum. Skipulags- breytingarnar hafa verið kynntar á fundum með starfsmönnum Sam- bandsins og mælst vel fyrir. Nánar verður sagt frá hinu nýja fyrir- komulagi síðar. Þess má að lokum geta, að hluti þess kemur ekki til framkvæmda að sinni, þar sem að- alfundur þarf áður að fjalla um málið. - ÖS Æöstu yfirmenn Sambandsins samkvæmt nýja skipulaginu. Frá vinstri Axel Gíslason aðstoöarforstjóri, Valur Arnþórsson stjórnarformaður og Erlendur Einarsson forstjóri. Ljósm. Atli. Helgi Ólafsson tryggöi sér annan áfanga að stórmeistaratitli á skákmótinu í Neskaupstað sem lauk um helgina. Hér sést hánn taka við sigurlaununum úr hendi Loga Kristjánssonar bæjarstjóra undir fagnaðarópum félaga sinna og keppinauta. Ljós. Ólöf. Hegðun Arna var móðgun við skólann segir í yfirlýsingu nemenda Stýrimannaskólans „Við nemendur Stýrimanna- skólans í Reykjavík hörmum þann atburð er varð á kynningardegi skólans sl. laugardag er Árni Johnsen alþingismaður beitti cinn sýningargesta okkar, Karl Olsen hönnuði, ofbeldi“, segir í fréttatil- kynningu sem nemendur Stýri- mannaskólans sendu fjölmiðlum í gær. „í okkar huga er hegðan Árna móðgun við skólann og þá kynn- ingu sem fram fór þennan dag á starfsemi hans. Við mótmælum einnig harðlega þeirri fullyrðingu þingmannsins, að það sé að hætti sjómanna að útkljá mál á þennan hátt. Telja verður að svona háttarlag sé lítt til framdráttar öryggismálum sjó- manna á hafi úti. Mörg atriði eru í ólagi hvað varð- ar öryggismál sjómanna. Til þess að þessum málum sé borgið á við- unandi hátt, hlýtur að vera heilla- vænlegast að allir taki höndum saman og vinni að lausn þessara mála.“ • Undir þessa yfirlýsingu rita 49 stýrimannaskólanemar nafn sitt eða allir þeir sem voru við nám í skól- anum í gær. -lg Fágætt einkabókasafn til sölu Ætlum ekki að bjóða I safnið segir talsmaður Bókasafns Seðlabankans „Nei, þaS stendur ekki til að Seðla- bankinn bjóði i þetta safn cn hitt er rétt að við höfum skoðað það að und- anförnu, sagði Ólafur Pálmason hjá Seðlahanka Islands er Þjóðviljinn bar undir hann sögusagnir um að bankinn hefði ætlað að kaupa eitt giæsilcgasta einkabókasafn sem verið hcfur til sölu um mörg undanfarin ár. Er talið að safnið leggi sig á hundruð þúsunda króna tii sölu. Bókasafnið sem hér um ræðir er úr dánarbúi Ragnars Ólafssonar hæsta- réttarlögmanns, en hann lagði stund á bókasöfnun með góðum árangri. Það er fyrirtækið Klausturhólar sem hefur safnið til sölumeðferðar en ekki feng- ust uppiýsingar um það hvort þar væri um umboðssölu að ræða eða hvort Kiausturhólar hefðu þegar fest kaup á bókunum. Ætlunin er að safn Ragn- ars heitins fari í aimenna söiu í versl- un fyrirtækisins eftir heigina en fram að þeim tíma munu mcnn eiga þess kost að bjóða í gripina. Að sögn eins þeirra sem hefur skoðað bókasafnið er þar um að ræða mörg fágæt rit og kvað hann ehgan vafa leika á að margir vildu eignast en fáum væri fært. - v. Viðtal við Helga Ólafsson skákmeistara Frá Neskaup- stað til Nýju Jórvíkur - Það er hálfur mánuður í næsta mót í Nýju jórvík (New York) og það er kappnógur tími til að hlaða batteríin, sagði Helgi Ólafsson sem varð sigurvegari á skákmótinu í Neskaupstað á dögunum og er ör- fáum spönnum frá stórmeistaratitli í skák. - Jú því er ekki að leyna að törn- in undanfarna mánuði hefur gengið að manni. Ég hef ekki unn- ið heiðarlega vinnu frá því í janúar, þó deila megi