Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Seina- gangur á þing- störfum Laust fyrir síðustu helgi skýrði forseti Sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, frá því, að tekin hefði verið saman skýrsla um það, hvernig yfirstandandi þing væri á vegi statt með afgreiðslu mála, sem fyrir það hafa verið lögð. Skýrslan leiðir í ljós að fluttar hafa verið 69 þingsályktunartil- lögur en einungis 8 þeirra hafa ver- ið afgreiddar frá nefndum. Allar hinar bíða ennþá byrjar. Fyrir allsherjar- og atvinnumálanefnd- um liggja yfir 40 mál óafgreidd. Forseti sagði að rætt hefði verið við formenn nefnda þingsins um að gera hér á bragarbót og yrði að vænta að það leiddi til þess að betur yrði róið framvegis. - mhg. Leið- rétting í frétt Þjóðviljans í gær um hung- urverkfall Jóhönnu Tryggvadóttur misritaðist orðið sjúkraliði á einum stað fyrir sjúkraþjálfara. Rétt er setningin þannig: „Björn sagði að með uppsögn samningsins væri Heilsuræktin aðeins sett jafnfætis öðrum þjálfunarstöðvum í borg- inni, svo sem stöð Sjálfsbjargar, Lamaðra og fatlaðra og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara." Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þessi fallegi hundur er að vísu úr Kópavoginum en bræður hans frá Reykja- vík munu geta átt náðuga daga næstu tvö árin að minnsta kosti ef tillaga borgarstjóra nær fram að ganga. Ljósm.: eik. Tillaga borgarstjóra: Hundahald leyft í Reykjavík Kosið um málið eftir 2 ár Borgarstjóri hefur lagt til að hundahald verði heimilað með undanþágum í Reykjavík svipað og nú gerist í Garðabæ fram til 1986, en þá verði kosið um málið um leið og sveitarstjórnarkosningar fara fram. Skulu þeir sem þá hafa leyfi til hundahalds sæta þeim ákvörð- unum sem teknar verða í framhaldi af niðurstöðu kosninganna. Tillagan byggir á ábendingum nefndar sem sérstaklega var skipuð til að fjalla um hundahald sl. haust. í fyrsta lið hennar er gert ráð fyrir því að hundahald í Reykjavík sé bannað en síðan koma margir liðir um hvernig veita megi undanþágu frá því banni. M.a. skal hundurinn skráður og merktur sérstaklega, eigandi hans skal greiða árgjald fyrir hann, færa hann til hreinsunar og skoðunar og tryggja hann hjá viðurkenndu tryggingafélagi. Hunda skal hafa í bandi innan borgarmarka, óheimilt verði að vera með hunda í almenningsgörð- um á daginn, eigandi skal skyldug- ur til að þrífa upp óþrif eftir hund- inn utan dyra að viðlögðum sektum og sæta upptöku hans ef hann er lausbeislaður innan borgarmark- anna. Borgarstjórn fjallar um þessa til- lögu á fundi sínum á fimmtudag. - AI. Ráðstefnan um velferðarríkið Umfjöllun um velferðarríkið hefur sett svip á opinbera umræðu og pólitíska framvindu á Vestur- löndum á undanförnum misserum. Svo hefur einnig verið hér á landi í nokkrum mæli og að undanförnu hafa ýmsir sterkir forréttindahópar látið mikið í sér heyra um velferð- arríkið íslenska. Önnur sjónarmið hafa þar lítt verið áberandi. Hópur einstaklinga hefur því ákveðið að boða til ráðstefnu undir heitinu: ís- land: velferðarríki fyrir hvern? Ráðstefnan verður haldin í Gerðu- bergi, menningarmiðstöðinni í Breiðholti, laugardaginn 7. apríl nk. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og verðuröllum opin. Ráðstefnugjald er kr. 200 og er kaffi innifalið. Dagskrá ráðstefnunnar verður þannig: Kl. 13.00-15.00 Framsöguerindi: 1) Stefán Ólafsson: Er Island velferð- arríki? 2) Árni Gunnarsson: Er velferðarríkið á undanhaldi? 3) Svanur Kristjánsson: Atvinnurek- endur, velferðarríki og íslensk þjóðar- vitund. 