Þjóðviljinn - 31.10.1984, Síða 1

Þjóðviljinn - 31.10.1984, Síða 1
MANNLÍF MENNING „Hðfum vift gert rétt?“ gætl Krlstján Thorlaclus verlð að hugaa um lelð og hann horflr efablöndnum augum á forlngja fjandaherslns, Albert Gu6- mundsson. Á milli þelrra gle&jast Guðlaugur Þorvaldsson ríklssáttasemj arl og Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri yflr a& löng lota er gengin yflr. En fjármálaráðherra gerlr sér engar sérstakar grillur um framtíðina einsog mátti sjá af lokaorðum hans: „Sjáumst í næsta verkfalli!" - Mynd - elk. BSRB Samningar! 20% meðalhœkkun launa. Engin ákvœði um vísitölutryggingu. Eftir nær 35 klst. langan samn- ingafund tókust samningar milli BSRB og fjármálaráðuneyt- isins á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Hinir nýju kjarasamning- ar fela í sér að meðaltali 20% hækkun heildar launa á samn- ingstímanum en hækkunin er allt upp í 23.4% á lægstu taxta. Samningurinn eins og hann var samþykktur kom á borð 60 manna samninganefndar BSRB um 10 leytið í gærmorgun. Mjög skiptar skoðanir voru innan nefndarinnar, en í atkvæða- greiðslu seint í gærkvöld sam- þykktu 36 samninginn, 13 voru á móti og 2 skiluðu auðum seðlum. í samningunum er ekki um neina vísitölu- eða kaupmáttar- tryggingu launa að ræða en hins vegar eru samningarnir upp- segjanlegir 1. september. Önnur helstu ákvæði samningsins eru þau að frá 1. nóv. hækka laun um 10% samkvæmt nýrri launatöflu. Fyrir september verða greiddar 2.500 kr. miðað við fullt starf. Persónuuppbót kr. 4.000 greiðist um miðjan nóvember. 1. des- ember hækka öll mánaðarlaun um 800 kr. og 1. maí á næsta ári hækka allir starfsmenn um 1 launaflokk. Vaktaálag miðast við 15. lfl. 2. þrep. Þá er tryggð minnst ein launaflokkahækkun sem metin er á 3.5% í sérkjara- samningum og að endurskoðun á launakerfi rikisins verði lokið fyrir 1. júní á næsta ári. Samningaviðræður drógust mjög á langinn í allan gærdag meðan beðið var eftir yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að engum hefndaraðgerðum yrði beitt gegn einstaklingum innan BSRB fyrir þátttöku þeirra í verkfallinu. Neitaði samninganefnd BSRB að ræða tilboð samninganefndar rík- isins frekar, fyrr en slík yfirlýsing lægi fyrir. Eftir mikil fundahöld stjórnarflokkanna, var ríkis- stjórnin kölluð saman til skyndi- fundar síðdegis og lá yfirlýsing hennar ekki á borðinu fyrr en kl. 19.00. _lg. Sjá bls. 2, 3 og 16 Samningafólk Fyrstu viðbrögð Valger&ur Bjarna- dóttir kennari: „Ég er mjög óhress með þetta samkomulag og það eru líka fé- lagar mínir flestir í kennarastétt. “ Ævar Kjartansson útvarpsma&ur: „Þessi árangur er alls ekki í samræmi við það átak og baráttu sem launamcnn hafa sýnt í þess- um geysihörðu þjóðfélagsá- tökum. Baráttuþrekið var alls ekki á enda, hið raunverulega verkfall var rétt að byrja“. Páll Gu&mundsson skólastjóri: „Ég hygg rétt að ekki hafi verið hægt að komast lengra. Þetta hafa verið mjög hörð átök en samstaðan alveg frábær og gífur- leg þátttaka kvenna markað tímamót. Það á eftir að koma í ljós síðar, að áhrifin af þessum átökum hafa ekki bara orðið okk- ar félagi til góðs heldur og allri verkalýðshreyfingunni í heild. Hún hefur eflst til muna og sýnt að hún getur farið nýjar leiðir í baráttunni.“ Ögmundur Jónasson sjónvarpsfréttama&ur: „Þetta verkfall sýnir að íslensk verkalýðshreyfing er í sókn. Við sýndum að sameinuð höfum við mikið afl þótt við nýttum það ekki til fulis í þetta skiptið. Prós- entan var léleg en sigurinn var samt sem áður okkar." Albert Gu&mundsson fjármálará&herra: - Það kom mér á óvart hversu vel skipulagt BSRB var og hve vel því tókst að stjórna sínu fólki. Það er umhugsunarvert út af fyrir sig. Ég er hundóánægður en er ekki þar með að segja að þið eigið ekki fyllilega skilið það sem þið hafið fengið og jafnvel meira, en okkur eru takmörk sett. Ég fagna því sérstaklega að þið fáið nú aft- ur laun greidd en það var ekki sársaukalaus ákvörðun sem ég tók að greiða ekki út launin. Það er líka ánægjulegt að einangrun gamla fólksins skuli nú brotin á bak aftur þegar fjölmiðlar taka að nýju til starfa. Forystan Árangur samstöðunnar Teljum uppsagnarákvœðið áhrifaríkara en vísitölutryggingu segja Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson. Sótttil saka? Eftir langt og strangt þóf í gær gekkst ríkisstjórnin loks undir að sækja ekki til saka einstaka með- limi BSRB sem kynnu að hafa gerst brotlegir við lög í tengslum við verkfall BSRB. Það er hins vegar alveg ótvírætt af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að BSRB eða einstök félög innan þess njóta ekki sömu friðhelgi. Því virðist sem málshöfðanir vofi enn yfir BSRB, og má nefna að Háskóli íslands hefur talið sóma sínum best borgið með að lögsækja útaf harðskeyttri verk- fallsvörslu meðan á verkfallinu stóð. - ÖS Verkfall er ekki til að tapa því heldur til að nota stöðuna þegar hún er sterkust til að knýja fram viðunandi samninga. Eg tel að útkoman í atkvæðagreiðslunni innan samninganefndarinnar gefl allgóða vísbendingu um hug fé- lagsmanna til þessara samninga, sagði Kristján Thorlacius for- maður BSRB í samtali við Þjóð- viljann að lokinni undirskrift samninga í gærkvöldi. „Ég tel eftir atvikum þennan samning viðunandi. Ég hefði kos- ið að fá ýmsa liði betri en þeir eru. Til dæmis þarf að taka upp sjálf- virkari viðmiðun við verðlag vegna þeirrar áráttu stjórnvalda að kasta öllum hækkunum beint út í verðlagið“, sagði Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB. „Menn skulu hins vegar átta sig á því að eftir þetta verk- fall þá felst mun meiri hótun um nýja baráttu í þeirri útgönguleið sem samið var um en nokkurt vís- itölukerfi tryggir“, sagði Harald- ur. Kristján Thorlacius sagði að ríkisstjórnin væri ábyrg fyrir því hve samningar hefðu dregist á langinn. „Stjórnvöld voru óvægin og beittu mikilli hörku og það var meiri harka í þessu verkfalli en nokkru sinni hefur tíðkast hér- lendis. Samstaðan í okkar röðum hefur verið gífurleg allan tímann og ég tel samtökin komi sterkari og samstæðari út úr þessari bar- áttu en nokkru sinni. Við höfum lært að vinna saman og sú vinna hefur borið árangur. Ég vil þakka öllum okkar félögum og þá ekki síst konunum innan okkar vé- banda það gífurlega mikla starf sem menn hafa lagt á sig jafnt daga sem nætur undanfarnar vik- ur“. _lg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.