um það hversu heiðarleg blaðamennska er. í al- vöru talað hef ég tekið þátt í fjórum stórum mótum þessa mánuði; Bún- aðarbankamótinu, Grindavíkur- mótinu, Reykjavíkurskákmótinu og nú í Neskaupstað. Þennan tíma hef á köflum stúderað mjög grimmt en ég finn að ég er ansi tómur af hugmyndum sem ég var með. En hálfur mánuður er í næsta mót og það er rúmur tími til að hlaða batteríin. - í New York eru tvö skákmót sem ég ætla að taka þátt í. Hið fyrra hefst 18. apríl en hið seinna 24. sama mánaðar. - í sambandi við þennan bless- aðan titil spyrð þú? Eftir því sem mér skilst þarf 24 vinninga til að ná stórmeistaratitli en ég hef 21 slíkan vinning. Þannig að ég er ekki „hálf- ur“ stórmeistari einsog þú gafst í skyn heldur sjö/áttundu. Það er nú eitthvað annað, en vera hálfur. Um þetta gilda nokkuð almennar regl- ur þ.e. að í móti sé ákveðinn fjöldi stórmeistara og ákveðinn fjöldi meðalstiga keppenda og eitthvað þess háttar. Mótin eru síðan af ýmsum styrkleika - „kategoríum“ sem reiknast inní þetta dæmi. - Nei, stórmeistaratitillinn er ekki jafn auðfenginn og áður- nefndur fjöldi skáka segir til um. Árangurinn þarf að vera hiðstæður á næstu mótum sem ég tek þátt í til að það dæmi gangi upp. - Á fyrra mótinu eru um 1000 þátttakendur, en slík opin stór mót tíðkast í þvísa landi, þarsem allt er stórt. Þarna munu keppa sterkustu skákmenn Bandaríkjanna, skák- menn frá Evrópu, Austur og Vest- ur. Mótið sem hefst 24. apríl hefur á að skipa milli 50 og 70 keppendum, flestir eru þeir titilhafar. Verð- launin eru allhá á þessum mótum, - mig rninnir að hæstu verðlaunin á seinna mótinu séu 18 þúsund dalir. Þetta mót er eins konar arftaki Lone Pine mótanna sem nutu mikilla vinsælda í skákheiminum áður fyrr. En það var fjármagnað af bandarískum auðkýfingi sem nú hefur safnast á vit feðra sinna. - Helgarskákmótin og stór- mótin sem haldin hafa verið að undanförnu og orðið skáklífinu í landinu mikil lyftistöng, eru fyrst og fremst að þakka einum manni, Jóhanni Þóri Jónssyni. Ég held að ’ þess séu fá dæmi að einstaklingar séu jafn miklar vítamínsprautur í menningarlífinu og sá maður er, það væru þá helst menn einsog Ragnar í Smára og Kristinn E. Andrésson. Jóhann Þórir hefur unnið hér markvert hugsjónastarf sem seint verður fullþakkað. - Því er ekki að leyna að aðstæð- ur á svona mótum skipta geysi miklu máli og geta ráðið úrslitum um árangurinn. Þannig bjó ég við aldeilis frábærar aðstæður í Nes- kaupstað og ég held að keppend- urnir hafi verið verulega ánægðir með aðbúnaðinn. - Máske er kosturinn við ís- lensku skákmennina sá, að það er mikil breidd hjá okkur. íslendingar búa greinilega við skákhefð ríkari en annars staðar. Ætli sé nokkurs- staðar annars staðar jafn út- breiddur áhugi á skák, nema þá í Sovétríkjunum? Ég held að við séum allir á svipuðu róli í styrkleika Jón L. Árnason, Jóhann Hjartar- son og Margeir Pétursson. - Nei það er ekkert kapphlaup á milli okkar Jóhanns. Ég held líka að tilviljanir ráði miklu um það hvernig áðurnefndum mönnum gengur í titlatoginu, við erum allir svipaðir og Jón L. og Margeir eru mjög áþekkir okkur Jóhanni að styrkleika. Ég giska líka á að við verðum allir um svipað leyti orðnir stórmeistarar. En það er kannski tilviljun hvénær það gerist ná- kvæmlega. Við skulum bara sjá til, sagði Helgi Ólafsson að lokum. -6g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.