4) Guðrún Jónsdóttir: Hugmynda- fræði velferðarþjónustunnar - tæki til Breytingar á innheimtu gatnagerðargjalda: Gjöld af eignarlóðum Lóðareigendur fá 2ja ára frest til að byggja án gatnagerðargjalda undirokunar eða frelsis? Kl. 15.00-16.30: Kaffi. Umræðuhópar um efni framsöguerindanna starfa. Umræðustjórar: 1) Ingibjörg Haf- stað og Jón Sæmundur Sigurjónsson, 2) Birgir Björn Sigurjónsson og Mar- grét S. Björnsdóttir, 3) Geir Gunn- laugsson og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og 4) Guðmundur Óiafsson og Jónína Leósdóttir. Kl. 16.30-18.00: Greinargerðir umræð- uhópa. Skipulag áframhaldandi starfs. Almennar umræður. í tillögum að nýrri reglugerð um innheimtu gatnagerðar- gjalda í Reykjavík, sem lögð verður fyrir borgarstjórn á fimmtudag, er gert ráð fyrir því að eftir 1. janúar 1986 verði tekin gatnagerðargjöld af eignarlóðum. Gatnagerðar- gjöld hafa aðeins verið inn- Nýr samningur um Landakotstún: Garður og bílastæði Gerður hefur verið nýr samning- ur milli Kaþólsku kirkjunnar og borgaryfirvalda um austurhluta Landakotstúns, en samkvæmt samningi frá 1977 skuldbatt borgin sig til að gera skrúðgarð á þeim hluta túnsins. Gerður hefur verið uppdráttur af skrúðgarðinum með göngustígum, leikhorni fyrir börn og gróðri en einnig verður tekinn skiki af túninu við Túngötu undir bílastæði. Uppdrátturinn var sam- þykktur með 4 atkvæðum gegn 1 í umhverfismálaráði í síðustu viku og staðfesti borgarráð hann í gær. í bókun Álfheiðar Ingadóttur sem greiddi atkvæði gegn tillög- unni í umhverfismálaráði er bent á að íbúum hefur ekki verið gefinn kostur á að segja álit sitt á henni, 15 x 75 metra spilda sé tekin af túninu undir bílastæði, betur mætti vanda hönnun á barnaleikvellinum og nauðsynlegt sé að opna leiðir inn á túnið frá Hólavallagötu með göngustígum og tröppum í stað þess að loka það af með eins metra háum stoðvegg. -JP- Breikkun Fríkirkjuvegar: Tillagan felld Tillaga borgarverkfræðings um tvö- földun Fríkirkjuvegar út í Tjörnina var felld í borgarráði í gær. Þess í stað var ákveðið að gera við Fríkirkjubakkann og bakkann framan við Iðnó til bráða- birgða í sumar og bíða með allar hug- leiðingar um breikkun götunnar þar til frekari upplýsingar um þörfina fyrir það Iiggja fyrir. í umhverfismálaráði urðu miklar um- ræður um þetta mál og lagði fulltrúi Alþýðubandalagsins til að ráðið hafn- aði í eitt skipti fyrir öll hugmyndum um rúmlega 2 þúsund fermetra skerðingu á Tjörninni vegna götunnar. Aðeins full- trúi Kvennaframboðsins studdi þessa tillögu en síðan var tillaga formanns um bráðabirgðaviðgerð samþykkt með at- kvæðum Sjálfstæðisflokksins. - ÁI. heimt af leigulóðum í Reykjavík til þessa. Þá er gert ráð fyrir því að gatna- gerðargjöld verði innheimt af við- byggingum eldri húsa, en heimild til þess hefur ekki veriö nýtt til þessa. Hér gæti verið um nokkra tekjuaukningu fyrir borgarsjóð að ræðaþar sem 5 rúmmetra viðbygg- ing við einbýlishús jafngildir 4000 krónum í gatnagerðargjöld. Að öðru leyti er reglugerðin eins og sú sem innheimt hefur verið ettir og er innheimtuhiutfalli af hinum ýmsu gerðum íbúðar- og atvinnuhúsnæð- is ekki breytt. Án efa mun ákvörðun um gatna- gerðargjald af eignarlóðum hafa víðtæk áhrif ef samþykkt verður. Fjölmargar lóðir í einkaeign standa auðar í miðbæ Reykjavíkur og á öðrum eru gömul hús sem eigendur vilja losna við og byggja ný á. Gatnagerðargjöld af venjulegu einbýlishúsi á leigulóð nema nú 2- 400 þúsund krónum en eigendur lóða hafa getað byggt án þess að greiða þau. Svo verður áfram til 1. janúar 1986 og er víst að fyrir þann tíma munu allir sem vettlingi geta valdið hafa byggt, - ef þeir á annað borð ætla sér það. Nægir að benda á auðar lóðir við Aðalstræti og eignarlóðir stórfyrirtækjanna við Skúlagötu, þar sem samþykkt hef- ur verið að reisa stórhýsi. - ÁI. Breiðfirðingabúð: Mælt gegn niðurrifi Á fundi umhverflsmálaráðs í fyrri viku var lögð fram beiðni um niðurrif Skólavörðustígs 6B (Breiðfirðingabúðar) og mælti ráðið gegn niðurrifinu. í bókun segir: „Umhverfismála- ráð telur ákvörðun um niðurrif á Breiðfirðingabúð, Skólavörðustíg 6B ekki tímabæra fyrr en deili- skipulag að reitnum liggur fyrir og vísar umhverfismálaráð til um- sagnar borgarminjavarðar." Þessi bókun var samþykkt með atkvæðum allra ráðsmanna, en sem kunnugt er hefur verið tekin ákvörðun um deiliskipulagningu Skólavörðustígs og fleiri svæða í gamla bænum og var Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt falið það verk- efni frá og með 1. apríl. - ÁI. DJOOVIUINN blaðið sem vitnað er í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.