Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 5 Jafntefli í 13. einvígisskák Kasparovs og Smyslovs Kasparov hefur tryggt sér sigur Karpov - Kasparov; langþráð einvígi staðreynd var rólegur og einbeittur. Hann tapaði aðeins tveimur skákum í öllum þremur einvígjunum, einni fyrir Beljavsky og einni fyrir Korts- noj. Einnig kom á óvart hvað hann Lárus Jóhannesson skrifar um skák var sterkur fyrir í endatöflum, en sú hlið var einmitt talin hans veikasta. Hann reyndist Kortsnoj og Smyslov enginn eftirbátur í þeim fræðum en þeir eru oft nefn- dir þegar talað er um mestu enda- taflssnillinga fyrr og síðar. Það mun því nú ljóst vera að Kasparov hefur enga augljósa veikleika og fram undan hjá Karpov er hans erf- iðasta titilvörn til þessa. Hvort Kasparov tekst að verða yngsti heimsmeistari sögunnar skal engu spáð, en mér segir svo hugur að möguleikar hans séu ekki síðri en núverandi heimsmeistara í því ein- vígi sem við blasir. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Vassily Smyslov Drottningarbragð. 1. d4d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 (í fimmtu skákinni lék Smyslov 5. - dxc4 sem er mun skarpari leikur, en hann hefur Hinn ungi Gary Kasparov hefur tryggt sér réttinn til að tefla um heimsmeistaratignina við landa sinn Sovétmanninn Anatoly Karp- ov. Þrettánda skákin í einvígi hans við Smyslov leystist fljótlega upp í jafntefli, þetta kom fáum á óvart því með fjögurra vinninga forskot var í raun aðeins formsatriði að ljúka einvíginu. Kasparov tefldi mjög sannfærandi og var sigur hans aldrei í hættu, hann vann fjórar skákir en níu enduðu með jafntefli. Fyrir áskorendaeinvígin voru menn ekki á einu máli um styrk- leika hans í einvígjum þar eð stíll hans þykir glæfralegur. Slíkur stíll hentar vel í venjulegum mótum en í einvígjum er það oftast hinn yfirvegaði aðili sem fer með sigur að lokum. En það var einmitt hérna sem Kasparov kom skáká- hugamönnum á óvart, hann sýndi alla kosti gamalreynds meistara, greinilega sætt sig við orðinn hlut). 6. e3 Da5 (Hið gamalreynda Cam- bridge Springs afbrigði sem sést nú æ oftar aðallega fyrir tilstuðlan so- véska stórmeistarans Jusupov sem beitir því með góðum árangri). 7. Rd2 (Merki þess að Kasparov muni ekki taka neina áhættu, í níundu skákinni lék hann 7. cxd5 og þó hann ynni þá skák kemur upp mun hvassari staða). 7. - Bb4 8. Dc2 - 0-0 9. Be2 e5 10. Bxf6 Rxf6 11. dxe5 Re4 12. cxd5 (Samkvæmt byrjana- bókinni er þetta besti leikurinn því 12. Rxe4 dxe4 13. 0-0 Bxc3 14. Dxc3 Dxc3 15. bxc3 He8 16. Hadl Kf8 17. c5 Hxe5 leiðir til betra tafls fyrir svart). 12. - Rxc3 13. bxc3 Bxc3 14. Hcl Bxe5 15. dxc6 bxc6 (Fram að þessu hafði allt teflst eftir þekktum leiðum en þessi litli leikur er nýjung í stöðunni. í skák milli Bukic og Nikolac sást 15. - Hd8 16. Bd3 bxc6 17. 0-0 Ba6 18. Rc4 - Bxc4 19. Bxc4 og hvítur stendur örlítið betur). Fleiri urðu leikirnir ekki í einvíg- inu því að í þessari stöðu bauð Smyslov jafntefli sem Kasparov þáði samstundis. í lokastöðunni stendur hvítur eitthvað betur sökum heilbrigðari peðastöðu, en svartur hefur mótvægi sem felst í biskupaparinu. Lokastaðan: Kasparov 8Vi - Smyslov 4Vi. Þú finnur örugglega bíl fyrir þig á AUTO 84

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.