Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 23
IÞROTTIR Pétur Ormslev í einhverju besta færi íslands í fyrrí hálfleik. Norski mark vörðurinn kom út á móti honum og kom í veg fyrir mark á síðustu stundu. Landsliðið á leið til Tékkó! íslenska karlalandsliðið í handknattleik fer í æfinga- og keppnisferð til Tékkóslóvakíu á sunnudaginn kemur, 24. júní. Leiknir verða þrír leikir við Tékka. Bogdan Kowalczyck hef- ur valið eftirtalda 18 leikmenn til fararinnar: Markverðir: Einar Þorvarðar- son, Val, Kristján Sigmundsson, Víkingi, Jens Einarsson, KR, og Brynjar Kvaran, Stjörnunni. Aðrir leikmenn: Jakob Sig- urðsson, Val, Guðmundur Guð- mundsson, Víkingi, Steinar Birg- isson, Víkingi, Bjarni Guð- mundsson, Wanne-Eickel, Þor- bjöm Jensson, Val, Þorgils Óttar Mathiesen, FH, Þorbergur Aðal- steinsson, Víkingi, Atli Hilmars- son, Bergkamen, Alfreð Gísla- son, Essen, Sigurður Gunnars- son, Víkingi, Sigurður Sveins- son, Lemgo, Kristján Arason, FH, Geir Sveinsson, Val, og Páll Ólafsson, Þrótti. Liðið er væntanlegt heim föstudaginn 29. júní. -VS Það munaði sekúndubrotum! Frekar tilþrifalítill landsleikur í gœrkvöldi og mark Norðmanna tíu mínútum fyrir leikslok dugði þeim til sigurs. ,,Ég var í boltanum, það mun- aði sekúndubrotum að ég næði að koma í veg fyrir þetta sigurmark Norðmanna. Sá sem skoraði var skyndilega laus í dauðafæri en mistökin lágu í því að við leik- maður númer 6, Ahlsen, týndist úti á kanti og gat sent fyrir“, sagði Ólafur Björnsson landsliðsmið- vörður í knattspyrnu um sigur- mark Norðmanna gegn íslandi í landsleiknum á Laugardalsvellin- um í gærkvöldi. Leikurinn endaði 0-1, varamaðurinn Egill Jo- hannsen skoraði markið á 80. mín. eftir nokkuð snarpa sókn, var óvaldaður á vítapunkti og sendi knöttinn í netið. í heild var leikurinn ekki mikið fyrir augað. fsland lék af var- kárni: „Það fannst mér jákvætt, við reyndum að dempa niður hraðann og fá ró í leik okkar og það gekk betur en oft áður“, sagði Janus Guðlaugsson fyrirliði eftir leikinn. En þessi varkárni kom niður á skemmtilegheitum leiksins, hann varð aldrei hraður og æsandi. ísland fékk hættulegt færi. Karl Þórðarson var á góðum stað eftir aukaspyrnu á 20. mínútu en náði ekki krafti í skotið sem var varið nokkuð auðveldlega. Ragnar Margeirsson og Sigurður Grétarsson lögðu skemmtilega upp færi fyrir Pétur Ormslev á 41. mínútu (sjá mynd) en markvörð- urinn, hinn tröllvaxni Thorstvet, náði boltanum af tám hans. Tvö góð færi í lokin, Páll Ólafsson braust að endamörkum og renndi inná markteig þar sem norsari var rétt á undan Janusi að renna sér í boltann. Síðan fékk Páll Ólafsson glæsisendingu frá Guðmundi Þorbjörnssyni á síðustu mínútu en Thorstvet varði skot hans úr nokkuð þröngu færi. Best færa Norðmanna var það sem David- sen fékk á 67. mínútu, hann var laus í vítateignum en Bjarni Sig- urðsson varði skot hans vel. „Við miðjumennirnir studdum ekki nógu vel við sóknina og okk- ur tókst því ekki að pressa norsku vörnina nægilega vel“, sagð Jan- us. Þarna er sennilega að finna hluta skýringar þess að mörkin komu ekki. „Mörkin komu ekki og þau færi sem gefast þarf að nýta betur", sagði Karl Þórðar- son. Janus var bestur í íslenska lið- inu, lék af yfirvegun og öryggi á miðjunni og er greinilega búinn að ná sér eftir meiðslin. „Ég er feginn að vera kominn á kreik og þessi meiðsli voru bara ágætis upphersla!" sagði hann. Karl átti ágæta kafla, var sveltur einum of á kantinum, hraða hans og tækni hefði mátt nyta mikið betur. Mið- verðirnir Ólafur og Sigurður Halldórsson stóðu sig vel en bak- verðirnir Kristján Jónsson og Þorgrímur vroru stressaðir, enda reynsluminnstir í liðinu. Ragnar Margeirsson var mest ógnandi, hann