Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 4
LEIBARI Krafa um að sótt verði fram Formannafundur Verkamannasambands íslands hefur samþykkt einróma að skora á öll aðildarfélög VMSÍ að segja upp launaliðum gildandi kjara- samninga fyrir 1. ágúst nk. þannig að þeir verði lausir 1. september. Þetta er stefnumarkandi sam- þykkt sem gefa mun tóninn í kjarabaráttunni á komandi hausti. í greinargerð frá formannafundinum kemur fram að samningar ASÍ og VSÍ frá 21. febrúar sl. hafi miðast við að kaupmáttur 4. ársfjórðungs 1983 héldist óskertur út samningstímabilið. Ríkisstjórn- in hafi í raun tekið ábyrgð á samningunum með þátttöku í samningsgerðinni, en hafi svikið gefin loforð. Nú liggi fyrir að kaupmáttur í dag sé minni en gert var ráð fyrir í febrúar. Og enn má búast við að sígi á ógæfuhliðina. í áliti formannafundarins segir að ætli verkalýðsfélögin að sækja eitthvað af þeim kjaraskerðingum sem áttu sér stað á síðasta ári, og endurheimta þannig eitthvað af fyrri kaup- mætti þurfi 15.1% kauphækkun 1. september til að ná meðaltalskaupmætti ársins 1983. Fyrirsjáanlegt sé að grunnur þeirra samninga sem gerðir voru 21. febrúar sl. sé brostinn og kaupmáttarskerðing haldi áfram verði ekkert gert. Fram að þessu hefur fólk viljað trúa því að ríkis- stjórnin stæði við fyrirheit sín, að tímabundin stór- skerðing á lífskjörum skilaði árangri, en uppskeran er meiri ójöfnuður, sífelldar verðhækkanir á nauðsynjum umfram loforð og versnandi lánakjör. Formannafundur Verkamannasambandsins hef- ur mótað ramma að kröfugerð fyrir baráttuna í haust. Þar er þess krafist að lægsti taxti verði 14 þúsund krónur og að yfirvinnuálag, bókun og önnur kaupaukakerfi miðist við taxta. Það ástand sem ríkt hefur að taxtar VMSÍ hafa verið fyrir neðan dagvinnutekjutryggingu hefur raskað veru- lega tekjum fólks sem vinnur yfirvinnu eða eftir launahvetjandi kerfi. Þá hefur þetta leitt til þess að aldurshækkanir hafa í raun fallið niður, þar sem enginn af töxtum VMSÍ nær dagvinnutekju- tryggingu. Þannig eru byrjendur í starfi og fólk sem unnið hefur 10 ár á sama kaupi. Formannafundur- inn setur því fram þá kröfu að taxtakerfi VMSÍ verði allt endurskoðað þar sem fullt tillit verði tekið til vinnuálags og starfsaldurs. Loks er því slegið föstu að Verkamannasambandið muni í komandi kjarasamningum taka fullt tillit til raunhæfra verð- lækkana sem kjarabóta. Að svo stöddu er lítið hægt að segja um það hvað þessi kröfugerðarrammi þýðir í prósentuhækkun- um. Það er hinsvegar ljóst að kominn er fram á- kveðinnvilji frá forystumönnumVerkamannasam- bandsins um að sækja fram í haust. Til varnar tekjuskattinum Því hefur verið haldið fram að tekjuskattur sé rang- látur skattur og leggist fyrst og fremst á launafólk, sem ekki getur svikið undan, og hann beri því að afnema. Magni Guðmundsson hagfræðingur ber fram allt önnur rök í bók sinni „Hagfærði og stjórnmál“. Hann segir þar að vélvæðing skattendurskoðunar hafi orðið til þess, þar sem hún hefur verið tekin upp, að nálega ógerlegt sé að skjóta undan skatti. Gildi þar einu, hvort reynt sé að fela tekjur eða ýkja kostnað. „Ef undanbrögð undan tekju- skatti eru algeng hériendis, er það einungis vegna þess, að við látum það gott heita“, segir Magni. Og sé það gefið að hægt sé að innheimta tekjuskatt með réttlátum hætti þá hefur hann margt til síns ágætis. Stighækkandi tekjuskattur er eitt helsta jöfnunartæki sem stjórnvöld hafa í höndum og hann er auk þess sjálf- virkt hagstjórnartæki sem jafnar sveiflur í afkomu ein- staklinga og þjóðarheildarinnar. Magni bendir á þá staðreynd, sem ekki hefur verið öllum ljós, að íslenska skattkerfið í heild er stiglækkandi: „Skattheimta er að tiltölu því minni sem tekjurnar eru haerri. Þessu veldur ekki aðeins hið flata útsvar, sem fer ofan í lægstu tekjur, heldur stærðarhlutfall söluskatts í ríkistekjum og háir fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði, sem telst til nauðþurfta.“ Tillaga Magna er sú að útsvar sveitarfélaga verði af- numið, enda kemur það óréttlátlega niður. í stað þess ætti að láta sveitarfélögum í té þann hluta virðisauka- skatts (þegar hann kemur), sem innheimtist á smásölus- tigi. Tekjuskattinn þurfi hinsvegar að lagfæra með tvenn- um hætti: Fella skattinn niður af lágmarkstekjum til framfærslu, en hafa skattstiga þaðan með jöfnum, smáum þrepum upp að 50% hámarki. Þessar og fleiri tillögur dr. Magna í skattamálum eru allra athygliverðar. Og þeir sem hafa ýmugust á tekjuskattinum ættu ekki að láta þau skattsvik sem nú líðast villa sér sýn, og verða til þess að blekkjast til fylgis við enn óréttlátara skatt- kerfi. KLIPPT 0G SKORIÐ Bókin í viðtali hér í blaðinu 17. júní lýsti Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur yfir áhyggjum sínum