Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 3
Kópavogur Þórður Björnsson í réttinum i gær- dag; „fór ekki offari“, sagði ákærði. Ljósm.: Atli. Frœndsemi Saksóknari vill þyngri refsingu Spegilsmálið flutt í Hœstarétti ígœr órður Björnsson saksóknari sagði í sóknarræðu sinni í Spegilsmálinu í gær að almenn- ingur væri þeirrar skoðunar að í blaðinu hefði verið guðlast og klám og biði nú niðurstöðu Hæstaréttar í ofvæni. Fátt nýtt kom fram í málflutningnum sem hófst og lauk í gær. Verjandi Ulfars Þormóðssonar, Sigurmar Albertsson, kvað innihald lag- anna um trúartilfinningar og klám útþynnt og lítils virði og krafðist sýknunar, en saksóknari bað Hæstarétt staðfesta dóm undirréttar og þyngja refsinguna. Fyrir undirrétti var Úlfar dæmd- ur til 16.000 króna sektar og 20 daga varðhalds til vara fyrir klám og guðlast. Sakborningur, Úlfar Þormóðs- son, tjáði Þjóðviljanum í gær að málflutningur beggja aðila hefði verið sanngjarn með tilliti til allra aðstæðna. „Frændi fór ekki of- fari“, sagði Úlfar. „Verði málið dæmt mér í óhag sit ég inni, ég á enga peninga. Þeir fóru allir í þetta. Mér telst til að tapið sé um 700 þúsund í útlögðu fé, að slepptum vöxtum, launatapi og fleiru.“ Spegilsmálið er hið fyrsta af þremur sem verjandi flytur fyrir Hæstarétti til að öðlast þar lög- mannsréttindi. Dómsorða mun að vænta til- tölulega fljótlega eða innan mán- aðar. - m Nýja strætókerfið í endurskoðun 576 undirskriftir gegn leiðakerfinu og bœjarráðfelur SVK að bœta úr vanköntunum. 70 mínúturfrá Kársnesbraut að Hamrahlíð? Kópavogsbúar vilja sinn strætó og engar refjar. Leiðakerfið sem þar gekk í gildi 9. júní hefur ekki átt vinsældum að fagna og A fundi borgarr. Reykjavíkur- borgar sl. miðvikudag voru lögð fram mótmæli kennarafundar Kennarafélags Laugarnesskóla gegn fyrirhuguðum byggingar- framkvæmdum í grennd við skólann. Voru kennararnir á einu máli um að bygging stórhýsis Kjötmiðstöðvarinnar á auðu svæði við hlið skólans væri með öllu fráleit. Þá voru á þessum sama borg- Idag kcmur hingað á vegum franska olíufyrirtækisins Total hundrað manna hópur franskra blaðstjóra í Concorde-vél frá Frakklandi. Frakk- arnir staldra hér við í 6 klukkustundir og fá konunglegar móttökur, en margt er þó undir veðrinu komið því þeir ætla að verða hér vitni að sumar- sólstöðum á Jónsmessunótt. Frakkarnir koma kl. 19 til Kefla- víkurflugvallar og fá lögreglufylgd að Hótel Sögu þar sem er 45 mínútna Miðstjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands kom saman til fundar í fyrrakvöld og lýsti þar yfir fullum stuðningi við baráttu v-þýskra málmiðnaðarmanna. hafa fjölmargir mótmælt fækkun ferða og breyttum leiðum með undirskrift sinni. „Viðbrögð bæjarbúa eru ansi hvöss“, sagði arráðsfundi lögð fram mótmæli 180 íbúa í Seljahverfi gegn bygg- ingu fyrirhugaðrar bensínstöðvar á íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd. Hefur Þjóðviljinn skýrt frá því máli áður. Á fundi borgarstjórnar í kvöld eru ýmis mál á dagskrá og er þess m.a. vænst að tilkynnt verði um kaupverð hinna umdeildu milj- ónalóða við Stigahlíð, en síðasta lóðin hefur verið seld. kokteill. Þaðan verður haldið í Akraborg sem siglir með þá og ís- lenska gesti til Keflavíkur. Um borð verður kvöldverður og íslensk skemmtiatriði. Eftir siglinguna verð- ur flogið til Frakklands frá Keflavík- urflugvelli. Þessi ferð er farin til að auglýsa nýja framleiðslu Total sem nefnist Plus. Frumlegt, en hvað gerist ef það verður sunnan sex og ekki sér til sól- ar? -ekh Markmið þeirra er að fá fram styttingu vinnuvikunnar í 35 klst. án launalækkunar til að draga úr því geigvænlega atvinnuleysi sem er í þeirra röðum. Karl Árnason forstöðumaður Kópavogsstrætóanna, „og það er lærdómsríkt fyrir okkur, - við sjáum að fólk kann að meta þessa þjónustu þótt lítið beri á því hversdagslega“. Á mánudag voru bæjarráði af- hentar 576 undirskriftir þarsem þess er krafist að nýja kerfið verði afnumið. „Ég fór eina ferð í strætisvagni, og önnur kona tvær“, sagði Guðlaug Einarsdótt- ir, Álfhólsvegi, „og