Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 7
Við Bœndaskólann á Hólum er rekið kennslubú í loðdýrarækt og sér Alfheiður Marinósdóttir um rekstur þess. A búinu eru nú 260 minkalæður og 54 refalœður. Álfhei&ur með fósturbörn í fanginu. L4NDIÐ Maður lærir sjálfur mikið á því Ein af þeim valgreinum, sem kenndar eru við Bændaskólann á Hólum er loðdýrarækt. Það þótti því sjálfsagt að setja þar á stofn loðdýrabú svo að nemendur gætu komist í beina snertingu við hirðingu dýranna og umönnun alla. Umsjón með loðdýrabúinu hefur Álfheiður Marinósdóttir frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Blað- amaður greip tækifærið, þegar fundum hans og Álfheiðar bar saman heim á Hólum, að fræðast ofurlítið af henni um loðdýrabú- skapinn þar. Var Álfheiður fyrst að því spurð hvernær hún hefði tekið við loðdýrabústjórninni. - Það gerðist á öndverðu sl. ári. Hafði ég þá stundað nám í loðdýrarækt við landbúnaðarhá- skólann í Ási í Noregi. Áður hafði ég dvalið tvö ár í Dan- mörku, við almennt búnaðarnám að vísu, en með loðdýrarækt sem sérgrein. Bæði refir og minnkar - Hvenær komu fyrstu loðdýr- in hingað til Hóla? - Við fengum hingað 350 minkalæður frá Danmörku 13. apríl 1983. Þann 15. des. sl. vetur komu svo 67 refir frá Noregi, þar af 54 læður. Eru það blárefir og Shadow, sem er afbrigði af blá- ref. Síðar er svo ætlunin að fá silfurref en þá eigum við örfáa. Viðbótin kæmi þá til með að verða aðallega í þeim. Síðastliðið haust settum við á um 500 minkalæður en seldum svo 450 og bættum þennig litlu við stofninn hér. Erum nú með 260 minkalæður og 54 refalæður. - Ekkert að hugsa um Angóra- kanínur? - Ja, því ekki það? Það væri hreint ekki úr vegi í sambandi víð kennsluna. Kanínurnareru hvort sem er farnar að breiðast töluvert út og því ekki óeðlilegt að tekin yrði upp kennsla í eldi þeirra. Ennþá er þetta nú náttúrulega allt á frumstigi hjá okkur. Það er að vísu búið að byggja en eftir er að ganga frá ýmsu smávegis. Blandað á staðnum - Hvaðan fáið þið fóðrið? - Við höfum nú að þessu hakkað það og blandað hér á staðnum en það breytist trúlega þannig að við komum til með að fá það frá fóðurmiðstöðinni á Sauðárkróki. Tilraunafóður myndum við þó trúlega halda áfram að gera hér. - Ef fóðrið yrði fengið frá Sauðárkróki hvað mynduð þið þá ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 verðið hefur hækkað frá því í mars um 10-15%. / Ahugasamir nemendur - Nú er veitt hér í skólanum kennsla í loðdýrarækt. Er mikill áhugi á henni meðal nemenda? - Já, þetta loðdýrabú hér er kennslubú, sem ríkið rekur í sam- bandivið skólann. Loðdýrarækin er valgrein á síðari námsári. Áhugi meðal nemenda er mjög mikill eins og best má marka á því, að f vetur völdu það 18 nem- endur og það er mikið af ekki stærri hóp en hér er um að ræða. - Og þú kennir? - Já, ég sé um verklega námið og að hluta til um það bóklega. Hver nemandi fær 26 tíma í verk- lega náminu en það er einn þriðji af þeim tíma, sem varið er til kennslunnar. Tveir þriðju tímans fara í bóklega kennslu. Það segir STORKOSTLEGT TÆKI allt í senn Stereo útvarpstæki - Siónvarpstæki - Kassettutæki fá það oft, mundi það nægja að það kæmi vikulega? - Nei, væri fóðrið fengið að þyrfti það að berast hingað tvisv- ar í viku. Sjaldnar mætti það ekki vera. - Ett þú ein við hirðinguna? - Nei, ég hef ágætan mann með mér, Trausta Pálsson fyrrum bónda á Laufskálum hér í daln- um. ✓ Anœgð með útkomuna - Hvernig hefur útkoman ver- ið á búinu? - Það gekk sæmilega með minkinn í fyrra. Þó fannst mér of mörg dýr vera geld en þau hafa verið heilbrigð. Fjórir hvolpar eftir ásetta læðu þykir gott. En við vorum með þrjár. en skinnin voru mjög stór og flokkuðust ágætlega þegar þess er gætt, að því besta héldum við eftir. Við megum vera ánægð með þá út- komu. - Hvernig er verðið núna á minkaskinnunum? - Ég tek það vera gott, meðal-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.