Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 16
pjðÐV/m m Miðvikudagur 4. apríl 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umþrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 400 fulltrúar frá þjóðþingum, ríkisstjórnum, al- þjóðastofnunum og ríkjum þriðja heimsins á ráð- stefnu í Lissabon í næstu viku Norður-Suður: Hlutverk Evrópu Willy Brandt og Mario Soares meðal rœðu- manna. Ólafur Ragnar Grímsson hefur stjórnað undirbúningi ráðstefnunnar í næstu viku hefst í Lissabon ráð- stefnan: Norður - Suður: Hlutverk Evrópu“ og verður þar fjallað um öll helstu vandamálin, sem setja svip á samskipti iðnríkja Norður- sins og þróunarlanda Suðursins, svo sem endurbætur á hinu alþjóð- lega hagkerfi og baráttuna gegn hungri og fólksfjölgun. Ráðstefnan er haldin á vegum Evrópuráðsins og munu sækja hana rúmlega 400 fulltrúar frá þjóðþingum og ríkis- stjórnum Evrópu, samtökum ríkja þriðja heimsins, Sameinuðu þjóð- unum, Alþjóðabankanum, Efna- hagsbandalaginu, OECD og ýms- um öðrum alþjóðasamtökum. Meöal framsögumanna á ráð- stefnunni verða Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur- Þýskalands, og Mario Soares, for- sætisráðherra Portúgal, utanríkis- ráðherra Indlands Narashima Rao, formaður samstarfssamtaka þró- unarlanda Munoz Ledo, fram- kvæmdastjóri OECD Emile van Lennep, Sridath Ramphall fram- kvæmdastjóri Sambands bresku samveldisríkjanna og einnig utan- ríkisráðherra Danmerkur, Uffe Elleman-Jensen, sem er formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins. Forstöðumenn ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna verða einnig meðal ræðumanna. Ráðstefnan er haldin í boði ríkisstjórnarinnar og þjóðþingsins í Portúgal og verða fundirnir í þinghöllinni í Lissabon. Hugmyndina að þessari ráð- Fundarsalurinn í þinghöilinni í Lissabon þar sem ráðstefnan verður haldin. stefnu setti Ólafur Ragnar Gríms- son fram á þingi Evrópuráðsins árið 1981. Síðan flutti hann tillögu um efni ráðstefnunnar, tilgang og skipulag og var sú tillaga samþykkt sumarið 1982. Um haustið var sett á stofn skipulagsnefnd ráðstefn- unnar og hefur Ólafur Ragnar Grímsson verið formaður þeirrar nefndar. Ráðstefnan hefur verið í undirbúningi í l'/2 ár. Auk fulltrúa frá öllum helstu nefndum Evrópur- áðsins hafa fulltrúar frá Þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóð- anna, Alþjóðabankanum, Efna- hagsbandalaginu, OECD, Al- þjóðavinnumálastofnuninni og samtökum ríkja þriðja heimsins tekið þátt í starfi skipulagsnefndar- innar. Enn góð þorskveiði í Breiðafirði en þorskurinn áberandi minni Nær allir smærri bátar eru að klára kvótann Kannski aðsóknin aukist þegar hægt er að fá bílinn þveginn og bónaðan í Kolaporti. Ljósm.: Atli. Kolaportið stendur autt allan daginn: Aðeins 30% nýting eftir gjaldtökuna Hœgt að fá bílinn þveginn og bónaðan á staðnum Frá því gjaidtaka var tekin upp í „Kolaportinu“, bílastæðahúsi borgarinnar í Arnarhóli, hefur nýt- ing stæðanna þar aðeins verið um 30%. Bflageymslan hefur því ekki létt á miðbænum eins og vonir stóðu til. Engar ráðagerðir eru þó uppi um að hætta gjaldtöku í Kolaporti en stæðið kostar 40 krónur á dag, 20 krónur fyrir hálfan daginn. f gær veitti borgarráð Trausta Bergssyni heimild til að stunda bílaþvott og bflabónun í portinu. Fær hann eitt stæði til umráða gegn leigugjaldi og geta bíleigendur fengið honum lyklana af bílnum sínum og látið þvo þá og bóna meðan þeir sinna bæjarerindum. -ÁI. „Þetta var skársti dagurinn á vertíðinni á mánudag. Þá var landað hér um 300 tonnum og gátum ekki tekið við öllu því sem bátarnir voru með“, sagði Leifur Jónsson hafnarstjóri á Rifi í gær. Sömu sögu var