Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Þriðjudagur 10. aprfl 1984 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Augiýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Ðára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríöur Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Tónskóli Sigursveins Um þessar mundir er tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar í Reykjavík tvígugur. Sigursveinn segir í viðtali við sunnudagsblað Þjóð- viljans frá upphafi skólans í Reykjavík fyrir rúmum 20 árum: „Um þær mundir fór hópur manna, aðallega í forystu verkalýðsfélaganna að ræða um nauðsyn þess að stofna alþýðlegan tónlistarskóla...Það er táknrænt að Tryggvi Emilsson skrifaði fyrstu fundargerðinga og þarna voru fleiri þekktir verkalýðsleiðtogar sem voru áhugasamir um menningarþátt verkalýðshreyfingar- innar“. Af starfsemi tónskóla Sigursveins er og hefur verið mikill menningarauki fyrir verkalýðshreyfinguna og al- menning í Reykjavík. Starfsemi skólans er nú aðallega í Breiðholti og nemendur orðnir yfir hálft þúsund. Þjóð- viljinn árnar Sigursveini og skólanum heilla á þessum tímamótum. Við tökum undir með Sigursveini þegar hann segir: „Ég lærði það á Siglufirði að foreldrar líta ekki síst á tónlistarnám sem félagslegt og þroskandi nám fyrir börn. Þetta er félagsleg upplifun og að vera t.d. í hljómsveit bindur þau ákveðnum böndum. Við þurfum endilega að rækta þennan þátt í þjóðfélaginu - það veitir ekki af því að fólk hafi áhugamál af slíku tagi“. Allt gengið eftir Þegar forystumenn ASÍ og VSÍ undirrituðu sam-i komulag sitt 21. febrúar sl. áttu formenn stjórnarflokk-| anna vart orð yfir ánægju sína með samkomulagið.i Þorsteinn Pálsson kvað mikið afrek á ferðinni og Steingrímur Hermannsson sagði samkomulagið mikinn sigur fyrir ríkisstjórnina. í Þjóðviljanum 23. febrúar kveður við annan tón frá formanni Alþýðubandalagsins Svavari Gestssyni. Hann benti á að með samkomulaginu væri ekki hróflað við kjaraskerðingunni sem orðið hefði frá því ríkis- stjórnin tók við, hann sagði unglingataxtana fyrir 16 til 18 ára fólk ekki líðandi og hann benti á að engin trygg- ing væri fyrir því að hin takmarkaða kauphækkun færi ekki út í verðlagið. Svavar Gestsson kvað einingu verkalýðshreyfingar- innar með samkomulaginu stefnt í hættu og brýnt væri að knýja fram ný samingsúrslit. Allt hefur þetta gengið eftir. Á fjölmennum fundum stórra verkalýðsfélaga voru samningarnir felldir: Dagsbrún, Sókn, verkalýðsfélögunum í Vestmanna- eyjum. Annar staðar var þeim breytt þannig að ungl- ingataxtinn fór út og aðrar breytingar gerðar, svo sem hjá verkalýðsfélögum á Austfjörðum, Hornafirði og Húsavík. Verkalýðsfélögunum Dagsbrún og í Vestmannaeyj- um tókst með dyggum stuðningi frá öðrum verkalýðsfé- lögum, og víðtækum stuðningi meðal almennings að. knýja fram ný samningsúrslit, sem m.a. fólu í sér að unglingataxtinn var lagður niður. Þessi nýju samning- súrslit voru síðan fengin öðrum félögum og samtökum launafóls eins og mönnum er í fersku minni. En sjálf kaupskerðingin situr eftir og me.ðal launa- fólks er víðtæk óánægja með kaupkjörin. Það er því að vonum að verkalýðsleiðtogar hafa blásið til nýrrar sóknar í haust, 1. september. Nú gerist það að verð- lagið heldur áfram að hækka og ríkisstjórnin íhugar auknar skattaálögur á almenning. Miðstjórn ASÍ hefur varað stjórnvöld við og bent á að með slíku áhlaupii væru forsendur samninganna brostnar. Forystumenn allra stjórnmálaflokka nema Alþýðu- bandalagsins sögðu amen við ASÍ/VSÍ samkomulaginu 21. febrúar. Atburðarásin fram að þessu sýnir að af- staða þeirra átti mjög góðan hljómgrunn meðal launa- fólks og stöðumatið gat naumast verið réttara. klippt Forstjóri Elmskips í góðra vina hóp vló aðmírálaskiptin á herveilinum í Keflavík sl. sumar. (Leifur). Sjálfstœðisbaráttan nýja Síðustu daga hafa risið upp nýir Fjölnismenn á síðum Morg- unblaðsins og koma fram með andvarpi í útvarpi og sjónvarpi. Þessir mæddu menn eru forystu- menn stórfyrirtækja í landinu og vilja heyja nýja sjálfstæðisbar- áttu í samskiptunum við Banda- ríkin. Tilefnið er, að bandarískt skipafélag hefur í huga að taka að sér flutning fyrir ameríska herinn hér á landi, sem skipafélög hér- lend hafa haft með höndum fram að þessu. Þetta mál afhjúpar