Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 12
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Þriðj udagur 10. apríl 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Garðar Margrét Steingrímur Árnesingar - uppsveitamenn: Opinn fundur í Arnesi Opinn stjórnmálafundur veröur haldinn í Árnesi miövikudaginn 11. apríl kl. 21. Garöar Sigurðsson, alþingismaður, Margrét Frímannsdótt- irgjaldkeri Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maöur mæta á fundinn. Allir velkomnir. Stjórn AB í uppsveitum Árnessýslu. Alþýðubandalagið í Kópavogi: Bæjarmálaráð heldur fund miðvikudaginn 11. apríl kl. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1. Framkvæmd skólasamningsins. 2. Uppbygging matvælaiðju við MK- Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús á Skírdag Alþýðubandalagið í Kópavogi býður til opins húss í Þinghóli á sumardaginn fyrsta (Skírdag) kl. 15-18. Stutt ávörp flytja Geir Gunnarsson alþingismaður og Heiðrún Sverrisdóttir bæjar- fulltrúi. Söngur - barnahorn - kaffi og kökur. Félagar í ABK eru eindregiö hvattir til að líta inn. - Stjórn ABK Geir Heiðrún Æskulyösfylking Alþýöubandalagsins Æskulýðsfylkingin Félagsmálanefnd Annar meiriháttar fundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl á H-105 kl. 20.30. Áframhaldandi undirbúningur afmælisveislunnar og fleira á dagskrá. Félagslega sinnaðir sérstaklega velkomnir - Nefnd- m. Vinsamlega sendið eða hringlð inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Fylkingin Hvað vill Fylkingin? Fundur um kreppuna, ríkisstjórnina og baráttu verkalýðsstéttarinn- ar. Framsögur: Pétur Tyrfingsson, Már Guðmundsson, Árni Sverris- son. Fundurinn verðurfimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Ljósritunarvél til sölu Ljósritunarvél UB1XAS 300 til sölu. Vélin veröur til sýnis á skrifstofu Rafmagns- veitnanna Laugavegi 118, frá kl. 10-12 næstu daga. Rafmagnsveitur ríkisins Innkaupadeild Laugavegi 118. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir mars mánuö er 15. apríl. Ber þá aö skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Kennslugagna- miðstöðvar Guðrún Agnarsdóttir, Hjör- leifur Guttormsson, Eiður Guðna- son, Kristín Halldórsdóttir, Kristín S. Kvaran, Ólafur Þ. Þórðarson, Salómc Þorkelsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir flytja til- lögu til þingsályktunar um kennslu- gagnamiðstöðvar í öllum fræðslu- umdæmum. Er tillagan svohljóð- andi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta kanna hvernig best væri að haga samstarfi við samtök sveitarfélaga um að koma á fót kennslugagnamiðstöðvum í tengslum við fræðsluskrifstofur í öllum landshlutum. Kennslugagn- amiðstöðvar hafi það meginverk- efni að lána skólum námsgögn kennslutæki og hjálpargögn þannig að öllum nemendum verði tryggð- ur aðgangur að fjölbreyttum kennslugögnum hvar á landinu sem þeir búa. I ýtarlegri greinargerð segir m.a.: - Því má halda fram með sterk- um rökum að óraunhæft sé að ætla að litlir skólar eignist öll þau sömu námsgögn og kennslutæki og stórir skólar. Lítil sveitarfélög munu við óbreyttar aðstæður ekki hafa bol- magn til að búa skóla sína öllum nauðsynlegum gögnum. Engu að síður verður að tryggja þessum nemendum aðgang að vönduðum og fjölbreyttum náms- og hjálpar- gögnum. Þessi tillaga felur í sér leið til lausnar þess, þ.e. að litlir skólar á ákveðnu svæði - eigi saman ýmis þau gögn, tæki og áhöld, sem hverjum einum skóla reynist of- viða að eignast upp á eigin spýtur eða ekki er ástæða til að hver skóli eigi. Hér er t.d. um að ræða ýmis dýr kennslutæki og hjálpargögn, sem aðeins eru notuð skamman tíma á hverju skólaári. Og enn: Með þessari tillögu er alls ekki boðið að hverfa eigi frá því markmiði að í framtíðinni rísi skólasöfn við alla skóla. Má miklu fremur líta á kennslugagnamið- stöðvar sem mikilvægt spor í þá átt. Utlán námsgagna og kennslutækja munu stuðla að hagkvæmni við þá Minning Unnur Þórarins dóttir Borgarnesi F. 15.9. 1913 - D. 28.3 1984 í dag kveðjum við ömmu okkar Unni Þórarinsdóttur frá Borgar- nesi. Með þessum fátæklegu orð- um viljum við þakka henni allar þær ánægjustundir sem við áttum með henni í gegnum árin. Hún var svo lífsglöð og kát og gat alltaf bægt öllu leiðinlegu í burtu og hún sá alltaf björtu hliðarnar á flestum málum. Við systurnar nutum þess að koma í Borgarnes til afa og ömmu. Hún gaf sér alltaf tíma til þess að ræða við okkur um alla heima og geima, og lagði þá gjarnan kapal á meðan. Hún var ákaflega rökföst og fylgin sér, en sanngjörn. Við biðjum góðan guð að styrkja og styðja afa á þessari erfiðu stund. Við vitum að núna líður ömmu vel. I Nú legg ég augun aftur. Ó, guð þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virr‘st mig að þér taka. mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. S Egilsson. Við kveðjum þig núna elsku amma mín. Alla og Magnea. Vegna mistaka í prentsmiðju féll grein þessi niður í sunnudagsblaði Þjóðviljans. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því. uppbyggingu. í því sambandi má nefna að kennarar geta við innkaup á námsgögnum og kennslutækjum stuðst við þá reynslu, sem fengist hefur, og þannig metið mun betur en ella hvaða námsgögn þurfa að vera til í skólanum allt skólaárið. Það er því mikilvægt að ljóst verði, að hér er um að ræða leið, sem hefur í för með sér bætta þjónustu um leið og gætt er ýtrustu hagkvæmni. - mhg JARNIÐNAÐARMENN Óskum eftir aö ráöa plötusmiöi og rafsuöu- menn. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 20680. LANDSSMIÐJAN BÆKUR BLÖÐ PLÖTUR - JASS KLASSIK V IV N>V/ þjodlög Laugavegi 17 S: 12040 LATÍÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ '.JL.vaa SoruRQU' og þak- Upplýsingar í símum (91) 66709 & 24579 Tökum aö okkur að þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkalískemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. Höfum háþróuð amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Svart-hvít Ijósmyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14,200 Kópavogi, P.O. Box301, Sími 46919 Notum ljós í auknum mæli í ryki, regni,þoku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.