Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. aprfl 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Garðar Margrét Steingrímur Árnesingar - uppsveitamenn: Opinn fundur í Arnesi Öpinn stjórnmálafundur veröur haldinn í Árnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 21. Garðar Sigurðsson, alþingismaður, Margrét Frímannsdótt- ir gjaldkeri Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður mæta á fundinn. Allir velkomnir. Stjórn AB í uppsveitum Árnessýslu. Alþýðubandalagið í Kópavogi: Bæjarmálaráð heldur fund miðvikudaginn 11. apríl ki. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1. Framkvæmd skólasamningsins. 2. Uppbygging matvælaiðju við MK- Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús á Skírdag Alþýðubandalagið í Kópavogi býður til opins húss í Þinghóli á sumardaginn fyrsta (Skírdag) kl. 15-18. Stutt ávörp flytja Geir Gunnarsson alþingismaður og Heiðrún Sverrisdóttir bæjar- fulltrúi. Söngur - barnahorn - kaffi og kökur. Félagar í ABK eru eindregið hvattir til að líta inn. - Stjórn ABK Ge|r Heiðrún Alþýðubandalagið í Ólafsvík: Félagsfundur Alþýðubandalagið í Ólafsvík boðar til fundar fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30 í Mettubúð. Dagskrá: 1) Sveitarstjórnarmál, Sigríður Þóra Eggertsdóttir bæjarfull- trúi hefur framsögu, 2) Önnur mál. - Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfylkingin Félagsmálanefnd Annar meiriháttar fundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl á H-105 kl. 20.30. Áframhaldandi undirbúningur afmælisveislunnar og fleira á dagskrá. Félagslega sinnaðir sérstaklega velkomnir - Nefnd- in. Æskulýðsfylking AB Akureyri Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.00. Fundarefni: Sarrlþykkt laga ÆFA, stjórnarkjör og framtíðar- áform ÆFA. Allt ungt vinstra fólk er hvatt til að mæta. - ÆFA. Æskulýðsfylking AB Akureyri Fundur um „Græningjamál" verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 11. apríl, í Lárusarhúsi Eiðs- vallagötu 18 kl. 20.00. Framsögumaður: Ole Lundquist. Fundarefni: Súrt regn, losun úrgangsefna í sjó og álver í Eyjafirði. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. - ÆFA. Vinsamiega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dáik fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Fylkingin Hvað vill Fylkingin? Opinn stjórnmálafundur um kreppuna, ríkisstjómina og baráttu verka- lýðsstéttarinnar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Ríkisstjórnin og sókn auðvalds- aflanna: Már Guðmundsson. Vandamál verkalýðshreyfingarinnar: Árni Sverrisson. Baráttan fyrir ríkisstjórn verkalýðsins: Pétur Tyrf- ingsson. Almennar umræður. Fundarstjóri er Sólveig Ásgrímsdótt- ir. íslandsmótið í sveitakeppni Mjög óvænt úrslit Undanrásum fyrir íslandsmótið í sveitakeppni lauk um síðustu helgi. 24 sveitir spiluðu í 4 riðlum. 