Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Miðvikudagur 4. apríl 1984 P/OÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Blaðamenn: AuðurStyrkársdóttir, Álfheiður IngadóttirLúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Umbrot og setning: Prent. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Prentun: Blaðaprent hf. ^Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Ný sókn Um síðustu helgi var haldið landsþing iðnverkafólks og er það í fyrsta sinn sem landssamtök launafólks koma saman til stefnumótunar að loknum kjarasamn- ingum. A þinginu var samþykkt kjaramálaályktun þar sem mörkuð er afstaða iðnverkafóíks til nýrrar baráttu. í ályktuninni er áréttað að launafólk á Islandi „hefur mátt þola stórfellda kjaraskerðingu frá því að núver- andi ríkisstjórn tók við völdum“ og sú kjaraskerðing „kemur við flesta en bitnar harðast á þeim sem lægst höfðu launin fyrir og þyngsta framfærsluna.“ í kjaramálaályktun landsþingsins er fjallað um ný- gerða kjarasamninga og þá baráttu sem framundan er á næstu mánuðum. Þar segir m.a.: „Markmið samninganna var annars vegar að stöðva kaupmáttarhrapið og rétta hag þeirra sem verst standa. Samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar markaðist af minnkandi vinnu fólks og tekjumissi í kjölfar kvóta- kerfisins. Með samningunum hefur verkafólk því aðeins spyrnt við fótum gegn árásum ríkisvaldsins á kjör sín en situr enn við skarðan hlut af þjóðarauðnum. Framvindan næstu mánuði er háð því hvernig stjórnvöld bregðast við. Það er hrein ögrun við verka- fólk að ráðast í skattahækkanir nú strax í kjölfar þessar- ar hófsömu samningsgerðar. Sú ráðstöfun gengur þvert á fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt þá aðhaldsemi sem nauðsynleg er til að hamla gegn verðbólgu. Hjöðnun verðbólgu hefur eingöngu verið á kostnað launafólks. Það er krafa iðnverkafólks að atvinnureksturinn og aðrir taki á sig þessar byrðar.“ í lokakafla ályktunarinnar er verkalýðshreyfingin hvött til þess að hefja nú merki nýrrar baráttu. Lands- þing iðnverkafólks skorar á öll önnur samtök launa- fólks „að hefja nú þegar undirbúning að nýrri sókn í hagsmunabaráttu verkafólks með það að markmiði að sækja fram til betri lífskjara og aukins atvinnuöryggis.“ Að standa vörð um húsnœðiskerfi launafólks Á undanförnum vikum hefur verið að koma í ljós að ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera stórlega niður fjárframlög til húsnæðiskerfis launafólks. Á sama tíma skortir hundruð miljóna á efndir þeirra loforða sem snerta húsnæðislán hins almenna lánakerfis. Það er því Ijóst að stjórnvöld hafa sett húsnæðislánin í alvarlega kreppu og mun sú stefna aðallega koma niður á hinum lægstlaunuðu. Á landsþingi iðnverkafólks um síðustu helgi var fjall- að um þessa stöðu í húsnæðismálum launafólks. í álykt- un þingsins var vakin athygli á nauðsyn þess að snúast gegn atlögu stjórnvalda að verkamannabústaðakerf- inu. Þessi hvatning iðnverkafólks á erindi til allra launamanna: „Þegar laun verkafólks eru svo lág sem raun ber vitni er enn brýnna að öryggi launþega sé tryggt á öðrum sviðum. Því er afar mikilvægt að standa vörð um þann félagslega ávinning og auknu félagslegu réttindi sem náðst hafa fram á síðustu árum. A þeim vettvangi er víða að sótt, en hvergi má undan láta. Þannig er nú vegið að verkamannabústaðakerfinu. Gegn þeirri at- lögu verður að snúast og sjá til þess að til verkamanna- bústaða fáist nauðsynlegt fjármagn. Verkamannabú- staðakerfið þarf að stórefla svo mikilvægt er það öllu launafólki og eina von fjölmargra félagsmanna lág- launafélaga um öruggt og mannsæmandi húsnæði.“ lclipp't Að greina rétt frá röngu Hvernig tekst blaðamönnum að leysa þann vanda að segja rétt og satt frá atburðum úr fjar- lægum löndum - hvaða mælistiku nota þeir til að greina rétt frá röngu? Þessi spurning kom upp í hugann við lestur greinar sem birtist í DV í gær, og fjallaði um eylandið Grenada, þar sem Bandaríkjaher réðst inn á dögun- um. Þar er þess getið, að Maurice Bishop, sem myrtur var skömmu fyrir innrásina, hafi innleitt marx- íska stjórn á Grenada og öfgaöfl innan flokks hans heimilað Kúbumönnum herstöð á eyjunni. Við þetta er ýmislegt að at- huga. Til dæmis hafa liðsmenn hins látna foringja haldið því fram að samtök þeirra, New Jew- el Movement væru alls ekki marx- ísk, heldur sósíalísk, en á því er allnokkur munur. Þetta kemur raunar vel fram í