svo var að- eins farið í hús, og það söfnuðust 258 nöfn. Maður í Vesturbænum, Sigurður Hjartarson, var orðinn þreyttur eftir að hafa verið í einn klukkutíma og tíu mínútur frá Kársnesbraut að Hamrahlíð og skellti upp lista í biðskýlinu á skiptistöðinni og á hann komu 318 nöfn á fáum klukkutímum." Óánægjan beinist einkum að fækkun ferða úr fjórum í tvær á klukkustund og að breyttum leiðum sem koma illa niður á hverfunum rétt austan og sunnan við miðbæinn. Á fundi bæjarráðs í fyrradag var samþykkt í ljósi mótmælanna að fela forstöðu- manni og stjórn vélamiðstöðvar bæjarins, en undir hana fellur SVK, að „leita leiða til úrbóta á þeim vanköntum sem fram hafa komið" á nýja kerfinu. Þar var einnig ákveðið að gefa út nýtt skýringarblað um sumaráætlun- ina en það er mat ráðamanna í Kópavogsbæ að fólki hafi hætt við að rugla saman tímum og leiðum vegna frágangs á upphaf- legu kynningarblaði. „Það sem nú er í gildi er aðeins sumaráætlun“, sagði Björn Þor- steinsson bæjarritari, ferðir á hálftíma fresti í stað kortérs áður. Strax eftir breytinguna var ferð- um til Reykjavíkur og frá fjölgað á annatímum, á morgnana og milli fjögur og sjö á daginn. Þær ferðir eiga upphaf og endi í skipti- stöð í miðbæ Kópavogs, og eru þangað og þaðan farnar innanbæjarleiðir. Samkvæmt nýja kerfinu geta menn átt langan veg fyrir höndum að skiptistöð- inni og nokkra bið í vændum þeg- ar í miðbæinn er komið. Vetraráætlunin verður betri að sögn bæjarritara, fléiri kort- érsferðir innanbæjar og í höfuð- staðinn. Lítil reynsla er enn kom- in á kvöld- og helgarkerfið, en á þeim tíma fækkar ferðum mjög, og kvaðst Björn helst hafa búist við urgi af þeim sökum. Leiðakerfið er fyrst og fremst verk Rekstrarstofunnar hf. í Kópavogi og stóð undirbúningur allan síðasta vetur. Meginsjón- armið við breytinguna voru aukin hagkvæmni í rekstri og sparnaður þarsem við væri komið. „Við höfum reynt að fylgjast eins vel með þessu og hægt er“, gott að fá álit þess fólks sem notar vagnana. Það var aldrei ætlun bæjaryfirvalda að gera fólki til bölvunar og við ætlum að skoða þetta mál í vinsemd. Það verður gefinn út nýr bæklingur um sumaráætlunina og ég býst við að ferðum verði fjölgað á annatím- unum. Það kemur líka til greina að breyta leiðum um austurbæinn og færa ef til vill vestar. Við reynum að bæta úr þessu eins fljótt og við geturn." Guðlaug Einarsdóttir og fé- lagar hennar við undirskrifta- söfnunina voru í gærmorgun á fundi með bæjarstjóra og for- stöðumanni SVK og vona hið besta. _ r>i Fimmtudagur 21. júní 1984 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Reykvíkingar Mótmæla bensínstöð og stórmarkaði - v. Total-frumlegheit Málmiðnaðarmenn Styðja þýska kollega sagði Karl hjá SVK, „en það er Lyfjakostnaður Heilbrigðismálaráð Austurlands fordæmir H, leilbrigðismálaráð lands hefur á fundi hinni miklu hækkun sjúklinga í kostnaði læknishjálp, sem Austur- varað við á hlutdeild við lyf og nýlega var ákveðin. Segir í ályktun ráðsins að þar eigi oft í hlut fólk með lágar tekjur og hljóti því ráðstaf- anir ríkisvaldsins að leiða til þess að það dragi við sig að leita læknis og kaupa nauðsynleg lyf. Enn- fremur segir: Hinn tilfinnanlegi kostnaður við rannsóknir og röntgenskoð- anir getur haft í för með sér að læknar beiti þessum rannsóknum minna en ástæða er til. Fundur- inn telur að þegar til lengdar lætur geti hin aukna þátttaka sjúklinga í kostnaði við heilbrigð- isþjónustu leitt til versnandi heilsufars þjóðarinnar og aukins kostnaðar síðar meir. Orlofsdvöl aldraðra Orlofsdvöl aldraðra Vest- firðinga verður að Laugum í Sælingsdal 9.-14. ágúst n.k. Að Laugum er öll aðstaða til hvíldar og skemmtunar mjög góð. Eins og áður verða haldnar kvöldvökur og stiginn dans. Far- ið verður í dagsferð um Borgar- fjörð og Stykkishólmur heimsótt- ur. Dvalargestir geta ekki orðið fleiri en 45 og er þátttökugjald kr. 5000. Þeir sem áhuga hafa láti skrá sig hjá Sigrúnu Gísladóttur í síma 94-7770 eftir kl. 17.00 frá og með 25. júní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.