af því, að farið er að hrikta í einu helsta vígi íslenskrar þjóðmenn- ingar: hann átti við bókina. Fleiri hafa tekið í sama streng að und- anförnu, rithöfundar, útgefend- ur, áhugasamir bókavinir. I Morgunblaðinu var á föstudag- inn birtur leiðari um málið, þar sem einnig komu fram drjúgar áhyggjur af því, að bókin ætti nú undir högg að sækja með þeirri þjóð, sem áður vildi heldur vera „berfætt en bókarlaus". Höfundamir og ríkið Þetta var óvenju langur leiðari og það var komið inn á ýmsar hliðar málsins. Til dæmis kjör rit- höfunda: það var minnt á það til dæmis, að rithöfundur fær í sinn hlut um 11% af útsöluverði bókar en ríkið um 30% - auk þess sem það skattleggur ellefu prósentin rithöfundarins og svo þá styrki sem hann kann að fá öðru hvoru. Það er þarft að á þessa hluti er minnst í Morgunblaðinu, ekki síst vegna þess, að einmitt í hægriblöðum er sjaldan skortur á lesendabréfum og öðrum skrif- um, þar sem fárast er mikið út af peningum til rithöfunda og ann- arra listamanna og því fólki einna helst lýst sem óþörfum ómögum í samfélaginu. Niðurstaða leiðarans er helst sú, að það þurfi bæði að bæta kjör ritföfunda og lækka verðið á bók- inni til að hún standi sig betur í samkeppni á myndbanda- og sjónvarpsöld. Hvorutveggja ger- ir ráð fyrir aukinni velvild þeirra sem fara með fjármál hins opin- bera (felld séu niður ýmis gjöld af bókum, meira greitt fyrir afnot í bókasöfnum og námsbókum og þar fram eftir götum). En leiðarahöfundur fer ekki langt út í þá sálma, einkaframtakshug- sjón blaðs hans bannar að hann „prédiki að auka eigi styrki til bókarinnar eða þeirra sem að henni standa“. íslenskt sjónvarp Það er reyndar í fleiri dæmum en þessu, sem manni finnst að leiðarahöfundur skilji hugmyndir sínar um velferð bókarinnar og íslenskrar þjóðmenningar eftir í lausu lofti. Hann minnist til dæm- is á það, að sjónvarpið geti vel haldið uppi gagnlegum samstarfi við bókmenntir og tekur þá dæmi af Nikulási Nickleby og suður- afrísku sögunum hennar Nadime Cordimer. I leiðinni andmælir hann „gerfiefni" og „dreggjum" eins og Dallas og heldur áfram með þau tilmæli að „sjónvarpið á að leggja miklu meiri rækt við innlent efni en það hefur gert og kosta til mikilvægra hluta miklu meira fé en verið hefur“. Þetta er ekki nema satt og rétt. En þá er spurt: hvaða menningar- stefnu, hvaða fjölmiðlastefnu þarf til að íslenskt sjonvarp rísi undir nafni, til að það eigi gott samstarf við bókmenntir, til að það flytji það sem er „mikil- vægt?“ Tvenns konar svör Þegar að þessum hlutum er komið eru tvennskonar svör al- gengust. í fyrsta lagi fara svonefdir frjálsir fjölmiðlar, sem hafa það fagnaðarerindi fyrst og síðast, að frelsi sé það að hafa sem allra mest af alþjóðlegu af- þreyingarefni á boðstólum - um gerfihnetti, kaplasjónvarp og myndbandaleigu - allar áhyggjur af afdrifum íslenskrar menning- arviðleitni í kjölfari slíks frelsis (sem í raun er frelsi framleiðenda tiltölulega staðlaðs efnis) af- greiða þeir sem íhaldsemi, for- sjárhyggju og guð má vita hvað. í öðru lagi fara menn sem segja: þetta er vitanlega dálítið varasöm þróun, en við þessu verður ekk- ert gert, þetta kemur yfir okkur. Láta sem sagt við einskonar tæknikratíska nauðhyggju sitja. Hvers konar stefna? Hægri menn hafa tilhneigingu til að svara á hinn fyrri veg: rétt eins og þeim er yfirleitt eiginlegt að vilja setja sem flest undir verndarvæng „hinnar ósýnilegu handar" markaðsaflanna. Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins er bersýnilega ekki á þeim buxum, hann veit að þessi fræga „ósýnilega hönd“ getur gert mjög sýnilegan usla í menningargarði örlítillar þjóar. En síðan heldur hann ekki lengra. Hann fer ekki inn á það til dæmis, hvers konar opinber fjölmiðlastefna getur gert íslensku sjónvarpi fjárhags- lega mögulegt að standa fyrir sínu. Hann spyr ekki, hvort sú stefna að leggja útvarp og sjón- varp á vald auglýsenda eða þá stórvelda sem eru reiðubúin til að hella sínu efni ókeypis yfir lítil- þæga smáþjóð, sé ekki miklu lak- ari og miklu skæðari frelsi til að stunda íslensktmenningarlíf með árangri en allir þeir gallar sem kunna að vera á núverandi ásig- komulagi íslenskra ríkisfjöl- miðla? En þetta eru hlutir sem brýnt er að ræða - eða eins og segir í leiðaranum sjálfum: „Ef við þekkjum ekki vitjunartíma okkar í þessum efnum munum við einn góðan veðurdag standa uppi bóklaus þjóð, enekkiþjóð bókanna“... AB ÞJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaíýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphóðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guð- jónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavar8la: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmssfjn. Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.