greininni í DV, þarsem vitnað er í fyrrum land- búnaðarráðherra í stjórn Bishops og náins samstarfsmanns um nokkurt skeið, og eftir honum er haft að samtökin hefðu ekki verið marxísk. Ef þessu er haldið fram af fyrrum samstarfsmanni Bis- hops og leiðtoga sömu hreyfing- ar, hvernig getur þá blaðamaður DV, sem ekki er vitað til að hafi haft náin kynni af Bishop, vitað betur? Falskar upplýsingar í annan stað eru litlar heimiidir fyrir því að Kúbumönnum hafi verið heimiluð bygging herstöðv- ar á Grenada. Þetta kemur raun- ar einnig fram í grein DV, ef vei er að gáð. Þar segir nefnilega að Bandaríkjastjórn hafi „lengi kviðið því að róttæklingar ætluðu að leyfa Kúbu- og Sovétmönnum að hafa herstöð á eynni“. En einsog gefur að skilja er allnokkur munur á því og hinu, að þeim hafi þegar verið leyft það. Eða hvað? Um þessi mál var nýlega að finna góða grein eftir Nóbels- verðlaunaskáldið Gabríel Garcia Marguez, í tímaritinu Soberanía, sem sandínistar í Nicaragúa gefa út. Þar lýsir rithöfundurinn því mæta vel hvernig Bandaríkja- menn neituðu að leyfa erlendum fréttamönnum að koma til eyjar- innar fyrst eftir innrásina, og dreifðu síðan fölskum upplýsing- um af miklum móð til að réttlæta gerðir sínar. Flugbraut - ekki flugbraut Ein helsta afsökun Banda- ríkjastjórnar fyrir innrásinni var að Kúbumenn væru þegar nánast búnir að hertaka eyjuna, og hefðu þar mikið lið grátt fyrir járnum, og væru auk þess að byggja herflugvöll til að taka á móti kúbönskum og ef til vill so- véskum liðsafla. Þetta var grundað á þeirri staðreynd að á Grenada voru Kúbumenn að byggja flugbraut sem var þriggja kílómetra löng, og í augum þeirra sem ekki bera mikið skyn á flugmál virtist þetta helstil stór völlur fyrir farþegaflugvélar. Reyndin var hins vegar sú, einsog síðar var bent á, að slík flugvallarstærð er nauðsynleg öllum nútíma völlum, einkum ef byggt er með tilliti til framtíðar þróunar í flugvélagerð. Banda- ríska tímaritinu Time farast um þetta svofelid orð: „Rétt er hermt, að hin nýja flugbraut er ekki byggð með þeim varnarbún- aði eða hjálpartækjum sem venjulega eru til staðar á herflug- völlum, en að líkindum mætti þó nota hina nýju flugbraut sem birgðastöð fyrir herflugvélar Kúbumanna á leið til Afríku, eða fyrir vopnavélar Sovétmanna á ferð til Mið-Ameríku“. M.ö.o. nákvæmlega einsog mætti segja um flesta stærri flugvelli í heimin- um. Sannleikurinn var auðvitað sá, einsog Bishop heitinn og hans fólk sagði, að hinn nýi flugvöllur var Grenadamönnum lífsnauð- synlegur fyrir verslun og farþega- flutning, og hinir 600 Kúbumenn sem Bandaríkjaher fyrirhitti á Grenada voru að miklum meiri- hluta menn, sem unnu við gerð flugvallarins, en ekki vígamenn einsog Bandaríkjastjórn lét í veðri vaka. -OS. Ný mannúðar- stefna? Fréttir af kjaftshöggi Árna Johnsen í Sjómannaskólanum hafa að sjálfsögðu vakið athygli alþjóðar, enda fátítt að meðlimir löggjafarsamkundunnar fari um og berji fólk. Það vakti hins vegar furðu margra lesenda Morgun- blaðsins að ekki var stafkrók að finna í blaðinu í gær um hnefaleik jringmannsins, og hefur þó blaðið löngum verið á bandi friðarins. En kannski finnst Morgunblað- inu það ekki lengur fréttnæmt ef þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerist ofbeldismaður? Lofsverð ábending Morgunblaðsins Morgunblaðið er þó ekki alltaf á móti friðnum. I helgarblaði þess er tam. greint frá því að „á degi hverjum er einn eða fleiri hermaður í stöðvum Bandaríkja- manna á Bretlandi kvaddur heim og rekinn úr hernum með skömm. Ástæðan: neysla fíkni- efna, ss. kókaíns, kannabiss eða LSD.“ Þetta er mjög tímabær ábending hjá Morgunblaðinu og í Bretlandi hafa samtök sem berj- ast gegn staðsetningu amerískra kjarnorkuflauga í Bretlandi ein- mitt bent á þann möguleika að stríðsmenn, meira eða minna meðvitundarlausir af lyfjasukki, komi kjarnorkustyrjöld af stað af misgáningi. Svo virðist sem Bandaríkjaher hafi einnig gert sér grein fyrir þessu, því nú er farið að velja sérstaklega þann liðsafla sem fær að gæta kjarnorkuvopnanna. Þrátt fyrir það voru á árinu 1982 hvorki meira né minna en 1,365 manns fjarlægðir sökum lyfja- misnotkunar og 256 fyrir of náið vinfengi við félaga Bakkus. Ábending Morgunblaðsins eru því orð í tíma töluð og gleðilegt til þess að vita að blaðið skuli þann- ig að nokkru leyti samsinna þeim sem andæfa vopnabralli Ame- ríkumanna. - ÖS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.