marga þætti í hagsmunum her- mangsins og bera ekki þjóðlífinu alltof fagran vitnisburð. Frjáls verslun Bandaríska skipafélagið getur vísað í bandaríska löggjöf frá ár- inu 1904, þar sem kveðið er á um að ef bandarísk skipafélög treysti sér til flutninga fyrir bandarískan her erlendis beri hernaðaryfir- völdunum að skipta við þau. Við stjórnvölinn í Bandaríkj- unum eru menn sem trúa á hinn frjálsa ótakmarkaða markað og fjálsa verslun. Sjaldan flytja þeir Reagan og fylgismenn ræðu öðruvísi en minnast á hina frjálsu verslun. Auðvitað er hér átt við frelsi fárra til að græða og stjórnvöldin keppast við að setja allra handa takmarkandi lög til að styrkja samkeppnisstöðu sinna fyrirtækja og sinna manna. Sama er uppi á teningnum hér heima. Þeir menn sem hrópa hæst í hneykslunartóni um hin öldnu og úreltu einokunarlög frá 1904, skipa sér í flokk með harð- vítugustu markaðssinnum og ill- skeyttustu pólitísku öflum hér á landi. Þeir eru talsmenn „frjálsr- ar verslunar". Einokunarpáfar sjálfir Sjálfir eru íslendingarnir síst samkvæmari eigin trúarbrögðum en skoðanabræðurnir vestan hafs. Skipafélögin hafa gert með sér samning um það hvernig flutningarnir fyrir herinn skiptast á milli þeirra og í samhengi við það hvað Framsóknarfyrirtækin í hermanginu fá fyrir sinn snúð. Halldór H. Jónsson stjórnar- formaður Eimskips og fleiri stór- fyrirtækja í landinu er t.d. einnig stjórnarformaður Sameinaðra verktaka sem eiga að helmingi ís- lenska Aðaiverktaka (hvar Hall- dór þessi er einnig í stjórn). Það fyrirtæki hefur einokun á fram- kvæmdum fyrir herinn og heyrist sjaldan minnst á „frjáls" viðskipti í því sambandi. Menn til sölu Halldór H. Jónsson sagði um þetta mál á aðalfundi Eimskips orðrétt: „íslendingar hafa annast þessa þjónustu fyrir varnarliðið með ágætum. Þeir eiga að fá að annast þessa flutninga áfram með sama hætti og verið hefur. 80 ára gömul verndarlög eiga ekki að ráða stefnunni í þessu efni. Það væri áfall fyrir samskipti þjóð- anna ef hér yrði breyting á. Við verðum að treysta því að hér finni stjórnmálamenn lausn, sem dugir til frambúðar“. Stjórnmálamennirnir úr Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum hafa hingað til ekki brugðist stórfyrirtækjunum og hermöngurum þegar til hefur verið kallað. Þessir viðskipta- hagsmunir segja mikla sögu. Það segir til að mynda mikið um það hvernig stendur á því að forstjóri Eimskips er í Samtökum áhuga- manna um vestræna samvinnu og axlar þar ábyrgð stjórnarmanns. Þetta sýnir allt saman hvernig persónulegir hagsmundir og við- skiptahagsmunir eru samofnir pólitískri stöðu þeirra og fyrir- tækjanna í landinu. Land til sölu Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til að láta sér detta í hug hvaða hagsmunir eru í húfi fyrir þessa einstaklinga og fyri- tæki þegar brottför hersins er á dagskrá hér á landi. Að hve miklu leyti voru stórfyrirtækin með í sjónarspilinu þegar „Varið land“ lék lausum hala 1974? Það er enn óhugnanlegra að „efnahagur" stærstu fyrirtækj- anna í landinu skuli vera talinn undir því kominn að útlendur her sé í landinu og pólitíkin rekin með þeim takmörkunum sem þau setja. Meira að segja ritskoðunars- innanum á síðdegisblaðinu óar við þessari tilhugsun í leiðara blaðsins í gær. Ellert Schram segir þar: „Sú staðreynd býður þeim háska heim, að sterk þjóð- félagsöfl leggi áherslu á dvöl varn- arliðsins út frá allt öðrum for- sendum en þeim, hvort varna eða öryggis er gætt“. Bragð er að... Suðurnesjafundur Á dögunum var haldinn al- mennur stjórnmálafundur í Kefl- avík, þar sem þeir Steingrímur Hermannsson, Matthías Á. Mathiesen, Kjartan Jóhannsson og Ólafur Ragnar Grímsson átt- ust við. í „Víkur-fréttum“ er létt frásögn af fundinum eftir Ó.Þ.E. Þar er ræðuköppunum gefin eftirfarandi einkunn: „Er litið er yfir, nú að loknum fundinum, skal lagður dómur á þátttakendur í kappræðunum. Persónulega telur undirritaður Kjartan hafa haft vinninginn úr fyrri umferð með sinni takmarka- lausu ró og yfirvegun. En höfuð og herðar yfir aðra bar Ólafur Ragnar Grímsson, sem í seinni umferðinni náði slíkum tökum á áheyrendum sínum, að svo virtist sem hvert orð væri teygað af vörum hans af mikilli innlifun. Hann minnti á einn mesta ræðu- skörung aldarinnar." -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.