að frétta í Óiafsvík þar lönduðu bátar á mánudag rúmiega 300 tonnum sem er einn af betri dög- unum á vertíðinni en aflinn var töluvert minni á báðum stöðum í gær. Fremur dræmur afli hef- ur verið hjá Grundarfjarðar- bátum og í Stykkishólmi liggur skelfiskveiði niðri og lítil atvinna, meðan íbúar ná- grannabyggðanna vinna jafnt dag sem nótt í fískvinnslunni. Ljóst er að nær allir smærri bát- arnir frá Rifi og Ólafsvík munu klára þorskkvóta sinn í þessari viku. Þegar hafa um 10 bátar klár- að kvótann auk nokkurra aðkomu- báta og flestir eru við að fylla kvót- ann. „Það er klárt að eftir þessa viku verða aðeins stærstu bátarnir eftir. Ég held að menn séu rétt byrjaðir að átta sig á þessari staðreynd núna. Einhverjir ætla á djúprækju en annars vita menn ekki hvað tekur við“, sagði Rafn Þórðarson á hafnarvigtinni í Ólafsvík. Þaðan eru nú gerðir út 20 bátar en voru flestir á vertíðinni 31. í síðasta mánuði var landað 5.467 tonnum af þorski í Ólafsvík en alls hefur verið landað þar 8.100 tonnum af þorski frá sl. áramótum. Unnið hefur verið allan sólarhringinn og allar helgar í frystihúsinu á staðn- um og öðrum fiskverkunarstöðv- um undanfarnar vikur. Sömu sögu er að segja frá Rifi en þar heftrr verið landað um 4000 tonnum af þorski frá áramótum sem er nokkru meiri afli en á sama tíma í fyrra. Að sögn sjómanna hefur verið góð þorskveiði um allan Breiða- fjörð en áberandi er hversu þorsk- urinn er orðinn minni nú en fyrr á vertíðinni. Þá er einnig mikil loðna í þorskinum og hann því vandmeð- farnari í geymslu og því afla verið miðlað á milli verstöðva og bátar jafnvel siglt með aflann á suður- nesjahafnir í mestu hrotunum. -'g- Áskriftarherferð á Austurlandi_____ ,J>arf ekki að kvíöa árangrinum“ segir Kristín Ólafsdóttir útbreiðslustjóri Þjóðviljans „Það er ætlunin að gcra átak í söfnun áskrifta að Þjóðviljanum eystra síðar í þessari viku í tengsl- um við fundaherferð framá- manna í Alþýðubandalaginu um Austurland sem hefst í dag, mið- vikudag. Ef áskriftasöfnunin sem við munum vinna að i samvinnu við heimamenn gengur jafn vel og hún hefur gert annars staðar í landinu hingað til þarf ekki að kvíða árangrinum“, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir útbreiðslustjóri Þjóðviljans í samtali í gær. „Ég mun hafa aðsetur í Nés- kaupstað og ásamt félögum eystra hringja í fólk um allt kjör- dæmið og bjóða því kynningará- skrift að Þjóðviljanum. Hér er um að ræða áskrift á sérstöku af- sláttarverði sem gildir í aprfl ög maí. Við munum vinna að þessu verkefni með svipuðum hætti og gert var á Akureyri um miðjan janúar og vonandi verður árang- urinn með svipuðum hætti einnig því þar nálægt því tvöfölduðum Krlsttn Á. Ólafsdóttir útbreiöslu- stjórl Þjóðviljans: höfum bætt viö okkur 1200 nýjum áskrifendum frá áramótum. Ljósm.: Atli. við áskrifendafjölda Þjóðvilj- ans“, sagði Kristín ennfremur. Kristín sagði að það væri greinilegt á viðbrögðum þeirra sem starfsfólk Þjóðviljans hefði haft samband við í vetur að fólk vildi gjarnan kynnast Þjóðviljan- um af eigin raun og teldi sig þurfa að lesa þetta helsta málgagn stjórnarandstöðunnar sem mót- vægi við málflutningi fjölmiðl- anna Morgunblaðsins, Tímans, DV ög ekki síst ríkisfjölmiðlanna tveggja. Hún sagði að frá síðustu áramótum hefðu bæst við um 1200 nýir áskrifendur að blaðinu. „Mig hlakkar mikið til að hitta félagana fyrir austan en eins og ég sagði er þetta í annað skipti sem við förum svona leiðangra út á land. Ef móttökur verða jafngóðar og á Akureyri þarf maður engu að kvíða", sagði Kristín Á. Olafsdóttir útbreiðslu- stjóri Þjóðviljans að lokum. - V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.