nýtti vel sinn eiginleika að skýla boltanum vel og vann ótelj- and aukaspyrnur fyrir íslenska liðið á vallarhelmingi Norð- manna. En - ekki nógu gott að tapa fyrir miðlungsliði norsku hér á heimavelli. Dómari var Ferguson (einsog traktorinn, útskýrði norskúrblaðamaðurístúkunni í símtali við sitt heimaland) og dæmdi nokkuð vel. Áhorfendur í vætunni voru 6.139, bara ágætt. -VS Iberar í undanúrslit Spánverjar slógu Evrópumeistara V.Pjóðverja út ígœrkvöldi og fara í undanúrslit ásamt Portúgölum. Ármenningar stóðu sig vel í Englandi Fimleikafólk úr Ármanni er nýkomið heim úr tíu daga æfinga- og keppnisferð um England. Keppt var við þrjú félög og var árangurinn mjög góður og sýnir að fimleikar á íslandi eru á upp- leið. í nágrenni Newcastle var keppt við Whitburn fimleikafélagið í flokkakeppni stúlkana. Whit- bum sigraði með 176,10 stigum gegn 158,55 stigum Ármanns- stúlkna. f Halifax var keppt við Calder- dale fimleikafélagið. Ármann sigraði í flokkakeppni yngri stúlkna með 88,90 stigum gegn 82,40 og í flokkakeppni eldri stúlkna með 93,70 gegn 92,30. Drengirnir úr Calderdale sigmðu hins vegar Ármannspiltana 133.20 gegn 104,20. Loks var keppt við Hincley í nágrenni Leicester en Hincley hefur á að skipa einu besta drengjaliði Englands. Yngri stúlkur Ármanns unnu Hincley 106.50 gegn 82,30 en eldri stúlkur Hincley unnu jafnöldrur sínar úr Ármanni 82,50 gegn 79,00. Loks vann hið sterka drengjalið Hincley sigur á Ármannspiltum, 156.20 gegn 114,00. Þessi ferð var endirinn á mjög árangursríku starfi kínversku fimleikaþjálfaranna sem störf- uðu hjá Ármanni í vetur. Frá Guðmundi S. Maríassyni fréttamanni Þjóðviljans í París: Liðin frá Íberíuskaganum kom- ust bæði í undanúrslit Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu með 1-0 sigrum í Frans í gær. Spánverjar unnu V.Þjóðverja, Evrópumeistarana sjálfa, í París og mæta Dönum í undanúr- slitum.Portúgalarunnuá Rúmen- um í Nantes og leika gegn Frökkum. Leikið verður á laugar- dag og sunnudag. Það bar mjkið á Þjóðverjum hér í París í gær, þeir fóru í hópum um göturnar meö mikla fána. Þeir voru ekki jafn vígreifir að leiknum loknum og áttu greinilega erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Mikil spenna var í leiknum og bæði lið börðust vel. Spánverj- arnir voru þó öllu sterkari og sóttu meira en þýsku færin voru hættulegri. Markið kom á síðustu mínútu leiksins. Senor gaf fyrir markið, tveir Þjóðverjar stukku aftan að einum Spánverja, knötturinn sigldi yfir þá alla og til Maceda sem kom hlaupandi að og skall- aði inn. Senor og Santillana voru bestir Spánverja en atkvæða- mestir Þjóðverja voru þeir Rum- menigge og Allofs. Leikur Portúgala og Rúmena var mjög jafn allan tímann. Bæði lið fóru mjög varfærnislega af stað og fátt gerðist lengi vel. Um miðjan fyrri hálfleik var Portú- gali borinn af leikvelli og púuðu áhorfendur duglega á rúmensku vörnina. Leikurinn var mjög grófur og aðeins eitt umtalsvert færi í fyrri hálfleik er rúmenska markverðinum tókst með naum- indum að slá boltann í stöng. Portarar sóttu heldur meira í seinni hálfleik og áttu þau færi sem gáfust. Markið kom þegar 12 mínútur lifðu af leiknum, gefið fyrir að vítapunkti, framhjá fjór- um varnarmönnum, Portúgalinn Nene hitti boltann illa en kom honum þó í vinstra hornið. Ekk- ert varð tíðinda síðan. Leikmenn beggja liða voru mjög svipaðir, helst skar Rúmeninn Augustin sig úr. Mér sýnast Frakkarnir sigur- stranglegir í keppninni. Þeir eru með það lið sem spilar skemmtilegustu knattspymuna og eru nú örugglega ánægðir með að þurfa ekki að mæta V.Þjóð- verjum í undanúrslitum eða úrs- litum! -gsm/iWVS Fimmtudagur 21. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.