Þjóðviljinn - 25.10.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1984, Blaðsíða 6
MENNING Blaðburðarfólk \ G. ress? Ef þúert niorounhi Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 8 13 33 Laus hverfí: Fossvogur Kaplaskj óls vegur Skerjafjörður Háteigsvegur Asahverfí Það bætir heilsu ( að bera út Þjóðvi hag Jjann l VOÐV/Um 1 Betra blað MFA Félagsmálaskóli alþýðu 1. önn 11.-24. nóvember. 1. önn verður haldin í Félagsmálaskóla alþýðu dagana 11.-24. nóvember, í Ölfusborgum. Viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfarandi: Félags- og fundarstörf, ræðumennska, framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, vinnuréttur, stefnuyfirlýs- ing ASI hópefli (leiðbeining í hópvinnu), og þættir úr félagsfræði og hagfræði. Námsstarfið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og al- mennum umræðum. Flesta daga er unnið frá kl. 8.30 - 18.30 með hléum. Nokkur kvöld á meðan skólinn starfar verða menningardagskrár, listkynningar, upp- lestur og skemmtanir. Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist í Félagsmálaskólanum. Hámarksfjöldi á önninni er 25. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 7. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Laus staða hjúkrunarforstjóra við dvalarheimilið Hlíð og Skjaldar- vík, Akureyri. Staða þessi er ný og veitist frá 1. janúar 1985 eða eftir nánarasamkomulagi. Hjúkrunarmenntun áskilin. Um- sóknarfrestur er til 1. deseber 1984. Skriflegar um- sóknir sendist stjórn dvalarheimilanna Geislagötu 9, Akureyri. Nánari upplýsingar veita formaður stjórnar dvalar- heimilanna Svava Aradóttir hjúkrunarfræðingur sími 96-22456 og 96-22100 og Jón Kristinsson forstöðu- maður sími 96-22860. Aðalfundur Landverndar verður haldinn í Munaðarnesi 10. og 11. nóvember 1984. Auk aðalfundarstarfa verða framsöguræður og um- ræður um viðfangsefni og starfshætti náttúruverndar- samtaka. Aðildarfélög tilkynni þátttöku á skrifstofu Landverndar fyrir 1. nóvember n.k. Stjórn Landverndar Atli Magnússon umsjónarmaður með útgáfu lúðrasveitabókarinnar. Eiríkur Rósberg formaður SlL og Leó E. Löve framkvæmdastjóri fsafoldarprentsmiðju. Þeir halda á bókinni sem unnið hefur verið að í 5 ár og nú er komin í verslanir. Mynd-eik. Myndskreytt saga lúðrasveita Bókin „Skœrt lúðrar hljóma" komin út. Geysileg vinna og upp úr grjótinu, segir umsjónarmaður útgófunnar. Hvað væru hátíðir og skrúð- göngur án lúðrasveita? sagði Eiríkur Rósberg formaður Sam- bands íslenskra lúðrasveita við útkomu bókarinnar „Skært lúðrar hljóma", sem er saga lúðrasveita á íslandi. Fyrsti lúðraflokkurinn á ís- landi var stofnaður fyrir 108 árum. í bókinni segir frá starfi lúðrasveita á 22 stöðum á landinu. Kom í Ijós að fleiri lúðraflokkar hafa starfað hér en menn héldu. Þeir voru jafnframt fyrstu hljómsveitirnar á íslandi. í „Skært lúðrar hljórna" er mikill fjöldi mynda af föngulegum blás- urum sem allir eru nafngreindir. 20 menn skrifuðu í bókina um sínar lúðrasveitir. Um aðra lúðraflokka skrifaði Atli Magnússon sem er umsjónar- maður með útgáfunni. Bókin er unnin að frumkvæði Sambands íslenskra lúðrasveita og kostuðu sveitirnar það starf. ísafoldarprentsmiðja hf gefur bókina út ásamt SÍL. „Skært lúðrar hljóma“ mun kosta 1198 krónur út úr búð. Atli Magnússon hefur unnið að útgáfu bókarinnar í 5 ár. Hann safnaði saman ritgerðunum og skrifaði allmargar sjálfur. Einnig aflaði hann myndanna, sem eru 180 talsins, og tókst að ná nöfnum allra einstaklinga á þeim. „Þetta var geysilega ntikil vinna og alveg upp úr grjótinu“, sagði Atli blaðamaður og blásari með meiru. -jp Ragnar Stefánsson Hafnarveriramenn styðja verkfall BSRB Óhœfa að stimpla stéttina, vegna nokkurra bráðlátra stráka íSundahöfn. í yfirlitsgrein um BSRB- verkfallið í Þjóðviljanum á þriðjudaginn fannst mér mjög hallða á hafnarverkamenn þegr lýst var atburðunum sem urðu í Sundahöfn föstudaginn 19. októ- ber síðastliðinn. Mætti skilja af greininni að hafnarverkamenn hafi almennt verið ándvígir verk- fallinu. Hið rétta er að nokkrir strákar úr hópi hafnarverkamanna tóku þátt í aðsúg að verkfallsvörðum. Með þessum strákum gengu menn úr öðrum starfsstéttum einnig hart fram og skal þar sér- staklega nefndur stýrimaður nokkur sem böðlaðist þarna um á gráum Saab. Enginn mundi stimpla alla stýrimenn fyrir það. Sagt er í greininni að Guðm- undi J. hafi tekist að firra frekari slag. Hið rétta er að þegar Guð- mundur J. kom var komin á alger ró. Það sem Guðmundur J. gerði var að veita þau vilyrði fyrir •Ragnar Stefánsson er jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu. Hann er einn fjöl- margra verkfallsvarða BSRB. stuðningi Dagsbrúnar sem nægðu stjórn BSRB sem trygging svo að hún leyfði að skipin yrðu bundin. Verkfallsstjórn BSRB hafði lengi lýst því yfir að hún hefði ekkert á móti því að skipin yrðu bundin ef skipafélögin lýstu því yfir að ekki yrði skipað uppúr þeim. Skipafélögin tregðuðust við, sérstaklega Eimskip. Það voru skipafélögin sem héldu sjó- mönnum úti á ytri höfninni lengur en nauðsynlegt var. Þá tryggingu sem skipafélögin vildu ekki veita veittu hins vegar hafnarverkamenn sjálfir og stjórn Dagsbrúnar. Hjá hafnarverkamönnum í Sundahöfn sem annars staðar hafa verkfallsverðir mætt miklum stuðningi og mikilli samstöðu. Sumir strákanna sem voru að tuddast þarna á föstudaginn hafa viðurkennt að það hafi byggst á misskilningi og bráðræði. Hjá forystumönnum Eimskips höfum við hins vegar mætt hroka og ógnunum. Ragnar Stefánsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.