2 efstu úr hverjum riðli áunnu sér rétt til þátttöku í úrslitunum, sem spiluð verða um páskana. Og það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja, að þessi undan- keppni slær víst öll met. Hvorki -meira né minna en 4 A-sveitir (sveitunum er skipt í þrjá flokka við niðurröðun í riðla). Þær A- sveitir sem duttu út að þessu sinni voru: Samvinnuferðir-Landsýn, Ólafur Lárusson, Gestur Jónsson og Úrval. Eftirtaldar sveitir tryggðu sér rétt í úrslitin: Úr A-riðli: Runólfur Pálsson 68 stig, Sigurður Vil- hjálmsson 65 stig. Úr B-riðli: Þór- árinn Sigþórsson 84 stig, Ármann J. Lárusson 53 stig. Úr C-riðli: Ás- grímur Sigurbjörnsson 66 stig, Sig- fús Þórðarson 60 stig. Og úr D- riðli: Jón Hjaltason 89 stig, Guð-. brandur Sigurbergsson 71 stig. Ef við rennum aðeins yfir riðlana og lítum á hvernig málin þróuðust, þá var það í stuttu máli að baráttan í A-riðli stóð allan tímann á milli sveita Runólfs, Sigurðar og Sam- vinnuferða. í innbyrðis leikjum þessa sveita vann Sigurður báða leikina, Runólf með 12-8 og Sam- vinnuferðir með 15-5 eftir að sveit Samvinnuferða var rúmum 50 stig- um yfir í hálfleik. Fyrir síðustu um- ferð var staðan þessi: Runólfur 60 stig, Sigurður 53 stig og Samvinn- uferðir 45 stig. tvær efstu sveitirnar spiluðu síðan saman, og þurfti Sig- urður að vinna þann leik með 12-8 eða stærra miðað við að Samvinn- uferðir ynnu sinn leik „hreint", sem og þeir gerðu. í hálfleik hafði Runólfur 10 stiga forskot og staðan ekki björt fyrir Villa Sig., og syni, en þeir feðgar sneru blaðinu við í seinni hálfleik og unnu einmitt 12-8 og komust þarmeð áfram í jafnri skor, með unninn innbyrðis leik við Samvinnuferðir. Hörkuspenn- andi það. í B-riðli var engin spurning um sigurvegarann, sem var Þórarinn. En fyrir síðustu umferð gátu allar hinar sveitirnar náð 2. sæti, svo jafnt var það. 36 stig, 36 sti, 34 stig, 33 stig, 33 stig, voru þær með. Sveit Ármanns vann í því bingói, með því að vinna í síðustu umferð „hreint“ og náði þarmeð 2. sæti. Sveit Ármanns spilaði fyrir Reykjanes sama og sveit Sigurðar Vilhj. I C-riðli stóð slagurinn milli fjög- urra sveita í lokin. Fyrir síðustu umferð var staðan þessi: Sigfús Þórðar. 58 stig, Ásgrímur S.' 54 stig, Gestur 48 stig og Stefán 39 stig. Sveit Sigfúsar þurfti því aðeins 1 stig út úr leiknum við Stefán Páls- son í síðustu umferð, til að vera svo til örugg. Til hamingju fyrir þá og óhamingju fyrir Stefán, fengu þeir 2 stig (töpuðu 2-18) og voru þar- með inni, svo lengi sem Gestur ynni ekki 13-7. En Siglfirðingarnir (bræðurnir Sigurbjörnssynir) voru ekkert á þeim buxunum að taka sér páskafrí, þeir unnu Gest örugglega 12-8 og þurfa því að bregða sér bæj- arferð öðru sinni. Lokastaðan: Ás- grímur 66 stig, Sigfús 60 stig, Stef- án 57 stig og Gestur 56 stig. Jafn riðill þar. Sveit Ólafs var mun neð- ar og kom það flestum á óvart, einnig meðlimum sveitar Ólafs. f D-riðli stóð baráttan um 2. sæt- ið. Jón Hjaltason var með frátekið það efsta. Sveitir Guðbrands Si- gurb., og Úrvals spiluðu saman í síðustu umferð. Sveit Úrvals varð að sigra 11-9 eða stærra. En það er sama sagan á þeim bæ í leik við „skákarana" (Ómar J., Ásgeir P. og Jón Þorv.), sveit Úrvals tapar yfirleitt á móti þeim og svo fór einnig í þetta sinnið. Sveit Guð- brands vann örugglega síðari hálf- leikinn (eftir jafnan fyrri hálfleik) og sigraði með 16-4. Þarmeð var ljóst að þrjár efstu sveitirnar úr Reykjavíkurmótinu höfðu verið slegnar út í undanrás- um. (Úrval, Ólafur og Samvinnu- ferðir). Og slíkt hefur ekki gerst áður á íslandsmóti. Úrslitakeppnin kemur því til með að vera einvígi landsbyggðar- innar gegn Reykjavík. Fjórar sveit- ir frá Reykjavík, fjórar utanbæjar. Það