Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. maí 1984 Helgl Seljan kynnlr hér nokkrar vísur eftir þrjé Austflr&lnga þar sem ví&a glltrar „á IJóm- andl perlur hugarhlýjunnar eða lelftrandl fyndnl án mlnnsta gróms“. Ég hefi orðið þeirrar ánægju að- njótandi að fá í hendur lausavísur þriggja aldraðra Austfirðinga, sem kveða af sannri list. Þetta eru Sólrún Eiríksdóttir frá Krossi í Fellum, nú á Arnórsstöðum í Jökuldal, Einar H. Guðjónsson frá Heiðarseli í Jök- uldal, nú á Seyðisfirði, og Gísli Björgvins- son, Þrastarhlíð í Breiðdal. Ekki er hlaupið að því að fá þetta hóg- væra fólk til að flíka þessum kveðskap, og sannarlega efast ég um hrifningu þeirra, ef þau skyldu sjá þetta í blaðinu. En hitt veit ég, að mér verður fyrirgefið. Mér finnst einhvern veginn, að fleirum en mér muni finnast ágætt að staldra við um stund í „stressi” daganna og dvelja með þeim í góðu yfiriæti, Sólrúnu, Einari og Gísla. AUt eru-þetta dægurvísur, hvert þeirra hefur sinn sérstæða tón, en hreinn er hann og sannur hjá þeim öllum. Alvaran eða gamanið, það glitrar víða á ljómandi perlur hugarhlýjunnar eða leiftrandi fyndni án minnsta gróms. Vísurnar koma hér sín úr hverri áttinni með nauðsynlegum aðfararorðum. Hún er falleg óskin hennar Sólrúnar til litlu stúlkunnar: Lyndishýra, Ijúfa snót, lifðu glöð með sóma, eins og blóm sem brosir mól björtum sólarljóma. Og til þess látna merkismanns Páls á Aðalbóli sendi Sólrún eitt sinn: Lifðu heill um langa slund, í Ijóðakvaki ósk ég fel. Bygging traust á grænni grund geymi nafn þitt lengi og vel. Því miður varð Páll alltof skammlífur, en húsið hans stóra á Aðalbóli geymir minn- inguna um hinn stórhuga afreksmann. En gefum nú Einari orðið, sem kemur haustið svo fyrir sjónir: Helgi Seljan gefur tóninn Dægurvísur eftir þrjá aldraða Austfirðinga Gísli minn er geisli fagur, glaður eins og sumardagur, hoppar, dansar, hlœr og galar, heldur lítið ennþá talar. Ekki líkar Einari aldarfarið: Margur leitar laga og réttar, löngum gengur þetta miður. Stolið er flestu steini léttar. Steinana þyrfti að lœsa niður. Hins vegar er ekki víst að allir séu sam- mála þessu kvennaárseinkenni, sem Einar lýsir svo: Um það saman öllum ber sem unna málstað réttari: á Kvennaári kusu sér konur að verða léttari. Hér talaði amman góða og kærleiksríka, og innileikinn leynir sér hvergi. Og hlý er hún kveðjan hennar Sólrúnar er hún sendir til vina á jólakorti: Hjónin bœði hýrt með geð, hús og jarðargróður, börnin öll og bústofn meö blessi Drottinn góður. En nú víkur sögunni að Einari, sem svo orti um ár trésins: Kannið rót og trésins lopp, takið ráð til greina. Ei má verða alveg stopp með aðhlynningu neina. Stuggið burtu flœkingsfé, svo friður algjör verði. En Sólrún frá Krossi er fyrst og síðast með hið fagra og góða í huga, og trú hennar er sterk og einlæg. Svo mælir hún til dóttur sinnar: Hœstur Guð á himnastól, hjálp nú sendu faldasól, leggðu henni á lífsins braut líkn og styrk í hverri þraut. Og ekki er óskin til sonar hennar ama- legri: Vanda hvern á lífsins leið leystu æ með snilli. Hljóttu alll þitt œviskeið allra manna hylli. Gott er að fá svo góðar óskir. En ég sný mér til Einars á ný og áliti hans á list: Menn leltaaó frlölífrlóarlns landl/en fínna hann ekkl þó/hvorkl í hellögu hJónabandl/néHallormsstadarskóg. Stormasvéipir fara um Bárðarbungu, bylgjufaldar rísa hátt á sjó. „Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu’’ sœtt og blítt í Hallormsstaðarskóg? Og Hallormsstaðarskógur er Einari hug- leikinn sem fleirum austur þar: Menn leita að friði í friðarins landi, en finna hann ekki þó, hvorki í heilögu hjónabandi né Hallormsslaðarskóg. Gísli í Þrastarhlíð slær á létta strengi og á auðvelt með að sjá hið broslega í öllu. Þegar ráðunautar eystra kváðust verða að fylgjast vel með hlunnindum bænda, flaug Gísla rekaviðurinn í hug og orti: Víðlækt er þeirra vinnusvið, verkefnin nánast ótœmandi, sem ráðunautarnir rembast við að reka við úl á Héraðssandi. Eitt sinn þótti Gísla klaufalega spurt varðandi þörfina