Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum degi. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Bjarni Guðráðsson, Nesi, Reykholtsdal talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karlsson" eftir Maríu Gripe Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (8). 9.20 Leiktimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.10 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir 11.45 íslenskt mál Endurt. þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 „Hálft í hvoru“, „Atturhvarf“ og Barbara Helsingius leika og syngja 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Eg- ilssonar; seinni hluti Þorsteinn Hann- esson byrjar iesturinn. 14.30 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur danssýningarlög úr „Svanavatninu" eltir Pjotr Tsjaikovský; Anatole Fistoulari stj. 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Fílharmóniusveit- in í Osló leikur Pólonesu nr. 2 op. 28 eftir Johan Svendsen; Kjell Ingebretsen stj. / Hljómsveitin „Harmonien" í Bergen leikur Sinfóníu í c-moll eftir Edvard Grieg; Karsten Andersen stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólalsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir 20.00 Barnalög 20.10 Ungir pennar Stjómandi: Hildur Hermóðsdóttir 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Veslings Krummi" eftir Thöger Birkeland Þýð- andi: Skúli Jensson. Einar M. Guð- mundsson byrjar lesturinn. 20.40 Kvöldvaka a. „Möðrudalsprestur- inn“ Sigriður Rafnsdóttir les íslenska þjóðsögu. þ. Hvernig er höfuðborgin í hátt? Eggert Þór Bernharðsson les úr bókinni „Island um aldamótin. Ferða- saga sumarið 1899“ eftir Friðrik J. Bergmann prest í Vesturheimi. 21.10HugoWolf-2. þáttur: „Mörikeljóð- in“ Umsjón: Sigurður Þór Guðjónsson. Lesari: Guðrún Svava Svavarsdóttir. 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævts og lipur“ eftir Jónas Árnason Hölundur les (12). ^22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíusálma (44). 22.40 í útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóassonar og Ragnars Baldurssonar. 23.20 íslensk tónlist Sinfóníuhljómsveit Islands leikur „Ólaf Liljurós", balletttónlist eftir Jórunni Viðar; Páll P. Pálsson stj. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok RUV# 18.00 Söguhornið. Fiskur á diskinn Jenna Jónsdóttir flytur eigin frásögu. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Afi og bíllinn hans 1. þáttur. Teikni myndaflokkur frá Tékkóslóvakiu í sjö þáttum. 18.20 Tveir iitlir froskar 1. þáttur. Teikni- myndaflokkur frá Tékkóslóvakíu í sjö þáttum. Þýðandi Jón Gunnarsson. 18.25 Elgurinn Bresk dýralifsmynd tekin á slóðum elgsdýra í Bandaríkjunum. Þýð- andi: Jón O. Edwald. Þulur: Þuríður Magnúsdóttir. 18.55 Fólk á förnum vegi. Endursýning 21. Sumarleyfi Enskunámskeið i 26 þátlum. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vísindi Umsjón- armaður Sigurður H. Richter. 21.20 Synir og elskhugar. Þriðji þáttur. Framhaldsmyndaflokkur i sjö þáttum frá breska sjónvarþinu, sem gerður er eftir samnefndri sögu eftir D.H. Lawrence. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.15 Úr safni Sjónvarpsins. Fljótsdals- hérað Sjónvarpsdagskrá frá sumrinu 1969. Kvikmyndun: Örn Harðarson. Umsjón: Eiður Guðnason. 23.10 Fréttir I dagskrárlok frá I Lifi frelsid, er lands míns krafa, lifi frelsið, sem ég vil hafa. Lifi frelsið, sem launin greiðir, lofið frjálsborinn íslending. Hart er barist um heimsins yndi, heill sá gáfaðri sól og vindi, fer nú hver á sitt friðarþing. Frelsi Heill sé skattfrjálsum skuldaköllum, skapið festu í lúxushöllum, kveikið elda í kofahjöllum, kannski skánar vort þjóðarstand. Loksins dafnar þá landsins andi, lifið þróasl á fœribandi, elskið, bræður, vort undraland. Meðal stórþjóða stöndum við saman í stormi og fellibyl, þá verður nú vafalaust gaman að vera t sannleika til. Menn þurfa að vaka og sofa velferðin þróast hratt. Guð sinn til gamans lofa og gleyma ekki að borga skatt. „Kaktus" samdi og sendi. Sjónvarp kl. 18.00-19.55: Teiknimyndir og elgurinn Barnaefni sjónvarpsins á mið- vikudögum er alltaf þegið með þökkum á heimilum landsmanna og kvenna og „mættum við biðja um meira“ heyrist frá þeim yngstu ’ og er þá átt við