Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 7
Félagið Ingólfur um næstu helgi: Ráðstefna um byggðasögu Um næstu helgi efnir Félagið Ingólfur til ráðstefnu um byggð- asögurannsóknir á Islandi, og fer hún fram í Lögbergi, húsi laga- dcildar Háskólans. Fjöldi fræði- manna mun þar fjalla um ýmsa þætti byggðasögu og tengsl henn- ar við skyldar greinar. Umfjöll- unin mun spanna allt frá af- mörkuðum landbúnaðarsvæðum til þéttbýla. Fyrirhugað er að gefa út fyrirlestra og niðurstöður vinnuhópa á ráðstefnunni. Erindin sem flutt verða eru 10- 15 mínútna löng og ráðstefnu- gestir skiptast á skoðunum í vinn- uhópum með sérstökum fundar- stjóra og ritara. Ekki er full- mótað um hvað vinnuhóparnir fjalla en stungið hefur verið upp á efnumeinsogþessum: 1. Þéttbýli sem aldrei varð, 2. Byggðasöfn og byggðasaga, 3. Gildi byggða- sögurannsókna, 4. Hvernig skal rita byggðasögu? og 5. Byggða- saga í skólum. Bráðabirgðadagskrá ráðstefn- unar lítur þannig út: Laugardagur 14. apríl: Kl. 13: Ráðstefnan sett. Kl. 13.15: Steingrímur Jónsson talar um þátt alþýðufræðimanna í ritun ís- lenskrar byggðasögu fyrr og nú. Kl. 13.30: Björn Teitsson fjallar um byggðasögurannsóknir há- skólamanna og sérstaklega um eyðibýlarannsóknir á Islandi. KI. 13.45: Gunnar Karlsson ræðir um hlutverk og takmarkanir byggða- sögu. Kl. 14: Nanna Hermanns- son flytur erindi um þ'átt byggða- safna í byggðasögurannsóknum. Kl. 14.15: Arni Björnsson flytur erindi um þátt munnlegrar geymdaríbyggðasögu. Kl. 14.30: Lilja Árnadóttir flytur erindi um verndun gamalla húsa og þátt bygginga í byggðasögu. Kl. 14.45: Inga Lára Baldvinsdóttir flytur erindi um ljósmyndir í byggðasögu. Kl.15: Ármann Halldórsson heldur erindi um þátt héraðsskjalasafna í ritun byggðasögu. Kl. 16 starfa svo vinnuhópar og kl. 17.15: er aðal- fundur félagsins Ingólfs Sunnudagur 15. apríl: Kl. 10: Björn Þorsteinsson fjallar um or- sakir þéttbýlisleysis á íslandi á miðöldum. Kl. 10.15: Gísli Gunn- arsson ræðir um það hvers vegna enn ríkti þéttbýlisleysi á íslandi eftir 1787. Kl. 10.30: Helgi Þor- láksson greinir frá rannsóknum á þéttbýli Reykjavíkur. Kl. 10.45: Þórður Tómasson greinir frá rannsóknum á byggðasögu sveitanna undir Eyjafjöllum. Kl. 11: Vinnuhópar. Kl. 13.30: Sölvi Sveinsson greinir frá útgáfu Skagfirðingabókar og ræðir um þátt hennar í sögu Skagafjarðar. Kl. 13.45: Ingólfur Á. Jóhannes- Það er vandl að velja! Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðvlljans -elk á úti markaðnum í Austurstræti, en þar er nú þegar byrjað að vora! Félag kvikmyndagerðarmanna: Rúmlega 100 félagar íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum fjölgar óðum og á nýaf- stöðnum aðalfundi félags kvik- myndagerðarmanna gengu 12 nýir félagsmenn inn. Eru félagsmenn þar með orðnir rúmlega 100 tals- ins. Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn og er Þórarinn Guðnason formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Björn Björnsson, varaformað- ur, Hjálmtýr Heiðdal ritari og Sig- fús Guðmundsson gjaldkeri. í varastjórn eru Kristín Jóhannes- dóttir og Sigurður Grímsson. í frétt frá félaginu kemur fram að á aðalfundinunt var einkum rætt um eflingu kvikmyndagerðar á ís- landi. Rædd var staða Kvikmynda- sjóðs og þáttur hans í uppbyggingu kvikmyndagerðar og telja félags- menn að efla verði sjóðinn svo hann geti enn betur sinnt sínu hlut- verki. Bent var á að sjóðurinn þurfi að vera fær um að veita styrki. Þá var einnig rætt um starfsemi erlendra kvikmyndagerðarfyrir- tækja hérlendis og bent á að um allan lieim gildi reglur um slíka starfsemi sem m.a. leiða til þess að erlend fyrirtæki greiði leyfi fyrir kvikmyndatöku og renna slíkar greiðslur oft í sjóði sem varið er til eflingar innlendrar kvikmynda- gerðar. Á fundinum var samþykkt til- laga um að athuga möguleika á setningu íslenskrar kvikmyndalög- sögu sem skuldbindur erlenda að- ila til að greiða fyrir þá aðstöðu sem þeir nýta hér og renni það fé til íslenskrar kvikmyndagerðar. Þá var á fundinum einnig rætt um höfundarréttarmál. Miðvikudagur 11. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Fyrirlestur hjá Líffræðifélaginu: LANDNÁM INGÓLFS Nýtt safn til sögu þess I s&í. Ríagid logóífur gsf út Félagið Ingólfur gefur út Landnám Ingólfs og kom fyrsta hefti út í fyrra. Eru í því margar gagnmerkar grein- ar. son flytur erindi um byggðasögu og grunnskólann. Kl. 14: Jón Þ. Þór greinir frá því hvernig skrifa skuli byggðasögu. Kl. 14.15: Ás- geir Guðmundsson greinir frá því hvernig unnið var að ritun sögu Hafnarfjarðar. Kl. 14.30: Vinnu- hópar. Kl. 16.30: Niðurstöður úr vinnuhópum kynntar. Þá mun Jorn Sandnes prófess- or í Þrándheimi flytja erindi um „lokal historie“ og verður því skotið inn í dagskrána og gætu orðið tilfærslur á henni og breytingar. Fólk utan af landi gæti haft samband við Magnús Guð- mundsson (s.66914) eða Magnús Þorkelsson (s.54856) úr stjórn • Ingólfs upp á það að hægt væri að fá lækkuð fargjöld. GFr. Bitmý Gísli Már Gíslason dósent held- ur fyrirlestur á vegum Líffræðifé- lags íslands miðvikudaginn 11. • apríl um „rannsóknir á bitmýi í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu". Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 20.30. Bitmý er ríkjandi dýrategund í Laxá. Það á alla afkomu sína undir fæðunni sem berst úr Mývatni og rekur niður ána. Stofnvistfræði bit- mýsins var athuguð í ánni. í efri hluta árinnar hafði bitmýið 2 kyn- Ester Guðmundsdóttiir var endurkjörin formaður Kvennréttindafélags íslands á aðalfundi félagsins á dögunum. Guðrún Gísladóttir, sem verið hefur varaformaður félagsins sl. tvö ár gaf ekki kost á sér til endur- kjörs í það embætti en í hennar stað var kosin Arndís Steinþórs- dóttir. Auk þeirra þriggja eru í stjórn- inni: Ásdís J. Rafnar, Arnþrúður Karlsdóttir, Ásthildur Ketils- dóttir, Jónína M. Guðnadóttir, í Laxá slóðir á ári en aðeins eina kynslóð í Laxárdal. Árið 1978 minnkaði rek á lífrænum ögnum í Laxá, vegna minni framleiðslu bláþörunga í Mývatni. Sumarkynslóðin í efri hluta Laxár minnkaði og fram- leiðsla bitmýs í ánni minnkaði í samræmi við minna rek lífrænna agna. Minni framleiðsla bitmýs hafði síðan áhrif á dýrastofna eins og urriða, straumönd og húsönd, sem lifa á bitmýi. Öllum er heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir. María Ásgeirsdóttir og Oddrún Kristjánsdóttir. I varastjórn eru Erna Bryndís Halldórsdóttir. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Á aðalfundi flutti formaður skýrslu stjórnar en að loknum að- alfundarstörfum sagði Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur, frá ritun á sögu KRFÍ sem hún vinn- ur að. Skrifstofa félagsins er að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 og er opin mánudag - fimmtudag kl. 13-17. Sími er 18156. Aðalfundur Kvenréttindafélagsins: Esther endur- kj örin formaður Áskorunarkjör Búnaðarbankans tryggja hámarksávöxtun á innlánsskírteinum Elísabet Björg Jónsdóttir, afgreiöslustúlka i Þórsbakaríi. „ÉG ER ÖRUGG UM BESTU KJÖR SEM BOÐIN ERU Á ÍSLANDI" Áskorunarkjör Búnaðarbankans fela í sér dýr- mæta tryggingu fyrir sparifjáreigendur. Þau tryggja þér ávallt hæstu vexti á innlánsskírteini eða sam- svarandi innlánsform sem íslenskir bankar hafa á boðstólum. 6% vaxtaálag að lágmarki Innlánsskírteini Búnaðarbankans bera ársvexti almennra sparireikninga og að auki 6% vaxtaálag. Það er lágmarksálag. Við tryggjum þér vaxtakjör sem eru sambærileg þeim bestu sem innlánsstofn- anir bjóða á hverjum tíma með þessu innlánsformi. Þetta köllum við ósvikin áskorunarkjör. 6 mánuðir Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru útgefin til 6 mánaða og eru ársvextir þeirra 21% en ávöxtun þeirra 22,1% á ári verði ný skírteini tekin að 6 mánaða tímabilinu liðnu. Innlánsskirteinin eru gefin út á nafn, þau eru framseljanleg og getur eigandi þeirra innleyst þau hvenær sem er með fullum vöxtum að liðnum sex mánuðum frá útgáfudegi. Verði skírteinin ekki innleyst hjá bankanum að tímabilinu loknu leggur Búnaðarbankinn áfallna vexti við upphæð skírteinanna og ávaxtar síðan inneignina eftir það með kjörum almennra spari- sjóðsbóka. Lágmarksupphæð aðeins kr. 1.000 Þú ræður sjálfur upphæðinni sem þú leggur fyrir meðlnnlánsskírteinum Búnaðarbankans. Þau eru í heilum þúsundum króna og lágmarkið er 1.000 kr. Enginn stimpilkostnaður né þóknun fylgir útgáfu á Innlánsskírteinum Búnaðarþankans. Heildarupp- hæö og vextir skírteinanna eru skattfrjáls til jafns við annað sparifé. Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru afgreidd á afgreiðslustöðum hans um allt land. fjrBlJNAÐARBANKi \ö/ ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.