verður að segjast, að ein- kennilega horfir þegar sveitir eins- og Úrval og Samvinnuferðir ná ekki að tryggja sér rétt til þátttöku í úrslitum lslandsmóts. I þessum sveitum eru 6 „stórmeistarar" af 8, sem hafa áunnið sér þá nafnbót. Sá ' sjöundi er í Danaveldi og sá áttundi og eini í þessari úrslitakeppni er sjálfur Þórarinn Sigþórsson. Gott hjá honum. Óiafur Lárusson skrifar um bridge Frekar slæmur árangur það. Hjá hinum tveimur A-sveitunum, Ólafi og Gesti var éinnig lélegt að ná ekki öðru af tveimur efstu sætun- um, hvorugri sveitinni. Gestur var þó sýnu nærri en Ólafur, en tap hjá þeim á móti Selfyssingunum var dýrkeypt í 4. umferð. Einnig missti sveit Ólafs móðinn eftir slæmt tap í 3. umferð á móti Siglfirðingunum 3-17 eftir jafnan fyrri hálfleik. Og brandarinn við þetta allt saman er sá að sveit Ásgríms á að heita C- sveit og er þarafleiðandi í neðstu „grúppu“, þó spilalega séð sé hún góð B-sveit, tölulega séð nú A- sveit. Eitthvað bogið við svona fyrirkomulag. Einnig má benda á riðil D, þarsem fjórar sveitir (allar góðar, miðað við fyrri árangur) lenda saman í riðli, á sama tíma og skipan sveita í B-riðli er fyrir neðan allar hellur. Þetta sjá allir heilvita menn, sem vilja. Og að lokum þetta. í „alvöru- mótum“ sem þessum í framtíðinni, eiga keppendur heimtingu á því að „alvöru" menn sitji í dómnefnd sem fær til meðferðar einstök kær- umál. Nokkur slík atriði komu upp í þessu móti og vægast sagt var af- greiðsla dómnefndar einkennileg í sumum tilvikum. Nægir þar að nefna í leik Guðbrands-Þorfinns, Ólafs-Gests. Og annað, því er hérmeð komið á framfæri að kærur verði í framtíðinni nafnlausar, þannig að dómnefndarmenn þurfi ekki að sitja undir þeirri ásökun að hygla einum fremur en öðrum. SÍíkt eiga þeir menn ekki skilið sem gefa sig í slíkan starfa. Það eina sem farið er fram á, er að samræmi sé með einum dómi til annars dóms. Góður keppnisstjóri var að vanda Agnar Jörgensson. Einsog fyrr sagði, verður svo úrslitakeppnin spiluð um páskana, sem eru í næstu viku. Nánar verður fjallað um það í næsta helgarþætti fái bridgeþátturinn inni, fyrir náð og miskunn ráðamanna á blaðinu. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga Úrslit í hraðsveitakeppni. stig Hans Níeisen 3248 IngibjörgHalldórsdóttir 3123 Kristján Ólafsson 3035 Esther Jakobsdóttir 2987 Guðlaugur Níelsen 2978 Magnús Halldórsson 2957 Sigurður Ámundason 2950 Elís R. Helgason 2928 Þórarinn Alexandersson 2905 12. aprfl hefst Butler-keppni. SIMAVARSLA. Þjóðviljann vantar mann til símavörslu frá kl. 13-19 á daginn. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri frá kl. 10-12 dagana 10. og 11. apríl í síma 81333. DJOÐVIUm ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng ,e\\^ eS' .SÝ'P' (r' Dúlld Snorrabraut 22 Pípulagningar Tek að mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. LATlÐ FAGMEIMN VINNA VERKIÐ Tökum að okkur aö þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkaliskemmdir, þéttum og rydverjum gömul bárujárnsþök. ^prisngu- Upplýsingar i simum 2^ (91) 66709 & 24579 þétting Höfum háþróuð amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verötilboð yöur að kostnadarlausu án skuldbindinga af yöar hálfu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.