á bókasafnsfræðingi á Ak- ureyri og orti svo: í ellinni margt ég undarlegt heyri, sem aldrei t hug mér datt. Til eru bœkur á Akureyri; undarlegt, en satt. Og svo frá gamanseminni. Ekki hefur það verið amalegt fyrir Guð- laugu Sveinsdóttur, ljósmóður á Egilsstöð- um, að fá þessa þökk frá Sólrúnu frá Krossi, eftir vist á sjúkrahúsinu: Líknarengill okkar hér allra mildar trega. Fyllstu þakkir fylgi þér og farsœld œvinlega. Og dóttursonurinn ungi hefur glatt augu og geð Sólrúnar, og hún geldur honum hjartans þökk: í beinu framhaldi af þessari léttu vísu látum við Gísla fá orðið meö ágæta biblí- uskýringu um fórnfæringu ísaks: A altarið lagði sinn óskasvein, innra þó sársaukans kenndi. Þá sá 'ann hrút sem þar stóð upp við stein stal ’onum, skar ’ann og brenndi. En Gísli yrkir líka listavel um ástina og ýmsar hættur henni samfara: Vissi ég margan vaskan dreng varnarlausan falla, ef að lagði ör á streng Amor, skyttan snjalla. Og, fyrst ástina ber á góma, þá verður Gísli enn að hafa orðið. Skagfirðingar voru á ferð austanlands í langferðabifreið; önnur langferðabifreið með austfirskar konur ók um sama leyti svipaðar slóðir - rétt á eftir. Og Gísli gat ekki stillt sig: Allar konur austanlands Amorspílur stinga, ástum hafna eiginmanns, elta Skagfirðinga. Sólrún frá Krossi sendi mér gullfalleg erf- iljóð, sem eru of persónuleg til að birta þau í heild; en hugljúf er kveðjan klökk, sem hún lýsir svo: Fölnað litla blómið í mjúkri mold nú sefur, þú munt ei framar þjást eða finna nokkuð til, því Frelsarinn þinn góði í faðm þig tekið hefur í fegra, betra landi, þú dvelst í Ijósi og yl. Á minninganna himni ein Ijúfust stjarna Ijómar, sem lýsir okkur veginn, er áfram göngum hér. Við þökkum þér af hjarta, ó, Guð, hvað þú varst góður, að gefa okkur Bjössa, því hann var gjöf frá þér. Ei má klifra upp í tré, eins og Tarzan gerði. Og að tíðarandanum víkur Einar snilld- arlega: Oft er fals í fjármálum, fjör og galsi í danssölum. Lygin valsar víða um veldur kalsa í tilsvörum. Ekki veit ég, hvort nokkur skyldleiki er með þessu og þeirri ágætu vfsu Gísla í Þrast- arhlíð, sem hér fer á eftir og varðar aftur- hvarf Eggerts Haukdals: Kátt var í Valhöll á kvöldfundi þeim, koníak drukkið af stútum. Glataði sonurinn heirntur var heim, hœttur að svalla með pútum. Og áfram í stjórnmálunum. Svo kvað Gísli, þegar Steingrímur fullyrti að engin yrði gengisfellingin nú um áramót, en harkan sú stóð nú ekki lengi: Gunnar brosir á báðar hendur, brúnin er þung á Guðmundi Jaka. Harka Steingríms í hámarki stendur. Haukdal vill engum sönsum taka. Og áfram með Steingrím. Svo skildi Gísli eitt sinn ræðu hann á flokksþingi: Úrrœði fær enginn séð, allt er þegar setl í veð, en gróða nokkurn gæti léð að gera út á spariféð. En aftur yfir til Sólrúnar frá Krossi og veðurfarslýsingar um páskahretið: Nöpur úti norðanhríð næðir kalt um dalinn. Fönnin hleðst í fjallahlíð. Fénað hýsir smalinn. Sumir hafa ei lyst á list, né listahneigðir fínar. Eitt er víst að margs er misst, ef matarlystin dvínar. Og í lokin frá Einari um alvarlega hluti: Þó skorli menn tíðum til skeiðar og hnífs í skeikulli jarðlífsins för, í dynskógafjöru hins daglega lífs felst draumur um batnandi kjör. Þetta kallar Einar Jarðreisu og er sannar- lega vel kveðið. Og enn snýr Gísli sér að stjórnmálunum og yrkir svo leikandi létt: Gnísta tönnum Geir og Co. Gunnar heldur sinni ró. Undirhyggju siglir sjó sér á báti Óli Jó. Og ekki er Gísli alveg öruggur um nyt- semi þess að stækka Bændahöllina svo- nefndu: / byggðinni bœndunum fækkar, börn eru í atvinnu send, en samlímis hækkar og hækkar höllin, sem við þá er kennd. Og vel finnst mér svo við hæfi, þó af mörgu fleira sé að taka, að ljúka þessari samantekt með lýsingu Gísla á sjósetningu Hólmadrangs: Af sýslumanni og sálnahirði sett var skipið á flot. En botninn var suður í Borgarfirði og báturinn sökk eins og skot. Meira kann síðar að koma, því að af nógu er að taka hjá öllu þessu ágæta fólki og fleirum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.