Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 16
DIOÐVILIINN Þriðjudagur 10. aprfl 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Ríkisskattstjóri um nýju spariskírteinin: Nýju spariskírteinin renna út: Ortröð í bönkum í gær „Það hefur verið stanslaus ör- tröð hér í allan dag“, sagði Sigurð- ur Eiríksson í sparisjóði Lands- bankans í gær. „Þetta hefur gengið stórkostlega vel“, sagði Reynir Jón- asson aðstoðarbankastjóri Útvegs- bankans um sölu nýju spariskír- teinanna. Ekki vildu forsvarsmenn bankanna gefa upp neinar tölur eða Ráðherra gefur ríkisstjórn sinni einkunn: Stjórnin óttalegur boli „Þessi ríkisstjórn er óttalegt afl, hún er óttalegur boli.“ Þessi orð lét Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra falla í umræðum á Alþingi í gær og var hann þá að svara Svavari Gestssyni. Svavar hafði spurt að því hvenær vænta mætti frumvarps frá ríkis- stjórninni um ráðstafanir í ríkis- fjármálum og efnahagsmálum. Engum dyldist raunar að engin samstaða væri innan ríkisstjórnar- innar um neinar ráðstafanir í þess- um efnum og hver höndin upp á móti annarri. Fjármálaráðherra: „Þetta er bara blástur í Svavari. Það þýðir ekkert fyrir hann að reyna að reka fleyg á milli ráðherranna. Þeir eru alltof ábyrgir til þess að það takist. Á stjórnarheimilinu ríkir full- komin eining andans. Einmitt þessvegna er þessi ríkisstjórn ótta- legt afl, óttalegur boli.“ Svavar Gestsson: Hvernig í ó- sköpunum stendur á því að svona samhent stjórn kemur sér ekki saman um úrræði? Fjármálaráð- herra líkti stjórninni við naut. Það skyldi þó aldrei vera að þarna væri á ferðinni okkar frægasti boli, sjálf- ur Þorgeirsboli? Og nú hefur þess- um nautpeningi verið sleppt lausum á almenning í landinu. -mhg fjölda seldra skírtcina, en mikið mun hafa verið um tiiflutninga, einkum af almennum sparisjóðs- bókum sem bera 6% lægri vexti en nýju skírteinin. Það var Landsbanki íslands sem reið á vaðið og varð fyrstur til að notfæra sér heimild bankanna til að ákveða innlánskjörin sjálfir. Út- vegsbankinn brást hart við, þá Búnaðarbankinn og nú eru Versl- unarbankinn, Samvinnubankinn, Alþýðubankinn og SPRON komn- ir í kapphlaupið um sparifé lands- manna. Kjörin sem bankarnir bjóða eru ekki þau sömu. Lægsta bréf hjá Landsbankanum er t.d. 10 þúsund krónur, 2 þúsund hjá Út- vegsbankanum, 1000 hjá Búnaðar- bankanum sem að auki tryggir við- skiptavinum sínum sömu kjör og þau sem best kunna að bjóðast á hverjum tíma. Alþýðubankinn hyggst gefa út skírteini með sér- stökum kjörum til handa ákveðn- um hópum þjóðfélagsins og svo mætti lengi telja. Gunnar Helgi Hálfdánarson hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingafé- lagsins sagðist í gær ekki hafa haft tíma til að reikna út hvaða banki byði best. „Þetta helltist allt yfir um helgina og það eina sem við höfum fengið í hendur eru frétta- tilkynningar og auglýsingar“, sagði hann. „Við getum ekki lagt mat á þetta fyrr en öll gögn eru komin fram.“ Bönkunum er eins og öðrum kaupahéðnum bannað að hafa samráð sín á milli um verðlagningu vöru og þjónustu og greinilegt er af skjálftanum sem um sig hefur grip- ið að svo var ekki í þetta sinnið. Hins vegar er ekkert sem bannar að bankarnir bjóði sömu kjör á innlánum, svo fremi sem engu sam- ráði er til að dreifa. _ÁI Fundurinn í Háskólabíói á sunnudaginn tóksi prýðis vel. Mynd: Atli. Stórfundur húsnœðissamvinnufélagsins Búseta: Skorað á alþíngi að styðja Búseta Þúsundir félaga í Búseta, félög stofnuð um allt land Milli 7 og 8 hundrað manns sóttu stórfund húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta, sem haldinn var í Háskólabíói sl. sunnudag. Sam- þykktar voru áskoranir á Alþingi um að húsnæðisfrumvarp fél- agsmálaráðherra verði samþykkt á yfirstandandi þingi, en eins og er eiga húsnæðissamvinnufélög