aðra daga vik- unnar, sem eru heldur snautlegir flestir hverjir með barnaefnið. En lofa skal það sem vel er gjört engu að síður. Jenna Jensdóttir segir sögu sína um Fisk á diskinn í Sögu- horninu að þessu sinni, en um- sjónarkona Söguhornsins er Hrafnhildur Hreinsdóttir. Síðan eru á dagskrá tveir nýir teiknimyndaflokkar og eru báðir í sjö þáttum og báðir frá Tékkó- slóvakíu. Fyrri flokkurinn segir af1 Afa og bflnum hans og stendur í 10 mínútur. Hinn síðari fjallar um tvo litla froska og stendur hann í 5 mínútur. Þýðandi er Jón Gunnarsson og eru myndirnar textaðar - því miður fyrir þau yngstu og ólæsu og öll hin, sem ekki eru fluglæs. Eftir teiknimyndirnar verður svo sýnd bresk fróðleiksmynd um það merka dýr elginn. Myndin er tekin í dalnum Jackson Hole í Bandan'kjunum, en þar var friðað svæði handa elgnum snemma á öldinni. Þessi þáttur er hálftíma langur. Þýðandi er Jón O. Edwald og þula Þuríður Magnúsdóttir. Meðal þess sem sjónvarpið sýnir í dag fyrir börnin (og aðra létta í lund) er bresk mynd um hið merka dýr elginn. Rás 2 kl. 17.00: Konur og rokk Andrea Jónsóttir stjórnar þætti- num Konur og rokkmúsík á Rás 2 í dag og hefst þátturinn klukkan fimm og stendur í eina klukkustund. Andrea tekur fyrir í þáttum sínum rokksöngkonur og kvennahljóm- sveitir innan þeirrar merku tónlistar- stefnu, sem kenna má við rokk og rúll. Rokkið er reyndar vítt skilgreint í þáttunum, að sögn Andreu (en ekki konurnar!). Andrea blandar saman gömlum og nýjum lögum, kannski ekki í réttri tímaröð, en engin hefur enn tekið fýrir konur í rokkmúsík og þróunina í þeim málum, þótt langar og lærðar ritgerðir hafi verið skrifað- ar um rokkið í heild og karlana í því. Það er því býsna snúið að hafa tíma- röðina rétta. Hefurðu fengið mörg aðdáenda-[ bréf, spyrjum við Andreu. „Ekki er það nú ennþá,“ svarar Andrea. „Þetta er reyndar bara annar þátturinn svo það er ekkert að marka.“ Fólki er velkomið að hafa samband við Andreu eða Rás 2 (síminn er 38500) eða skrifa bréf og koma á framfæri óskum um lög eða ákveðnar söngkonur og hljómsveitir. Skrifið eða hringið Lesendadálkur Þjóöviljans stendur opinn öllum landsins mönnum og konum, sem vilja ; tjá sig í stuttu máli á opinberum , vettvangi. Nafnleyndar verður ;gætt, sé þess óskað, en nafn verður að fylgja bréfi. Utan- áskriftin er; Lesendaþjónusta : Þjóðviljans, Síðumúla 6, 105 , Keykjavík. Þá nægir einnig að | hringja í síma 81333 milli 10 og : 18 hvern virkan dag. bridge Eftirfarandi spil kum fyrir í leik milli sveita Ólafs Lárussonar og Gests Jónssonar í undanrásunum í ísl.mótinu: ÁDxxx ÁD x 109xxx G10xxx K10xx Dx Dx Norður vakti á 1 spaða, pass, 2 spaðar, pass og 4 spaðar. Útspil Austurs (áttum breytt) var smátt hjarta, lítið, nian frá Vestri og tekið á ás heima. Nú lá sagnhafi aðeins yfir þessu, en lagði síðan riiður spaða- ás. Ekki kom kóngurinn og saga þessa spils endar raunar hér. Það fór einn niður þegar laufið lá 4-2. Það sem málið snýst um er þetta: Sagnhafi var kominn með spaða- drottningu í höndina, en sá sig svo um hönd og hugsaði með sjálfum sér: Ég get ekki gert makker þetta, ef kóng helv... er stakur. En, ef sagnhafi hefði fylgt eðlishvöt sinni hefði þetta spil þróast: A) Austur á kónginn annan. Leggur hann á dömuna eða ekki? Geri hann það ekki, er spilið unnið (makker gæti átt ásinn stakan, ekki satt?) B) Austur á kónginn annan. Leggi hann á, hverju spilar hann til baka? Nú, það blasir við að spila meira hjarta, sem tekið er á drottningu, og nú er samgangur nógur til að fara inn í borðið, henda tíglinum í hjart- akónginn og gera laufið gott. Raunar átti Austur kónginn ann- an, og þegar sagnhafi spilaði meiri spaða, tók hann á kónginn og spil- aði meira hjarta. Austur átti: Kx Gxxx Áxxxx Kx Já, eðlisávísunin er sterkt vopn í svona íþrótt. En það þarf að fylgja henni eítir, ekki satt? Tikkanen • Lýðræðið losar um öfundsýk- ina sem er helsti hvati jafnréttisins. 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, ÁsgeirTómassonog Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Allrahanda. Stjómandi: Ásta Ragneióur Jóhannesdóttir. 16.00-17.00 Rythma blús. Stjórnandi: Jón- atan Garöarsson. 17.00-18.00 Konur i rokkmúsík. Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.