Þjóðviljinn - 31.10.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 31.10.1984, Side 16
Aðalsími: 81333. ^völdsími: 81348. Helgarsími: 81663. UÚÐVIUINN Miðvikudagur 31. október 1984 212. tðlublað 49. órgangur Fjölmarglr opinberir starfsmenn „hertóku" húsnæði ríkissáttasemjara í gær til aö leggja áherslu á kröfurnar um að ekki yrði skrlfað undir samningsdrögin sem lágu fyrir eftir rúmlega sólarhrings viðræður. Síðar um daginn var opið hús hjá BSRB þar sem sam þykkt var áskorun um að fella samningsdrögin. Ljósm. eik BSRB MIKILL HITI Hundruð manna samþykktu áskorun til 60 manna nefndarinnar um að vísa samningsdrögunum á bug. Gífurlegur tilfinningahiti var á fjöldafundum sem opinberir starfsmenn efndu til víða í gær- dag í Reykjavík til að ræða drög að kjarasamningi við ríkisvaldið. Stemningin var nánast ólýsanleg á 400 manna fundi sem haldinn var í húsakynnum BSRB þar sem. áskorun til sextíu manna samn- inganefndar samtakanna um að vísa samningsdrögunum á bug, var samþykkt einróma. Bullandi meirihluti var líka fyrir áskorun- inni víðar á fundum, á fjöl- mennum fundi útvarps- og sjón- varpsmanna var hún einnig sam- þykkt einróma og 300 manna fundur í kennaraathvarfinu við Skúlatún samþykkti hana með einungis fjórum mótatkvæðum. Fyrr um daginn fjölmenntu kennarar í Karphúsið, aðsetur sáttasemjara, og afhentu Guðm- undi Árnasyni, einum fulltrúa sinna í sextíu manna nefndinni, áskorun um að samþykkja ekki drögin. Andófið gegn drögunum var spunnið af þrennum toga: menn virtust allir á því máli að kjaratr- yggingarákvæðið væri fráleitt nógu sterkt og því næsta auðvelt fyrir ríkisstjórnina að taka kjara- bæturnar aftur skjótlega eftir samþykkt. Jafnframt töldu menn prósentuhækkanirnar ekki nóg- ar, en mestur tilfinningahiti spannst þó útaf mögulegum máls- höfðunum útaf aðgerðum í ver- kfallinu og var þar mest talað um talsímakonurnar á ísafirði. Ályktunin sem fundimir sam- þykktu skoruðu sem fyrr segir á sextíu manna nefndina að vísa samningsdrögunum á bug. Nið- urlag ályktunarinnar var svo- hljóðandi: ,Jsamstaðan hefur aldrei verið víðtækari. Áhrif verkfallsins aldrei sterkari. Við viljum kjara- bætur sem endast og höfum næg- an styrk til að knýja þær fram. Stöndum áfram saman“. Eftir undirskrift samningsins í gær klukkan 22.15 var skoðun manna eigi að síður sú að samn- ingarnir yrðu samþykktir. -ÖS Kauprán Gengisfelling í byssuhlaupinu Ríkisstjórnin staðráðin í að hrifsa aftur kauphœkkanir úr samningunum með gengislœkkunum Ríkisstjórnin er þegar farin á stúfana til að hrifsa til áform um að fella gengið þegar að afloknum samn- sín þann ávinning sem heildarsamtök launafólks hafa ■ ingum um a.m.k. 5% og jafnframt ákveðið að fella samið um. Þannig fréttist úr herbúðum ríkisstjórnar- gengið fljótlega aftur eftir áramót. Af sömu ástæðum innar í gær, að þegar hefði verið reiknað út „hvað hefur ríkisstjórnin staðið þvert í vegi fyrir samkomu- þyrfti mikla gengislækkun“ til að ná af launafólki lagi um kauptryggingu af einhverjum toga eins og væntanlegum kauphækkunum. verklýðssamtökin gera kröfu um. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans voru uppi -óg ASÍ/VSÍ Hættur r i stöðunni Bjartsýni manna frá ífyrrinótt hefur dofnað í gærmorgun slitnaði uppúr viðræðum fulltrúa ASÍ og VSÍ í ,JVýja Karphúsinu“ við Garða- stræti, en þá höfðu menn setið á fundi í nær 16 klukkustundir. Snemma í fyrrinótt ríkti all-mikil bjartsýni hjá samningamönnum um að samningar kynnu að takast þá um nóttina en nú hefur sú bjartsýni dofnað nokkuð. „Ég þori engu að spá um fund- inn á morgun, en tel að eins og nú stendur, séu hættur í stöðunni", sagði Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamannasam- bandsins í samtali við Þjóðviljann í gær, en nýr samningafundur hefur verið boðaður í dag kl. 14, í gær var enginn fundur haldinn. Guðmundur sagði að það færi ekki á milli mála að hringl Stein- gríms Hermannssonar fram og aftur með skattamálin, og ótíma- bærar yfirlýsingar hans sem yfir- leitt stönguðust á, hefðu stórlega spillt fyrir allri samningagerð í þeim kjaradeilum, sem nú standa yfir. Ástæðurnar fyrir því að fundi var slitið hjá ASÍ/VSÍ í gærmorg- un væru fleiri en ein. Sú veiga- mesta er sú, hvernig halda eigi uppi kaupmætti, sem miðaður væri við síðasta ársfjórðung 1983. Þá hefði einnig verið ágreiningur um uppsagnarákvæði samnings- ins. „Málið er á afar viðkvæmu stigi, en þó alls ekki komið í hnút,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. -S.dór. Blaðamenn Greiðsla „undir borðið“ Blaðamenn héldu félagsfund á laugardag á Hóte! Loftleiðum og samþykktu þar samning sinn við útgefendur frá föstudegi, með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur. Auk þeirra kjarabóta sem þegar hefur verið getið um í Þjóðviijanum munu blaðamenn fá sérstaka greiðslu nú um mán- aðamótin, 2500 krónur. Ekkert var fest á blað um þessa greiðslu og munu útgefendur hafa sett það skilyrði að ekki yrði frá henni skýrt á opinberum vettvangi. Jón Daníelsson, einn samning- anefndarmanna blaðamanna, staðfesti þetta í samtali við Þjóð- viljann í gær. Jón skrifaði ekki undir samninginn einn nefndar- manna. „Ég skrifaði ekki undir vegna þess að ég hef þá skoðun að það sem samið er um eigi að standa í samningum" sagði Jón Daníelsson. „Svona greiðslur undir borðið eru ekki siðferði- lega samboðnar neinu stéttarfé- lagi, og kannski allra síst Blaða- mannafélaginu.“ -m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.