hvergi inni í húsnæðislánakerfi landsmanna. Þar hlýtur að verða breyting á, því nú eru á þriðja þúsund manns í Búseta og verið að stofna og búið að stofna svipuð félög víða um landið. Áskoranir fundarins til Alþingis eru svohljóðandi: „Stórfundur húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta, haldinn í Háskólabíói 8. apríl 1984, beinir eftirfarandi áskorun til Alþingis: Kasparov vann Sovéski skáksnillingurinn Garí Kasparov ávann sér í gær réttinn til að heyja einvígi við Antolí Karpov um heimsmeistaratitilinn í skák. Kasparov gerði í gær jafntefli við Vasilí Smyslov landa sinn og hlaut þar með 8 og hálfan vinning. Á bls. 5 er greint frá 12. einvígis- skák þeirra Kasparovs og Smyslovs en þá skák vann sá fyrrnefndi um helgina. Skákina skýrir Lárus Jó- hannesson sem hefur tekið að sér skákskýringar fyrir Þjóðviljann. 1. Alþingi tryggi að húsnæðis- frumvarp félagsmálaráðherra, er nú bíður afgreiðslu þingsins, verði að lögum á þessu þingi og að við afgreiðslu frumvarpsins verði tryggð réttindi húsnæðissamvinnu- félaga til lána úr hinum félagslega byggingarsjóði. 2. A yfirstandandi Alþingi verði búseturéttur viðurkenndur í lögum og ótvíræð ákvæði um búseturétt felld inn í húsnæðislöggjöfina. 3. Bæði húsnæðissamvinnufé- lögin og verkamannabústaðakerfið eigi ótvíræðan rétt á a.m.k. 90% lánum til a.m.k. 43 ára. 4. Tryggt verði aukið fjármagn til hins félgaslega lánakerfis, þann- ig að lán til húsnæðissamvinnufé- laga verði ekki á kostnað þeirra fé- lagslegu íbúðabygginga, sem fyrir eru í landinu.“ Mikill fjöldi sjálfboðaliða úr Búseta lagði á sig mikla vinnu fyrir fundinn og allir sem komu fram á fundinum gáfu sína vinnu. Mikill áhugi virðist ríkja á þessu húsnæð- isformi, enda óþarfi að útlista þá erfiðleika, sem fólk á í við að kom- ast í öruggt húsnæði. Þetta er enda húsnæðisform, sem á miklu fylgi að fanga víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum. Nefna má sem dæmi, að um 20 prósent þess íbúð- arhúsnæðis, sem byggt er í Noregi, er byggt innan húsnæðisamvinnu- félagskerfis. Barátta fyrir búsetu var yfirskrift fundarins og var þar vísað til þess, að húsnæðisfrumvarp félags- málaráðherra virðist hafa mætt einhv. andstöðu á þingi - a.m.k. hefur það ekki verið lagt fram enn. Hér eiga þúsundir landsmanna undir högg að sækja og því ströng barátta framundan sem lýkur ekki fyrr en þessu húsnæðisformi verður veittur aðgangur að lánakerfinu og sett lög um húsnæðissamvinnufé- lög. Það verður því áframhaldandi Barátta fyrir búsetu. ast Skattskyld! Breytum orða- laginu, segir Landshankinn Ríkisskattstjóri tilkynnti í gær að spariskírteinin sem bankarnir nú keppast um að bjóða til sölu, séu ekki undaþegin eignarskatti né vextir af þeim undanþegnir tekju- skatti. Bréf sem gangi kaupum og sölum séu venjuleg verðbréf og jafnist ekki á við innistæðu í banka. Mikill órói greip um sig í banka- heiminum í gær vegna þess. Þeir ku hafa kæst sem ekki voru búnir að feta í fótspor Landsbankans en á þeim bæ voru bankastjórar, hag- fræðingar og lögfræðingar á löngum og ströngum fundum í gær. í auglýsingum frá bankanum hafði | verið tekið skýrt fram, að skírt- einin væru skattfrjáls með sama hætti og sparifé. í tilkynningu Landsbankans í gær er bent á að haft hafi verið samráð við Seðla- bankann um útgáfu skírteinanna og hafi Seðlabankinn staðfest fyrra álit sitt að um einfalt innlán sé að ræða. Engu að síður hefur Landsbank- inn ákveðið að fara eftir ábending- um ríkisskattstjóra og sendi hann út tilkynningu í gær um að orðalagi bréfanna verði breytt á þá lund að þau „uppfylli skilyrðislaust ákvæði laga um skattfrelsi sparijár." Megi viðskiptavinir því treysta því að spariféð verði skattfrjálst á sama hátt og aðrar innistæður. _ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.